Fjallkonan - 26.05.1897, Page 1
Kemr tit um miðja viku.
Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.)
Auglýsingar mjög ódýrar.
FJALLKONAN.
Gjalddagi 15. júll. Gpp-
sögn skriíleg fyrir 1. okt.
Afgr.: Þingholtsstræti 18.
XIV, 21. Reykjavík, 26. maí. 1897.
Útlendar fréttir.
Með gufuskipinu Cimbria, sem kom hingað á Bunnudaginn,
komu fréttir þeBsar:
Ráðgjafa skifti í Danmörku.
ÍSLENDINOAB bUMP-LA usib
Ráðaneytið í Danmörku er farið frá yöldum og
þar með ráðgjafi vor Rumpr. Sagt er að Eatrup
gamla hafi verið falið á hendr að mynda nýtt ráða-
neyti.
Hverjar afleiðingar ráðgjafaakifti þau kunna að
hafa á landsmál vor, er eðlilega enn óráðin gáta,
enn því miðr eigi óhugsandi, að heldr verði oss til
ógagns, að rninsta kosti í bráðina. Það var að minsta
kosti áreiðanlegt, að Neliemann hafði fastráðið og heitið
að leggja fyrir næsta þing tillögur um einhverjar
breytingar á núverandi stjórnarfyrirkomulagi í þá átt,
að ísland hefði sérstakan ráðgjafa (íslending?), sem
mætti á þingi. Eru iíkindi til, að eftirmaðr hans
(Rump) mundi hafa reynt að efna þá fyrirætlun.
Enn nú, er nýr ráðgjafi, alis ókunnr vorum málum
að líkindum, tekr við rétt fyrir þingbyrjun, er hætt
við, að þessi fyrirætlun falli niðr í þetta sinn. Þó
flestum íslendingum að líkindum þætti lítið í varið
sjálfa þessa breyting, þá ieit það þó ekki óvænlega
út, ef stjórnin hefði vikið svo langt frá gamalli nei-
kvæðis þvermóðsku, að fara að taka nokkrar breyt-
ingar í mál.
Ófriðrinn milli Grikkja og Tyrkja.
Honum virðiet nú vera að mestu lokið, um sinn að minsta
kosti, og vonandi til fulls. Þetta helzt að segja af honum:
Eitthvað um 10. þ. m. virðist Grikkjastjðrn, er sá að lið
Grikkja beið hvern ósigrinn á fætr öðrum og að viðnáms von
var sem næst engin, að hafa snúið sér til stðrveidanna og beð-
ið þau að miðla málum og hlutast til um vopnahlé milli sín og
Tyrkja, og þar með um málaleitun á fullkomnum friðarsam-
ningum.
Tyrnavo, Larissa, Pharsala, Trikhala, Velestino og Volo
vóru þá aliar í Tyrkjans hershöndum.
Stðrveldin virðast hafa tekið vel þessari málaleituu Grikkja,
enn þó fanst það á ræðu einni, er Salisbnry Engla-ráðstjóri hélt,
að eitt væri það stórveldanna, er miðr væri velviijað Grikkjum,
enn öll hin, og þóttust allir skiija, að þar væri til Vilhjálms
Þýzkalands-keisara mælt.
Stórveldin svöruðu Grikkjum greiðlega, og gáfu þeim að
skilja, að þeir yrðu að kveðja heim setulið sitt frá Krít, og
mundu þá stórveldin fús til að leita meðalgöngu. Grikkir tóku
nú loks vel í þann streng, og báðu stórveldin að leyfa sér að
senda herskip til Krítar eftir setuliðinu.
Stórveldin snéru sér nú tíl Tyrkja og báðu þá gera vopna-
hlé meðan samið yrði um frið. Enn Tyrkir svöruðu þvi máli
svo, að þeir gerðu því að eins kost á vopnahlé, að fyrst væri
samþyktar að aðalefninu kröfur þær, er þeir gerðu til Grikkja,
enn þær vóru helztar þessar, að Grikkir létu af hendi Þessalíu
(sem Tyrkir urðu að láta af hendi við Grikki eftir ófriðinn við
Eússa); að Grikkir skyldu greiða 10 miljónir rússneskra punda
(um 9. milj. enskra sterlings punda, eða 162 miljónir króna) í
herkostnað, og að Tyrkir yrðu leystir frá öllum samningum, sem
nú eru í gildi milli þeirra og Grikkja, um réttarbætr grískra
þegna soldáns. Ef eigi væri að þessu gengið, kváðust þeir ó-
fáanlegir til annars enn að halda áfram ófriðnum.
Þess má geta. að þegar Tyrkir urðu að láta Þessalíu af
hendi til Grikkja, þá skuldbatt Grikklandsstjórn sig til að greiða
skuldir þær, er þá hvíldu á þessum landshluta, enn það loforð
hafa þeir með öllu svikizt um að efna. Tyrkir tjá sig nú fúsa
til að taka að sér að greiða skuidir þessar, er þeir taki við
landinu aftr, enn það er nú alt í þeirra höndum sem stendr.
Stórveldunum líkuðu þessi andsvör illa, og héldu fram miðl-
unarleitun. Enn á meðan á þessu stóð, höfðu Tyrkir allan við-
búnað við að ráðast á Domoko (sem liggr við Lamia-flóa miðja
vega í landinu) og hertaka hana, enn Grikkir bjuggust til að
verja, enn jafnframt sendu þeir stórveldunum orð, að þeir hefði
nú hætt allri ásókn í Epírus, nema að verjast, og sama kváð-
ust þeir'gera hvervetna, og mótmæltu viðbúnaði Tyrkja til á-
rásar á Domoko, þar sem þeir sjálflr, Grikkir, biðu nú sáttaleit-
unar og vopnahlés. Ekki skorti þó iilar tungur, er svo mæltu,
að því að eins væri ásókn hætt af Grikkja hendi í Epírus, að
þeirra lið væri þar sem annarstaðar þrotið, og væri því nauðugr
einn kostr að verjast að eins.
Stórveldin tóku nú að herða á kröfum sínum til Tyrkja um
vopnahlé, og sendu þeim öll samhljóða harðorð skeyti um að
hætta ófriði, og segja stimir, að þau hafi haft í hótunum að
leggja flotakví um hafnir Tyrkja, ef þeir léti eigi að orðum
þeirra. Eitt stórveldið var þó sagt, að undan skærist í fyrstu.
Því að þegar sendiherrar stórveldanna, þeir er í Miklagarði
sitja, sömdu þetta ávarp til soldáns, lýsti sendiherra Þjóðverja-
lands yfir þvi, að sinn herra keisarinn hefði harðlega bannað
sér að verða hinum samtaka um nokkrar harðar vopnahléskröfur
á hendr sínum hátigna bróður soidáninum.
18. dag þessa mánaðar réðu svo Tyrkir til atlögu og sóttu
Domoko allan þann dag frá hádegi til kl. 8 síðdegis. Lauk svo,
að Tyrkir höfðu sigr og náðu borginni að lokum. Féllu þá um
daginn 1000 manns af þeirra liði, enn fjöldi særðist; enn af
Grikkjum féllu að minsta kosti 2000 manns. Svo er sagt, að
Tyrkir ættu hart á að sækja þann dag, og dást allir að kreysti
hermanna þeirra; enn Grikkir höfðu og varizt af hinni mestu
hugprýði, enn vóru fámennari, enda áttu að verjast. Sigr
Tyrkja þessi er þó mest eignaðr því, að skotvopn þeirra (fall-
byssur) hafi verið munum langskeytari enn Grikkja.
Eftir þessar ófarir mátti Grikki þrotna telja að vörnum,
og talið að þá væri lítils viðnáms von gegn Tyrkjum, ef þeir
stefndi her sínum suðr um land til Aþenu, enn það er að eins
2 daga leið fyrir herlið.
Enn nú létu stórveldin til sín taka, og beittist Rússakeis-
ari þar mest fyrir með sínnm fortölum við soldán. Sendi hann
honum sjálfr hraðskeyti og skoraði á hann, að láta nú þegar
undan tilmæium stórveldanna. Yarð og sú reynd á, að soldán
treystist eigi að færast undan tilmælum Rússakeisara og bauð
nú sínum herforingjum að hætta ófriði og gera vopnaklé.
Kröfur sínar um herkostnað hafa Tyrkir nú fært niðr úr
þvi sem fyrBt var heimtað, og krefjaBt nú 3 miljóna enskra
sterlingspunda (54 milj. kr.), enn vilja þá jafnframt, að Grikkir
láti þeim af hendi járnbarðaflota sinn.
Það er mælt, að stórveldin taki þvi fjarri, &ð Tyrkir fái
svo mikið sem eitt teningsfet af landi Grikkja, og heldr eigi
neitt af flota þeirra. Auðvitað þykir þeim aftr sanngjarnt, að
Tyrkir fái skaðagjald nokkurt, enn segja. hins vegar, sem er, að
eigi sé auðið að sjá, hvaðan það fé verði fengið, þar sem Grikk-
landi virðist með öliu um megn að greiða nokkurn eyri, svo fá-