Fjallkonan - 07.10.1896, Qupperneq 2
158
FJALLKONAN.
XIII 39
menn svo mjög í kostnaðinn, mætti komast af svo framarlega
sem kennnrnm við læknaskólann yrði fjöigað, enn það er bráð-
nanðsynlegt. ef skólinn á að eiga nokkra fraratíð fyrir höndum.
Ef menn ætla sér að bæta læknaskólann, sem er óhjá-
kvæmilegt, verðr þingið að vera rífara með fjárveitingar til hans
enn það hefir verið hingað til.
t>að var annars dálitið undarlegt og öfugt við framkomu
læknafundarins i boldsveikismálinu, ef rétt er sagt frá í ísafold.
Flestir þeirra sem töluðu játuðu að vísu, að rétt væri að fundr-
inn skoraði á löggjafarvaldið að setja upp spítalann. Enn ef
ætti að fara að rekja ástæður þær, sem þeir komu með fyrir þess-
ari fundarályktun sinni, þá mundi það verða ofan á, að hún
hefði verið samþykt til málamyndar, af því, að læknarnir
æsktu eða vonuðust eftir því, að stjórn og þing tækju málið
upp á sína verndararma á næsta þingi. Það leit jafnvel kieizt
þannig út, að þetta væri gert til þess að friða almenning, menn
væru orðnir svo hræddir við sjúkdóminn, að bezt væri að sam-
þykkja tillöguna o. s. frv. Um hitt voru sumir í mjög miklum
efa, hvort sjúkdómrinn væri næmr, þótt flestir læknar séu nú
á því, að minsta kosti þegar sjúkdómrinn er á vissu stigi. Það
virðist því eigi hafa verið hræðslan fyrir útbreiðslu sjúkdóms-
ins, sem vakti fyrir þeim, ekki heldr það, að sjúklingarnir ekki
gœtu fengið næga hjúkrun heima hjá sér, heldr hitt, að hræðsla
manna gerði sjúklingunum lífið súrt, og svo þetta, að úr því
menn væru nú einusinni komnir á þessa meira eða minna öfugu
skoðun, að sjúkdómrinn væri næmr, þá væri rétt að láta það
eftir þeim að samþykkja einhverja tillögunefnu.
Að þessi áskorun, rökstudd á þann hátt, sem hún virðist
hafa verið, mundi verða þýðingarlítil, ef þjóðinni í heild siuui
væri ekki áhugamál að fá holdsveikisspítala, er Ijóst.
Að við fáum holdsveikisspítala áðr langt um líðr, hvort
sem þingið veitir fé til hans eða ekki, er ekki allólíklegt. Auð-
vitað mnnu þeir séra Jón og Dr. Ehlers gera það sem þeir geta
til þess að spítalinn komist sem fyrst upp og verði að sem
mestum notum, af því báðum er það áhugamál, og óttast, að
annars verði svo langr dráttr á málinu. En efasamt er, hvort
rétt er að skáka í þvi skjólinu mörg þingin, að þeim verði nægi-
lega ágengt. Frá mannúðarlegu sjónarmiði verðr maðr að
óska, að spítalinn komist upp sem fyrst, á hvaða hátt sem
það verðr.
Þá er Ísafjarðarnpíta linn og samskotin til hans.
ísfirðingar mega eiga það, að þeir voru þeir fyrstu sem
með frjálsum samskotum sýndu það í verkinu, að þeim þætti
nauðsynlegt að koma upp sýsluspítala, þar sem sjúkfingar ættu
kost á að vera nndir læknishendi. Ýmsir miðluðu vel til spi-
talans; þannig er sagt að einn hafi gefið 1000 kr. Það var gert
ráð fyrir, að spítalinn mundi kosta 9—10,000 kr. I jafnmann.
margri sýslu eins og ísafjarðarsýsla er, virðist það ekki hefðj
átt að vera nein ofraun, að fá nægilegt fé, ef viljinn hefði ver-
ið. En hvernig fór samskotanefndin að?
Hún sendi þegar áskornn með undirskrift nefndarmanna í
dönsku hlöðin um gjafir til spítalans. — Efalaust hefir nefndin
fengið einhverjar gjafir, en annars heyrðist lítið um spítalann
fyr enn í sumar, að formaðr nefndarinnar, Þorvaldr héraðslœkn-
ir Jónsson, fór til Hafnar.
Þá kom fyrst grein í (Politiken’, þar sem sagt var frá því,
að læknirinn væri kominn til þess að kaupa til spítalans, en
hann vantaði um 3—4000 kr., og skoraði ritstjórnin á menn að
skjóta nú saman handa blessuðum iækninum í þessu fátæka
landi. Gögn þau, sem þyrftu til spítaians hefðu orðið dýrari en
til stóð. Alls mundi hann kosta um 13,000 kr. Um sama efni
skrifaði Dr. Ehlers í Berlingatíðindum. Gjafirnar komu og loks
veitti Classens-sjóðsstjórnin seinustu 500 kr.
Þetta er saga Ísafjarðarspítalans enn sem komið er. Hvað
mega útiendingar ætla um oss, þar sem jafn-vesaimannlegur
hugsunarháttr kemr fram eins og hjá ísfirzku spitalanefndinni ?
Hér er upphafiega að eins að ræða um 9—10,000 kr. Og þó
er sett betlibréf í útlend blöð. Svo vantar loks 3—4000 og þá
fer ísafjarðarlæknirinn aftr til útlendinga — því næsta ólíklegt
er að þeir hafi tekið það upp hjá sjálfum sér — og fær þá til
þess að gefa upphæð, sem hver maðr hlýtr þó að skilja, að auð-
velt væri að fá í iandinu sjalfu, jafnvel í ísafjarðarkaupstað.
Það er vert að minnast á þetta, þvi það er svo afkáraleg
og vesaimannleg aðferð, landinu til skammar og ísfirzku spítala-
nefndinni og héraðslækninum til lítils sóma.
Það er þvi fremr ástæða að minnast á þetta, sem sú fregn
hefr kornið hingað frá Seyðtsfirði, að þeir þar ætli að hafa sömu
aðferðina til þess að fá peninga tii sýsluspítala á Seyðisíirði.
Hvort fregnin er sönn, skulum vér ekki segja neitt um, en það
er þó ekki ólíklegt, eftir því að dæma, sem komið hefir fram í
hlaði þeirra um hinn fyrirhugaða spitala.
Cruðmundi lækni Hauuessyni er veitt Eyjafjarðarlæknis-
hérað.
Þorvarðr Brynjolfsson cand. theol. hefir fengið staðfestingu
konungs sem prestr í fríkirkjusöfnuði Vallaness- og Þingmúla-
sókna.
Um kynbætr.
Eftir Svipdag.
Nú á tímum er mikið talað um allskonar fram-
farir, andlegar og líkamiegar, mögulegar og ómögu-
legar, enn minna gert til þess að koma þeim í verk.
Pað má reyndar viðrkenna, að ýmsar breytingar hafa
verið gerðar, er miða til bóta, stefna í framfaraáttina,
enn alt er það í molum og lítið nema byrjun. Eitt
af þessu er miðað hefir i framfaraáttina eru tilraun-
ir manna að bæta kynferði og meðferð kvikféuaðar-
ins, til þess að hann nái meiri þroska og verði meir
arðberandi. Petta er þó alt í barndómi líkt og margt
annað, enn vonandi er að þessu verði meiri gaumr
gefinn framvegis. — Énn þegar nú er verið að ræða
um kynbætr kvikfénaðarins, svo sem sauða, nauta og
hesta, þá rekr maðr sig á eítt þessu náskylt, sem er
harla eftirtektavert, og það er, að fátt eða öllu heldr
ekkert er gert til þess að bæta kynferði mannana,
bæta mennina sjálfa. Ef þörf er á kynbótum að því
er húsdýrin snertir, og það munu flestir játa, þá er
eigi minni þörf á því að bæta mannkynið, svo að það
nái meiri líkamlegri fullkomnun, og þoli betr stritið
og stríðið í lífsbaráttunni. Það er fylsta ósamkvæmni
að vera að hugsa um að gera kynbætur á dýrunum,
enn skeyta engu framf'erði mannanna í því efni. Allir
hljóta þó að viðrkenna hve nauðsynlegt það er, að
upp alist hraust og þrekmikil kynslóð; enn slíkt
getr naumast átt sér stað, nema með kynbótum, and-
legum og líkamlegum. Má vel vera að ég verði sak-
aðr um „goðqáu fyrir að hreyfa þessu máli, eða minn-
ast á kynbœtr á mönnum, enn þetta atriði er þó
þess vert, að því sé veitt athygli og það í alvöru.
Enn til þess að hneyksla menn sem allra minst, og
forðast sem hægt er að særa tilfinningar fína fóiks-
ins, mun ég takmarka sem verðr efni og orð, enn
að eins minnast á fá atriði í sambandi við þetta.
Til þess að mannkyníð geti tekið framförum,
þurfa fram að fara kynbætr, andlegar og iíkamlegar,
um það er ekki neitt að efast. Enn að koma þeim
í verk, þessurn kynbótum, eða umbótum, ef menn vilja
það heldr, það er þrautin þyngri. Hinar andlegu um-
bætr eru aðallega í því fólgnar, að menta mennina,
og auka þekkiugu þeirra í öllu því er miðar til bóta,
miðar til þess, að mönnunum geti iiðið betr enn þeim
nú gerir. Að þessu takmarki á mentunin að stefna,
enn geri húu það ekki, þá nær hún eigi tiigangi sín-
um. Sú mentun sem menn fá nú, virðist alls eigi full-
nægja lífsskilyrðunnm, svo sem vera ber, og að því
leyti er húu ónóg eða fer ekki alveg í rétta átt. Á-
hrif hennar á þjóðlífið verða því önnur enu æskilegt
væri, að minsta kosti í sumuin greinum. Hugsunar-
háttr þjóðariunar er eitthvað öfugr, og getr því naum-
ast þrifizt. Enn mentunin á að hafa áhrif á hugs-
unarháttinn á þann hátt, að beina honum í betra
horf, sem sé samkvæmara þörfum vorum og kring-