Fjallkonan - 23.06.1896, Page 2
102
FJALLKONAN.
xm 26
Þrjá lífsábyrgðarfélög hafa nú umboðsmenn hér
á landi; Lífsábyrgðar- og framfærslustofaunin danska
frá 1871, enska félagið .Star’ og sænska félagið
jScandia’. Auk þess munu einstakir menn hér á landi
hafa keypt sér lífsábyrgð í öðrum félögum.
Yér þekkjum ekki þessi þrjú félög svo vel, að
vér getum með vissu sagt um, við hvert bezt er að
skifta; það munu vera áhöld um vaxtareikninginn,
enn tilhögunin getr verið misjaínlega hagauleg og
munr getr verið á, hve lipr félögin eru í viðskift-
um.
Þess hefir ekki verið getið, að lífsábyrgðarfélag-
ið danska frá 1871 né heldr (Star’ haíi gert meira
enn skyldu sína í viðskiftum við menn hér á landi,
enn að félagið (Scandia’ hafi gert það, sýnir dæmi,
sem hér skal frá skýrt. Umboðsmaðr þess félags er
kaupmaðr Stefán Th. Jónsson á Seyðisfirði.
í fyrra sumar keypti snikkari nokkur, Stefán
Jónsson að nafni, á Papós, lífsábyrgð hjá félaginu
(Scandia’ fyrir 1500 kr., enn hann druknaði áðr enn
ábyrgðarskjalið kom honum í hendr. Var þá félagið
ekki skylt að greiða ábyrgðarféð, því samkvæmt regl-
um félagsins kemr ábyrgðin ekki fyr í gildi enn þá
er ábyrgðarskjalið er afhent eiganda. Eigi að síðr
sendi félagið alía upphæðina til útborgunar erfingj-
um hans.
Það er því óhætt að fullyrða, að félagið .Scandia’
sé mjög mannúðlegt í viðskiftum og að öllum líkind-
um ljúfara viðfangs enn danska félagið (frá 1871’
eða (Star’, enda eru Svíar fremri öðrum Norðrlanda-
þjóðum að því er snertir lífsábyrgðarfélög og fyrir-
komulag þeirra; þeir hafa lífsábyrgðarfélög, sem eink-
anlega eru miðuð við hagi alþýðunnar og fátæka fólks-
ins, sem á kost á að gjalda iðgjöld sín með nokkrum
aurum á viku.
Það eru einmitt þess konar lífsábyrgðarfélag, sem
stofna ætti hér á landi. Danir eru nú í undirbún-
ingi að koma á hjá sér lífsábyrgð með líkri tilhögun,
og þar að auki hefir lífsábyrgðarfélagið (Danmark’
nýlega ákveðið að stofna sérstaka deild þar sem lœkn-
isvottorð kemr ekki til greina, og er ábyrgðin þar mjög
litlu dýrari enn í danska félaginu frá 1871, sem sjá
má af því, að maðr á 31. ári getr keypt sér 5000 kr.
lífsábyrgð fyrir 36 kr. 50 au. borgun fjórum sinnum
á ári.
Það er vonandi að þess verði eigi langt að bíða
að íslenzkt lifsábyrgðarfélag komist á fót. Það er á-
reiðanlegt gróðafyrirtæki, og landið tapar á þeim drætti
sem á því verðr. X.
Joek,
arabskr foli
(frítt eftir Mrs. Disney Leith).
Vel er vaxinn jór,
Vöðva’ og æða-ber,
Augun snör og stór,
Staðfast viðlit er.
Orðum eigandans
Eyrun hlýða reist;
Hann sem hugur manns
Hægt fer eða geyst.
Fálkans fjörið er;
Fákur tilþrifs-snar
Geðið bljúgt þó ber
Blíðu dúfunnar.
Taumi tamur vel
Tiginn ber sig hátt,
Jafnan japlar mél,
Jörðu krafsar dátt.
Fínan foli bol
Fætur mjórri’ enn hind
Hefir þrek og þol,
Þýður eins og kind.
Hleypi’ ég hestinum,
Hart svo gammur fer
Frárri fuglinum,
Förlast vitin mér.
Er á litinn Ijós,
Lilju björt sem grös,
Snoppan rjóðbleik rós,
Bauð og flæst er nös.
Þessi virkta-vin,
Vinda hlýrra son,
— Konungborið kyn —
Kom frá Líbanon.
Traustust trygðalund,
Tignust dygða’ í flokk’,
Prýðir hófa-hund, —
Heitir folinn: — Jock.
Glr. Þ.
Berklaveiki (lungnatæring) þykjast nú ýmsir
læknar geta læknað með innspýtingu (serum). — Á
læknafundi, sem nú er haldinn á Ítalíu, hefir ítalskr
læknir haldið fyrirlestr um það efni.
Blindir menn. í læknariti (.Hygiea’) sænsku er
skýrt svo frá, að blindum mönnum sé að fækka, og
er það þakkað augnlæknunum. Nú eru blindir menn
af hverjum 100 þúsundum í Danmörku 53, í Svíþjóð
83, í Noregi 128 og í Finnlandi 155.
Blöð í París. Þau eru nú talin 2500, enn tala
þeirra er mjög breytileg, því að mörg þeirra verða
skammlíf.
Höll Vanderbilts. Kornelíus Vanderbilt, miljón-
ingrinn ameríski, hefir fyrir skömmu vígt íbúðarhús
sitt með skrautlegri danzsamkomu. Húsið kostaði 18
milj. króna. Það er úr gráum marmara og þríloftað.
Danzsalrinn er stærsti prívatsalr 1 New-York 33 áln-
ir á lengd og 23 á breidd. Biómgarðrinn við húsið
er lítill í samanburði við stærð þess, enn hann hefir
kostað l]/2 milj. króna, af því að þar varð að rífa
niðr nýtt stórhýsi til að fá svæði fyrir garðinn.
Nýtt loftfar. Ritari við (Smithsonian Institut’
í Washingtou, Langley prófessor, hefir að sögn fund-
ið loftfar, sem haldið er að sé íullkomnast þeirra
sem enn eru fuudin. Það lieitir .Aerodrome’, og er
sagt, að ekki þurfi neitt (gas’ til að koma því upp í