Fjallkonan


Fjallkonan - 11.12.1895, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 11.12.1895, Blaðsíða 3
11. denember 1896. FJALLKONAN. 203 vinnandi, að ,liggja við í úteyjum’ sínum til lundaveiða, og gerðu það því ekki. Bru sumir farnir að renna grun í það, að skyn- samlegast væri nú vegna framtíðarinnar, að friða lundann alveg. Það er leitt að víta til þess fyrirhyggjuleysis, að menn skyldi vera fengnir áðr af landi árlega, til þess, að hjálpa eyjarbúum að drepa lundann, og eyðileggja þenna arðsama atvinnuveg. Kemr hér berlega fram máltækið: ,Grísir gjalda, gömul svin valda’. — Bindindisfélagið, sem hér var komið á heljarþrömina, er nú nokkuð farið að rétta við aftr, þó helzt barnastúkan, fyr- ir liðsinni séra Oddgeirs Guðmundsen. — Af glímu og suudfélag- iuu hér er það að segja, að í því eru 26 meðlimir. Sundkenslu höfðu á hendi í sumar Guðjón sýslunefndarm. Jónsson og Sig. Sigrfinnsson, er kosnir höfðu verið til þess á aðalfundi félagsins, 12. maí þ. á. Sundfundir eða sundæfingar vóru alt að 40. Mættu á þeim að meðaltali 10, flestir 19. Er hér mjög óhentugt til sundkenslu, sökum kulda ísjónum og ókyrleika. Hvergierhæfi- legt lón eða staðr nema skipalegan eða kringum hana. í vetr kenna glimur Guðjón Jónsson og Jón hreppsnefndarm. Einarsson. Leigir félagið hús til að glíma í þegar ekki verðr glímt úti. — Á almennum fundi, sem haldinn var seinni part sumars, var samþykt sú tillaga sýslumanns Jóns Magnússonar, að láta börn hafa ókeypis kenslu á barnaskólunum þennan vetr og skifta skól- anum í tvær deildir. Yið þetta óx mjög aðsókn að skólanum, við það sem áðr hefir verið. Eru nú á honum 45 börn, og nokkur komust ekki að. Kennarar eru séra Oddgeir Guðmundsen og fyrrum verzlunarmaðr Eiríkr Hjálmarsson. — Heilsufar manna hefir mátt heita heldr gott næstliðið sumar. Eun tilfinnanlegt þykir það mörgum, sem veikir verða, að neyðast til að leita sér lækninga héðan til landsins að Stórólfshvoli eða til Reykja- vikr’. Tíðarfarið. Nú um hálfan mánuð hefir verið snjóasamt og stundum talsvert frost. Fjúrkaup Tliordals. Skip hans er nú í það mund að fara úr Hafnarfirði. Hann fer með um 2000 fjár og eitthvað af hestum. Sjónleikir eru byrjaðir í leikhúsi kaupm. W. 0. Breiðfjörðs, og farið að leika ^Skugga-Svein’ eftir séra Matth. Jochumsson. Tjöldin eru gömul (eftir Sig. mál- ara) og þurfa viðgerðar við. í það eina skifti nú, sem útgef. þessa blaðs hefir séð þenna leik vóru tals- verðar misfellur á tjöldunum, sem mun verða bætt úr. — Það er líklega of snemt að segja nokkuð um frammistöðu leikendanna. sem mun ekki þykja betri enn í meðallagi. Fornt leiði fanst í sumar í túninu á Vatnshorni í Skorradal, er verið var að byggja þar hlöðu. Fund- ust þar mannsbein, sem virtust vera af unglingi, og var að sjá sem líkið hefði verið látið vera sitjandi. Beinin vóru orðin mjög fúin, og lét bóndinn í Vatns- horni, Björn Eyvindsson, færa þau til kirkjugarðs. — Bein þessi geta verið frá heiðni, enn ekki er heldr ómöguiegt, að þau séu frá kristnum tímum, því oft munu menn hafa verið grafnir heima fram- an af öldum og ekki flnttir til kirkju. Frú Þorbjörg Halldórsdöttir á Auðkúlu, d. 18. ág. 1895. Ó, dáin, sofnuð svona um miðjan dag, og sjá hve margt var enn þá til að gera. Eru’ þessir tónar hennar líksöngs-lag ? Er líkið hennar þetta, sem þeir bera? Er sólin hnigin fyrir fult og alt, og framar eigi von um nokkurn bjarma? Er gervalt lífið orðið autt og kalt, af ofurmegni vonarlausra harma? Er framar engin huggun hér á jörð, sem hjörtum grátnum megni frið að veita? Er almátk orðin dauðans höndin hörð? Er hvergi drottins miskunnar að leita? Þú fávís maður veizt ei drottins veg, og vanmegnast und dagsins hita’ og þunga; þú stúrinn spyr: Er stjórn hans föðurleg? en stiltu harmakvein þitt, mannleg tunga. Er þér ei nóg að drottinn veit þinn veg? Hví viltu efa’, að hann sé góður faðir, þótt vinahvarf og mæða margvísleg þér myrkar geri’ og auðar lífsins traðir? Jú, vist er svo, enn vorkunn er þó stærst, þótt vonin missi kraftinn til að hugga, er dauðinn rænir öllu’, er oss var kærst, og eygló lifsins felst i grafar-skugga. Ó, hvílíkt er hér fyrir skildi skarð, við skapadægur þitt, er látin hvílir! þú áttir undur-bjartan blómagarð; þeim blómum enginn móðurfaðmur skýlir. Mun nokkur geta talið öll hans tár, sem tímans líf er hvíldlaus sorgar-vaka? Og hver má græða þetta svöðu sár, er sviður hinum eftirlátna maka? Nú harma vinir hjarta stórt og trygt, er hóf sig yfir fjöldans hverfulleika. Að treysta því, var hús á bjargi bygt; á beztu strengi þess var yndi’ að leika. Og þeim, sem ómild veröld hefir hrjáð og hinum, sem við fátækt eiga’ að lynda, er horfin gjöful hönd og einlæg ráð. Já, hér á margur einn um sárt að binda. Þú unnir þjóð og landi’ af heilum hug, þú hafðir bæði vit og þrek að striða, þú vildir fram með djörfum hetjudug, enn dauðinn leyfði’ ei ávaxtanna’ að bíða. Enn guð einn veit að hugga hjörtu þjáð, og hann einn getur læknað hjartasárin. Ó, vina kær! fyrst vegir skilja’ í bráð, þér veri helguð minningin og tárin. B. 8. .YGGDRASILL’. ÓÐINS HESTR. Ný skýring hinnar fornu hugmyndar eftir Eirík Magnússon bókavörð í Cambridge. Verð: 1 kr. Fæst hjá kaup- manni Ben. S. Þórarinssyni í Reykjavík. Fyrirlestr ætlar undirskrifaðr að halda í leikhúsi Hr. kaupmanns Breiðfjörðs föstudaginn hinn 20. Desbr. kl. 9. e. m. um sál og eöli dýranna. Fyrirlestrinn endar á stórkostlegri (Fúga’ um Þarfanaut bæjarstjórnarinnar. Aögöngumiöar: almenn sæti SO aur. betri 60 aur. Ben. Gröndal.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.