Fjallkonan


Fjallkonan - 11.08.1896, Síða 2

Fjallkonan - 11.08.1896, Síða 2
126 FJALLKONAN XIII 31 Útlendar fréttir. Á Krít stendr alt við það sama. Daglega ber- ast fregnirnar um að Tyrkjum og kristnum lendi sam- an. Tyrkneski landstjórinn er kvaddr heim. Er það víst að þakka fortölum stórveldanna. Tyrkneskir her- flokkar vaða þar enn yfir og brytja niðr kristna menn. Tyrkir halda og enn áfram að drepa Armeninga hrönn- um saman, enn stórveldin eru aðgerðalaus. Norðmenn hafa fengið ný borgaraleg kosningar- lög, þar sem rýmkað er talsvert um kosningarréttinn. — 4 hægriráðgjafarnir réðu konungi að synja lögun- um staðfestingar, enn vínstriráðgjafarnir að samþykkja þau. Níundi ráðgjafinn, Jakob Sverdrup, var mitt á milli. Konungr samþykti lögin í gær. Þótt þetta sé víst bót nokkur, þarf ekki að ætla, að fyrir hana dragi nokkuð saman með Svíum og Norðmönnum í stjórnardeilum þeirra, eins og látið er í veðri vaka í sumum blöðum hægri manna1. Skotið var á Favre Frakklands forseta, enn ekki var annað enn lin púðrhleðsla í byssunni. Haldið er að maðrinn sé ekki með öllu ráði. Edmond de Ooncourt, einn af frægustu rithöf- undum Frakka, er dáinn. Þeir vóru tveir bræðrnir, og er annar þeirra dáinn fyrir löngu, enn rituðu margt í sameiningu. Gloncourt mælti svo fyrir, að vextina af eignum hans skulu jafnan 10 skáld eða listamenn fá, enn enginn þeirra má vera í akademí- inu franska. Á Kúbu rekr hvorki né gengr, og veitir Spán- verjum erfitt við uppreistarmenn; þar á ofan fækkar gulusóttin mjög liði þeirra; hefir drepið 40—60 af hundraði. Nýtt ráðaneytt á Ítalíu, enn eigi búizt við nein- um stakkaskiftum hjá stjórninni. Brúðkaup Karls prins, sem var hér á landi í fyrra, og Maud prinsessu, fór fram með mikilli við- höfn í London 22. júlí. Þarvóru, auk hinna konung- legu stórmenna, viðstaddir Salisbury og frú hans, Gladstone og frú hans, Chamberlain og frú hans, Rosebery, Wolseley, Bille sendiherrann danski o. s. frv. Vilhjálmr ,ferðakeisari’ er enn á ferð í Noregi. Þar er líka á ferð Leópold Belgíukonungr incognito (undir dularnafni). Svíakonungr er þar sömuieiðis á ferð. Yerzlunarfregnir. (Khöfn 27. júlí). Verð á ís- lenzkri vöru fremr iágt nema á saltftshi, sem fæst vel borgaðr hér sem stendr, af því að hörgull er á hon- um nú. Vestfirskr fiskr, stór, hnakkakýldr hefir verið seldr þessa daga á 60 kr. skpd., og miðlungs- fiskr 55 kr. Hætt er við að verð þetta kunni að lækka þegar nóg er komið af fiski ámarkaðinn, enn eins og stendr er töluverð eftirspurn eftir stórum ’) Enn hvað Jieasi gtjðrnarblöð eru öll líkt innrætt og jafn- vitlaus. Sama hljóðið gellr nú við í (ísaf.’ okkar. Þar stendr: (Skýin öll af lofti i Noregi. Oskar konungr hefir staðfest lög- in um sameiningarréttinn!!!’ fiski. — TJll er í 60 aurum sunnlenzk og vestfirzk, enn norðl. og austfirzk 0,66 og gengr dræmt út, hvort sem það nú kann að lagast síðar eða ekki. — Lýsi 30 kr.—32 kr. með íláti (pr. 210 pd.). — Kornvara er í mjög lágu verði, rúgr kominn ofan í 3,75 pr. °/0. Önnur vara líkt og áðr. Ameríkskar biblíuútgáfur. Biblían hefir verið gefin út fyrir skömmu í Chicago, og er í þeirri út- gáfu alt það felt úr biblíunui, sem ekki þykir eiga við vora tíma. Biblía með myndum hefir verið gefin út handa svertingjum í Ameríku. Eins og gefr að skilja, er djöfullinn þar myndaðr hvítr, enn englar drottins svartir. Spitsbergen skemtiferða-Iand. Nú eru skemti- ferðamenn (‘túristar’) farnir að leita til Spitsbergen, og gengr þangað gufuskip einusinni í vilcu frá Þránd- heimi í mánuðunum júlí og ágúst. — Samgöngurnar eru þannig orðnar miklu tíðari um hásumarið við eyðiland þetta, sem er algerlega óbyggt, enn þær eru enn sem komið er hér við land. — Mikið má guma yfir framförunum hér! Hotel er sett upp á Spitsbergen, við fjörð þann er ísafjörðr heitir, handa sumar-gestum, enn er rifið niðr og flutt heim til Þrándheims þegar haustar. Frakkar og Englar í Miðj.-bafi. Stjórnin á Frakklandi hafði í hyggju, að breikka og dýpka sík- ið gamla milli Garonne og Miðjarðarhafs, svo að það yrði siglandi fyrir stærstu herskip, og gætu þeir svo í skyndi komið öllum flota sínum saman í Miðjarðar- haf og orðið þannig öllum yfirsterkari á því hafi. Var Englendingum ekki farið að verða um sel, enn nú kemr upp úr dúrnum, að kostnaðrinn við áðrnefnt fyrirtæki er svo stórkostlegr, að frakkneska stjórnin treystist ekki til að leggja út í hann. Þetta gerir Gibraltar þeim mun dýrmætara fyrir England, enda eru þeir byrjaðir þar á herflotahafngerð svo stórkost- legri, að engum blandast hugr um, að nú muni þeir ætla að drotna einir á Miðjarðarhafi, og allar líkur eru til að það muni takast. Læknafundr. (NM). 11. Hagsskýrslur og bókfærsla. Kosin nefnd tii að semja form fyrir sýki-bókfærslu lækna: Guðm. Hannesson, Guðm. Magnússon, dr. Jónassen. 12. Sjúkrasjóðr. Nefnd kosin: Guðm. Björnss., Guðm. Hannesson, Páll Blöndai, Fritz Zeuthen, Þórðr Thoroddsen. 13. Sjúkrahús út um Jand. Samþ. till.: Fundr- inn álítr heppiiegt, að hinir væntanlegu læknabú- staðir séu svo rúmlega ’oygðir, að lækni sé fært að taka til meðferðar 3—5 sjúklinga heim til sín og sé í því skyni veittr styrkr af almannafé til bygging- anna. Viðaukatill. (frá Guðm. Hann.) að smærri sjúkra- hús verði ennfremr styrkt af almannafé í stærri héruðum landsins var feld. 14. Lyfjaskrá og apotekarar. Samþ. till.: Fund-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.