Fjallkonan - 11.08.1896, Síða 1
Kmnr út nm míðja yiku.
Árg. 3 kr. (erlendls 4 kr.).
Anglýsingar mjög ðdýrar.
FJALLKONAN.
fljalddagi 15. júli. Upp-
sögn skrifleg fyrir 1. okt
Afgr.: Þíngholtsstrœti 18
XIII, 31. Reykjavík, 11. ágúst. 1806.
Gömlu málin í dauðateygjunum.
Norðraenn ætla að ganga á nndan öðrum með
góðu eftirdæmi, þar sem þeir samkvæmt stjórnarfrum-
varpi um skólamálin útrýma grískunni úr skólum og
latínunni að mestu. Þetta fer að maklegleikum. Því
allstaðar er kvartað um það, hve miklum tíma sé eytt
að óþörfu til þessara mála, sem nú á tímum hafa
að eins sögulega þýðingu fyrir oss, að svo miklu leyti
sem þau eru hvergi töluð og engir geta talað þau
aðrir enn þeir sem sérstaklega hafa gefið sig við
þeim. Afleiðingin af þessari tilhögun hefir auðvitað
verið sú, að nýju málin og náttúruvísindin hafa orð-
ið að sitja á hakanum. Þegar menn svo hafa náð
stúdentsprófi, þá kann enginn neitt í neinu máli.
Hitti menn útlendinga fyrir sér, getr enginn talað
við þá eða skilið hvað þeir segja. Þetta brennr víst
allstaðar við og allir finna sárt til þess. Enn nú ætla
Norðmenn að reyna að bæta úr þessu.
Norðmenn hafa 3 skóla, alþýðuskóia, miðskóla og
latínuskóla (Gymnasier). Samkvæmt frumvarpinu eiga
nú þessir skólar að verða framhald hver af öðrum,
þannig að lærisveinarnir fari úr einum skólanum upp
í hinn án nokkurs inntökuprófs. í alþýðuskólunum
eru 5 bekkir, í miðskólunum 4 og í latinuskólunum
3 bekkir (einn fyrir hvert ár).
Grískunni er eins og áðr var nefnt algerlega
slept. Latínunni, sem ráðaneytið ætlaðist til að yrði
kend sumum í latínuskóiunum, vildi óðalsþingið sleppa
algerlega, enn lögþingið tók upp það aukaákvæði, að
einstöku skólar <mættu fyrst um sinn með leyfi kon-
ungs og þings kenna latínu í stað einhverrar ann-
arar námsgreinar’, og að því gekk óðalsþingið. Eins
og sjá má af þessu telja Norðmenn ekki latínu og
grísku nauðsynlega eða betr lagaðri enn hvað ann-
að til þess að menta mannsandann, því síðr sem kunn-
áttan í þessum málum er, eí'tir því sem nú er ástatt,
mjög svo af skornum skamti. Nýju málin, nátt-
úrusaga, landafræði og heilsufræði fá sæti á rústum
gömlu málanna. Þýzka verðr kend í öllum bekkjum
miðskólans 6 tíma á viku, nema 5 tíma í 4. bekk;
í þessum 3 latínuskólabekkjum á að kenna hana 3
tíma á viku. Enska fær hér um bil jafnmarga tíma.
Frönsku á að kenna að eins í latínuskólanum, eitt-
hvað einn tíma á dag öll 3 árin. Norska er kend í
öllum skólunum, 5—6 tíma á viku í latínuskólanum.
Auk þess verðr tímum bætt við náttúrusögu og landa-
fræði.
Með þessu móti er full ástæða til að ætla, að
menn lœri eitthvað í raun og veru í þessum málum,
sem lesa á, læri það svo, að þeir geti bjargað sér í
þeim, ef á þarf að halda, og mundu flestir kjósa það
fremr enn að eins að nafninu til að geta kallað sig
latínu- og grískulærða. Sú kunnátta er of dýru verði
keypt. Það eru fæstir sem mega við því að eyða
þriðjuugi skólaveru sinnar, eins og á íslandi gerist, |
til námsgreina, sem fæstir þurfa nokkurn tíma að
nota.
Það dettr engum í hug að neita því, að bók-
mentir Grikkja og Rómverja séu mikilsverðar og
mentandi, enn sú mentun er að mestu lærisveinum
latínuskólans hulin, af því þeir þekkja ekki nema
ofrlítið brot af bókmentum þeirra. Mestr hluti af
kenslustundum þeim sem varið er til málanna fer í
það, að berja inn í menn málfræðunum. Enn þar að
auki er óhætt að segja það, að menu mundu hafa
miklu meira gagn af og mentast miklu betr af að
lesa úrval úr hinum nýrri bókmentum hinna núver-
andi mentaþjóða álfu vorrar, bæði vegna þess aðnóg
er til hjá þeim, sem getr jafnazt á við bókmentir
fornþjóðanna, og svo skiljum vér mun betr hugsun-
arhátt samtíðarmanna vorra, enn höfunda sem vóru
uppí fyrir 2—3 þúsund árum.
Yér skulum heldr ekki neita því, að málfræði-
bækrnar séu nokkuð mentandi eins og hver önnur
fræðigrein, sem menn eru að baslast við að læra ut-
anað. Enn satt að segja þekkjum vér þó ekki neitt
sem er jafnilla lagað til þess. Þar að auki er hætt-
an ekki eins voðaleg, eins og í fljótu bragði virðisí.
Þó vér sleptum málfræðibókunum yfir gömlu málin,
þá fáum vér svo mikla andlega fjársjóðu úr málfræði
nýju málanna, að það er vel við unandi.
Enn hvernig eiga nú vísindamennirnir að fara
að, sem ekki skilja latínu? Það kemr oft fyrir, að
þeir verða að rannsaka gömul latínsk rit, sumpart
vegna þess, að ekki eru neinar þýðingar til af þeim,
og sumpart af því, að þeir verða að hafa fulla vissu
fyrir því, að það sé rétt sem í þýðingunum stendr.
Norðmenn ætla að hafa það svo, að við háskólann
hafa þeir sérstaka kenslu fyrir byrjendr, og láta menn
ef til vill taka sérstakt próf þar í latínu eftir 2—3
missiri; auðvitað er ekki gert ráð fyrir, að sú kensla
verði jafnyfirgripsmikil og kenslan í latínuskólunum,
enda ætla Norðmenn að þess þurfi eigi með. Það eru
svo mörg dæmi til þess, að menn sem hafa þurft á
dálítilli latínukunnáttu að halda, hafa fengið hana án
þess jafnvel nokkurntíma að hafa notið nokkurrar
sérstakrar tilsagnar í henni, og það er engin hætta
á þvi, að það hamli nokkrum manni frá því að verða
vísindamaðr.
Það er vonandi, að Norðmenn verði ekki lengi
einir um hituna. Aðrir koma bráðum á eftir. í Dan-
mörku hefir einn af fremstu fræðimönnum þar, próf.
Kromann, fyrir nokkru ritað merkiiega ritgerð um
fyrirkomulagið í skólunum, og komst hann að líkri
niðrstöðu eins og Norðmenn nú. Það er því ekki ó-
líklegt, að þar komist og bráðum hreyfing á skóla-
málið, og þess væri óskandi, því þá erum vér íslend-
ingar nokkurnveginn vissir um að geta komið kensl-
unni í latínuskólanum fyrir á hagkvæmari hátt. Þar
er margt sem þarf umbóta við. Yér skulum t. d.
nefna annað eins hneyksli eins og kennaraleysið í
íslands sögu í latínuskóla landsins. Til íslenzkunnar
þyrfti og að verja miklu lengri tíma.