Fjallkonan - 01.12.1896, Síða 1
ÖJ&lddagi 15. júli. Upr-
Bögn skrifleg fyrir 1. okt.
Afgr.: ÞíBgholts»trsetil8.
Kemr út nm miðja vikn.
Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.).
Anglýsingar mjögódýrar.
FJALLKONAN.
Xin, 47.
Reykjavík, 1. desember.
1896.
f
Dr. Grrímr Thomsen
lézt að heimili sínu, Bessastöðum 27. nóv. eftir stutta
legu í lungnabólgu 76^/a árs, fæddr á Bessastöðum
15. maí 1820. Foreldrar hans vóru Þorgrímr gull-
smiðr Tómasson, er lengi var skólaráðsmaðr á Bessa-
stöðum, og kona hans íngibjörg Jónsdóttir, systir
Gríms amtmanns. Hann lærði i heimaskóla hjá Árna
stiftprófasti Helgasyni og var útskrifaðr af honum
1837. Síðan fór hann til háskólans og stundaði þar
nám í nokkur ár, og ávann sér 1845 meistara-nafn-
bót í heimspeki. Hann fékst eftir það um nokkur
ár mikið við ritstörf, og ritaði bæði bækr sögulegs
og fagrfræðilegs efnis og fjölda af ritgerðum í dönsk-
um blöðum og tímaritum. Hann komst brátt í mikið
álit fyrir skarpleika og fjölhæfar gáfur, og var ef-
laust meðal hinna fremstu ritdómenda í Danmörku.
— Meðai annars vakti hann fyrstr manna athygli á
skáldskap H. C. Andersens, sem áðr þótti ekkert til
koma.
Siðar varð hann skrifari og því næst skrifstofu-
stjóri í utanrikisstjórninni. Um þessar mundir fór
hann sem erindreki dönsku stjórnarinnar í sendifarir
til annara ríkja. Þá fekk hann legationsráðsnafnbót
og riddarakross Leopolds orðunnar, heiðrsfylkingar-
innar og dannebrogsorðunnar.
1866 lagði hann niðr embættí sitt, meðfram vegna
breytinga á embættaskipun í utanríkisráðaneytinu,
enn hélt biðlaunum í nokkur ár og siðan eftirlaun-
um úr ríkissjóði.
Hann kom hingað til lands alkominn 1867, og
var þá orðinn eigandi að Bessastöðum, sem vóru
þjóðeign, að nokkru leyti í makaskiftum (fyrir Belgs-
holt í Borgarflrði með hjáieigu). — 1868 reisti hann
búskap á Bessastöðum, og kvæntist 1870 Jakobínu
Jónsdóttur, prests frá Reykjahlíð Þorsteinssonar, sem
lifir mann sinn barnlaus. Bjuggu þau síðan á Bessa-
stöðum.
Dr. Grímr var alþingismaðr frá 1869—91, fyrst
fyrir Rangárvallasýslu, síðan Gullbringu- og Kjósar-
sýslu og síðast Borgarfjarðarsýsiu. 1885 var hann
forseti neðri deildar alþingis. — Hann var einn meðal
hinna atkvæða mestu þingmanna sakir hæfileika og
þekkingar.
Auk þess 8em dr. Grímr hefir ritað á dönsku,
hefir hann ritað mikið í ísl. tímarit og blöð. Hann
var ritstjóri ísaf. 1878—82, og hóf það blað úr niðr-
lægingu, enn naumast mun það hafa veríð metið við
hann af þeim sem hlut áttu að. Á síðustu árum
ritaði hann helzt í Fjállk., og henni sendi hann flest
ný kvæði sín.
Dr. Grímr hafði mjög fjölhæfa hæfileika og víð-
tæka þekkingu og fróðleik í fornum og nýjum bók-
mentum.
Hann fekst lítið eitt við Ijóðagerð á yngri árum
og eru fáein kvæði eftir hann frá þeim tímum prent-
uð í Nýjum Félagsritum. — Enn einkum tók hann
að yrkja á síðari árum og hélt því áfram til dauða-
dsgs. Hann mun jafnan verða talinn rneðal merk-
ustu íslenzkra skálda, þótt eftir hann liggi ekki mjög
mikið að vöxtunum; það er þeim mun kjarnbetra enn
hjá flestum hinum, og munu mörg kvæði hans verða
talin meðal hins bezta, sem ort er á íslenzku, og flest
öll eru þau svo einkennileg, að auðþekt eru úr kvæð-
um annara. Grímr Thomsen verðr talinn hið þjóð-
legasta skáld íslands, því hann hefir tekið flest sín
yrkisefni úr íslenzku þjóðlífi og sögu. — Kvæði hans
eru prentuð í tveimr útgáfum og er hin síðari með
mynd hans.
Dr. Grímr var tryggr vinr vina sinna og höfð-
ingi heim að sækja. Munu margir lengi minnast
þess, hve alúðlegt var að koma til þeirra hjóna á
Bessastöðum. Hann var gleðimaðr og manna skemti-
legastr.
Bókasafn alþýðu,
sem Oddr prentari Björnsson í Khöfn hefir í ráði að
gefa út, er þarft fyrirtæki, og vonandi að því verði
framgengt. Fyrsta bókin er þegar komin út, kvæði
Þorsteins Erlingssonar, er nefnast „Þyrnar11, enn
þessar bækr ráðgerir útgef. að gefa út:
Sögur eftir Björnstjerne Björnsson;
Um bæjabyggingar (með myndum);
Myndabók handa börnum;
Skáldaspegill íslands frá fornöld til loka 19. ald-
arinnar (með mörgum myndum);
Rafmagn sem vinnuafl í daglegum störfum á fs-
landi (með skýringar-myndum);
Úrval úr Ævintýrura H. C. Andersens (með
mynd);
Heilbrigðisfræði;
Sögur frá Síberíu eftir Korolenko;
Um íslenzkt réttarfar (leiðarvísir fyrir hvern mann)J;
Um fiskiveiðar og sjávarútveg (með myndum);
Úrval úr Dagbók veiðimannsins eftir Turgenjefí;
Bakteríurnar og helztu sjúkdómar, er þær valda
(með myndum);
Grasafræði (sem ætlazt er til að verði með Iit-
myndum);
Úrval úr ritum Goethes (með mynd);
Eftirmæli 19. aldarinnar (með myndum íslenzkra
merkismanna á þessari öld);
Stjórn íslands (réttindi og skyldur manna; sveita-
stjórn—landsstjórn);
Sundbók (með myndum);
Úrval úr kvæðum Robert Burns (með mynd);
Um jarðfræði íslands;
Um flóðið mikla („Syndaflóðið11);
Trold eftir Jónas Lie;
Um ræktun íslands;
Alþýðleg mælskufræði;