Fjallkonan


Fjallkonan - 23.06.1899, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 23.06.1899, Blaðsíða 3
23. júní 1899. FJALLKONAN. 93 vél reynist vel, þá ðr sennilegt, að hún verði mikið keypt hér, enda hefir smiðurinn bætt við þessari stærð einmitt handa íslandi. Með iitln handtaki má breyta vélinni „Record“ No. 0 þannig, að húu hreinsar mjólk- ina án þess að skilja rjómann írá. Með sömubreyt- ingu má og hreinsa í henni vatn. Hinar 4 stærri vélar með þessu nafni Kronseparator No. 1, 2, 3 og 4, skiija frá 75 til 300 potta á klukkustund, og kosta frá 125 til 350 kr., auk flutningskostnaðar, svo að nóg er um að velja. Það er mælt, að vér íslendingar séum seinir til framfara og skamt á veg komnir í verklegum efn- um. Þetta eru sorgleg sannindi. Oft er því kent um, að vér séum svo fastheldnir við fornar venjur — viljum hafa alt „eins og hann afi minn sæH“ hafði það. Ég álít að þessi sakargift sé röng. Vér erum, fremur vouum, fljótir til að taka upp þau nýmæli sem til bóta horfa, og eigi eru ofvaxin efnum vorum. Dæmi þessu til sönnunar eru útlendu Ijáblöðin og steinolíulamparnir. Á fáum árum urðu skiftin svo, að nú er varla til islenzkur grasljár né lýsislampi, annarstaðar enn á Forngripasaruinu. Það er spá mín, að gömlu mjólkurtrogin verði ekki til eftir nokkur ár, nema á Forngripasafuinu. Þetta er því líklegra, sem rjómavélarnar gerast ódýrari. Þær rjómavélar, sem að undanförnu hafa verið keypt- ar hér á iandi, hafa kostað 150 kr. eða meira. Þetta mun mörgum fátækum bónda hafa vaxið í augum, sem og var eðlilegt. Enn nú, þegar rjómavélar fást fyrir helft þessa verðs eða minna, þá muuu allir þeir, er nokkra þörf hafa fyrir verkfæri þetta, reyna að hafa einhver ráð til að eignast það. Ef einhverntíma verða smíðaðir plógar, herfi, sláttu- vélar, hestahrífur o. s. frv. með sanngjörnu verði, og sem eiga eins vel hjá oss, einsog ljáiruimir, iamp- arnir og þessar litiu rjómavélar, þá mun það sann- ast, að slík verkfæri varða ekki mjög lengi að ryðja sér til rúrns. ísafirði 12. júní 1899. Kr. Jónasarson. Alþingiskosning i Rangárvallasýslu. Sighvatur gamli Árnason, sem hafði lagt niður þingmeusku- umboð sitt, bauð sig fram á elleftu stundu og náði kosningu með 194 atkvæðum. Magnús sýslumaður Torfason fékk 131 atkv. Um a/8 af kjósendum mættu á kjörfundinum og mun það dæmalaust. „Framsókn“. Herra ritstjóri! Okkur konunum hérna datt i hug að vita, hvort þér væruð ekki ofurlítið bónþæg- ari enn konan yðar var í vor, þegar hún vildi ekki taka af okkur alveg meinlausa grein af því að hún nefndi „Framsókn“ lítið eitc á nafn. Eun það var nú líklega rétt af henni og nauðsynleg varkárni gagnvart útgef. „Framsóknar", því við konurnar fyrirgefum að sögn ekki ætíð íúslega hver annari, ef fundið er að framkomu okkar. Eun þér eruð eldri blaðamaður og sjálfsagt óhræddari, enda ætlum við ekki að tala neitt „ljótt“ um náungana. Við höf- um hér í sveitinni keypt fáein eintök af „Kvennabl". og „Framsókn" frá byrjun, og líkað þau bæði vel að mörgu leyti. „Framsókn“ hefir nú sem stendur 3 kaupendur, og er ég ein þeirra. Mér hefir fyrir mitt leyti líkað vel við hana frá byrjun. Eg er bindind- iskona, og hér er allfjölment biudisfélag, og okkur finnst sjálfsagt að þessu stærsta velferðarmáli okkar sé hreyft i blöðunum og fylgt þar fram kröftuglega. Það ber ávöxt á sínum tima. Sama er að segja um kvennréttindamálin. „Framsókn11 hefir jafnan áður fylgt þessum tveimur málum; hún hefir ekki verið svo þröngsýn að álíta pólitík óviðkomandi oss konunum. Eg veit að það hefir glatt fjöldann af okkur konunum, að sjá hana gerast að túlk og foringja okkar í því. Við erum svo óvanar að skrifa og getum svo illa komið hugs- unurn okkar i laglegan búning, enda ætlumst við til, að blaðstjórar og blaðstýrur vorar geri það betur enn við. Við þykjumst gera líka gagn og vinna að sama takmarki með því að úalda þau blöð sem halda fram þfim málum sem við viljum styðja. Síðan „Fram- sókn“ hafði útgefenda ekifti hefir hún og haft stefnu- skifti. Engin grein um bindindismál, og ekki um nein alrnenn eða nein áhuga mál vor kvenna, nema um smjörgerðina, sem sízt hefði þurft með, þar sem bæði Kvennabl., Fjallk. og fleiri blöð hafa haft þr-ss konar meðferðis nýlega. Auðvitað eru ekki komin mörg blöð enn út, síðan þessir útgefendur tóku við, enn við vonuðum sérstaklega, þar sem fröken Olafía var önnur þeirra, að þær mundu núna í vor skrifa um eittkvað ákveðnara af áhugamáium vorum, sem gæti komist út um 3and áður enn þingið byrjar. Smjör- gerðarritgjörðin er auðvitað ekki enn komin öll enn þá, enn þó erum við ekki áaægðar með hana. Það má vel vera, að eitthvað megi græða á henni, enn um meðferð á mjólkurílátum græðum við hér í sveit ekki að lesa. í greininni er gert ráð fyrir, að farði setjist í laggir og milli stafa í mjólkurfötur og lík- lega trog og byttur. Enn það hefi ég aldrei séð. Mér finst ekkert sérlegt hreinlæti lýsa sér i því, að skafa farðann úr mjólkurílátunum að minsta kosti einu sinni í viku(!!). Fyrstmunu fáar konur iáta mjólk- urílát sín farða, og svo væri það heldur mikil þoiin- mæði við farðann, að geyma hann í heila viku í í- látunum. Hætt við, að það væri ekki liolt í heitu sumri. Eða hvernig skyldi verða bragðið að mjólk- inni úr þeim ílátum? og skyldi sú mjólk verða „traust“ við suðuna? Sama er að segja með að þurka mjólk- urílát úti í sólskini. Ég hefi nú búið í 23 ár, og hefir mér jafnan reynst bezt að þurka mjókuríiátin, að minsta kosti trogin og bytturnar, við góða reyk- lausa glóð. liig tek jafnan öll ílátin, sem rent er úr eða 8em mjólk hefir staðið í, og þvæ mjólkina úr þeim með dálitlum köldum vatnssopa; síðan helli ég í þau t&lsverðu af sjóðandi vatni og hvolfi yfir þaug og læt vatnið standa ofurlítið í þeim. Svo þvæ ég þau með sératakri þvögu, sem ekki er höfð til ann- ars, vandlega upp úr vatninu. Að því búnu baka ég þau upp úr öðru vatni sjóðandi, og síðan hvolfi ég þeim yfir hlóðir, þar sem alveg reykíaus glóð er í. Þegar ílátin eru svo vsl þur, að hvergi er deigla miíli stafa, læt ég þau á sinn stað og læt þau kólna áður sett er í þau. — Mjólkurfötur sem að eins erutilaðmjólka í, lætég skúrautan ogskola innan á hverju máli úr köldu vatni; síðan þvæ eg þær vandlega úr tveimur sjóðaudi vötnurn og þurka, þær svo úti, ef sólskin er eða þurkur. Ég íæt aldrei sækja v&tn í þeirn, eða brúka þær til nokkurs annars, enda hefi ég aldrei heldur séð farða í fötulögg, og mía mjólk þoiir suðu eins í sumarhitum og frostum á vet- urna. Eg ímynda mér að margar konur haíi lika aðferð við mjólkurílátin sín. O. J.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.