Fjallkonan


Fjallkonan - 11.05.1897, Side 1

Fjallkonan - 11.05.1897, Side 1
Kemr út um miðja yiku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar mjög ódýrar. FJALLKONAN. 2-*- Gjalddagi 15. júlí. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstrœti 18. XIV, 19. Reykjavík, 11. maí. 1897. Ótíð. Nú í fulla viku heflr verið fádæma norðanrok með frosti og hefir fallið talsverðr snjór upp til sveita. — Þetta áfelli hefir verið um alt land, með raeiri snjókomu fyrir norðaustan, eftir því sem fréttist með farþegum af nYestu“, enn víst minna frosti. í Norðr-Þingeyjarsýslu og í Múlasýslum hefir fé fent á nokkrum stöðum. Heyskortr og fjárfeilir. Heyskortr er orðinn almennr hér austr um sveitir, einkum í Rangárvalla- sýslu og í Flóa. — Þó mun ástandíð vera verst í Mosfellssveitinni. Þar er sagt, að allr þorri bænda sé heylaus og jafnvel fyrir kýrnar. — Horfurnar eru því hinar verstu, ef þessi ótíð helzt, sem ekki virð- ist enn afléttileg. Hafíslaust var er síðast fréttist fyrir Norðrlandi, enn is sagðr ekki lengra enn 15 mílur norðr und- an Horni. Norskt hvalveiðaskip (gufuskip), sem halda átti úti frá Siglufirði, strandaði fyrir skömmu við Langa- nes. Landseimskipið „Yesta“ kom 9. þ. m. úr Aust- fjarða för og með henni allmargir farþegar að austan, þar á meðal Halldór prófastr Bjarnarson á Presthól- um, Scheving læknir, kand. theol. Geir Sæmundsson, frú Ingunn Loftsdóttir frá Hofteigi, fröken Helga Austmann o. fl. Skilvélar. Rjómavélar og strokkvélar, í fyrra haust skýrði ég í „Fjallkonunni" frá rjómavél (Alfa Laval Colibri), sem hentug mundi vera fyrir íslendinga; hafði ég keypt tvær af þeim, aðra fyrir séra Magnús Helgason, enn hina fyrir Magnús kaupmann Sigurðsson á Grund. Ég réð bændum að spyrja þessa menn, hvernig vélar þessar reyndust, því eflaust gætu íslendingar haft meiri gróða af mjólk- inui, enn nú gerist, og leiddi ég nokkur rök að því. Nokkrii 8Íðar, 11. nóv., var í sama blaði bent á skilvélar, „radiator“ að nafni, er væru gerðar í Sví- þjóð, eins og Lavalsvélarnar. Þær aðskildu og strokk- uðu 650 potta á klukkustund; var þar og drepið á aðra samskonar vél og þess getið, að gefnar yrðu upplýsingar um þær síðar. Af því nokkrir menn hafa spurt mig um vélar þessar og eigi hefir verið skýrt nánar frá þeim í Fjallk., skal ég geta þess, að ég hefi spurzt fyrir um þær. Hefir mér verið sagt, að „radiator" væru menn nú hættir að nota, af því að vélar þær væru nú úr- eltar og dýrar (um 12—1400 kr.), og segir það sig sjálft, að slík vél er eigi hentug fyrir bændr á ís- landi. Þær vélar, sem mest eru notaðar víðsvegar um lönd, eru skilvélar þeirra Burmeister og Wains, Koe- foed og Hauburgs, og Lavals, sem búið hefir til Alfa Colibri. Ég er enginn vélafræðingr og get eigi dæmt um þetta af eigin þekkingu, enn það virðist mér þó ljóst, að vélar þær, sem bændr á íslandi kaupa, verða að vera við þeirra hæfi bæði að stærð og dýrleika. Það er hægt að benda á vélar, sem vinna tíu sinnum meira á klukkustundunni, enn „radiator“ sá er nefndr var í Fjallk., enn þær eru ekki við vort hæfi. Þeim, sem vilja fá sér skilvélar, kann ég eigi að gefa betra ráð enn kaupa rjómavélina Alfa Colibri og strokkvél er heitir Alfa. Hún kostar af minstu gerð 55 kr.; hefir hún verið búin til í vetr og ástæð- ur íslendinga þá hafðar fyrir augum. Hún tekr 34 merkur eða pund, enn strokkar 16 pd. Hin næsta að stærð tekr 66, enn strokkar 24 merkur, kostar 65 krónur. Rjómavélina hefir séra Magnús Helgason nú reynt töluvert, og væri óskandi, að hann skýrði almenn- ingi frá, hvernig hún hefir reynzt, svo að menn fengju fulla vissu í þessu máli. Frú Elín Eggertsdóttir ætlar að fá Bér báðar þess- ar vélar á hússtjórnar- eða matreiðsluskólann, sem hún er að koma á stofn, svo menn geti kynzt þeim þar. Er vonandi að fyrirtæki það verði styrkt, svo sem nauðsyn krefr, því það munu menn sanna, að slíkr skóli kemr að miklu gagni. Enn það er hin mesta heimska að ætla, að ungar stúlkur þurfi eigi að læra að matreiða, og að það skipti eugu, þótt menn éti matinn illa reiddan, úldinn og óhreinan, sangan og brendan, eins og margr gerir enn þann dag í dag á íslandi. Á þessu verðr aldrei ráðin veru- leg bót, fyr enn vér eignumst góðan matreiðslu- skóla. Maðrinn þarfnast fyrst og fremst, í þrem orðum sagt, matar, klæða og húsnæðis. Að læta vel að búa þetta þrent til, og jafnframt að nota þau gæði, sem landið gefr af sér, er oss hin mesta nauðsyn. Enn beint í þessu erum vér eftirbátar annara siðaðra þjóða. 20. apríl 1897. Bogi Th. Melsteð. Y e rzlunarmál. VII. Fjárverzlunin o. fl. (Frh.). Ritstj. Dskr. talar í þessu sambandi um kost- naðinn er leiði af flutningi, ábyrgð og fyrirhöfn á vörunum, og segir, að hanu þurfi kaupmenn að fá borgaðan. Hvernig þið getr verið sönnun fyrir því að of mikið sé veizlað, skil ég ekki, nema svo sé, að ritstjórinn ætli kaupmönnunum svo rífiegan kaup- mannshagnað, að viðskiftin geti ekki borið hann nema

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.