Fjallkonan - 23.06.1896, Page 3
23. júní 1896.
FJALLKONAN.
103
loftið. Það er gert úr stáli, og um 1000 sinnum
þyngra enn loftið, sem heldr því uppi. Gufuvél og
skrúfa knýr farið áíram. Bili prófessor, sem fann
telefóninn, hefir verið viðstaddr er loftfar þetta liefir
verið reynt, og komizt að þeirri niðrstöðu, að nú sé
loftfara-hugmyndin orðin að fuilri framkvæmd. Á
tveimr flugferðum fór loftfarið 20 enskar mílur á
klukkustundu. Þegar afl vélarinnar er þrotið, sígr
farið með hægð niðr á jörð.
Ilíkr maðr í llússlandi arfleiddi fyrir skömmu
þrjár frændkur sínar að öllum eignum sínum, sem
vóru 4 milj. rúblna. Þær vóru allar bláfátækar, enn
til þess að koma í veg fyrir að þær yrðu of stæri-
látar gerði hann þá ráðstöfun, að þær skyldu vinna
flmtán mánuði sem vinnukonur áðr enn þær fengju
arfinn. Þær fengu sér undir eins vistir og höfðu þeg-
ar seinast fréttist fengið 863 biðla.
Ruggustóll og strokkvél. Ameríkumaðr hefir
fundið mjög einfalda vél til að strokka mjólk sem hús-
freyjunum er jafnt til gagns sem skemtunar. Hús-
freyja sitr í ruggustóli, vaggar sér þægilega, og les
í skemtisögu; þarf að eins að líta smámsaman inn í
strokkinn; hreyfingar stólsins skilja smérið frámjólk-
inni. Þegar að því kemr að söguhetjan hefir fengið
unnustu sína, þá er smérið tilbúið.
Nákvæmar vogir. Nú er farið að gera svo ná-
kvæmar vogir, að á þeim má vega eitt augnahár. Þær
eru svo viðkvæmar, að það verðr að hafa utan um
þær glerhylki, því minsta lofthreyfing hefir áhrif á
þær. Ef tveir jafnþunnir papírsmiðar eru lagðir á
skálarnar, og síðan er annar þeirra tekinn, skrifaðir
á hann fáeinir stafir með blýanti og hann látinn aftr
á skálina, þá sígr skálin óðara, af því að blýants-
strykin þyngja.
Einkennileg blöð. (Ódauðleikinn’ hefir blað heit-
ið á Englandi, sem nú er dáið. Útgefandinn trúði
því sjálfr fastlega, að hann mundi aldrei deyja, og á-
skrifendr blaðsins vóru 500 æstir sérvitringar, sem
trúðu hinu sama um sjálfa sig. Margir þeirra unnu
að því að reyna að endrskapa og betra heiminn, enn
þeir fóru sér hægt, af því að ekki munaði svo miklu
hvort þetta eða hitt var gert hundrað árum fyr eða
síðar. Blaðið kom út eitt ár, enn þá varð sá atburðr,
sem kom vitinu fyrir ritstjórann og reið blaðinu að
fullu. Þrír hinna ódauðlegu dóu sama daginn, og þótti
hinum það furðu gegna; var þá reynt að fá aðra í
skarðið, enn þá fanst enginn ódauðlegr maðr. Urðu
þeir félagar þá að hætta við blaðið.
Enskt ferðamannafélag auglýsir í (Travel’ ýms-
ar skemtiferðir, og er þar einnig reikuaðr ferðakostn-
aðrinn. 26 daga ferð tit íslauds kostar 40 gíneur,
og er það hér um bil jafndýrt og 44 daga ferð til
Egyptalands, Palestínu, Damaskus, Smyrna, Constan-
tinopel, Aþenu, Neapel o. s. frv. Á þessu sést, að
hvergi er líkt því jafndýrt að ferðast sem á íslandi
og jafnframt hvergi jafnóþægilegt. Til ferða hefir fé-
lagið skip, sem heitir (Miðnætrsólin’ (.Midnight Sun’),
sem er eitthvert vandaðasta og skrautlegasta skemti-
skip sem til er. Skipið er alt lýst með rafljósi, og
rafbjöllur um alt skipið. í hverri káetu eru að eins
tvær rekkjur, hvor á móti annari, og engar efri
rekkjur. í káeturnar er leitt heitt og kalt vatn, sem.
menn geta notað eftir þörfum. Bæði heit og köld
böð fást á skipinu handa körlum og konum. Borðsalr-
inn er 80 feta langr, og reykingarsalrinn á efra þil-
fari rúmar 100 manns.
Einn af ríkustu mönnum í heimi er sagðr
John B. Robinson í Suðr-Afríku. Eigur hans eru
taldar 1260 milj. króna. Enn 1878 var hann fátækr
og skuldum vafinn. Hann tók þá fyrir að betla handa
sér og kerlingu sinni svo mikið fé, sem hann þurfti
til að komast til bæjarins Kimberley, sem var 300
enskra mílna leið. Þar í nánd eru gimsteinanámur
og fann hann þar gimstein, sem var 250 pd. virði,
og varð það fótrinn undir efnum hans.
Enskir ferðamenn komu hingað allmargir með
(Vesta’ á dögunum og var einn í þeim flokki F. W.
W. Howell, sá hinn sami sem fór upp á toppinn á
Öræfajökli 1891 og oftar hefir farið hér um land.
Hann og förnnautar hans ætla að ferðast hér fótgang-
andi. Leggja af stað í Norðrlandi.
Mr. Howell hefir gefið út bók um ísland með
myndum (Jcelandic Pictures’), og í maíhefti mánaðar-
ritsins Travel í vor hefir hann ritað um ferð'síua upp
á Öræfajökul ((To the peak of the Öræfajökull’), og
eru þar nokkrar myndir í. Hann talar mjög hlýlega
um íslendinga.
Dýratrygð.
írsk saga.
Ef ungr kópr er veiddr lifandi, þá er auðvelt að
temja hann og verðr hann tryggari við manninn enn
flest önnur dýr. Margar sögur eru þvi til sönnunar,
og sumar ótrúlegar, enn saga sú, sem hér fer á eftir,
er áreiðanlega sönn.
Við Clef-flóann á írlandi náði bóndi einn ungum
kópi lifandi og hafði hann heim með sér. Ó1 hann
síðan selinn í eldhúsinu hjá sér. Selrinn dafnaði vel
og tók mikilli trygð við fólkið. Hann lék sér við
börnin, kom þegar á hann var kalíað, var fylgispakr
sem hundr og fjörugr eins og ketlingr.
Þegar honum var lofað að fara út af heimilinu
í fyrsta sinn, fór hann út í sjó og veiddi fisk handa
sér, og þegar hann var orðinn saddr, lagði hann heim-
leiðis og færði húsbónda sínum vænan fisk. Síðan
hélt hann þessu áfram á hverjum degi og þurfti
bóndinn ekki einusinni að róa til fiskjar; selrinn færði
honum vænstu Iaxa og lúður. Á sumrin lá haun oft
úti og sleikti sólskinið, enn á vetrna lá hann annað-
hvort í ofnkróknum eða við eldstóna fram í eldhús-
inu.
Þannig liðu fjögr ár, og bar þá svo til, að nauta-
pest gaus upp á heimilinu og gat bóndi enga bót á
ráðið. Hann leitaði þá til kerlingar einnar, sem hafði
það orð á sér að hún vissi jafnlangt nefi sínu. Hún
sagði að nautapestin kæmi af því, að (óhreint dýr’, selr-
inn, væri á heimiiinu. Bóndi mætti búast við að missa
alt nautfé sitt, ef hann hefði selinn lengr. Bóndi var hjá-
trúarfullr, og lét ekki segja sér þetta tvisvar sinn-