Fjallkonan


Fjallkonan - 23.06.1896, Qupperneq 1

Fjallkonan - 23.06.1896, Qupperneq 1
ÖJalddagi 15. júlí. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstrœti 18. Kemr flt nm miöja vikn. Árg. 8 kr. (erlendis 4 kr.). Anglýsingar mjög ódýrar. FJALLKONAN. XIII, 26. Reykjavík, 23. júní. 1896. Ráðaneytisbreytingin í Danmörku. í öðrum löndum er það jafnan siðr, að taka þá menn fyrir ráðgjafa, sem að einhverju leyti eruþjóð- inni kunnir, sem hafa látið kveða að sér í mikilsvarð- andi málum á þingum, barizt fyrir sinni skoðun, og hafa talsvert fylgi á þingum og hjá þjóðinni. í Dan- mörku er farið öðruvísi að. Þar þykir nærri því sjálf- sagt að láta menn prika smátt og smátt upp úr stjórnard. upp í ráðgjafasessinn. Ungir lögfræðiskandí- datar byrja lífsstarf sitt þar, sem aðstoðarmenn, verða svo skrifstofustjórar, þá stjórnardeildarstjórar, og svo loks, þegar ráðgjafinn deyr eða fer frá völdum, hvort það er heldr af því, að hann, þreyttr af langvinnu starfi, þarf hvíldina, eða atkvæði andstæðinga hans í þinginu koma honum á kné, sem reyndar alls eigi á við, þegar talað er um Danmörku, þá má lesa nokkr- um dögum seinna, að hans hátign konungrinn hafi gert stjórnardeildarstjórann að ráðgjafa. Þannig hafa þrír yngstu ráðgjafarnir náð í tign sína, og eiginlega er sama að segja um hinn fjórða, sem komst úr stjórnardeildinni upp í amtmannsembætti og varð svo eftir 1 eða 2 mánuði kenslumálaráðgjafi. Enn eitt er sameiginlegt með öllum þessum ráð- gjöfum, sem svona eru til orðnir, að þeir aldrei hafa tekið nokkurn sjálfstæðan þátt í þjóðmálum lands síns. Þeir eru bergraál húsbónda síns og gera eins og góðir og dyggir þjónar, það sem þeim er sagt að gera, og þá fyrst og fremst að koma aldrei opinber- lega fram þar sem um stórmál er að ræða, og þá náttúrlega því síðr að gefa kost á sér til þingsetu eða koma opinberlega fram á kjörfundum eða þess- konar samkomum. Slíkt er auðvitað talið óhæfa. Það mundi raska um of þeim auðmýktaranda gagn- vart yfirboðurunum, sem ríkir í stjórnardeildunum. Þegar þeir svo eru orðnir ráðgjaf'ar, hafa þeir ekkert fylgi, engan flokk, enginn hefir nokkurntíma heyrt þeirra getið að nokkru. Þeir hafa aldrei skap- að neitt verulegt, aldrei gengið í broddi fylkingar, en þeir hafa lært að beygja sig, og því halda þeir áfram, fylgja þegjandi hinum ráðgjöfunum, sem eru rosknir og ráðnir, og taka að sjálfsögðu þeirra háttu upp. En það mistekst oft, því þá skortir þá æfingu og þroska, sem langvinn hlutdeild í opinberum mál- um veitir mönnum. Það er því ekki að furða, þótt Dönum þyki þessi siðr ískyggilegr. Það eru ekki að eins vinstrimenn sem kvarta. Hægri menn, einkum hinir framgjarnari af þeim, hinir svo kölluðu ,ungu hægri’, og málgagn þeirra (Avisen’ í fararbroddi, eru gramir í geði yfir því að þurfa að fylgja þessum pólitisku hvítvoðungum, og mótmæla því harðlega, sem garali (Berlingr’ heldr fram, að affarasælast sé að fá ráðgjafa, sem aldrei hafa drepið hendi við pólitík, sem Danir hafi alls eigi efni á að gefa sig við, enn eigi umtalslaust að taka alt gott og gilt, sem kemur frá stjórnardeildunum, og .Nationaltidende’ kurrar þótt hægra fari. Veröi Ijós — meira Ijós! Þótt fátt sé ei af kirkjulegu ljósunum nú um hríð, þá gefur þó ráðgjafabréfið sæla, 8. nóv. f. á., til- efni til þess, að íslenzka þjóðin æski fleiri og meiri ljósa, hvort heldr í eiginlegum eða óeiginlegum skiln- ingi; verulegri ljósa, er geisli meiri hita á kirkjulífið; Ijósa er dreifi kólgubökkum þeim, er nú lykja um hinn íslenzka geistlega veitingavaldshimin, svo þeim kaldrana næðingi hætti, sem af hinum velæruverðugu veitingarvaldshöllum stendr, annars er við því búið, að hallir þessar hrynji um koll, sem hús á sandi bygð. Þótt liðnar séu nú fullar 10 aldir síðan að for- feðr hinnar núlifandi íslenzku þjóðar brutust undan konunglegri harðstjórn, þá er enginn vafi á því, að enn rennr það blóð í æðum hennar, sem ekki unir kirkjuvalds kufli þeim, er nú virðist verið að færa hana í. Og eigi nú að fara að herða á tengslunum, og þræða allar hugsanlegar krókleiðir til að koma á hnútunum, þá er það spá mín, að slíkar tilraunir verði eigi árangrslausar, þó ekki nái þær tilætluðu takmarki. Að vísu höfum vér eigi svo frjálsleg kirkju- lög, sem æskilegt væri, enn svo frjálsleg þó, að beð- ið getum við þjóðkirkjuna, hvern dag vikunnar sem er, að lifa og deyja upp á konungsins náð, án þess að baka landsjóði einnar krónu kostnað. Fræða vil ég kirkjustjórnina um það, að margir (innbyggjarar’ þjóðkirkjunnar í Fljótsdalshéraði, ná- búar utanþjóðkirkjumanna í Vallanes prestakalli, una eigi betr breytni hennar við söfnuð þennan, enn svo að fylsta ástæða þykir þeim sér gefin, að stofna utanþjóðkirkjusöf'nuð, er ekki einungis nái yfir eina gamla góða sókn, heldr alt Fljótsdalshérað. Efist kirkjustjórnin um að þjóðkirkjuloftið hér eystra sé svona drungalítið, leyfi ég mér, að benda henni til ræðu 1. þ. m. Norðmýlinga, er lesa má í Alþt. 1895 B., dálki 1556—57, svo hún geti séð hverja brauða- skipun einn kirkjuhirðirinn í Héraði telr æskilegasta, og hvað agnúunum á þeirri brauðaskipun viðvíkur, þá er kirkjustjórninni vissulega óhætt að reikna þá í minkandi enn ekki vaxandi veldi, gagnvart sóknar- börnum hinna ýmsu sókna í Fljótsdalshéraði. Austfirðingr. Lífsábyrgð. Enginn neitar því að lífsábyrgðarfélögin séu nyt- samar stofnanir, þó að þau auðvitað vilji hafa ríflega fyrir snúð sinn. Því hafa flestar þjóðir stofnað slík félög hjá sér, þótt sum þeirra hafi lagt undir sig fleiri lönd að meira eða minna leyti. Víst væri það þó æskilegast, að hér væri innlent Iífsábyrgðarfélag, enn meðan það er ekki komið á fót, ættum vér auðvitað að nota þau útlend félög, sem bezta kosti bjóða og áreiðanleg eru án tillits til þess hvar þau hafa aðsetr.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.