Fjallkonan


Fjallkonan - 01.12.1896, Síða 2

Fjallkonan - 01.12.1896, Síða 2
190 FJALLKONAN. XIII 47 Smáritgerðir eftir Herbert Spencer (með mynd); Úrval úr kýrnnissögum Mark Twains; Um taugaveiklun; Um norsk skáld og rithöfunda (með myndum); Úrvalskvæði Heines (með mynd); Úr sögu íslands; Heimsendir eftir Camilló Flammarion (með myndum); Um verklægni |kvernig á að vinna?] (með myndum); Kain eftir Byron (með mynd); Úr þjóðmenningarsögu Buckles; Smáritgerðir eftir Huxley (með mynd); Úrval úr kvæðum Schillers (með mynd); Þjóðalýsing [etuógrafía] (með myndum); Nokkur skáldrit Leó Tolstojs (með mynd); Um andatrú [spíritisme]; Yfirlit yfir helztu trúarbrögð; „Praktisk11 stjörnufræði (með myndum og stjörnu- korti); Sögur eftir Prosper Merímée; Úranía eftir Fiammaríon (með myndum); Kongsemnerne eftir Henrik Ibsen; Sálarí ræði; Alhambra eftir Írvíng; Eðlisfræði (með myndum); Nokkrar sögur Edgar Poes; Ðaglegt lif á íslandi í fornöld (með myndum); Um sósíaíista. anarkista og níhílista; Nokkrar Jólasögur Dickens; Úrval úr Borðræðum dr. Marteins Lúters (með mynd); Úrvalssögur frá Indlandi eftir Kipling; Heimspekissaga; Sögur eftir Púschkin; Mestu menn mannkynsins eftir Emerson (með myndum); Þjóðsögur Hauffs; Rökfræði; Lars Krúsi [o. fl.] eftir Holger Ðrachmann (með mynd); Um dáleiðslu [hypnotisme] (með myndum); o. fl., enn gert er ráð um að breyta til um röð bók- anna og bæta inn í nýjum ef þurfa þykir. Sendibréf um viðskifti. —----- [Bréf þetta sem hér er prentað hefir borizt Pjallk. í eftirriti og sýnir það eitt dæmi af ðtal samkynja úr viðskiftalífinu; er það hér orðrétt, eins og hið frumlega hréf, nema eiginnöfnum og tö'.um er breytt i eftirritinu. Bréfið er ekki ðþörf hugvekja fyr- ir almenning]. Eftirrit. Bakkanum, þann 4. . . . mán. 18 . . Góði vin! Eins og stundum fyrri fylgir bón bréfi og nú býst ég við að þér þyki hún með verra móti. Það stendr nefnilega svoleiðis á, að sóknarprestrinn þinn, hann séra Þrándr á Jaðri, var nýlega staddr hérna út á Bakkanum. Hann var mér dálítið kunnugr, sem vinr þinn og sóknarprestr, enn ekki öðruvísi. Hann kom til mín og tjáði mér vandræði sín, sem voru: peningaþröng. Hann kvað vin sinn B. hafa lofað sér peningum, og bað mig hjáipar. Hann vissi nefnilega, að mér höfðu borizt peningar fyrir nokkr- um dögum. Ég sagði honum að þá peninga þyrfti ég að brúka innan hálfs mánaðar, enn hann kvaðst áreiðanlega borga innan viku. Mér datt ekki í hug, að hann væri sokkinn svo djúpt, að hann væri bein- línis að ljúga út peninga. Hann Iýsti svo sennilega fyrir mér öllum kringumstæðum, að ég trúði honum; svo hjálpaði það líka til, að hann forðist vín venju fremr; óg hélt að hann væri búinn að bæta ráð sitt, hvað það snerti, enn ég sá seinna að það var ekki. Það er ekki að orðlengja það, ég lét tilleiðast og lánaði honurn 90 kr., eun hann gaf mér handskrift upp á það að borga innan viku. Þegar sá tími var liðinn, kvað hann sína góðu peningavon hafa brugð- izt — hann gat ekkert borgað. Ég varð að fara til kunningja míns hér, og fá peningalán í staðinn, og mikil Inkka, að ég gat fengið það, því það varkorn- ið fast að mínum skuldadegi. Eftir því, sem ég veit bezt um kringumstæður séra Þrándar, verðr líklega bið á að hann borgi mér skuld þessa ótilknúðr. Ég sendi þér þess vegna handskriftina hans hérmeð, og ætla að biðja þig, að reyna að ná inn skuldiuni smátt og smátt; þú átt svo mikil viðskifti við hann, enn ég engin. Ég vona þér lukkist þetta með tímanum. Ég sé ekki hugsanir manna og get því ekki full- yrt neitt, enn samt er það saunfæring mín, eftir öll- um kringumstæðum að dæma, eins og ég veit þær eftir á, að séra Þrándr hafi vel vitað, þegar hann fékk peningana, að hann mundi ekki geta borgað þá samkvæmt handskrift sinni. Fyrir mig var missir- inn í bráðina eins og þeim hefði verið stolið frá mér. Munrinn var að eins sá, að ég vissi hjá hverj- um þeir lentu, svo ég ómakaði mig ekki til sýslu- mannsins. Maðrinn, sem svona nemr burtu peninga mína með ósannindum, þegar mér gegndi verst, er einn af þeim mönnum, sem eiga að kenna æskulýðn- um gott siðferði, og þá sjálfsagt ekki sízt sannsögli. Það er reyndar eðliiegt, að þegar menn þessir eru búnir að vera svo árum skiftir að læra að segja það, sem þeir ekki meina, þá bregði þeir iþróttinni fyrir sig við og við á virku dögunum. Og þegar ég skoða málið frá þessari hlið, ætti ég sjálfsagt að fyrirgefa veslings séra Þrándi, að honum varð þessi yfirsjón. Það má geta nærri, hvaða gagn muni vera að sið- fræðiskenningum þessara manna; sumir eru meiri drykkjumenn enn sóknarmenn þeirra, aðrir óreiðumenn í fjármálum, eða jafnvel féprettamenn, sumir eru í sífeldum máiaíerlum — Það má geta nærri, hvað hefir meiri áhrif, hvað vekr meiri eftirtekt, keuning þeirra eða eftirdæmi ? Er nokkur von til, að sú stofn- un sé i heiðri höfð, sem getr notað þó nokkra slíka menn í þjónustu sinni? Ég vil svo enda þessar línur með þeirri ósk, að ef hann séra Þrándr getr ekki verið æskulýðnum ykkar í Jaðarsprestakalli til fyrirmyndar, þá verði haun honum til viðvörunar. Þinn einlægr vin. N. N. ísafold og Þorv. lögregluþj. — Það er tveir nýir viðburðir, sem tíðrætt hefir orðið um hér í bænum þessa dagana, sem Isaf. hefir gert að umtalsefni í síð- asta blaði.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.