Fjallkonan - 01.06.1899, Síða 3
1. júni 1899.
FJALLKONAN.
87
Andrée.
Bréf frá Andrée heimskautsfara
fnndið rekið af sjó í Strandasýslu.
28. þ. m. kom hingað sendimaður til landshðfðingja
norðan af Borðeyri. Hann hafði að færa bréf frá
Theodor Ólafssyni, verzlunarstjóra við Riis-verzlun á
Borðeyri og þar með bréf frá Andrée heimskautsfara,
sem fundist hafði rekið af sjó að Hlíð í Kollafirði 14.
þ. m. Bréfið hafði verið innan í korkhylki; var hylk-
ið talsvert orðið skemt, því sjór hafði komist í það
og var ekki hægt að ná bréfinu óskemdu úr því.
Bréfið frá Andrée hljóðar svo:
Flytböj Nr. 7.
Denna........Flytböj, ár utkastad frán Andrées
G. MT.
Ballong ki. 10,55 e. m. den 11. Juli 1897 pá cirka
82 0 lat. ocli 250 long. E for Grw.
Yi sváfva pá 600 m. höid.
All well.
Andrée. Strindberg. Frænkel.
Á íslenzku: Þessu (sjöunda?) (orðið var ólæsilegt)
ftothylki er varpad út úr bftfari Andrées kl. 10,55'
síðdegis eftir Greenwich miðtíma 11. júlí 1897 á hér
um bil 82 0 (stigi) norðurbreiddar og 25 0 (stigi) aust-
urlengdar frá Greemvich.
Vér svífum í 600 metra hceð.
Alt gengur vd.
Bréfið er dagsett sama daginn sem Andrée fór í
loft upp frá Spitzbergen, og líkiega rétt áður enn
hann sendi út dúfuna, þá einu sem til skiia hefir
komið, með skeyti sem að eins stóð í, að hann væri
kominn norður fyrir 82° mælistig. Svo iangt hafa
að eins fjórir áður komist: Markham 1875, Payer
1876, Lockwood 1884 og Nansen 1895.
Þessi bréfsfundur gefur bendingar um straum úr
norðausturhafinu undir Grænland, sem kemur heim
við tilgátur Friðþjófs Nansens. Væri þá ekki ólik-
legt, að einhverjar fleiri menjar frá þeim félögum
kynnu að finnast við Grænland eða ísland.
Bréf Andrée’s var sent héðan dagÍBn eftir (þann 29.)
með gufuskipinu „Neva“ til útlanda.
Botnvörpuveiðar. Útvegur konsúls Jóns Vídalíns
og þeirra félaga er að stækka. Halda þeir nú út
fimm gufuskipum. Hingað til hefir aflinn verið held-
ur lítill; sömuleiðis hefir verð á kola lækkað í Eng-
landi að sögn, af því að svo mikið hefir komið af
honum á markaðinn.
Skipstjórinn á „Akranes“, Rasmussen, sem hafði
orðið sannur að sök að því að veiða í landhelgi, var
settur frá.
Yeðrið hlýtt síðustu daga, enn kalt að undanförnu
lengi. ________
„Ceres“, gufuskip sameinaða gufuskipafjelagsins,
kom hingað í gærkveldi. Með því komu margir far-
þegar að vestan og norðan, þar á meðal af Akur-
eyri Friðbjörn bóksali Steinsson og Jón timburmeist-
ari Stefánsson, af ísafirði Jón verzluuarstjóri Laxdal
og Stefán Runólfsson prentari, séra Kristinn Daníels-
son frá Söndum, Jón skólastjóri Þórarinsson, o. fl.
Frá útlöndum kom með ,Ceres‘ konsúll Jón Vída-
lín og frú hans, sem dvelja hér i bænum í sumar
eins og að undanförnu.
Ima-, nef-, oi MssiMómar"
▼▼▼▼▼TTTVTTTTTTTTTTTVVTTTTTT
Tómas Helgason
1 œ li n i
er að hitta í Vesturgötu nr. 28, í húsi G. skipstjóra
Kristjánssonar frá kl. 11 f. m. til kl. 3 e.m.
The
North British Ropework Company
Kirkcaldy í Skotlandi
búa til
rússneskar og ítalskar
Fiskilínur og Færi,
Manilla og rússneska Kaðla,
alt sérlega vel vandað.
Einkaumboðsmaður fyrir ísland
og færeyjar:
Jakob Gunnlögsson.
Leiðarvísir til iífsábyrgðar
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og
hjá dr. med. J. Jónassen, sem
einnig gefr þeim, sem vilja tryggja
líf sitt, allar nauðsynlegar upp-
lýsingar.
Ég hefi verið mjög magaveikur,
og hefir þar með fylgt höfuðverk-
ur og annar lasleiki. Með því að
brúka Kína-lífs-elixír frá hr.
Valdemar Petersen i Frið-
rikshöfn, er ég aftur kominn
til góðrar heilsu, og ræð ég því
öllum, er þjást af slíkum sjúk-
dómi, að reyna bitter þennan.
Eyrarbakka.
Oddur Snorrason.
Eftir að ég í mörg ár hafði
þjáðst af hjartslætti, taugaveikl-
an, höfuðþyngslum og svefnleysi,
fór ég að reyna Kína-lífs-eiixír
herra Valdemars Peter-
sens, og varð ég þá þegar vör
svo mikils bata, að ég er nú fylli-
lega sannfærð um, að ég hefi hitt
hið rétta meðal við veiki minni.
Haukadal.
Guðríður Eyjólfsdóttir,
ekkja.
Sonur minn, Sigurður Oskar,
fæddist 21. apríl 1892, heilbrigð-
ur að öllu leyti. Enn eftir hálf-
an mánuð veiktist hann af inflú-
enzu (la grippe) og sló veikin sér
á meltingarfærin með þeim atleið-
ingum, sem leiddu til maga katarrh
(catarrhus gastricus, gastroataxie).
Ég reyndi öll þau homöopatisku
meðul, sem ég hélt að við mundi
eiga, í þriggja mánaða tíma, en
alveg árangurslaust. Fór ég svo
til allopatiskra lækna, og fékk
bæði resept og meðul hjá þeim í
9 mánuði, og liafði þeirra góða
viðleitni með að hjálpa drengnum
mínum hin sömu áhrif, sem min-
ar tilrannir. Alveg tii einskis.
Drengnum var altaf að hnigna,
þrátt fyrir allar þessar meðala-til-
raunir, „diæt“ og þess háttar.