Fjallkonan


Fjallkonan - 21.04.1899, Qupperneq 2

Fjallkonan - 21.04.1899, Qupperneq 2
62 FJALLKONAN. XVI, 16. Arkiv för nordisk fllologi hefir nýlega haft að færa athugasemdir er snerta ýms forualdarkvæði eftir dr. Jbn ÞorJcelsson, fyrr rektor. Það eru nýjar akýr- ingar á ýmsu i Háttatali Snorra, Rekstefju, Yelleklu og Hrafnsmálum, sem gefin er út og skýrð í: „Konr. GHslason: Efterladte Skrifteru. Skynberandi menn munu verða sammáia um það, að dr. J. Þ. hafi stór- um bætt þar um skýringar Konráðs. Enn fremur kemur dr. J. Þ. hér með nýjar skýringar á vísum í Eiriksdrápu, Jómsvíkingadrápu, öeisla og Bjarkamálum enum fornu. Álm&nak fyrir árið 1899. 5. ár. Útg. Ólafur S. Þorgeirsson. Winnipeg 1898. Þetta almanak Vesturheims íslendinga er laglegt og vel samið. 1 stað nafna helgra manna, sem hver dagur í íslenzka almanakinu er látinn bera, eru hér sett nöfn merkra íslendinga og merkra manna úr | sögunni yfirieitt, einkum enskra manna, við þá daga sem þeir hafa fæðst eða dáið. Þetta er til bóta, og hefir því fyrir löngu verið hreyft að breyta þannig danska (og íslenzka) almanakinu. Aftan við alma- nakið er safn til landnámssögu íslendinga í Vestur- heimi, og hefst í þessu almanaki á fróðlegum og vei sömdum þætti um landnám íslendinga í Nýja íslandi eftir Guðlaug Magnússon (frá Hafursstöðum á Felis- strönd) á Gimli, sem er einn af hinum fyrstu land- námsmönnum og hefir dvalið þar síðan. Auk þess er þar ýmislegur smávegis fróðleikur, eins og gerist í almanökum, og loks heiztu viðburðir og mannalát meðal íslendinga í Vesturheimi 1897—1898. Aimanak þetta er þess vert, að nokkuð væri keypt af því hér á landi. Sýslunefndarfundur Árnesinga var 12—15 þ. m. Helztu mál vðru: 1. Samgöngumál: Itreknð beiðni fyrra funda: að ákveðið verði, hvar flutningabraut á að liggja uppeftir sýslunni, og að skoðaðir verði af mannvirkjafræðingi biúarstaðir á Sogi, Brúará, Tungufljðti og Hvítá. Til brúar á Sogið vill Grimsneshreppur leggja 2500 kr. og sýslan 5000 kr., ef leyft verður og lán fæst. Um hitt, sem til vantar, beðið af landssjðði. Samþykt að láta vegfræðing mæla út veg uppeftir Skeiðin í sumar, og svo ætla Hrsppa og Skeiðamenn að vinna að veginum undir umsjðn þess manns, sem til þess er fær. Eyrarbakkahreppi var heitið styrk til að lengja flutningabraut gegnum þorpið að verzlunarstaðn- um. Skorað var á hreppa sýsiunnar að kaupa sér vagna og aktygi til vegabóta. Selvogamönnum var leyft að varða Grinda. skarðaveg mcð hreppavegavinnu. Skorað var á þingmenn, að halda áfangastaðamálinu áfram í sömu stefnu á næsta þingi, ef lögin frá síðasta þingi verða þá óstaðfest. Samþ. var að ðsk Rangæinga, að hver sýsla sé ein um gæzlu sinnar brúar. Samþ. að kaupa skúr við Tryggvaskáia, enn leiga eftir skálann hækk- uð. Beðið var um að varðaður yrði vegarkaflinn frá Lækjar- botnum upp að Svínanrauni. Mælt var með, að landssjðður veitti styrk til gistihúss á Lækjarbotnum, og með því, að Guðni á Kol- viðarhól fái 100 kr. úr amtssjóði. Ákveðið var að eftirleiðis riti prestur vottorð á verkfærraskýrslur hreppstjóra. Verkfærir töld- usti 1386. Af vegafé var lagt til Ölfushrepps kr. 250.00i Grafningshr. kr. 16.00, Grimsn.hr. kr. 230.00, Biskupst.hr. kr. 120.00, Hrunam.hr. kr. 40.00, Gnúpvhr. kr. 25.00, Skeiðahr. kr 50.00, Yillingah.hr. kr. 20.00, Gauivb.hr. kr. 280.00, Hraung.hr. 50.00, Stokks.hr. kr. 627.00. Melavegur tekinn úr sýsluvegatölu. Tvær lögferjur (á Sogi og Hvítá) aínumdar; enn ein komi í stað- inn í Alviðru. Hækkaðir vðru ferjutollar i Ljórsárholti, þð því að eins, að bátum sé haldið í gððu standi. Sett var millifunda nefnd til að undirbúa nýjar ferjureglur. Beðið var um, að gufu- bátorinn „Beykjavík" komi við á höfnum hér á austurferðum sínum í sumar; og þingmenn beðnir að halda því fram, að eft- irleiðis verði hafnir hér teknar inn í ferðaáætlun gufubátsins „H61ar“. Beðið var um aukapðsta að Hruna, Þingvelli og á hentugan stað í Viilingaholts- eða Gaulverjabæjar hreppum; og að Eyrarbakkapóstur gangi einnig að Stokkseyri. 2. Búnaðarmál: Ákveðið að stofna fjársölusamlag, samþykt- ar aðalreglur fyrir það og forst.öðumenn kosnir: séra Stefán á Mosfelli, séra Magnús á Torfastöðum: og til vara Ágúst í Birt- ingaholti. Einnig ákveðið, að stofna peningaverzlunarsamlag, er verzli við innlendan kaupmann, þann er bezt kjör býður; forstöðu- m&ður kosinn Eggert í Laugardælum og til vara Gunnlaugur i á Kiðjabergi. Farið á leit, að landssjóður veiti styrk til slátr- unarhúss, er stofnað verði með hlutabréfum, þannig að hreppa- félögin verði hluthafendur, að minsta kosti meðfram. VigfúBÍ búfræðing í Haga var heitið ferðastyrk á búfræðingafundinn, og honum falið að fara fram á, að þær jarðabætur búnaðar- félaga, sem fullgervar eru 24 júní, megi þegar meta til búnað- arstyrks, og fari skoðunin eigi fram fyr enn eftir þann tíma surnars; enda skýrslur eigi heimtaðar mjög snemma. Mælt var með þeim Eggert í Vaðnesi og Lýð í Hlið sem maklegum heið- urslauna úr gjafasjóði Kristjáns konungs. Skógfriðunarmáli var frestað. Ákveðið að flórleggja Dælarétt og byggja girðingu fyrir safnið; einnig að byggja 2 sæluhús á Elómannaafrétti. Skorað á þingmenn að halda fram gagngerðum breytingum á horfellislögunum, enn skotið til þingmálafundar að tiltaka þær breytingar nánar. Laxveiðieigendur við ölfusá og neðanverða Hvítá óskuðu að laxveiðitími yrði færður fram til 1. júní (frá 15. júni), enn gerðu það tilboð í móti, að koma á hjá sér „prívat“-samtökum: að friða laxinn 48 stnndir í viku hverri. Sýslunefndin færði veiðitímann fram til 7. júní, þó því að eins, að tilboðið stæði, og vikufriðunin því síðar í vikunni sem ofar er með ánni. 3. Beilbrigðismál: Ákveðið, að læknirinn i efra læknis- héraði sýslunnar sitji sem næst Skálbolti; undanþága þó veitt um 1 ár, ef iæknirinn álítur nauðsyn til bera. Á- kveðið, að á íerjuBtöðnm, sem eru á leið læknisins, séu bátar jafnan til taks báðum inegin ár. Beðið um, að landssjóður launi yfirsetukonum. Ein bláfátæk uppgjafa yfirsetukoua fékk styrk, meðan hún fer ekki á sveit. Lýst var góðum árangri af fyrri hreinlætis-ráðstöfunum í sjóplássum hér. Ákveðið, að hver hund- ur hafi merkt hálsband; að útróðramenn hafi eigi hunda með sér við sjóinn. Hundar drepnir séu þess ákvæði brotin. 4. Sveitamál: Einn hreppstjóri haíði sagt af sér ; treystist eigi að þola vetrarferðir við tjárskoðanir. Var bent á hrepp- stjóraefni i stað hans; enn, að tilraælum hreppsbúa, jafnframt óskað, að hann mætti samt halda embætti, þrátt fyrir lausnina, ef þeim tækist að fá hann til þess. Einum hreppi var leyft að selja jarðeign. Einum hreppi (Eyrarb.) að leggja á sig 30 kr. ævarandi árgjald fyrir yrkta lóð, sem taka verður undir veg.— Beðið var um amtsráðsleyfi til að jaína niður miklu hærra sýslu- sjóðsgjaldi enn verið hefir, sem stafar af því, að amtssjóðsgjald og búnaðarskólagjald koma nú á sýslusjóð, enn vóru sérstök áður. Sérstök mál má kalla: að neitað var um vínsöiuleyfi á Þing- velli, að skorað var á kaupmenn að hætta áfengissölu, að skor- að var á þingmena að halda fram vínsölubanni; einnig að á- kveðið var að halda þjóðminningadag í sumar á sama stað og í fyrra og nær sama tíma. Forstöðunafnd endurkosin og séra Ólafi Sæmundssyni bætt við basa. Svo vóru hér að auk skýrslur og „reikuingar", og álit þess- konar, sem lög gera ráð fyrir, enn eigi þarf hér að telja. Með ströndum fram. Já — landsýn þessi inndæl er, því árdagsþokan dvín og myrkar skýla myndir sér, er morgunsólin skín. Oss fram með ströndum bröttum ber um bláan mararveg.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.