Fjallkonan


Fjallkonan - 13.08.1895, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 13.08.1895, Blaðsíða 1
Kemr út um miðja yiku. Árg. 8 kr. (erlendis 4 kr.). Auglýsingar mjög ðdýrar. FJALLKONAN. GJalddagi 15. júli. Upp- sögn skriiieg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstrœti 18. XII, 33. Reykjavík, 13. ágúst. 1896. H. CHR. HANSEN, stórkaupmaðr, (Rörholmsgade 3) í Kaupmannahöfn, byrjaði íslenzka umboðsverzlun 1882, tekr að sér innkaup á vörum fyrir ísland, selr einnig íslenzkar vörnr í Kaupmanna- höfn og Leith. Kaupir ísl. frímerki fyrir hæsta verð. Alþingi. VI. Stjórnarskrármálið. Efri deild stytti frumv. aldr þegar við 1. umr. og með óvanalegri aðferð, rök- studdri dagskrá, sem Jón Jakobsson kom með og hljóðar svo: tMeð því að deildin heflr á fundi 22. júlí sam- þykt tillögu til þingsál. um stjórnarskrármálið og þar með lýst því yfir, að hún áliti þann veg heppilegri að sinni enn frumvarpsleiðina, sér hún sér eigi fært að sinna frumvarpi til stjórnarskipunarlaga um hin sérstöku málefni íslands, sem neðri deild alþingis hefir samþykt með mjög litlum atkvæðamun, og tekr því fyrir næsta mál á dagskrá’. Þessa tillaga (dagskráin) var samþykt með 7 atkv. (hinum kgkj. og Jóni Jakobss. og Þorl. Jónss.) gegn 4, og er málinu þar með lokið á þessu þingi. Lög frá alþingi. Auk þeirra laga, er áðr getið, eru samþykt lög um löggildingar 5 nýrra verzlunar- staða (Nes í Norðfirði, Salthólmavík í Dalasýslu, Bakka- gerði í Borgarfirði, Skálavík við Berufjörð og Hvamms- tangi í Húnavatnssýslu), og lög um að skifta Ísaíjarðar- sýsu í tvö sýslufélög, (í Vestr-ísafjarðarsýslu eiga að vera þessir hreppar: Auðkúlu, Þingeyrar, Mos- valla og Suðreyrar, enn í Norðr-ísafjarðarsýslu: Hóls, Eyrar, Súðavíkr. Ögur, Reykjarfjarðar, Nauteyrar, Snæ- fjalla. Grunnavíkr og Sléttu). Enn fremr: Lög um breyting & lögum 3. okt 1884 um eftir- laun prestsekkna. 1. gr. Et tekjur brauðsins eru yfir 1200 kr- eftir gildandi brauðamati, þá skal greiða prestsekkju svo eftirlaun af brauðinu, að tekjnr prestsins verði eigi minni enn 1200 kr. Enn séu tekjurnar 1200 kr. eða minni, þá fær ekkjan öll eftirlaun sín greidd úr landssjóði; svo og hvar þess, er prestsekkja fær eigi öll eftirlaun sín greidd af brauðinu, skal það, er til vantar, greitt úr landssjóði. 2. gr. 2. grein í lögum nr. 13. frá 3. okt. 1884 er úr lögum numin. Lög um breyting á lögum 8. janúar 1886 um hluttöku safnaða í veitingu brauða. (Helztu breytingar eru, að setja skal á kjörskrá alla þá, er um embættið hafa sótt, enn biskup þó halda eftir umsóknarbréfum kandídata þeirra og að- stoðarpresta, er hann álítr óhæfa til að taka em- bætti á hendr; að um leið og biskup sendir prófasti umsóknarbréfin, skal hann senda meðmæli sín með þeim umsækjanda, sem hann telr hæfastan og verð- ugastan til að fá embættið; að rétt kjörinn er enginn umsækjenda, nema helmingr kjósenda komi á fund og hann hljóti a/8 atkv. á fundinum. Lög um breyt. á hreppstjöralaunalögunum. (Nýja reglan er sú, að launin úr landssjóði skulu vera 50 aur. fyrir hvern innanhreppsmann, sem býr á jörð eða jarðarparti, sem metin er að dýrleik eigi minna enn 5 hndr. eftir gildanda jarðamati, og enn fremr 50 aur. fyrir hvern innanhreppsmann, er á haustþingi telr til tíundar eigi minna enn x/9 lausa- fjárhundrað. Þóknun hreppstjóra má þó aldrei vera undir 24 kr.). Lög um kjörgengi kvenna. Ekkjur og ógiftar konur, er standa fyrir búi eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kjörgengi, þegar kjósa á í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn, sóknarnefnd og safnaðarfulltrúa, ef þær fullnægja öllum þeim skilyr" ím, sem lög ákveða fyrir þessum réttindum, að því er karlmenn snertir. Fjárlögunum lokið í neðri deild á laugardag- inn, og gekk þar fram mest af tillögum nefndarinnar, svo sem til flutningsbrauta 45,000 kr. hvort árið, til þjóðvega 25,000 kr., til gufuskipsferða frá útlönd- um og með ströndum landsins 45,000 kr., til fjórð- ungsgufubáta 33,500 kr. og til uppsiglingar á Hvamms- fjörð 6000 kr. fyrra árið, til búnaðarfélaga 13,000 og 15,000 kr., til allsherjarbúnaðarfélags fyrir alt landið 4000 kr. Af fjárveitinganýmælum eru þessi helzt: Til Skúla Thoroddsen 5000 kr.1 og að auki 500 kr. eftirlaunaviðb. á ári, til forngripasafnsskrár og forn- gripakaupa og áhalda 1600 og 1200 kr.; til frú Elín- ar Eggertsdóttur til að koma á fót hússtjórnar- og matreiðsluskóla í Rvík 1000 kr., til Magn. Þórarins- sonar á Halldórsstöðum til að setja á stofn auknar og endrbættar tóvinnuvélar 1200 kr., 600 kr. til aðrann- saka hafnir og þrautalendingar meðfram suðrströnd landsins; 800 kr. árstyrkr til kand mag. Bjarna Sæ- mundssonar til fiskirannsókna; 600 kr. árstyrkr til Þórarins B. Þorlákssonar til að fullkomna sig í mál- araíþrótt; 500 kr. árstyrkr til Einars Jónssonar frá Galtafelli til að læra myndasmíði; 600 kr. árstyrkr til skáldsins Þorst Erlingssonar. Bnseta fastakaupm. var feld í e. deild á mánud. Fiskimannalögin. Hinn virðuglegi stillingarmaðr Markús Bjarna- son skólastjóri hefir víst reiðst, er hann las grein mína í ^Fjallkonunni’ 30. júlí, enn til þess ætlaðist ég ekki, heldr vildi ég bara láta hann skammast sín ’) Er. Skúli Thoroddsen heflr kvartað um, að fé þetta hafi verið kallað gjöf í Fjallk. í fjárlagafrumvarpinu er því ekkert nafn gefið, enn það mun eiga að vera uppbðt fyrir tekjumissi. Langt er þó frá að landssjóði heri að greiða slíka uppbót.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.