Fjallkonan


Fjallkonan - 11.12.1895, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 11.12.1895, Blaðsíða 2
202 FJALLKONAN. XII 50 að veita til þess fyrirtækis 1800 kr. á ári, ef það kæmist á, enn vitanlega verða bæjarbúar sjálfir að kosta lýsingu í húsum sínum. Tilboð þau sem hr. Fr. Anderson hefir eru frá: 1. The General Electric Co., London um að raf- lýsa Rvík fyrir hér um bil 10,890 kr. 2. Sama félagi um að raflýsa bæinn, götur, höfn og 200 hús, koma áhöldunum fyrir og setja aflstöðvar við árnar fyrir 59,000 kr. 3. Siemens Bros. félaginu í London um að selja öll áhöld til raílýsingar og rafhitunar í Reykjavík, sem nemi 1000 hestaöflum, fyrir 225,000 kr. Bæjarbúar hafa í öðru lagi iýst yfir með undir- skriftum, að þeir óski að fá raflýsingu og rafhitun, sem þó má ekki verða með meira kostnaði enn ljós og hitan er nú. Fréttaþræðir í sjónum kosta hér um bil 740 milj. kr. Yfir Atlantshafið liggja 11 fréttaþræðir, sem 5 félög eiga, og þeir haía kostað 270 milj. króna. Ríkasti maðr í Ameríku er haldið að sé John Rockefeller, (steinolíu-kóngrinn’, sem kallaðr er. Hann á meira enn 1 miljarð; og auðr hans vex óðum, því talið er að hann græði 70 milj. króna á ári. — Þenna auð eiga 4 börn hans að erfa, 3 dætr og einn sonr. Gjafir þær sem hann ætlar ýmsum stofnunum eru þegar ákveðnar. Hvert af börnum hans fær 200 milj. i króna. — Hann vinnr á hverjum degi 8 stundir á j skrifstofu sinni, og fer síðan heim í hús sitt, sem er stórt enn viðhafnarlaust. Nýr silkiormr. Á Madagaskar, sem Frakkar hafa nú lagt undir sig, er konguló, sem spinnr silki, sem er miklu smágervara og sterkara enn spuni silki- ormsins, og er talið víst, að Frakkar græði á því stórfé, og það því fremr, sem þessi konguló eykr mjög kyn sitt. Grrænlandskönnun Pearys hin nýja varð að engu liði. í apríl í vor lögðu þeir félagar af stað níu að tölu, þar af 6 svertingjar, og höfðu með sér 43 hunda. Þeir komust 8000 feta hátt yfir sjávar- mál. Sleðarnir brotnuðu, hundarnir drápust og vist- irnar þrutu. Einn daginn skutu þeir héra, og átu hann með húð og hári. Loks varð þeim bjargað af eftirleitarskipi. — Með þessari ferð átti að sanna, að Grænland væri ey, enn það er ósannað enn. Skipbrotsmenn danskir af skonnertunni (Axel’ (eigandi Salomon Davidsen) sem strandaði við Ólafs- vík 3. okt. i haust segja sínar farir ekki sléttar (í blaðinu (Kjöbenhavn’). Þeir höfðu klifrað upp í reiðann, þegar skipið brotnaði, og héldu sér þar í 3 kltíma. Með því að skamt var til lands, kom þeim í hug, að reyna að bjarga sér með sundi, enn skipstjórinn bannaði það; áleit það ófært. — Enn með flóðinu bar skipið nær land- inu, svo að það var að eins 6 faðma frá fjörunni, og gátu þeir þá bjargað sér í land á streug; lá þó við að skipstjórinn, sem fór síðastr, færist, því að hann fell í sjóinn og tókst hinum með naumindum að bjarga honum. Þeir mistu fatnað sinn og vóru mjög þjak- aðir. Þeir fengu nú húsaskjól hjá kaupmanni einum, og vóru þeir þar í þrjá daga þar til þeir fengu klæð- nað. Enn það var þunnr sumarfatnaðr, sem lá við sjálft að rifnaði, þegar höndunum var stungið í vas- ana. (Verst féll okkr þó’, segja þeir, (þegar okkr var sagt, (að við gætum enga skó fengið þar’. (Það var því ekki gieðileg tilhugsun fyrir okkr, að verða að ríða nálega klæðlausir og skólausir til Stykkishólms. Á þeirri ferð vórum við einn sólarhring. Þegar þar kom gistum við á hótelli, og var þar svo fult af ó- þrifum, að við gátum ekki sofið. Og þegar við loks komum á (Laura’ skriðu ábreiðurnar kvikar, eins og á hótellinu’. Vestmannaeyjum. 18. nóv.: (Vorið var hér hið ákjósanleg- asta hvað veðráttu snerti. Grasvöxtr með bezta móti og nýt- ing eins í sumar. Sey munu ílestir hafa fengið með langmesta móti. Slógu sumir nokkuð af túnum sínum tvívegis, sem hér er þó sjaldgæft. — Kartöfiur og rófur spruttu ágætlega. Munu margir hafa fengið yfir 20 tunn. úr matjurtagörðum og sumir alt að 60 tn. Er garðávöxtr orðin hér aðalbjargarBtofn margra þegar sjávarafli bregzt, eins og oft vill verða. Sumir hafa hér kartöflur árið um kring og enda selja nokkuð héðan. — Adjarða- bótum hefir verið unnið með meira móti það sem af er haust- inu; fyrst vegna óveðráttu seinast í sept. og framan af okt.; í öðru lagi vegna ýmissa óhjákvæmilegra starfa, svo sem land- ferða, úteyjaferða, bygginga og þó allra helzt vegna nokkurra vikna tafar við að rífa hina frakknesku fúakrás og óhappasend- ingu (strandið), sem hér kom í vor leið, og í þriðja lagi vegna gadds, sem nú er búinu að gegntaka hér jörð og koma í veg fyrir allar jarðabætr, sérstaklega þúfnasléttun, til þess er þiðnar aftr. Alment er hér vaknaðr áhugi með jarðabætr, helzt þúfnasléttun og aukning og nýting áburðar. Á framfarafélagið góðan þátt þar í, enda er það skipað flestum hinna nýtari manna. Allir sem geta náð til þara eru farnir að hirða hann til áburðar. Keynist hann hér bezt undir þökur í sléttu. Er fengin reyusla fyrir því, að órœktarmói, sem sléttaðr hefir verið að haustinu og þari borinn undir, hefir verið tvísleginn næsta sumar eftir. Vegna hinnar miklu garðræktar hér er sifeldr áburðarskortr hjá jarðarbændum; væri þeim því flestum nauðsynlegt, að auka á- burðiun með því, að koma sér upp vel þéttum (sementeruðum’ áburðargryfjum undir fjósum sínum, eða við þau, sem tækju á móti öllu því, er til félli, svo ekkert spiltist, drýgja það svo með mold o. fl. Kúm og nautkindum fjölgar hér heldr, enn sauðfé | fækkar með ári hverju. Veldr því að viðkoman er lítil, enn van- höldin mikil, bæði af bráðapestinni og svo hrapar hér fé mjög oft og fýkr ofan fyrir hamra. Svo það, að landmenn eru að mestu hættir að róa hér og verzla, og þar með er að miklu leyti loku skotið fyrir viðskifti eyjarbúa og landmanna, með því líka að hinir fyrnefndu hafa lítið sem ekkert að láta, af því sem sveita- manninum hagar, fyrir sauðfé. Tif þess eru öll líkindi, að eyjar- húar verði meir og meir afskektir, að minsta kosti nú um nokk- urt tímabil. Vinnufólk fækkar hér óðum og flytr til Austfjarða, þar sem borgað er miklu hærra kaup enn hér. Er það í aug- um uppi, að hér fari að aukast einyrkja búskapr, í stað þess, að sumir hafa haft 4—8 vinnuhjú. Enn það er bót i máli, að hér er með öllu óþarft að hafa mörg hjú, — atvinnu vantar. Með því að fólkinu fækkar hér að mun, og hér hættir að verða strákastöðull á vetrarvertíðum og vorum af sjómönnum og út- lendingum eins og áðr, og að verzlun er orðin sáralítil, gerist það meiri og meiri óþarfi að Vestmannaeyjar sé sýda sér. Og þeir sem hafa lítið traust á daglegum sáluhjálparútveg- um prestanna, munu ekki álíta miklu nauðsynlegra að hafa hér prest að staöáldri, heldr enn í þeim sóknum sem hafa hann 4. —5. hvern sunnudag, og svo koma öll messuföllin eða vanhöld- in til frádráttar. — Hér mátti heita alveg fiskilaust í alt sum- ar. 3—6 smábátar, er gengu til fiskjar, fengu dálítið af (trosi’, (skötu, lúðu og ýsu). Flestir sem gátu mist sig að heiman í vor fóru til Austfjarða, og öfluðu allflestir mjög vel. Dugar það mörgum drjúgt fyrir heimilisnauðsynjar, og svo til skulda- lúkninga. Hafa margir minkað nokkuð skuldir sínar, og útlitið er hér betra enn 2 næstliðin ár. Lunda- og svartfuglaveiði var hér með minsta móti. Helmingr jarðabænda áleit það ekki til-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.