Fjallkonan


Fjallkonan - 04.11.1897, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 04.11.1897, Blaðsíða 2
174 7 FJALLKONAN. XIV 44. 'V sem nú stendr hljóti að hrynja, og að htin eigi að hrynja, enn sá er munrinn, að hann vill ekki að ofríki sé heitt tii þess, heldr að hún falli fyrir valdi sannleikans, sem menn geti fundið með því að hverfa aftr til hinnar hreinu upphaflegu kenningar Krists, sem kirkjan hafi afbakað og rangsnúið, svo að það sem menn kalla kristindðm séíraun og veru heiðindðmr. Breytingin til hins betra hugsar hann sér að komi að innan frá hjörtum manna, er þeir aðhyllist hina sönnu kenningu Krists og fram- kvæmi; vitanlega byggir hann að eins á kenningu hans sem sið- fræði. Yfirleitt hefir þetta verk Tolstojs mikil sannindi að geyma, og er framsett með mikilli snild og andagift, enn heimr- inn er þannig, að naumast eru miklar likur til, að hinni hug- sjónarlegu breytingu á mannfélaginu í kristilegum anda, eins og hann hugsar sér hana, geti orðið framgengt. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 12. okt. 1897. Danmörk. Þing sett að vanda fyrsta mánudag í þ. m. Formenn þinganua eru hinir sömu, sem að undanförnu, Matzen prófessor í iaudsþinginu, eun Högsbro í fóiksþinginu. Stjórnin hefir iagt frumvarp til fjárlaga fyrir ríkisdagiun, og fer fram á hóflegar fjárveitingar til hers og flota. í fólksþinginu hefir Christoffer Hage komið fram með frumvarp um breyting á grundvallarlögunum; vill hann taka upp samkomulagsleið miili þings og stjórnar, og telr þann veg hinn eina rétta. Annars gera menn sér iitlar vonir um þýðingarmikla uppskeru af störfum rikisdagsius í þetta sinn. — í fjárlögunum eru tvö atriði, er snerta ísland. Stjórnin fer fram á 54,000 kr. árlega fjarveitingu í 20 ár handa stóra norræna fréttaþráðafélaginu, til þess að leggja fréttaþráð til íslands yfir Færeyjar. Býst stjórnin ekki við, að tekjurnar af fréttaþráðnum geri betr enn að hrökkva fyrir starfalaunum og öðrum áriegum tiikostnaði við fréttaþráðinn. Enn fremr vill stjórnin fá fé til að halda úti varðskipi (Beimdal) við ísland í l1^ mán. Af iátnum mönnum má nefna ríkisskjalavörð A. D. Jörgensen, alkunnan sagnfræðing. Noregr og Svíþjóð. Eftir að Óskar konungr hafði haldið 25 ára ríkisstjórnarafmæli sitt í Stokkhólmi með mikilli viðhöfn og almeunri hluttöku, brá hann sér með frændiiði sínu til Kristianíu, til þess að halda þar einnig minningu 25 ára rikisstjórnar sinn- ar. Var þar mikið um dýrðir, veizlahöld og skrúð- göngur. Hélt Óskar konungr þar ræður margar, og talaði af frábærri mæisku, sem hans er vandi. Bæði í Noregi og Svíþjóð hafði verið eflt til samskota í tilefni af ríkisstjórnarafmæli hans, og skiftu samskot- in miljónum; skyldi konungr svo ráða til hvers fé þessu skyidi varið. Ákvað hann, að því skyidi verja til hiudrunar útbreiðslu tæringar í ríkjum sínum. í Noregi hafa kosningar farið fram og sigra vinstri menn. Talið líklegt, að ráðaneytið muni fara frá sakir kosningaófaranna. Friðþjófr Nansen ætlar seint í þ. m. tii Ameríku til þess að haida þar í stórbæjunum fyrirlestr um heimskautsleiðangr sinn. Talið að hann muni ekki taka steininn í staðinn. Allt af koma við og við, einkum frá Rússlandi og Síberíu, fréttir um að loftfár hafi sézt (Andrée?), enn allt hefir reynzt markleysa. Balkanskaginn. Seint í næstliðnum mánuði náð- ist fullkomið samkomulag milli stórveldanna og Tyrkja um friðarskilmálauna; skyldu Grikkir láta af hendi við Tyrki fjallskörð nokkur á norðurlanda- mærum og eadrgjalda þeim herkostnað allan; þar að auki skyldu grískir þegnar soldáns missa nokkurs í af forréttindum þeim, er þeir höfðu áðr notið Stór- veldin skyldu sjá um greiðslu herkostnaðarins. Þá er þing Grikkja kom saman fyrst í þ. m., lýsti meiri hluti þingmanna því yfir, að þeir bæru ekki traust til hius núveraiida ráðaneytis. er Rollis veitir for- stöðu. Fór svo að ráðaneytið varð að víkja úr sessi. Heitir sá Laimis, er konungr hefir kvatt til að mynda nýtt ráðaneyti. Austrríki. Ráðaneytisforsetinn Badeni greifi hefir gengið á hólm við þingmann einn, Wolf að nafni, út af sundryrðum í þinginu. Lauk svo ein- víginu, að Badeni varð óvígr af sári í öðrum hand- leggnum. Yfir höfuð róstusamt á þingi Austrrikis- manna, og stendr ráðaneytið á völtum fótum. Spánn. Þar er myndað nýtt ráðaneyti og er það Sagasta, er því veitir forstöðu. Hefir hann lýst því yfir, að það sé ætlun stjórnarinnar að veita Kúbu svo mikið sjálfsforræði, sem frekast getr sam- rýmzt yfirráðum Spánverja yíir eynni. Enn hvort uppreistarmenn muni taka slíku tilboði er óvíst, því að fremr er uú vörn enn sókn af hendi Spánverja þar, eftir siðustu fréttum. Fréttaþráðr til íslands. Um fréttaþráðinn ís- lenzka hefir hr. Bogi Melsteð nýlega samið greinir, sem komu út samdægrs í 11 dönskum blöðum. Blaðið „Times“ flytr 27. sept, merkilega grein um fréttaþráðinn til ísiands. Þar er þess getið, að norðr-Atlantshafs fréttaþráðrinn, sem ráðgert var að leggja fyrir nær 40 árum, muni nú loks verða Jagðr. Alþingi íslendinga hafi gengið að tilboði stóra nor- ræna fréttaþráðafélagsins og veiti 35 þús. kr. í 20 ár til fyrirtækisins, og danska stjórnin hafi heitið sinni aðstoð. Frá Skotlandi á þráðrinn að liggja tilÞórshafn- ar á Færeyjum. Frá Þórshöfn á hann að liggja til Yestmannahafnar og einhverrar annarar hafnar í eyjunum, og síðan til íslands. Gerir höf. helzt ráð um, að þráðrinn verði lagðr til Djúpavogs og þaðan til Norðrlands yfir land, enn til Reykjavíkr meðfram suðrströnd landsins. Þráðrinn muni verða lagðr fyrri part næsta sumars á sex vikum. Að endingu segir höf.: „Fréttaþráðrinn til ís- lands verðr bráðum fullgert fyrirtæki. Það er eng- inn efi á, að verzlun Engiendinga og fiskveiðar við ísland, sem hvorttveggja fer í vöxt, muni hafa hagn- að af því. Veðríræðingar í öllum löndum fagna þessu fyrirtæki. Englendingar munu ekki hugsa tvisvar um, áðr þeir gera ísland að lið í fréttaþráð- ar sambandinu við Norðr-Ameríku“. Landsútgerðarskipið „Hjálmar“ komloksígær- morgun. Hafði farið frá Khöfn 12. okt., enn á leið- inui til Skotlands bilaði pípa, sem er í sambandi við

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.