Fjallkonan


Fjallkonan - 01.07.1897, Qupperneq 2

Fjallkonan - 01.07.1897, Qupperneq 2
102 FJALLKONAN. XIV 26. skyldunámsgreina í lærðum skólum, og breyting dóma- skipunarinnar (kviðdómar). Ekkert væri á móti því, að alþingi ræddi þessi málefni og gerði að þingsá- lyktunum, þó aldrei væri til annars enn að sýna, að íslendingar væru ekki á eftir tímanum í þeim efnum. Þiiigmálafuii(lir. Skagfirðingar héldu þingmálafund 17. júní. Þar var rætt: 1. stjórnarskrármálið, og var það tillaga fundarins, að tólf menn væru kosnir í nefnd milli þinga, annar helmingrinn Danir og annar helmingr- inn íslendingar, til að semja stjórnarfruravarp er lagt yrði fyrir alþingi 1899. — 2. um gufushipaferðir lagði fundrinn það til, að sinna boði gufuskipafélags- ins, ef íerðaáætlanir þess væru hentugar og far- gjald og farmgjald ekki hærra enn nú. Enn ef gufu- skipafélagið ekki vildi ganga að þeim skilyrðum, sem þingið setti, þá skyldi ætlað fé í fjárlögunum til gufuskipaferða milli landa og tveggja smágutuskipa kringum landið. — 3. vegagerðir, lagt til að meira fé væri lagt fram til vegagerða á Norðrlandi, og álitið, að ekki væri heppilegt, að leggja stórfé í vagnvegi að svo stöddu. — 4. brú yfir vestrós Hér- aðsvatna. Þingm. falið að leita fjársstyrks til þings- ins. — 5. fréttaþráðr. Skorað á þingið, að styðja að því með fjárframlagi, að fréttaþráðrinn verði lagðr til íslands. — 6. búnaðarstyrkr. Fundrinn skoraði á alþingi, að veita fé til eflingar búnaðarfélögum og auk þess að lána fé til jarðabóta með góðum kjörum. — 7. latína og gríska. Fundrinn áleit heppilegt, að takmörkuð yrði kensla í grísku og latínu í lærða- skólanum. — 8. hússtjórnarskóli. Fundrinn mælti með að þingið styrkti hinn fyrirhngaða hússtjórnarskóla. — 9. lœknaskipun. Fundrinn skoraði á alþingi, að aðhyllast tillögu sýslun. Skagf. um að skifta sýsi- nnni í 2 læknahéruð, er annar sæti á Sauðárkrók, enn hinn að Hofsós eða þar í grend. — 10. lands- spítali. Fundrinn skoraði á þingið, að veita ekki fé til landsspítala í Eeykjavík, nema ef bæjarsjóðr legði fram mikið af kostnaðinum. — 11. hagskýrslur. Kom fram tillaga, að skýrslur hreppstjóra væru svo gerð- ar, að þær bæru með sér, hvað hver maðr ætti mik- ið að krónu tali í dauðum munum. Feld. — 12. jarðamat. Fundrinn skoraði á alþingi, að láta endr- skoða jarðamatið. — 13. löggilding Haganess í Fljót- um sem verzlunarstaðar. Einhver fleiri smámál voru rædd þar. Múlsýslungar héldu þingmálafund fyrir báðar Múlasýslur og var þar rætt: 1. stjórnarskrármálið. Fundrinn samþykti þessa tillögu: Komi einhver til- boð frá stjórninni, hafi þingmenn óbundnar hendr í málinu. Enn komi engin slík tilboð af stjórnarinn- ar hálfu, skorar fundrinn á alþingi að semja frum- varp, sem gangi lengra í sjálfstjórnarkröfum vorum enn frumv. undanfarandi þinga. — 2. samqöngumál; skorað á þÍDgið, að leggja til að landssjóðr veiti tele- graffinum svo mikinn styrk sem landssjóðr framast orkar; sömuieiðis skorað á þingið, að sinna góðum tiiboðum um samgöngur, enn að landssjóðr taki þær að öðrum kosti á sínar herðar; beðið um brú á Lag- arfljót (á Einhleypingi); óskað að vegabótafé verðí skift sem jafnast á landsfjórðunga, nema þegar um sérstök stórvirki er að ræða; beðið um að póstganga frá Egilsstöðum á Seyðisfjörð standi framvegis í sambaudi við sunnanpóst, eins og venja hefir verið áðr. — 2. kennarafræðsla. Mælt með styrk til kennarafræðslu í Flensborgarskólanum. — 4. læknaskipun. Mælt fram með tili. sýslunefnda um það mál, lagt til að ákveðuir verði fastir læknabústaðir og að stofnaðr verði landsspítali í Keykjavík — 5. fjárveitingar til gagnlegra fyrirtœkja vildi fundrinn að þingið sparaði eigi, og að 80000 kr. lán væri veitt einstökum mönnum til að kaupa fiskigufuskip; mælt með að veita styrk til að rannsaka fóðrjurtir íslauds. — 6. vínsölubann. Fuudrinn var meðmæltr héraðasamþykt- um um það efni. — 7. búnaðarstyrk vildi fundrinn að væri varið þannig, að aukinn væri styrkrinn til bún- aðarfélaganna, og sömuleiðis til búnaðarskóla, þó þann- ig, að því væri varið til verklegra íramkvæmda; enn- fremr, að mönnum væri veitt verðlaun úr landssjóði fyrir framkvæmdir í búuaði — 8. ajnám Maríu og Pétrslamba. — 9. stofnun bankasels á Seyðisfirði. — 10. um aukin réttindi utanþjóðkirkjumanna. — 11. milli- þinganefnd í fátækramálum. Svo vildi fundrinn láta halda fram af nýju ýms- um lagafrumövrpum frá síðasta þingi, sem ekki hafa fengið staðfestingu. íslirðingar. Á þingmálafundi ísfirðinga var sam- þykt: 1. þessi tillaga um stjórnarskrármálið: Fundr- inn skorar á alþiugi, að halda fram sjálfstjórnarkröf- um íslendinga í frumvarpsformi á sem kröftugastan og hagkvæmastan hátt, og láta stjórninni það ótví- ræðlega í ljós, að telji stjórnin samband íslands við danska ríkið vera þvi til fyrirstöðu, að íslendingar fái sjálfstjórn í sérstaklegum málefnum sínum, þá séu íslendingar því samþykkir og óski, að stjórnin geri til þess ráðstafanir, að slitið verði að öllu sambandi ísiands og Danmerkr á lögiegan hátt. — 2. lœkkun eftirlauna (frumv. síðustu þinga). — 3. lœknaskipun; farið fram á jafnari skipun á læknahéruðum, enn skorað á alþingi að stoína ekki ný embætti með eftir- launarétti. — 4. prestkosningamál; mælt með frumv. síðustu þinga. — 5. fríkirkjumál; farið fram á að utanþjóðkirkjumenn verði losaðir við gjöld til þjóð- kirkju og þjóðkirkjupresta, og að skipuð verði nefnd til að gera tillögur um aðskilnað ríkis og kirkju. — 6. laun verkafólks; mælt með frumv. frá alþingi 1891 nm greiðslu verkalauna í peningum. Húnvetningar héldu þingmálafund á Þiageyrum 19. júní. Þar var rætt og samþykt: 1. stjórnarskrár- málið, og óskaði fundrinn eindregið endrbóta á stjórnar- skránni, enn taldi þó þýðingarlaust til nokkurs árangrs að næsta þing taki upp stjórnarskrárfrumv. frá síð- ustu þingum. Ef aftr á móti stjórnin svarar tiilögu síðasta þings með því að bjóða einhverja kosti til verulegra bóta í þessa máli, þá telr fundrinn rétt að aðhyllast þau boð, án þess að nokkru sé siept af sjálfstjórnarkröfum landsins. Að öðru leyti felr fundrinn þingmönnum sýsiunnar að leita þess sam- komulags í málinu, sem vonlegt væri tií að þoka því áfram. — 2. fréttaþráðr; skorað á þingið að veita fé til hans. — 3. strandferðir-, skorað á þingið að hiutast til um að millilandaferðir og strandferðir verði sem greiðastar og landsjóði sem kostnarminstar. Mælt með,

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.