Fjallkonan


Fjallkonan - 08.10.1895, Side 3

Fjallkonan - 08.10.1895, Side 3
8. október 1895. FJALLKONAN. 167 innsiglið frá bréfi Yamírans og benti á undirskrift hans. Þá fölnaði Daría upp og féll í öngvit. Furst- inn reif kniplingana af blæju hennar og gekk snúð- ugr burtu' Dimitri lét sér ekki nægja með þetta. Við all- ar máltíðir lét hann koma tattarskan gítarsleikara og söngmann og syngja ástarvísurnar sem Vamíran hafði sent konu hans. Þjónarnir, sem þjónuðu til borðs, skildu ekkert í þessu og héldu að húsbóndi þeirra væri orðinn geggjaðr. Daría varð hálfsturluð af þessari meðferð; hver hending í vísunum, hvert grip á gítarsstrengina gekk í gegnum merg og bein. Ymsar fréttir fóru að ber- ast um Dimitri; sumir sögðu hann væri orðinn sinn- isveikr, enn aðrir að hann væri orðinn ástfanginn og dreifðu til þess ýmsum tignarkonum í borginni. Enn með því vísurnar urðu hljóðbærar, og af því þær geta verið sýnishorn af georgiskum ástarljóðum, þá skal setja hér inntak þeirra: (Þú sál, sem fæddist fyrir skemstu í paradís, sköpuð mér til hamingju, — af þér, þú ódauðlega vera, vænti ég mér lífsins. Af þér, þú blómgaða vor, þú máni, sem kominu ert að fyliing, af þér minn verndandi engill — af þér vænti ég mér iífsins. Láttu ásjónu þína lýsa fyrir mér og gleddu mig með brosi þínu. Veröldina vil ég ekki eiga; ég vil eiga þitt augnatillit — af þér vænti ég mér lífsins. Þú döggskæra fjallanna rós, þú náttúrunnar eftir- læti, hennar yndislega leyndardómsfulla eign — af þér vænti ég mér lífsins’. Mánuði eftir þetta hafði furstinn ferðazt ríðandi til Kodjar, þar sem var landbýli hans, og ætlaði hann að fyrirbúa þar fangelsi handa konu sinni. Enn þeg- ar hann var kominn heim aftr úr þeirri för, féll hann i köldusótt, lá í tvo daga og stóð ekki upp framar. í óráðinu kom altaf hjá honum viðkvæðið úr danz- vísunum: (Af þér vænti ég mér lífsins’. (Frh.). Búskapr í DanmSrku fyrrum og nu. Á fyrri árum var velta (omsætning) meðalbús á leiguíiða- jörðu 3—400 kr. Menn unnu þá heima hjá sér alt til fata og matar. Bóndinn smíðaði sjálfr áhöld sín, óf heima hjá sér léreft og vaðmál, og fötin vóru bú- in til á heimilinu, og af matvælum keypti hann varla annað enn (nýlendu-vörur’ (svo sem kaffi og sykr) fyrir svo sem 30 kr. á ári. Nú er talið að velta meðalbús sé 10,000 kr. á ári. Nú þykir ekk'i svara kostnaði, að tæta lengr vaðmál og (vergarn’, heldr er það keypt í kaupstað- num og þar eru Iíka keypt öll búsáhöld og talsvert af matvöru af ódýrum tegundum. Enn heima eru bú- nar til dýrari matartegundir, sem sendar eru til Kaup- mannahafnar eða til útlanda. Þannig kaupa bændr margarínsmjör til heimilisins, enn búa sjálfir til ágætt smjör til að selja. Hvorki þar né annarstaðar erlend- is hafa menn alment það álit á .margarín’smjöri, sem hér er títt, þar sem menn vilja heldr éta gall- súran gráða enn þetta (smjörlíki\ Nú eru alment settar lagalegar tryggingar fyrir því að það sé vand- að, og er því þetta álit manna hér á litlum ástæð- um bygt. Bréfdúfur. Áðr hefir verið minzt á það í þessu blaði, að hér á landi væri reynandi að nota bréfdúf- ur. Nú hafa verið gerðar tilraunir með bréfdúfur í Færeyjum. Norðmenn senda bréfdúfur frá Kristjaníu til Kaupmannahafnar, sem er 65 mílna vegalengd. Marmaranámur í Noregi. Það hefir lengi ver- ið kunnugt, að í norðrhluta Noregs er marmari víða í jörðu, enn Norðmenn eru alveg nýlega farnir að rannsaka og hagnýta sér hann. Svo er sagt, að hvergi sé auðugrí marmaranámur í Evrópu, og marmarinn kemst fyllilega til jafns við marmara frá Carrara. Ríkasta land í Evrópu er England, og telst hagfræðingum svo til, að þar komi 4446 kr. á mann af þjóðareigninni. — Þar er næst kemr Danmörk; þjóðareignin þar er talin 7,200 milj. kr., eða 4150 kr. á mann, og eru Danir því nærri eins ríkir og Eng- lendingar, og með því að auðrinn skiftist jafnara í Danmörku, má með sanni segja, að Danir séu rík- asta þjóð í Evrópu. — Enn vér íslendingar, sem Danir eiga ekki all-lítið af gróða sínum að þakka, erum víst lang-fátækasta þjóðin í Evrópu. — Á Frakk- landi koma 4032 kr. af þjóðareigninni á hvert manns- barn, á Þýzkalandi 2520 og í Noregi 2196. Daglaun eru svo lág á Ítalíu, að margir verk- menn í sveitum hafa að eins 50—65 au. um daginn og verða þó að fæða sig sjálfir, og kvenfólk 30—40 aura. í Austrríki eru lauuin svipuð, því t. d. bóm- ullarvefarar hafa þar 3—ð^/a kr. i laun um vik- una. Soc.-D. Uppreist sú, sem kom upp á Kúbu í sumar, er mjög skæð, og engin líkindi til, að Spánverjar sigri hana. Uppreistarmenn fá stöðugt vopn og fé frá Bandaríkjunum, og munu Bandamenn ætla sér eyna. Haldið er að viðreignin við uppreistarmennina muni kosta Spán alt að 100 milj. króna, eí ófriðrinn helzt í allan vetr, sem talið er víst, og með því að fjár- hagr Spánverja stendr á mjög veikum fótum, er ekki annað sýnilegt enn að ríkið verði í fjárþrotum. Neyð- ast þeir þá líklega til að selja eyna, enn ekki gera þeir það fyr enn í síðustu lög. Dagblað sem talar. (TeIephon Hirmondo’ (Tele- fóns kallari) heitir blað í Buda-pest í Ungarn, sem réttara er að nefna fregnstofu eða eitthvað annað enn blað, því þaðan berast allar fréttir, útdrættir úr blöð- um o. s. frv. með telefóni til eyrna áskrifendanna. Tíu vel raddaðir menn tala í telefóninn á skrifstof- unni á hverjum degi, og talar hver 10 mínútur í senn. Enskr ferðamaðr segir svo frá: .Meðan ég var að að klæða mig um morguninn á gistihúsinu, kom þjónn og spurði mig, hvort ég vildi fá telefónblaðið. Hann fékk mér síðan 2 heyrifæri á stærð við vasaúr, sem fest vóru við langa þræði, og má binda þau við rúm- stokkinn eða stóibríkur eftir viíd’. (Blaðið tekr bráð- um til máls’, sagði þjónninn, (og talar allan daginn. Gestir okkar borga ekkert fyrir að nota það, því það kostar að eins 3 au. á dag’. Þessi uppfundning er nálega í hverju húsi í borginni. Gamlir menn, sem ekki geta lesið, og sjúklingar, sem liggja í rúminu, hafa mikla ánægju af henni. (TeIefón-bIaðið’ flytr allar fréttir og alt hiðsama efni sem önnur blöð, og að auki fá menn á kveldin

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.