Fjallkonan - 01.06.1899, Blaðsíða 2
86
FJALLKONAN.
XVI, 22.
stnuleikur hins heilaga orðs fær að eins að njóta sín,
og án þess er um enga sanna kirkju að tala.
Vilji menn nú eigi hallast að fríkirkju fyrirkomu-
laginu, þá er samt ráð til að breyta hinu núveranda
tekjuástandi prestanna á landi þessu. Úr því að
þjóðkirkjan í landinu er ríkiskirkja, eða fyrst menn
vilja hafa ríkiskirkju, þá er réttast að launa prestana
úr laudsjóði, enn afnema öll gjöld til presta, tíund,
iambsfóður, dagsverk, ofíur og hvað eina annað, og
aukaverkaborgunina með; hún má nú víst missa sig
lika. Afgjaldið af jarðeignunum mætti láta prest-
ana hafa upp í laun sín, sem hingað til, ef þá eigi
sýnist hentugast að selja þær allar og setja andvirði
það, sem hvert prestakall fær, í Söfnunarsjóðinn.
Sama mætti auðvitað gera við jarðaverðið, yrði fríkirkja
stofnsett. Einnig mætti hugsa, að landssjóður tæki
allar jarðirnar, nema prestssetrin, undir sig, og borg-
aði aftur þeim mun meira út til prestanna, enn það
gæti virzt óþarfur snúniugur með gjöldin, og má
enda búast við, að landssjóður yrði fyrir bragðið að
borga óþörf umboðslaun. Gott væri að bújarðir yrðu
keyptar handa prestunum, þar sem þær vanta. Lakast
er með kirkjujarðirnar nú, að búnaðarlögin geta eigi
að fullu náð til þeirra, því hafí einhver ábúandi gert
miklar umbætur á ábýli sínu, getur hann hvergi fengið
það endurgoldið, þegar hann fer í burtu, sem honum
þó á öllum öðrum jörðum er unt að fá, að einhverju
leyti, enn þessu öfuga ástandi kynni nú að mega
breyta með kirkjujarðirnar, því landsjóður gæti borg-
að ábúandanum þokkabót fyrir verkin, ef jörðin verð-
ur hærra leigð á eftir, þar eð það yrði prestinum
tekjuauki, sem landssjóður svo aftur getur dregið frá
launum þeim er hann borgar beint út; enn hægast
mun samt að selja jarðirnar og táta peningana í
Söfnunarsjóðinn.
Víst er um það, að landssjóði aukast nokkur út-
gjöld við að verða að launa prestunum, enn það er
eigi eins voðalega mikið, sem sumir menn halda.
Öll preststiund af fasteignum og lausafé á Iandinu er
eigi nema tæp 20,000 kr., enn svo eru lamsfóðrin og
hitt annað af sóknatekjunum, sem ég get eigi ná-
kvæmlega sagt um, hve miklu nemur, af því égveit
eigi til hlítar, hversu mikið fasteignirnar, ásamt öll-
um prestsmötum, gefa at sér, enn eftir Iausri ágisk-
un mun það vera um 90,000 kr., ef prestsmöturnar
af bændakirkjum eru taldar með. Enn leiðrétting á
þessari ágiskun er hægt að fá af hinum nýju brauða-
metsskýrslum, sem nú munu vera allar komnar til
biskups. Nú eru allar preststekjur á íslandi í kring
um 170,0000 kr., og verða þá sóknatekjur allar að
frádreginni tíundinni 60,000 kr. Fyrir tíundarnpp-
hæðinni, og svo sem 10,000 kr. að auki, væri víst
hægt að leggja toll á einhverja miður þarfa vöru út-
lenda. Upp í þær 50,000 kr., sem þá til vanta, væri
réttast að afla landssjóði tekna með því að leggja
eitthvert beint gjald á landsmenn í stað preststekna
þeirra er burtu falla, og lízt mér þá bezt á dags-
verkið núveranda til að miða við. Það héldist þá í
nýrri mynd, enn yrði lægra og þó almennara. Það mætti
í stað dagsverksins nefnilega leggja skatt á alla fermda
menn, karla og konur á landinu, 1 kr. á mann, og
kalla það mannskatt, og má með þvi móti ná þessum
50,000 kr., því fermdir landsmenn eru rúmlega svo
margir. Þótt nýr skattur sé lagður þannig á,
eiga sýslumenn enga heimtingu á launaviðbót fyrir
innheimtuna, svo þar skapast engin ný útgjöld.
Verið getur, að menn finni það að þessu gjaldi, að
það kemur jafnt á alla, ríka og fátæka, eða er nef-
skattur enu eigi efnagjald, og það var einmitt þetta,
sem helzt varð fundið kirkjugjalds-frumvarpinu gamla
til foráttu, enn allir þurfa í rauninni jafnt að
nota embættismenn iandsins, hvort þeir eru ríkir eða
fátækir, svo að saungjarnt má telja, að eitthvert
gjald komi jafnt á alla, enn svo hafa efnamennirnir
vanalega fleira vinnufólk enn fátæklingarnir, og þá
fer nú fjáreignin að koma með á reikninginn, ef rétt
er að gáð. Ég get nú ekkert séð á móti nefskatt-
inum, og mér þykir ilt að hann komst eigi á, að því
er kirkjugjöldin snertir, enn ég held endilega að þess
verði eigi langt; að bíða að hann komi þar. Því
verði kirkjutíundin afnumin, þá munu ljóstollur og
legkaup og húsagjaldið fara sömu Jeiðina og eitt al-
ment gjald sett í staðinn. Ef menn vilja bera það fyrir
sig, að hinar núverandi preststekjur fari þó eftir efn-
um, þá skjátlast þeim hinum sömu stórum, því raun-
ar ekkert nema lausafjártíundin ein fer eftir efnahag*
Lambsfóður er nefskattur á alla grasnetjendur, dags-
verkið er nefskattur á alla öreigatiundarmenn, og
ofíur er nefskattur á vissan flokk manna, það er em-
bættismenn, kaupmeun og þá er eiga 20 hundruð í
jörðum og lausafé, svo hér eru flestar tekjugreinir
nefskattar, enn sem koma mjög ranglátlega á og
ójafnt niður í rauninni, þar sem hinn fátæki lætur
oft meira enn hinn ríki, og sumir menn sleppa alveg
við öll prestsgjöld.
Ég býst nú eigi við að menn geti enga galla fund-
ið á þessari ritgerð minni, eða að allir vilji vera mér
samdóma um það sem sagt er í henni, og eigi held-
ur að öllum sýnist að breyta til jneð tekjurnar alveg
eins og ég hefi stungið upp á. Enn ég hefi reynt
að segja sem sannast frá öllu ástandinu, eftir því sem
ég þekki bezt til, og um það hvernig til skal breyta;
ímynda ég mér að eigi sé gott að finna annau miklu
heppilegri veg enn að afnema tekjur prestanna sem
nú eru og launa þeim úr landssjóði.
Mér hefir gengið gott eitt til að rita grein þessa,
nefnilega áhugi á velfarnan hinnar íslenzku kirkju,
því ég get eigi betur séð, enn að launakjör þjóna
hennar hafi í því efni afarmikla þýðingu, og ég veit
um marga alþýðumenn, sem líkar illa hvernig laun-
um presta er háttað á landi þessu. Það eru stærstu
líkindi til, að prestaskólinn standi auður, af því að
engir vilji verða prestar, ef eigi er bráðlega undinn
bugur að því að laga og bæta kjör prestanna, enn
launahækkun hefi eg enga farið fram á. Uppgjafa-
prestum og prestsekkjum ætlast ég að eins til, að sé
launað úr landssjóði, án þess að rýra prestaköllin, enn
það nemur eigi nema smáræði, enn gerir þó tekjur
þjónandi presta ögn hýrari, og þá má um leið jafna
prestaköllin að tekjum nokkuð meira enn nú á sér
stað, og það er eigi nema sanngjarnt.
Kvennabrekku i april 1899.
Jóhannes L. L. Jóhannsson.