Fjallkonan


Fjallkonan - 06.10.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 06.10.1898, Blaðsíða 3
6. okt. 1898. FJALLKONAN. 155 Nokkur skáld og trúmenn af Gyðinga kyni vildu eitt sinn fá Samúel Rothsohild til að kaupa Gyðingaland handa Gyðing- um og verða svo konungur yfir þeim. „Ó nei, það er betra og tryggara að vera Gyðingur konung- anna, enn konungur Gyðinganna", sagði karl. Einu sinni var kona Samúels Rothsohilds í kaffiboði og var þar mikið talað um að ðfriður væri í vændum. Gamla írú Rothschild sló þá öllu í þögn með því að segja: „Og það verður ekkert af þessu striði, því hann Samúel minn lætur þá ekki hafa neina peninga“. Hún vissi hvað karlinn megnaði. Byltingaárið 1848 var hættulegt fyrir auðæfi Roth- schildanna, en þeim tókst þó að halda þeim. Frá þeim tímum er það sagt, að Anselra Rothschild gekk einn dag á götunum í Frankfurt og gengu þrír verkmenn á eftir honum. Þeir létu óánægju i ljós um það, að þessi auð- maður skyldi eiga svo mikinn auð, en þeir ættu ekki svo mik- ið Bem fyrir einu brennivínsstaupi. Rothschild sneri sér þá við og kom upp með það, að þeir skyldu skifta auðnum með sér. „Hvað miklar eigur haldið þið ég eigi?“ spurði hann. Einn þeirra vildi taka ríflega til og gizkaði á 25—30 miljónir gyll- ina. „Jæja, látum okkur segja 40 miljónir, það stendur betur á því“, sagði Rothschild. „Eins og þið vitið eru 40 miljónir ibúa á Þýzkalandi; það verður þannig rétt eitt gyllini á hvert nef. Hérna, gerið þið svo vel“. Og hann skildi við verkmennina sneypta hvern með sitt gyllini. En þó að Anshelm Rothsehild kynni þannig lagið á mönnum, þá kunni hann líka að gæta virðingar sinnar gagnvert stæri- látum þjóðköfðingjum. Einu sinni heimsótti hann smáfursti nokkur, við skulum kalla hann furstann af Reuss-Greiz. Rothschild situr við vinnuborð sitt og á mjög annríkt. Þegar furstinn kemur inn biður Rothschild hann að fá sér sæti stundarkorn. „En ég er furstinn af Reuss-Greiz“, svarar gesturinn. „Ó fyrirgefið", svaraði Rothschild, „fáið yður þá tvö sæti“. Stjórnarstefna Bandamanna. Spánskur rithöf- undur kemst svo að orði í spánaku tímariti: „Árásin á Spán er-aðeins leikurítafli, sem Bauda- menn hafa verið að tefla i mörg ár. Þeir ná yfir- ráðum yfir Kúba á viðiíka hátt og Eaglendingar slógu eign sinni á Egyptaland ef’tir opnun Saez- skurðarins. Þegar Panamaskurðurinn er fullger — sem ekki mun eiga eins langt í land og margur hyggur — ráða Bandamenn lögum og lofum í verzl- un allri og hafa sjálfir hagnaðinn. Hernám þessarar fögru og frjósömu eyjar er annar liðurinn í þeirri stefnu Bandamanna — sem þeir hafa fylgt í mörg ár — að sölsa alla hina latnesku Ameríku uudir sig, og um leið er árásin á Spán gott tækifæri fyrir Banda- menn á þjóðlegan hátt að auka og efla flota sinn. í fyrstu verða Bandamenn stimamjúkir við Bretland hið mikla, en eftir á, þegar flotinn er fullger, má vera að Breta iðri þess, er þeir nú aðhafast. Það er hrein og bein óforsjálni af evrópsku ríkjunum að sitja hjá og aðhafast ekki. Nú er það Spánn, en önuur ríki Evrópu munu sjá sína sæng út breidda þegar frarn líða stundir; Bandamenn eru ágjarnir til fjár og landa. Latnesku ríkin í Ameríku verða að hafa gát á öllu sem fram fer. Ameríka handa Ame- ríkumönnum er sama sem Ameríka handa engilsax- neska kynþættinum — að eius. Þannig líta spánsku blöðin á ástandið á þessum síðustu og verstu tímum. Kaþólskur prestur í Odense, Axel V. M. Whitte, hefir verið tekinn fastur fyrir ósiðsemi við 11 ára stúlku, sem hann hafði til kenslu. Barnið kom grátandi heim og sagði frá athæfi prestsins. Foreldrarnir vóru ekki heíma, en þeir sem áttu að sjá um barnið í þeirra stað kærðu barn- Ið fyrir lögreglustjórninni. Læknir var fenginn til að skoða barnið, og þegar hann hafði látið í ljós á- lit sitt, var klerkur tekinn fastur. Tíðarfar er nú mjög óþerrisamt. Hey hafa all- víða orðið úti, en heybirgðir munu þó vera í meðal- lagi; heyin þó sumstaðar illa verkuð. Afiabrögð. Lítilsháttar reytingur af fiski er hér við flóann, ef hægt væri að stuuda fyrir ógæftum og yfirgangi botnverpinga. Skipi bjargað 3. þessa mán. 2 mílur undan Mið- nesí, íslenzkum áttæring með 10 mönnura, er voru á heimleið að Hvalnesi utan úr Eidey; gerði það skipið „Aldebaran“, skipstjóri Hanson, er hér kom í fyrra dag meðskipshöfniaaíslenzku, erfengiðhafðibeztu viðtökur á hinu útlenda skipi. En skip þeirra, átt- æringurínn, slitnaði aftan úr og tapaðist. Þeir æltuðu að vita um fugl úti í Eldey, en urðu frá að hverfa vegna brims ásamt öðra skipi í sömu eríndum, er menn hafa verið hræddir um, en nú er frétt að hafi lent í Höfnum um nóttina kl. 2. Hana bvesti um kvöldið á útsunuan, og voru þeir félagar, er hið útlenda skip tók þá, orðnir þreyttir mjög og þjakaðir og auk þess hálfviltir. Sláturverð. Þetta mun vera algengust síátur- veið hér um bæinn um þessar mundir: Kjöt 14—18 aura pd. (að 30 pd., 30—45 pd. og yflr 45 pd). Mör 22 aura pd. Gærur 20—22 aura pd. Ianan úr 75—130 anra pd. Vantar enn mjög mikið af sláturfé til Reykja- víkur, og með því að þetta sláturverð er viðunandi fyrir seljandnr, er líklegt, að nærsveitamenn fargi heldur fé sínu eu setji of djarflega á lítil og skemd hey, og minnist þess hve tæpt þeir vóru staddir í vor sem leið. Kol og steinolía er að sögn á þrotum hjá kaup- mönnum í Reykjavík, og fleiri nauðsynjavörur, en nægar birgðir af hverskoaar óþarfavörum. Árnessyslu, 30. sept.: „ Veðráttan hefir verið ó- hagstæð um sláttinn og rigningasöm; þó vóru fram- an af þerridagar við og við og nýttust töður viðun- anlega og nokkuð af útheyi. Seinni hluta sláttar var sífeldur óþurkur að kalla má, að eins fáeinir þerri- dagar innan um, sem koma að mjög misjöfnum not- um. Er því meiri hluti af útheyi hrakið og ilia hirt, og sumt er enn eigi komið inn.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.