Fjallkonan - 17.03.1897, Qupperneq 2
FJALLKONAN.
XTV 11.
42-
það eigi eitthvað kyn sitt að rekja til aldrsins, að
margir bera skólalýð vorum á brýn, að hann hallist
um of frá vinnunni.
Um sama er kvartað í Noregi: Arne G-arborg
tekr það skýrt og skorinort fram i blaðinu: „Den
17de Mai“, að nytjaskólarnir, búnaðarskólarnir og
aðrir svipaðir skólar hjá Norðmönnum geri nemendrna
ónyta og áhugalausa til alirar vinnu. Mörg önnur
blöð Norðmanna taka í sama strenginn. Enn hvað
um það. Ég væri ekki neitt á móti því, að allir
gengi á nytjaskóla, ef búnaðarkensla gæti svo náð
til allrar náttúruunar. Áburðinum væri kent að
mata jurtirnar, jurtunum væri kent að safnast í
hlöður og fara fram á garðana, þegar skepn-
urnar væru svangar; skepnunum kent að mata menn-
ina með vanalegum spónum, og þrífa sig sjálfar, ef
þær væru inni, eins og köttrinn; bandorms-eggjunum
kent að hreiðra sig í mannslunganu, — þá léttist vinn-
an mikið. Hún þyrfti þá ekki önnur að vera enn sú,
að tvævetiingar vísitéruðu eins og biskupinn hjá á-
burðinum, grösunum og dýrunum, og héldu fyrir-
lestra.
Það gæti, ef til vili, orðið að baga, að dýrin vanta
hendr, enn englarnir eru þó aldrei nema vísir til þess,
að hlaupa undir bagga. Svo þyrfti að kenna þorsk-
tetrinu, þó hann sé nú ef til vill ekki vel undir bú-
inn, að synda upp i vörina hjá þeim, sem eru svang-
ir, og margar fleiri námsgreinir; ekki veitti af þrem
tylftum; þá væri gaman að lifa og borða hveitibrauð
úr overheadsmjöli með útlendri hundafeiti. Þá gætu
auðæfa peðin, smákaupmennirnir, orðið heimingi fleiri
enn þeir eru nú í Eeykjavík og annarsstaðar.
Einu sinni var eineygðr asni á stroki. Hann beit
eins og voniegt var grasið annars vegar við vegiuu.
Það hefir ekki verið eins fyrir þinginu; það heíir
dregið augað í pung, sem að sjónum sneri; því af
einhverri tilviljun sá það hann loksins og stofnaði
sjómannaskóla. Um hann er ekki annað að segja, enn
að hann samsvarar fyllilega þörfum vorum og menn-
ingarstigi, og gengr fram yfir ailar vonir, eins og
hann hefir verið hlutmeltr. Þar mun líka vilja svo
vel til, að ekki séu 12 sundrieitar námsgreinir á hon-
um, og enginn getr þess, að nemendr á þessum skóla
andi að sér óbeit á vinnunni. í Hafnarfirði er nýr
kennaraskóli stofnaðr og þess vildi ég af heilum
hug óska, að hann yrði góðr. Ekki sæmdi það
illa, þó menn af Möðruvallaskóla gengju á slíka
skóla.
Athugrasemd. Sigurðr búfræðingr Þðrólfsson hefir auðsýnt
mér þá gððvild, sem ég fæ honum ekki fullþakkað, að benda
mér á reikningsvillu, þar sem ég tala um Óiafsdalsskólann. Hún
er í þvi innifalin, að ég hafi reiknaö námstíma piltanna bæði
verklega og munniega, heimingi minni enn hann er. Ég leið-
rétti þetta hér með sem skylt er, enn get ekki annað Bkilið enn
að lesendr Fjallkonnnnar séu þá einfærir um að leiðrétta sjálfir
skoðun sína í þessu efni, þegar leiðréttingin er fullglögg. Ég
vona að hinn heiðraði höfnndr virði mér þá heldr til vorkunnar
þð ég sé hræddr um, að visindi týnist niðr hjá búnaðarlærisvein-
um, sem þeir geta aldrei komið við að hafa um hönd i lífsstarfi
sínn, þegar ég, skðla genginn maðrinn, er svona vitlaus í reikn-
ingi. Leiðréttingin frá mér hefði gengið jafn-greitt, þð mér hefði
veriö sýnd villan einslega, enn ég barma mér ekkert yfir þessn
mannsbragði að auglýsa hana í ísafold. Sami misgáningrinn er
með ágizkuðu dagsverkin á Hðlum; þau eiga að vera helmingi
fleiri.
Prentvilla bls. 34 27. línu siðari dálki: bókkensla fyrir
verkkensla. Z.
JSf uppgötvun’ í „Verði ljós“.
Prestaskólakennari Jón Helgason hefir í 8. tölubl.
„Verði ljóss“ 1. árs hneykslast áþeim unm:ælum mín-
um í greininni: „Um fríkirkju og frelsi kirkjunnar
hér á landi“ í 8. tbl. „Kirkjublaðsins" f. á., að faðir
sinn, Helgi Hálfdanarson, hafni í „Barnalærdómiuum“
þeirri efnisríku megingrein lúterskunnar: „Maðrinn
réttlætist af trúnni einniu.
Prestaskólakennarinn tekr nú til greina eingöngu
nokkra sneið framan af röksemdum mínum, enn slepp-
ir alveg hinum, sem hann hefir átt örðugra með að
svara, og þykist svo geta fullvissað mig um, að út-
skýring föður síns á réttlætingarlærdóminum í „Barna-
lærdóminum" sé í fuilu samræmi við frumsetning
lútersku kirkjunnar“, og að þeir Sigurðr Melsteð og
faðir sinn hafi í þessu efni „verið fullkomlega sam-
máia“.
Ég fæ þó alls ekki séð, að hinn háttvirti höfundr
hafi hér rétt að mæla, og ég er svo djarfr að treysta
því, að hver skynsamr maðr sanni það með mér, sá
er les með athygli um réttlætinguna í „Samanburð-
inum“ 175.—188. bls. og ber þá kenning nákvæm-
lega saman við 96.—107. gr. í „Barnaiærdómi" Helga
Hálfdanarsonar.
Hið merkilega rit Sigurðar Melsteðs, „Saman-
burðrinn“, mun vera, því miðr, í höndum fárra af
lesendum „Fjallkonunnar“, enn allir hafa þeir „Barna-
lærdóminn“ við hendina. Fyrir því verð ég að taka
nokkrar greinir úr „Samanburðinum“ til stuðnings
mínu máli, enn læt mér nægja að benda á höfuðinn-
takið í 96.—107. gr. „Barnalærdómsins“.
í „Samanburðinum“ standa meðal annars þessar
greinir, enn ég leyfi mér að undirstryka nokkur orð
í þeim: „Hin prótestantiska trúarfræði kennir . . .
að maðrinn réttlætist af Guðs náð fyrir trúna einau
(1852). Maðrinn réttlætist af trúnni einniu (1861).
„Trúin er hið lifandi traust og fullvissa mannsins um
að Guð fyrir Krists sakir hafi tekið sig til náðar án
álls eigin verðleika (1859). Trúin er hið eina meðál
fyrir manninn til að geta tekið móti Kristi (186®).
Prótestantiska kirkjan kennir . . . að til þess að maðr-
inn geti betrazt, hljóti hann áðr að vera tekinn til
náðar af Guði, að fyrirgefning syndanna, sem er að-
alatriðið í réttlætingunni, sé skilyrði fyrir betrun
mannsins11 (1771—6). „Hið eina skilyrði, sem út-
heimtist frá mannsins hálfu, er trúinu (17810). „Sam-
kvæmt hinni prótestantisku skoðun, er réttlætingin
dómsúrskurðr Guðs, sem leysir hinn seka undan mak-
legri hegningu og tekr hann ómaklegan að fyrra
bragði til náðar. Aðalatriðið i réttlætingunni er þá,
eftir lærdómi prótestanta, fyrirgefning syndanna eða
náðartaka Guðs . . . Eítir lærdómi kaþólsku kirk-
junnar er réttlætingin þar á móti ekki einungis náð-
artaka eða fyrirgefning, heldr endrnýjúng og um-
breyting mannsins, svo að hann verðr að nýjum og
betra manniu (17910—1801 8).
Nú er að bera kenning Sigurðar Melsteðs í þess-
um greinum saman við kenning Helga um sama efni
í „Barnalærdóminum", 96.—107. gr. Helgi kennir
þegar í 96. gr. með brýnum og berum orðum, að sú
mikla breyting á manninum, að hann verðr nýr og
betri maðr, með öðrum orðum, aftrhvarfið, sé af