Fjallkonan


Fjallkonan - 03.05.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 03.05.1898, Blaðsíða 2
70 FJALLKONAN. XV 18. hér á landi þegar gætt er að ástæðunum. Árið 1895, þegar 12 tunnur fengust úr garði þeim sem hér var nefudr, vóru keyptar frá útlöndum kartöflur fyrir meira enn 20,000 krónur. Þetta mætti taka hér upp úr þúfunum með litlum kostnaði og fyrirhöfn. Eins og eðiilegt er, er garðyrkjan minst norðau- lands, enn þó Norðrland geti aldrei jafnazt á við Suðrland hvað veðrblíðu suertir, þá mætti vafalaust hafa eins mikla garðrækt á Norðrlandi og nú er á Suðrlandi, og má taka Akreyri til dæmis. Þar var kartöfluuppskeran þetta sama ár 832 tunnur og 19 tunnur af rófum, enn í allri Eyjafjarðarsýslu var uppskeran það ár að eins 509 tunnur af kartöflum og 25 tunnur af rófum. Sama ár var uppskeran í Skagafjarðarsýslu 75 tunnur af kartöflum og 77 tunnur af rófum og í Húnavatnssýslu 65 tunnur af kartöfl- um og 79 tunnur af rófnm. Það sýnir ekki mikla framför í garðræktinni, að þessar 3 sýslur til samans jafnast ekki við Akreyrarbæ einn í því efni, þar sem fuliyrða má, að úr hverjum 15 □ föðmum megi fá að minsta kosti 1 tunnu af rófum í flestum sveitum norðanlands á ári, að meðaitali, með lítilli fyrirhöfn og kostnaði. Það mundi hafa heillaríkar afleiðingar, ef menn menn væru látnir ferðast um að sumrinu, sem gætu leiðbeint mönnum í garðyrkju og fleiru, og jafnframt gæfu yfirlit yfir búnað og framfarir í hinum ýmsu héruðum. Það mundi verða gagniegra fyrir iandið, enn þótt fáséðar landplöntur eða sæplöntur fyndust eftir langa þraut með miklum kostnaði og fyrirhöfn æ. ö. Tóki. Sagra úr Hellulandi. 0 (Niðrl.). Indiánar yóru nú komnir mjög nærri honum og heyrði hann grimdaröekr þeirra. t»á kom hann að djúpri gjá, sem hann sá að hann gæti ekki stokkið yfir. Nú var öll lífsvon úti, og átti hann um tvo kosti að velja, að þola kvalafullan dauðdaga af Indíánum eða steypa sér í þessa botnlausu gjá. Hann réð það af, að steypa sér í gjána. „Hver veit nema snjór sé í botninum, og þó að ég rotaðist til bana í þessari gjá, þá tæki það fljótara af, enn kvalir Indiána", hugsaði hann. Indiánar vóru ekki nema 50 skref frá honum og höfðu spenta boga sína. Tóki lét þá fallast ofan í gjána, enn Indiánar ráku upp fagnaðaróp, og hurfu svo aftr. Tóki féll níðr fyrir átta faðma hátt berg, og kom ekki ofan á snjó, heldr einhvern annan mjúkan botn. Hann varð hálfringlaðr við fallið, enn jafnaði sig brátt og fann að hann hafði ekki sakað. Hann þreifaði um gjáarbotninn, og fanst hann vera allr grasi vaxinn, sem þó var líkast hrosshári að að finna, og ólíkt öllu grasi, sem hann hafði séð. Hann tók dálítið af því í vasa sinn, og fór nú að hugsa um, að komast burtu úr gjánni. Hann sá, að það var ekki hægt að komast npp þverhnípt bjargið, enn gizkaði á að einhversstaðar mundi renna vatn ofan i gjána og úr henni, og kynni hann að geta komizt þar úr gjánni. Hann gekk nú eftir gjánni stundarkorn, þar til hún lnktist saman yfir höfði honum, enn þá sá hann í birtu skamt frá, og komst hann þangað og var þá kominn út úr gjánni og að ánni skamt þaðan sem bátrinn hans var. Hann fann nú bátinn og flýtti sér heimleiðis. Þegar hann var kominn heim, fór hann til Andrésar kaup- manns og sýndi honum hnefafylli af þessu undarlega grasi úr gjánni, og spurði hann hvort hann vissi 'nverrar tegundar það væri, enn hanu þekti það ekki. Síðan fór hann til formanns trúboðsstöðvarinnar í Nain og sýndi honum grasið. Hann skoð- aði það nákvæmlega og reyndi að kveykja í því, enn það brann ekki. Hann kvað það vera steintegund, sem spinna mætti og vefa úr óbrennilega dúka, og héti „asbost'1 (bergull eða loðsteinn), spurði hvar það hefði fundizt, og sagði Tóki konum sem var, og sagði að þar væri að finna marga skipsfarma af þessari stein- tegund. Trúboði fræddi hann um, að þetta efni væri í háu verði og að hann mundi geta grætt á því stórfé. Tóki lét ekki segja sér þetta tvisvar og sagði föður sínum og öðrum ættmönnum frá. Bskimóum kom saman um, að Tóki skyldi eiga mestan hlut af ágððanum. Síðan gerðu Eskimóar út fjölmennan leiðangr að leita að námn þessari; vóru Indiánar þá horfnir, enda vóru Eskimóar við þeim búnir. Þeir fundu námuna og öfluðu sér mikils af „asbesti"; það var sent til Newfoundlands og tveir kaupmenn þar keyptu það fyrir hátt verð, enn sendu umboðsmann til Nain að semja við Eskimóa um sömu kaup framvegis. Þegar hér var komið, kom Andrés kaupmaðr að máli við Tóka og vildi nú fyrir hvern mun fá að vera i félaginu um námuna, enn Tóki kvaðst ekki leyfa honum þar aðgöngu nema því að eins að hann gæfi sér Súsönnu. „Þú skalt fá hana“, sagði karl; „þú ert nú orðinn hyggn- asti og rikasti maðrinn í Hellulandi". Náman varð Eskimóum gróða-lind um mörg ár. Tóki dó 1879 og var þá orðinn vel fjáðr. Sýslunefndarfundr Árnesinga var haldinn á Eyrarbakka 13—16 þ. m. og var þar fátt nýmæla. Mesta eftirtekt mun þjóðskemtunardagrinn vekja: var samþykt að halda hann í sumar, helzt í samfélagi með Eangárvallasýslu, og voru kosnir 3 menn til að koma því máli á rekspöl. — Eigi var nú veitt fé til sjómannakenslu að vetri, þar eð menn höfðu sýnt svo lítinn áhuga á því máli í vetr, að féð, sem í fyrra var veitt, er að miklu leyti ónotað. — 6 hreppum voru veitt meðmæli til jarða- bótaláns: 5 að fá 2000 kr. hvert og 1 að fá 1000 kr. — Beðið var um, að dýralæknir|ferðaðist um sýsluna í haust, bólusetji fé við bráðafári og kenni það öðrum. — Skorað var á bændr að baða fé sitt framvegis, þó ekki verði kláða vetr. — Sýning- um frestað. — Beðið um 2 ferða-búfræðinga frá miðjum maí til miðs júní. — Mælt var með Jóni Árnasyni í Þorlákshöfn til að fá verðlaun af gjafasjóði Kristjáns 9. — Frumvarpi til sam- þyktar um verndun skóga var frestað að þessu sinni. — Frum- varp til reglugjörðar um heilbrigðis málefni var, með athuga- semdum nefndar frá í fyrra, samþykt sem Ieiðbeinandi. — Eng- um styrk lofað til sjúkrahúss í Keykjavík. — Skorað á hrepps- nefndir að hafa áhuga á hundalækningum og gefa nákvæmar skýrslur um þær. — Skorað á sveitastjórnir í sjávar hreppum, útvegsmenn og lækni, að leggjast á eitt að sjá um, að bætt verði híbýíi sjómanna og aðbúnaðr og þeim sjálfum haldið til þrifnaðar. — 5 útvegskærur komu fram, og vóru úrskurðir hreppsnefnda allir staðfestir. — Eyrarbakkahreppi var Ieyft að kaupa jörðina Óseyrarnes, ef til þess kæmi. — Lagt var til, að ferjutoiiar í Óseyrarnesi verði hækkaðir um */4, vegna tekjurýrð-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.