Fjallkonan - 23.06.1896, Síða 4
FJALLKONAN
Xm 26
104
um, tók selinn og reri með hann langt út á sjó, og
fleygði honum þar útbyrðis.
Morguninn eftir lá selrinn frammi við eldstóna
eins og hann var vanr. Hann hafði komizt inn um
glugga á húsinu. sem hafði verið opinn um nóttina.
Enn nú vildi lika svo til, að ein kýrin hafði veikzt
um nóttina og var þá ekki að sökum að spyrja. Ein-
hver ráð varð bóndi að hafa til að koma selnum af
sér; kerling hafði sagt, að ekki mætti drepa hann,
því af þvi mundi leiða enn meiri óblessun. Að lok-
um fann bóndi skipstjóra einn, sem bauðst til að taka
við selnum og flytja hann langar leiðir á haf út. Síð-
an fór skipið leiðar sinnar.
Nú liðu svo tvö dægr, að ekkert segir af seln-
um, enn á öðru kveldi, þegar vinnukonau var að
kveykja upp í eldhúsinu, heyrði hún að verið var að
rjála við hurðina. Hún lauk upp, og var selrinn þar
kominn og skreið inn, örmagna af þreytu, enn með
ýmsum tilburðum lét hann í ljósi gleði sína, að vera
nú kominn heim til sín aftr. Hann lagðist endilangr
fyrir framan eldstóna og steinsofnaði á svipstundu.
Nú ætlaði bóndi alveg að ganga af göflunum.
Hann gerði enn boð eftir kerlingunni, og hún lagði
það til ráðs, að stinga bæði augun úr selnum, svo
að hann gæti ekki ratað heim aftr. Bóndi fylgdi
ráðum kerlingar og flutti selinn síðan langt út á
heitir norskt blað, sem er hið eina, sem út er gefið
á landsmálinu. Blaðstjórar eru: Arne Garborg, hinn
alkunni rithöfundr, og Rasmns Steinsvik. Blaðið er
ágætlega ritað og mjög frjálslynt. Ársfjórðungrinn
kostar 1 kr. 10 au. — Þeir sem vilja kynnast norsk-
um þjóðháttum og bókmentum ættu að kaupa þetta
blað.
Afiabrögð. Nokkur reytingr, mest af ýsu, í öarð-
sjó (kringum 20 í hlut) og eins hér á Innnesjum. —
Þilskipin hafa aflað í góðu meðallagi síðan um ver-
tíðarlokin.
Botnvörpuskipin hafast stöðugt við hér á fiski-
miðunum. Nú fyrir helgina komu hér inn á höfnina
þrjú þeirra og vóru nú loks sektuð í fyrsta sinn, þó
ekki meira enn ^12 hvert, og er það hér um bil hin
minsta sekt sem hægt var að beita, enda er mælt að
.troll’ararnir, eða tröllin, sem sumir nefna, skellihlægi
að sektaákvæðum botnvörpulaganna, sem útgerðina
munar ekki minstu vitund um.
Póstskipið tLaiira’ kom hingað i gærkveldi
vestan af ísafirði með flesta þá farþega héðan úr
bænum sem vestr fóru með því.
OJU.
Nú leið vika og pestin var jafnvel skæðari enn
áðr. Var nú enn leitað til kerlingarinnar, enn hún
fanst þá hvergi. Áttundu nóttina var á stormr mik-
iH, enn milli rokanna heyrðist einhvert kynlegt skrölt
úti fyrir. Enginn vildi þó fara á fætr til að Ijúka
upp í þvíliku veðri. Enn um morguninn, þegar lok-
ið var upp dyrutn, lá selrinn dauðr fyrir utan þrösk-
uldinn. Hann var ekkert orðinn annað enn beinin,
þvi hann hafði ekki getað leitað sér fæðu af þvi
hann var blindr.
Eftir þetta snerist bóndanum alt til óhamingju
og ári síðar var hann orðinn öreigi. Nágrannarnir
sögðu, að það væri refsing fyrir þessa miskunarlausu
meðferð á vesalings skepnunni, enn það mun öllu
fremr hafa verið heimsku hans og hindrvitnum að
kenna.
Norskt blað á landsmálinu. (Den 17. Mai’
Eimskipaútgerð
hinnar íslenzku landsstjórnar.
Við ferðaáætlun .Vestu’ hefir verið gerð sú breyt-
ing, að skipið komi við i Reykjavík 3. ágúst, áðr
enn það fer til Austfjarða.
Reykjavík, 10. júní 1896.
D. Thomsen
farstjóri.
íslenzkt smjör kaupir
Th. Thorsteinsson
(Liverpool).
dma
9
a vel verkaðan kaupir
Th. Thorsteinsson
(Liverpool).
Allskonar tPOS kaupir
Th. Thorsteinsson
(Liverpool).
í Jþeykjavíkr ^póteki fæst:
Kreolín til fjárböðunar eftir dýra-
læknis dr. Brulands fyrirsögn.
Nýjar sprautur (ekki með belg)
til að bólusetja kindur með við bráða-
pest á 7,00. _________________
Til lcign;
Brúkaðr reiðskapr, söðlar
hnakkar, klifsöðlar og koffort.
Brúkaðir söðlar seldir með hálf-
virði.
VeBtnrgötu 55.
Samiiel Olafsson.
Yfir 20 ár hefi ég þjáðst af þung-
lyndiskvilla og sárri óhægð fyrir
brjósti og hafa þau veikindi loks
lagt mig í rúmið.
Ég ieitaði ýmsra Iækna og brúk-
aði öll læknislyf, sem ég gat feng-
ið, enn batnaði ekki þar til fyrir
þrem misserum, er ég fór að brúka
China-lífs-elixír frá hr. W. Petersen
í Frederikshavn; þetta lyf hefi ég
síðan brúkað stöðugt og hefir það
reynzt mér sannr Jífs-elixír’, því ég
hefi síðan haft góðar hægðir, sem
er þessu ágæta lyfi að þakka.
Eg er því viss um að ég mundi
verða alheil, ef ég brúkaði enn um
tíma þennan ágæta bitter. Þetta
vitna ég og flyt hr. W. Petersen
innilegar þakkir mínar.
Snæfokestöðum 22. júlí 1895.
Hildur Jónsdóttir.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest-
um kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaup-
endr beðnir að líta vel eftir því, að
standi á flöskunum í grænu
lakki, og eins eftir hinu skrásetta
vörumerki á flöskumiðanum: Kín-
verji raeð glas í hendi, og firma-
nafnið Yaidemar Petersen, Frede-
rekshavn, Danmark.
Útgefandi: Vald. Ásmundarson.
Félagsprentsmiðjan.