Fjallkonan


Fjallkonan - 03.07.1895, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 03.07.1895, Blaðsíða 3
8. júlí 1895. FJALLKONAN. 111 Jú, þarft er stritið, þð verðnr vitið, sem vinnur mest, iivar sem á er litið, — og þar með þitt. Menn hyggja’ málin sé andlaus öll og eintómt samsafn af dauðum myndum að beygjá ,tíðir’ og fást við .föll’ sé fjarri mentunar sönnum lindum. Enn föll og tíðir, sem læra lýðir, upp ljúka mentanna hafi’ um siðir, Já, það veizt þú. Menn hyggja feyskin hin fornu mál, þær frægu tungurnar suðurlanda. Enn enn er grískan þó stælt sem stál, og sterk er latínan enn að vanda. Menn á þær herja, enn árás hverja þær alt af standast, því hraustir verja, og þar með þú. Menn hyggja fátækt vort móðurmál; — það mestur heiður er vor og sómi, sem griskan lipurt með líf og sál, sem latnesk tunga að krafti’ og hljómi. Vor forna tunga með fjörið unga, hún ferst ei tímans í straumi þunga; að því vanst þú. Menn hyggja málfræðings hjarta þurt, og hann Bé bundinn við gamla skrjóða; enn þeirra blöð eru blöð á jurt, sem blessun dýrmæt er allra þjóða. Ei þarf að kvarta að þurt sé hjarta, ef það er hreint eins og gullið bjarta; og það er þitt. Menn hyggja að ellin sé leiðinleg, því langur finst mönnum stundum dagur. Enn oft er þetta á annan veg, og aftanljóminn er hreinn og fagur. £>ótt halli degi, það húmar eigi, ef hreinn er kveldbjarminn yndislegi, og það er þínn. Menn hyggja að æskan sé óþakklát, er ólgar blóðið og fjörið sýður. Já, hún er stundum úr hófi kát, enn hún sín gætir, er mest á ríður. Sjá, tíminn streymir, enn trygð hún geymir, og sínum vinum hún aldrei gleymir, og þá ei þér. Menn hyggja að þjóðin sé heimsk og þrá, enn hún er það ekki nema stundum; hún sér það stundum fyrst eftir á, hún átt hefir dýrmætt gull í mundum. Enn suma hún metur og gleymt ei getur, og geymir nöfn þeirra öllu betur, og þar með þitt. Menn hyggja konuna minni enn mann, enn mörgum sinnum vér annað reynum, þött sama vinni’ hún ei verk sem hann, hún vanda hefir í mörgum greinum. Hún lífið bætir og böl upprætir og blessar húsið og alla kætir; — og þá átt þú. Menn hyggja að deyi hér út sú ætt, sem enga hefir sér getið niðja. Enn við þvi aldrei þó verður hætt, et verkin lifa, sem brautir ryðja. Dótt höndin þreytist og hagur breytist, það hrós æ lifir, sem slikum veitist; og það fær þú. Og nú þín skilnaðarskál það sé: Vér 8krifum þig út með heiðri’ og sóma. Þú staðizt hefir þitt próf með ,præ’, já, ,præ’ — ,præ ceteris’, allir róma. Og fyrir löngu, já, langa- löngu þér landið ætlaði ,það með slöngu’. Já, það fær þú. Suðr-Þingeyjarsýslu 9. júní: ,Með Gvendardegi, 16. marz, hljóp illur loki á góðviðrisþráð vetrarins. Þá gekk veðrátt til norðausturs með stormum og fannkomum, og rak niður geysi- mikinn snjó, enn hafishroða rak inn í landsteina. Með ísnum kom fjöldi af fráfærnakóp útsela, og var hann svo heimskr og gæfr, að náunginn rotaði hann og skutlaði á isnum, þar sem hann lá og sleikti sólskinið, sem reyndar var af skornum skamti, þvi sólin var í úlfakreppu og skéin dauft. Ekki veit óg með vissu hve margir kópar hafa veiðst kringum Skjálfanda, en víst hafa þeir verið 6—7 hundruð. Hver kópr lagði sig 5—7 kr. Björn var á ísnum og vildi selaskytta ein hafa líf hans. Þetta varð þeim að sundrþykkju, og lauk svo viðreign þeirra, að bangsi stakk sér undir ís-spöng og sást aldrei siðan. — Frá 16. inarz til sumarmála var tíðin köld og úrill að undanskildum seinni hluta páskaviku. Þá var hláka og sólskin glatt og gleðibros á andliti náttúrunnar. Síðan um sumarmál og alt til þesBa dags hefir viðrað ágætlega og er óhætt að telja þetta vor eitt af hin- um allra beztu. Hval rak fyrir stuttu á Sandhólum á Tjörnesi, fertugan að sögn. Bóndi var eigi heima og stóð húsfreyja fyrir hvalnum að öllu leyti, og þótti farast vel og myndarlega. Ekki veit ég til, að konur hafi fyr staðið i slíkum stórræðum og tel ég því þetta þess vert, að því sé haldið á lofti. Merkisberar kvennfrelsisins segja, að á þessu megi sjá, hvað konur gætu gert, ef þær fengju fyllilega að njóta sín. Aftur segja hinir, sem maida í móinn, að á þessu megisjá, hvað konur gætu gert samkvæmt þeim rétt- indum, sem þær hafa. Mér þykja báðir tala viturlega og er ég því báðum samþykkr. — Annars er þetta þriðja sumarið í röð- inni, sem hvalr hefir heilsað upp á Tjörnesinga; í fyrra á Bakka og ,fyrrið’ þar fyrir á Héðinshöfða. Þessi hvalr þótti beztrar tegundar þeirra allra, enda gefr að skilja, að hvölunum fer fram eins og t. d. mönnunum. Ennfremr var hvalr róinn upp í Flatey fyrir stuttu. Enn af honum var skorið allmikið og var kennt hákarlamönnunum. Mikill fjöldi af hvalveiðaskipum hefir verið hér úti fyrir í vor og hafa þau drepið líklega nær hundraði hvala, enn suma höggva þau f'rá sér, sem þau ráða ekki við. Skjótizt hvalrinn eigi til hana í fyrsta kasti, þýtur hann með gufudjöfulinn aftan í sér eins og laus væri, þótt hann sperrish við af alefli. Þessi óleikr getr staðið heilt dægr þangað til hvalr- inn springr eða verðr skotinn á ný. Enn ef ís er í nánd, sækir hvalrinn á, að stinga sér undir hann, sjáifsagt í þeim vændum, að granda skipinu, og er þá ekki annað færi, en höggva sundr skutulfærið. Á þessu sézt, að veiði þessi er næsta grimmi- leg. Nú er sagt, að hvalrinn sé þorrinn fyrir Vesturlandi, og þess vegna sæki hvalabátarnir svona langt austr með landinu. Á þessu má geta sér til, að ekki muni líða á löngu, þangað til allr hvalr verðr gereyddr úr íslandshafl. Það má oftast rekja sporin eftir hann mannhund, hvar sem hann fer — á blóðinu. Helztu skemtanir fyrir fólkið eru ,böllin’ eða dansþyrping- arnar, sem stöðugt aukast og margfaldast hér um slóðir, og er aðsóknin að fundum þessum eins og að hvalrekum eða meiri. — Skuggasveinn var leikinn á Húsavík á Góunni, enn sjaldnar en verða átti, því þá fór ólukkinn sjálfr í tíðina. Annars þótti fremur vel leikið, og vonum framar þegar þess er gætt, hvern- ig leikritið er. Það er annað enn gaman, að halda þeim uppréttum, sem er fæddr og stendr á brauðfótum. Heldr þykir ísafold andrömm þar sem hún dæsir yflr af- drifum Skúlamálsins, enda sækir hún víst andann stundum dýpra en til lungnanna. Það er sannarleg glannadirfska, að slá því fram, að hœstiréttr láti dríta í augu sér — éins og Tobbías gamli lét fuglana gera forðum daga. — 1 hæstarétti eiga hinir elztu og vitrustu lögspekingar sæti, — öldungar frá fimtugu til áttræðs — og gefr því að skilja, að auðveldara sé að unga út óhróðri um náungann í einhverju opinmyntu saurblaði, heldr enn að glepja hæstarétti sýn með orðaglamri einu. Gengi ísa-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.