Fjallkonan - 21.04.1899, Qupperneq 1
Kemur út um miðja viku. Verð árg. 3 kr. (4 kr. erlendisj. Uppsögn (ógild nema skrifleg) fyrir 1. okt.
Sextándi árg.
Reykjavtk, 21. apríl 1899.
16. blað.
Einurð.
„Hvað veldur því að blöðin draga dulur á ýmsan
ósóma, sem almenning varðar, sva sem afglöp em-
bættismanna, sóanir almannafjár o. s. frv., yfirgang
við fátæklinga og lítilmagna, okur kaupmanna og
fleira þess konar, sem þörf er að gera lýðum ljóst?“
Svo spurði einhver sveitamaður útgef. þessa blaðs
fyrir skömmu.
Ærleg blöð skýra frá öllu þess konar sem sannast
og réttast undir og þau fá vitneskju um það, ef á-
líta má, að það snerti almenning. Enn almenningur
hefir því miður oft ekki einurð til að segja blöðunum
frá því. Fyrir það lítur svo út, sem blöðin vilji draga
dulur á það, eða hylma yfir því.
Það er alþýðan, sem ekki þorir að segja hálfkveð-
ið orð, ef embættismaður, kaupmaður eða ríkismað-
ur, sem kallað er, á í hlut.
Hinsvegar verður því ekki neitað, að sum blöð
hafa annaðhvort ekki hug til að segja sannleikann,
nema þegar þeim sýnist útlitið sem allra glæsilegast,
eða þau eru slik siðferðileg úrþvætti, að þeim er
fcærara að fylgja fram lyginni enn sannleikanum.
Menn inuna blað eitt hér á landi, sem hefir haldið
fram að etaðaldri botavörpuveiðunum, þessu ránfiski,
sem að eins getur orðið gróðavegur útíendum auð-
mönnnum, enn er víst niðurdrep fyrir almenning hér
við sjávarsíðnna; blað sem stöðugt hefir barist með
hnúum og hnefum gegn verzlunarsamtökum bænda,
skynsamlegustu og veigamestu tilrausinni, sem gorð
hefir verið til viðreisnar landinu á síðari hlut þess-
arar aldar, enn dregið taum kaupmannanna gegn al-
þýðu og haldið því fram að í Iandinu kæmist upp
stórauðugir kaupmenn á kostnað almennings, sem síð-
an gæti hnept alt landið í okurltlær; blað, eemjafa-
framt því sem það smjaðrar fyrir höfðingjunum er
argasta hrákasleikja skrílsins og mælir bót öðrurn
eins óknyttum og þeim sem framdir hafa verið af
einstökum pilti, eða piltum, í latínuskólanum í vetur
(reynt að bræla skólann sem greni, steini kastað ina
um glugga til rektors, púðursprenging í einura bekk-
num, einkunnabækurskólansbrendaro.s.frv.); blaðsem
nálega í hverju einasta númeri flytur svívirðilegustu
persónulegar skamraagreinir um einstaka menn, og
þegsr það sjálft brestur gáfuna. grefur upp margra
ára gamlar níðgreinir af versta tagi úr öðrum blöðum
til að gæða lesendunum; blað sem nálega í hverju
númeri lýgur upp tilhæfulausum óhróðurs og æruleysis
sögum um náungann.
Af slíku blaði er einkis ills framar örvænt.
Og það er siðferðisleg skylda annara blaða, að benda
almenningi á þennan ósóma og vara við honum.
Þegar menn eru að finna að því, að blöðin séu
einurðarlítil og gagnslítil, þá ættu þeir fyrst að hafa
hreinsað héruðin af þeim blöðum, sem eru beinlinis
siðspillandi.
Annars verður blöðunum ekki að jafnaði brugðið um
einurðarleysi, þósum þeirra skorti stundum fulla einurð.
Enn það er almenningur, sem einurðina vantar.
.Æ,
«sU
.:mV.I.Ð.LESBORÐIÐ.Í^-.....&
) ►'J'* * •'J'. ^JS. .'Jn. * -'Jn. •'J'. ✓Js, -Js. .'J'i ^T'. ✓Jn. ✓J.. * ►J'. ✓J'. ' vO
„Fýja Öldin“ hefir nú brugðið sér í tímaritslíki,
og er 1. heftið komið út. Hún er í 8 blaða broti,
4x/2 örk í heftinu. Þar er í :—1. „Dýrsegulmagn
og dáleiðsla, andatrú, fjölkyngi og kraftaverk" á tæp-
um 2 örkum. Eins og nærri má geta, er ekki hægt
að gera annað enn að drepa á fátt eitt af jafnmikil-
fenglegu efni í svo stuttri ritgerð; enda talar höf. að
kalla eingöngu um dáleiðsluna, sem er líka það at-
riðið, sem hægast er að fjalla um, af því að þar er
við vísiudalegar sannanir að styðjast. Ritgerðin er
lipurlega og alþýðlega samin, eins og vænta mátti
af höfundinum. — 2. „GUadstone“, um ævistarf hans,
samið eftir Max. Harden, þýskum blaðamanni. Hann
gerir heldur litið úr GUad3tone, nema sem alþýðuleið-
toga. — 3. Bókmentir. Þar er getið allflestra ís-
lenzkra tímarita og nokkurra nýrra bóka.
„Ornis“ heitir fuglfræðinga tímarit, sem gefið er
út í París. í nýútkomnu hefti af því hefir Bene-
dikt Gröndal ritað alllanga skýrslu um íslenzka fugla,
S8m hefst með fróðlegum inngangi um loftslagið hér
á landi o. fl. — Hann er enn í fuilu fjöri, þó hann
sé nú tekinn að eidast, og sýnir það þegar hann tek-
ur á pennanum.
„Lýsing“ heitir nýtt máuaðarrit, sem íslenzkir
Únitarar í Ameríku eru farnir að gefa út. Ritstjóri
er séra Magnús J. Skaftason. Rit þetta má því
segja að sé framhald af „Dagsbrún", sem sami flokk-
ur gaf út um aokkur ár. Stafsetningin á því er lík-
lega helzt Bjarna Jónssonar frá Vogi. öm efnið
mega þeir dæma sem þar til eru færir.