Fjallkonan


Fjallkonan - 29.10.1895, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 29.10.1895, Blaðsíða 4
180 FJALLKONAN. XII 44 prinzessa, ein hertogafrú, ein greifafrú og dóttir eins ríkjandi stjórnanda; þær vóru auðvitað ekki algengir þjófar, enn haldnar af stelsýki (Kleptomani), og sættu því að eins fjársektum, 100,000 franka, og gengr sú upphæð til fátækra í París. Lífið í Georgíu. (Eftir Henri Cantell). (Frh.). Þegar furstaekkjan var búin að gegna sorgarskyldu sinni, gekk hún heim og Dimitri inn í fylgsni sitt fullr sorgar og sálarstríðs. Þegar Daría var komin heim, vitjuðu hennar vinir og ættingjar til að votta henni hluttekningu í sorg hennar. í hvert skifti, sem eiuhver lofaði mannkosti furstans, setti að henni grát mikinn og gekk á þessum sorg- arlátum alt til sólarlags. Um kvöldið sátu þjónar Dimitri á tali og hvísl- aði Jakob að Basili: (í dag hefir frúin grátið fleiri tárum enn á allri sinni liðnu æfi’. (Það er með sorgina’, svaraði Basili, (eins og bragðvondar inutökur; maðr verðr að taka hana í einu’. (Þegar menn finna verulega tii sorgarinnar, þá gengr hún inn í hjartað eins og öxin í tréð’. (Heldrðu að furstafrúin elski Armeninginn?’ (Bróðir’, sagði Jakob með vanalegum klókindum, (við skulum ekki skifta okkur af annara málum ; ann- ars verðum við kannske sendir á Erívanstorgið. Þú veizt hvar það er. Þú veizt líka, að enginn kemr þaðan öðruvísi enn húðflettr á bakinu’. í tíu daga samfleytt vitjaði Daría grafarinnar til að endrnýja bænir sínar og kveinstafi. Nú var kom- ið stórt minnismerki úr granít yfir gröfina eftir þýzk- an steinhöggvara. Dimitri gladdist daglega við það, að horfa á sorgarörvæntingu konu sinnar, og altaf var hugr hans á báðum áttum milli hefndar og fyrir- gefningar. Hann hafði á ferðalagi sínu umskapazt í Evrópumann til hálfs, svo skoðun hans á ástinni og jafnvel hjónabandsástinni líka var (rómantisk’. Enn (Jeorgíu kvenfólkið er eins og plönturnar, sem deyja á sama blettinum og þær fæðast, og þrátt fyrir öll skrúðmæli í hinu skáldlega ástamáli Georgíumanna, þá er ástin hjá þeim ekki nema fiöktandi ástríða, sem snertir sálina lauslega. Menn munu því geta skilið að sorg Daríu sefaðist fljótt, þar sem afbrýði Dimitri fór dxgvaxandi. Sá sem efast um hin snöggu aftrhvörf til villu- skaparins. sem hjá G-eorgíumönnum sjást svo oftlega, frá hinni mestu prýði í ytri siðunum, svo mótsetn- ingin verðr hin gífrlegasta, — hann mun ekki geta annað enn sannfærzt, þegar hann heyrir niðrlagið á sögu Dimitri Dómenti. Það var eina myrkviðrisnótt, að furstinn lagði af stað frá Tiflis, fullhraustr að heilsu og fylgdi Grí- gory honum. — Næsta morgun í býtið komu þeir að bænum, þar sem Dató bróðir Grigory átti heima, og hafði hann búizt við komu þeirra. (Frh.). Strandferðaskipið (Thyra) fór héðan á mánu- dagsmorguninn kring um land og áleiðis til Kaupm.- hafnar. Skipströnd og flárskaðar urðu einkum á Norðr- landi í óveðrinu 3. okt.; á Eyjafirði braut tvö skip önnur enn (Stamford’, hákarlaskip og norskt kaup- skip. Á Reyðarfirði strandaði fiskiskipið (Anna’, eign Guðmundar Einarssonar i Nesi við Seltjörn. — Fjár- skaðar urðu víða miklir, og mun hafa kveðið mest að þeim í Norðr Þingeyjarsýslu. Dáinn 27. okt. hér í bænum séra ísleifr Einars- son, yfir 60 ára að aldri. Hann beið bana af byltu, sem hann fekk á götum bæjarins daginn áðr. Hann var vígðr að Reynistaðarklaustri 1864, enn var eíðan prestr víða, og síðast að Stað í Steingrímsfirði. Hann var tvíkvæntr; fyrri kona hans var Karólína Þor- bjarnardóttir frá Grundarfirði, enn síðari kona Sesselja Jónsdóttir prófasts Hallssonar, sem lifir hann. Börn hans, sem eru á iífi, eru: Karólína frú Guðmundar læknis Hannessonar, Louisa og Jón lærisveinn í la- tínuskólanum. — Séra ísleifr var gáfumaðr og vel látinn. Skagafjarðarsyslu, 14. okt.: (Tíðin er nú farin að versna; með þessum mánuði brast á norðan hríð með ákafri fannkomu. Fenti víða fé og hross. Stór- viðrið var mikið og því stórbrim. Sagt er að um 60 skip og bátar hafi skemst eða þá alveg eyðilagzt í kringum fjörðinn og ýmsar aðrar skemdir urðu á heyjum og húsum. — Nú er haustverzlun vor sem hæst standandi. Fjártaka verðr mikil; fyrir bezta kjöt gefið 18 au., enn 12 a. minst, pundið. Mr. Franz keypti fé á fæti til útflutnings. Bezt mun hann hafa borgað sauði í Húnavatnssýslu, frá 14—18 kr. full- orðna, ef vænir vóru; vetrgamalt fé og geldar ær keypti hann einn og borgaði 10—12 kr., alt í pen- ingum, svo nú er í bráð bætt úr mestu peningaekl- unni. Slátrfé virðist víða með lakara móti. — Bráða- pestin er farin að gera vart við sig’. Allar tegundir og allar stærðir af útlendum skófatn- aði sel ég nú og framvegis með svo afarlágu vérði, að enginn hér í Rvík mun selja jafn ðdýrt. Rvik, 28. okt. 1896. Rafn Sigurðsson. í VESTRGÖTU 12. eelBt: vðnduð ný kommðða og gítar. FUÚpiir kaupir ______________________M. Johannessen.__________ í verzlun Magnúsar Einarssonar úrsmiðs á Vestdals- eyri við Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margs konar vand- aðar vörur með mjög gúðu verði. Allir, sem skulda mér eru vinsam- lega beðnir að borga það í pening- um í haust. Seyðisfirði 14. sept. 1895. _______________M. Einarsson.___________ Nr. 28 af þessum árgangi FjaUkonunnar kaup- ir útgefandi.__________________________________ Útgefandi: Vald. Ásmundarson. FélagsprentsmiOjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.