Fjallkonan - 13.11.1895, Síða 2
186
FJALLKONAN.
XII 46
öllu þýðingarlaust. Það er nú líklegt, að bændr reyni
bólusetninguna víða í vetr, þótt ekkert verði úr því,
að hinn útlendi dýralæknir verði sóttr að ráðum, sem
þingið síðast veitti fé til að feuginn yrði hingað í
haust. — Hann er nefnilega ókominn enn.
Styrktarsjóðr fyrir vísindameim. Dr. juris &
phil. A. F. Krieger, f. ráðherra, sem gaf Landsbóka-
safni voru mikinn fjölda af bókum, ákvað i erfðaskrá
sinni, að stofna skyldi styrktarsjóð, sem nefnist ,Det
Finneske Legat’ og er um 124,000 kr., til að styðja
rannsóknir um réttarfar Norðrlanda, sögu réttaríars-
ins og útliðun þess og ætterni. Þeir sem styrk fá
af þessum sjóði þurfa ekki að hafa tekið náms-próf,
og nær þetta jafnt til karla og kvenea. Menn fá
styrk til að semja ritgerðir, fyrir að halda fyrirlestra
o. s. frv., og einnig fyrir samdar ritgerðir, enn rit-
gerðirnar eiga að vera á dönsku, norsku eða sænsku.
Skip Friðþjófs Nansens(?) Seint í júlí í sum-
ar sáu nokkrir Græniendingar (Eskimóar) þrisiglt
skip með fremstu siglu brotna í hafísnum úti fyrir
Sermilik, sem er á 65° 45' n. br. og 36° 15' v. I.
Skipið sást þar lika síðar. Þá vóru allar hvalveiðar
og selveiðar hættar. Hefir verið getið til, að þetta
mundi vera skip Friðþjófs Nansens. — Enn nánari
fréttir um þetta verða að líkindum að bíða næsta
vors vegna samgönguleysis við Grænlaud.
Dýralæknafundr frá mörgum löndum var hald-
inn í sumar í Bern í Sviss. Flest ríki Evrópu sendu
þangað tulltrúa. Fundrinn skoraði á sambandsstjórn-
ina í Sviss, að hreyfa því við stjórnir annara ríkja,
að nákvæmum skýrslum væri safnað um fénaðarsjúk-
dóma í hverju landi, sem síðan væri prentaðar, og
var þar einnig afráðið, að halda síðar alþjóðafund til
að gera ráðstafanir og ræða um lækningar á fénaðar-
sjúkdómum.
tír lungnatæring deyja í Danmörku 5—6000
manns á ári. Þar hefir ekkert verið gert til að hindra
útbreiðslu sýkinnar, og er því siðr við að búast, að
islenzkir læknar hafi látið mikið til sín taka í því
efni. Reyndar hefir tekizt betr að lækna sýkina síð-
ari árin enn áðr. 1883 dóu í Kaupmannahöfn 300
mauns úr lungnatæringu, 1889 249 og 1893 202. -
Af rannsóknum, sem gerðar hafa verið á fénaði, reynd-
ust 39^/a^/o af 45 þúsundum búfjár (eða meira enn
þriðjungrinn) með lungnatæringar einkennum.
Japanskeisari ætlar að sögn að fara til Evrópu
og heimsækir fyrst og fremst Englendinga. Það verðr
í fyrsta sinni, svo kunnugt sé, sem keisari í Japan
fer úr landi. Keisarinn ætlar að fara þessa för á
lystiskútu sinni.
Gruilnámur eru fundnar á Madagaskar norðr af
Antananarivo, höfuðborginni; þar er bæði gullsandr í
ám og gullkyrningr í grjóti.
369 afkomendr á 105 ára gömul kona í 111-
inois í Bandaríkjunum: 13 börn, 102 barnabörn, 262
barnabarnabörn og 2 barnabarnabarnabörn.
I_ífið í Georgíu.
(Bftir Henri Cantell).
(Frh.). Nokkrum dögum síðar komu Tziganar, svo
nefnast Zigeunar í Asíu, og flakka þeir alt á milli
Indlands og Krims; þeir settu tvö tjöld hjá kofanum.
í öðru tjaldinu vóru karlmennirnir og börnin, alt-
saman í ræflum með rifum og götum; kveyktu þeir
eld úr þurrum viðargreinum og festu á viðartréfót
leirpottinn, sem þeir suðu í hrísgrjónin; landhlaupar-
ar þessir nærast ekki á öðru enn hrísgrjónum. Á
meðal þeirra var Tatari einn frá Tiflis, sem flækzt
hafði með.
Hitt tjaldið var röndótt af rigningunum, og í
því var kvenfólkið; kvensurnar vóru allar ræfilslegar
og nærri því berar, nema ein, hún var fríð og föngu-
leg og kynlega uppstássuð og alþakin hringum, ó-
ekta steinum og amúlettum eða töfralegum verndar-
þingum. Hún var í miðjum hópnum og sýndist vera
drotning þessa óaldarflokks.
Dató sat stundum þegar hann hafði ekkert að
gera fyrir utan húsdyr sínar og spannull; kona hans
skauzt þá yfirum til að láta spá fyrir sér. Gömul
kerliugarnorn, svo sólbrend og afskræmislega Ijót, að
sjálfum fjandanum hefði mátt rísa hugr við, hún
var sú sem spáði, og gerði það fyrir einn eirpening.
Einu sinni þegar kona Datós var hjá henni, gekk Di-
mitri frá kofanum, og þegar hann kom nær þekti
kerlingin hann í dularbúningnum og segir í hálfum
hljóðum:
.Dómenti Bek!’
(Vill ekki Naskída líka fá eitthvað að vita um
sína ókomnu æfi?’ mælti kona Datós. (Hún hefir spáð
fyrir mér að ég eigi að verða rík’.
Óðara hún enn hafði talað þessi orð, þá var kerling-
arnornin búin að grípa um úlfllið Dimitri, og lofaði
hann henni það brosandi, þó hann hefði enga trú á
spádómsgáfu hennar. Kerling rýndi með sínum eld-
tindrandi augum í lófa hans til að skoða strykin og
horfði í andlít honum, eins og hún vildi sjá gegnum
blæju inn í sálu hans. Þá hóf hún sig upp alt í einu
svo sem önnur spágyðja og kallaði upp:
(Ég sé, ég sé! hvít er höndin, hefir verið vön að
bera byssu, enn ekki að beita öxinni, og tvisvar liggr
fyrir þér að deyja’.
Dimitri títraði.
(Á höfðinu’, mælti nornin ennfremr, ,ber þú koll-
hettu Míngrelans, enn ekki húfu Kathlíanna. Blóð
mun renna. Skamt héðan er Tiflis, hin heita borg, og
þessar bognu línur birta, að þú átt konu, sem er fríð
eins og fegrsta ax á maísakri. Þegar hrafninn yfir-
gefr kvenhrefnuna, þá kemr annar hrafn í hreiðrið,
sem vetrarhretið vaggar, og hann mun bíta í fjaðrir
kvenhrefnunnar með sínu svarta nefi’.
Furstinn þóttist kenna skeytið í þessum sam-
líkingum, sleit hönd sína af kerlingu og sagði: (Af
hverju veizt þú þetta, kerling?’