Fjallkonan


Fjallkonan - 25.01.1899, Side 2

Fjallkonan - 25.01.1899, Side 2
10 FJALLKONAN. XVI, 3. til, að miklu sé afkastað, meðan flest jarðyrkju- störf víðast eru unnin svo að segja með tómum höndunum. Að sjá menn, bæði bændurna sjálfa og aðra, dag eftir dag með barefli eða tréhnalla standa kófsveitta við þá þrælavinnu að „berja niður“ flögin, í stað þess að hafa til þess viðeigandi verkfæri, brúka svo hestana til að vinna þetta, og geta með því móti afkastað eins miklu á fáeinum stundum, eins og annars á fleiri dögum — það er óþolandi. — Hvað skyldu nú bændurnir í öðrum löndum hugsa og segja um okkur vesaiings íslenzku bændurna, ef þeir sær, heila hópana af tömdum og ótömdum hrossum ganga eins og Iogi yfir akur, um engjar manna og beiti- lönd, víðast svo að segja brúkunarlaus mestait voríð, en fólkið látið vinna þau verk, sem hestarnir gætu unnið, og það með ófullkomnustu handverkfærum. — Þegar þess er nú líka gætt, hve vinna fólksins er orðin dýr, þá sýnist þetta búskaparlag vera nokkuð fráleitt og öfugt. II. Ég vil nú með fám orðum leyfa mér að benda á það, er mér virðist tiltækilegt að gera til þess að bæta úr verkfæraleysinu, sem altaf er að verða því tilfinnanlegra sem vinna fólksins verður dýrari. Eins og áður er minst á, hefir styrkurinn til búnaðarfélaganna verið* útborgaður í peningum, og þau svo hvert fyrir sig varið honum eftir geðþekni. — Mér heflr nú komið til hugar, hvort eigi værí eins heppilegt og notasælt lil frambúðar, að þessu fyrirkomulagi yrði breytt þannig, að fyrir þessa fjár- upphæð væru keypt ýmiskonar jarðyrkjuverkfæri frá útlöndum og þeim svo útbýtt til félaganna, sam- kvæmt pöntun er hvert fyrir sig hefði áður sent. — Fyrst ætti að kaupa hin nsuðsynlegustu sléttunar- verkfæri: plóga, herfi, og kerruhjól, sömuleiðis ýms smærri verkfæri, sem þá einnig væru hentug við garðyrkju. Þegar svo hin nauðsynlegustu verkfæri, sem fyrst yrðu einkum keypt, væru orðin almenn, ætti að útvega hin sjaldgæfari eftir því sem búnað- inum færi fram og þörfin fyrir þesskonar verkfæri yrði meiri. Ég get ekki betur séð, enn að þannig löguð úthlutun á styrknum mundi koma að beztu notum, einkum þegar fram í sækir. Um fyrirkomulag viðvíkjaadi innkaupum og út- sendingu verkfæranna til allra félaganna á landinu, geta orðið nokkuð skiftar skoðanir. Að likindum þyrfti eigi nema einn aðalumboðsmaun til að annast innkaupin erlendis, því sennilegt er, að eigi þyrf'ti að fara víða til að geta fengið svo mikið sem þyrfti á hverju ári og pantað væri. Sömuleiðis gætu menn hugsað sér, að skiffa landinu í deildir, þó eigi mjög margar, er hver þeirra svo hefði eian mann er tæki við pöntunum á því svæði, og þeir svo hvor fyrir sig senda þeitn er inckaupin annaðist. Það finst mér sjálfsagt, að upphæð sú, er varið yrði til verkfærakaupa til handa hverju einstöku fé- lagi, væri, eins og nú á sér stað, miðuð við fram- kvæmdir hvers félags fyrir sig. Það mundi með þessu fyrirkomulagi, ekki síður enu nú, reynast sterk- asta hvöt fyrir þau að gera sem allra mest; menn myndu fljótt sjá og sannfærast um, að það borgaði sig vel, ekki einungis að vinua að jarðabótunum, heldur líka að verða með því móti aðnjótandi þeirra hlunninda, að fá verkfæriu fyrir ekki neitt, og geta svo með þeirn létt undir við vinnuna og afkastað enn þá meiru. Það mætti nefna ekki svo fá dæmi til þess, að dugnaðarmenn, þó fátækir hafi verið og einyrkjar, hafa getað afkastað ótrúlega mikln, eink- um haíi þeir haft verkfæri til að iétta og flýta vinn- unni. Hvað kostnaðinn snertir, er leiddi af því fyrir- komulagi sem minst er á hór að framau, þá ætlast ég til að hann yrði borgaður úr landssjóði. Það má óhætt fullyrða, að margir bitlingar og styrkveiting- ar eru óþarfari, en þó nokkrum krónum væri varið til að styðja landbúnaðinn. Og þegar þessi annar aðalbjargræðisvegur landsmanna er kominn í svo báglegt horf eins og nú virðist vera, þá er það skylda þings og stjórnar, að gera það sem gert verð- ur til viðreisnar. Auðvitað verða bændur sjálflr að leggja fram sína krafta, en ekki leggja árar í bát og örvænta, þó óvænlega sýnist horfa við, eins og virðist vera farið að bóla á þessi síðastu ár. Það verður þó ekki sagt, að veruleg óáran hafi gengið yfir landið, en kæmu hér á eftir svo sem 2—3 reglu- leg hallærisár, þá þyrfti ailur fjöldi bænda ekki meira með. Eitthvað verður því að gera til að rétta við hag almennings, og það sem hér hefir verið bent á, vona ég að sé spor í áttina. B. E. ISLENZKUR SÖGUBÁLKUR- Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Landsbókas. 182, 4to]. (Frb.). Á Frostastöðuœ yar ég með bú mitt frá fardögum 1754 til fardaga 1756; þá fór ég þaðan alfarið austur. Ðaðan sigldi frá mér áðurnefndur Björn, því hann vildi forframast með sínu smíði, og kemur bans ærulausa minning síðar fram. Dar bygði ég mér stofu og stafgólf, með lofti þiljuðu í hvolf og gólf, er ég skenkti aftur Lauritz mági mínsm, er ég burtu fór. Hann tók af mér umboð yfir Hofs eign stjúpsona minna, sem hartnær Iagðist í eyði. Kom hann á hana aftur byggingu og kúgildum, móti líkindum, því hann var gagndrifinn maður í allri búshöndlun. Hin önnur hús, er ég að keypti Qg upp bygði þar, fóru aftur í hestaleigur með litlu verði, er ég fiutti mig þaðan. Þar mun lengst af sjást eftir mig renslustokkur, 5 hundruð á lengd. Hann hleypti og kvísl úr sokallaðri Þverá, sem rennur þar fyrir norðan milli bæja, og veitti so vatni yfir alt túnið; vóru þar fyrir þesB háttir stokkar, er ég upp gróf og endurbætti. Ég gerði þar langan þverskurð í eina mýri fyrir ofan bæinn undan holti þar; náði þar um síðir vatnsæð undan einum steini, og gerði þá eitt hið bezta vatnsból, á hverju áður var skortur á þeim bæ; brúkaði ég helzt til þessa starfs áðurnefnd- an Árna. Nú þar sem þau dauðlegu harðindi heldust við í Norðurlandi, en Beynir og Dyihólar hér eystra, sem stjúpbörn mín áttu, vóru komin i ýmislegt óstand, so gjöld af þessum eignum vóru bæði lítil orðin og enn gagnsminni börnunum til uppeldis, en ég sá hér var i mörgu bjargvænlegra enn fyrir norðan, setti ég mér í þanka að flytja mig hingað, hvað minni góðu konu var og Ijúft; talaði ég um þetta við ýmsa náunga mína og góða vini, hverjum og leizt að mér væri þetta bezta ráð, og létust vilja fylgja mér og styrkja mig þar til í

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.