Fjallkonan


Fjallkonan - 13.07.1899, Qupperneq 2

Fjallkonan - 13.07.1899, Qupperneq 2
110 F JALLKONAN. XVI, 28. b) ómyntað gull og erlend gullmynt, sem nemi 2480 kr. fyrir kvert kilógram af skíru gulli; c) kröfur, er gjaldist þegar heimtað er, kjá þjóð- bankanum í Kaupmannahöfn, Noregsbanka eða Eng- landsbanka (eða Skotlands), gegn því, að kröfur þær, er nefndir bankar hafa með sama skilorði gegn ís- landsbanka, séu dregnar frá verði málmforðans; d) seðlar gefnir út af Þjóðbankanum i Kaupmannahöfn, Noregs banka, Ríkisbauka Svía, Englands banka, Skotlands banka, Frakklands banka og hinum þýzka ríkisbanka. 6. Sá hluti málmforðans, sem er fyrir hendi í bankanum í löglegum gjaldgengum eyri, skal jafnan nema minst */* af seðlauppkæð þeirri, sem úti er. Óslegið gull, sem íslands banki kynni að hafa af- hent til myntunar hinni konunglegu peningasmiðju í Kaupmannahöfn, má teljast til þeirrar upphæðar, er bankinn skal hafa í reiðu gjaldi. 7. Til þeirrar eignar, sem tryggja skal seðlaupp- hæð þá, er málmforðinn nægir ekki til, teljast einkum: Skuldabréf, gefin út fyrir lánum gegn handveði. Víxlar, hvort heldur þeir skulu greiðast innan- lands eða erlendis. Kröfur á hendur útlendum viðskiftamönnum, er gjaldast skulu þegar heimtað er. Opinber verðbréf eftir gangverði og veðskuldabréf gefin út fyrir lánum út á fasteignir, þó þannig, að hin síðarnefndu verðbréf nemi ekki meiru enn 1 miljón króna. 8. íslands banki skal vera nú og framvegis sú einasta stofDun á íslandi, sem rétt hefir til að gefa út gjaldmiðil, er komið geti í stað myntaðra peninga, og ákveðst það til tryggingar íslands banka og hand- höfum seðla hans, að ekki skuli, svo lengi sem lög þessi eru í gildi, gefa út eða leyfa að gefa út nokk- urn slíkan gjaldmiðil; enn þar á móti skulu seðlar íslands banka vera þeir einustu, sem þaunig geti gilt manna á miili, og sem tekið skuli á móti í alla opiubera sjóði, enn þar skulu seðlarnir takast gildir sem lögleg borgun til jafns með reiðu gulli. 9. Vegna réttar þess, er bankinn nýtur til seðla- útgáfu, skal hann háður eftirliti stjórnarinnar sam- kvæmt nánari ákvörðunum í stofnskrá bankans, sem staðfest skal af ráðaneytinu, sem einnig skal veita samþykki sitt til, í hverju formi og á hverjar upp- hæðir seðlarnir skuli gefnir út. 10. Hver sem býr til eftirmynd seðla, sem út- gefnir eru af íslands banka eða íalsar þá, skal sæta sömu hegning sem hin almennu hegningarlög 25. júní 1869, 266. gr., ákveða fyrir að búa til eítirmynd af eða falsa danska mynt eða seðla þjóðbankans. Glæp- urina er fullkomuaður undir eins og búið er að búa tii eða falsa seðilinn, þó ekki sé búið að láta hann úti. 11. íslands banki tekur að sér eignir og skuldir Landsbankans, og tekst einnig á hendur að leysa inn seðla þá, sem bankinn á úti. Það sem verða kann afgangs hinu ákveðna innlausnargjaldi, skal lagt til varasjóðs íslands banka. 12. Seðlar þeir, sem útgefnir eru af stjórninni fyrir hönd landssjóðs, mega aldrei aukast fram yfir það, sem nú er, enn skulu innkallast og innleysast í síðasta lagi 3 árum eftir að íslands banki hefir tekið til starfa. Alla seðla, sem þannig eru kallaðir inn, lætur bankinn, undir hæfilegri tilsjón, ónýta opinberiega, með því að brenna þá, og í hvert skifti sem seðlar hafa þannig verið brendir, tilkynnist almenningi, hve mikil upphæð hafi verið eydd. 13. Þar eð bankasjóðurinn, sem eingöngu er ætl- aður til að tryggja útgefna seðla hans, skuldbind- ingar og aðrar kvaðir, er fé, sem ekki má verja til annars, þá skal aldrei íþyngja honum með neinum opinberum gjöldum, hverju nafni sem nefnast. 14. Mynt sú, sem gjaldgeng er í Danmörku á hverjum tíma sem er, skal vera sú, er bankinn not- ar til viðskifta og sem bækur bankans hljóða um. 15. Heimilt skal bankanum, að nota óstimplaðan pappír til seðla sinna, bóka, ávísana og ailsakonar skuldbindinga, sem útgefast af bankanum og í nafni hans. Einnig skulu skuldbindingar þær, sem l.gr. ræðir um, og bankaskuldabtéf þau, sem nefnd eru í£3. gr., mega yfirfærast manna í milli, án þess að stimplaður pappír sé notaður. Enn fremur mega og þær skuld- bindingar, sem veita bankanum handveðsrétt, gefast út á óstimpluðum pappír. 16. Bankinn skal sem handveðshafandi hafa rétt til þess, ef ekki er öðru vísi um samið, að selja veðið við opinbert uppboð, þá er hann hefir gert þeim, er veðið hefir sett, aðvart um það meðjvottum með daga fyrirvara, eða þá, ef veðsetjandi þekk- ist ekki eða ef ókunnugt er um heimili hans, eftir að hafa innkallað hlutaðeigandi með daga fyrir- vara til þess að leysa út veðið, með opinberri aug- lýsingu í blöðum þeim, sem ætluð oru til að fiytja aðrar lögbirtingar. 17. Bankinn skal hafa skrifstofu sína í Reykja- vik og útibú á hinum stærri kauptúnum íslands, einkum á Seyðisfirði, Akureyri (Eyjafirði) og ísafirði. 18. í stjórn bankans skulu vera 11 menn, og velur alþingi 5 af þeim og hluthafar 5, enn ráð- gjafinn fyrir ísland eða sá, sem hann skipar til þess, er sjálfkjörinn formaður bankaráðsins. 19. Svo framarlega sem skyldum þeim, sem að framan eru greindar, ekki verður fulinægt af nefnd- um leyfishafendum innan 12 mánaða frá staðfestingu þessara laga, er ráðaneytinu heimilt að veita sam- kyns leyfi öðru félagi, sem kynni að vera fært um að fullnægja hinum ákveðnu skilyrðum“. Þeir menn, sem standa fyrir félaginu tii að stofna bankann, eru mjög mikils virtir menn. Arntzen hæsta- réttarmálaflutningsmaður er talinn með beztu fjár- málafræðingum Dana og hefir lengi verið juridiskur ráðanautur verzlunarbankans í Kaupmannahöfn. Hann hefir og haft á hendi stjórn eins af lánsfélögunum

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.