Fjallkonan


Fjallkonan - 13.07.1899, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 13.07.1899, Blaðsíða 3
13. júlí 1899. FJALLKONAN. 111 (Kreditforen.) dönsku og átt þátt í mörgum stórfyr- irtækjum. Hinn maðurinn er og mikils metinn. Pað er von á þessum mönnum með næsta póstskipi til að ræða málið með þingmönnum. íslenzku Btjórnardeildinni í Kaupmannahöfn er kunnugt þetta frumvarp, og frá stjórnarinnar hálfu mun ekkert vera því til fyrirstöðu að það verði gert að lögum og að bankinn geti mjög fljótlega tek- ið til starf'a, ef þingið samþykkir það nokkurn veginn óbreytt. Enn fari svo, að þingið breyti frumvarp- inu til muna, getur það orðið til þess, að spilla fyr- ir allri framkvæmd málsins að sinni, því ekki er víst að síðar verði jafnhægt að koma því í kring. Hvað mun þingið svo gera? Öllum þingmönnum er það víst full-ljóst, hver þörf er á slíkri stofnun og að bankinn, sem nú er, og þótt aukið væri við hann nýrri veðdeild, nær skamt til að greiða úr viðskiftavandræðunum, auk heldur að hann geti fyrst um sinn orðið sú lyftistöng, sem hann á að vera til að koma upp atvinnuvegunum. Og á því ríður okkur þó allra mest. Yerzlun og iðnaður getur ekki þrifist í því landi, sem hefir enga peningastofnun, sem standi í sam- bandi við heimsmarkaðinn. Það er verið að tala um að koma upp verksmið- jum hér á landi. Enn fullnægjandi banki á að koma á undan. Þegar Ameríkumenn eru að reisa sér nýjar borg- ir, þá er eitt af fyrstu húsunum banki; íslendingar gátu beðið i 30 ár, eftir að þeir fengu verzlunarfrels- ið, þar til þeir reyndu að koma sér upp banka. Og enn hafa þeir lítið að segja af því, hvað banki er eða getur verið. Fjallkonan hefir verið að komast eftir skoðunum þingmanna og annara á þessu nýja bankamáli. Sum- ir höfðu enn ekki lesið frumvarpið, og gefst þeim nú að sjá það hér; viðkvæðið hjá þeim sumum var að fyrirtækið væri algerlega útlent, og að bankinn yrði okurstofnun útlends auðvalds, sem mundi féfletta íslendinga. Hvað stendur nú i frumvarpinu? Þar stendur í 18. gr., að í meira hluta banka,- stjórnarinnar eiga að vera Mendingar; það er: 5 menn kjörnir af alþingi, og ráðgjafi íslands, eða sá sem hann skipar til þess, sem verða mundi að lík- indum landshöfðingi, eða annar innlendur embættis- maður. Það er því ævinlega víst, að íslenzkir menn, þeir sem þingið treystir bezt, yrðu í meira hluta banka- stjórnarinnar, auk þess sem búast má við að inn- lendir hluthafar mundu einhverju ráða um kosningar í stjórnina, eða að útl. hluthafar yrði innlendir. Enn fremur stendur í 1. gr., að íslendingar skuli sitja fyrir að skrifa sig fyrir hlutum í bankanum, annaðhvort með því að borga hlutina í peningum eða með skuldabréfum upp á 1. veðrétt i fasteign- um, og skulu hinir útlendu hluthafar, sem gangast fyrir að stofna bankann, leggja fram jafnmikla hluti og íslendingar. Helmingurinn af hlutaeign bankans á því að verða eign íslendinga. Það er því trygt á tvennan hátt, að íslendingar geti ekki orðið ofurliði bornir með eign og yfirráð bankans. Stjórn bankans, sem eins og tekið hefir verið fram verður skipuð beztu mönnum kjörnum af alþingi — hún skapar lánskjörin, ákveður discontóna, skamtar gróða bankans. Hvernig geta menn imyndað sér að þessir menn mnndu gera bankann að okurstofnun? Auk þess lætur hver góður banki sér annara um að styðja viðskiftamenn sína en að féfletta þá. Undir því er iíka viðgangur bankans kominn. Þá hefir það verið sagt, að íslendingar gætu ekki lagt fram hlutaupphæð þá, sem til er tekin í frum- varpinu. Það er nú hvergi tekið fram í því, hvað hlutahæðin megi vera minst; yfirmarkið er 6 milj. Það mundi verða byrjað með minna, og verður ekki betur séð, enn að margur mundi fús á að leggja hlutaskuldabréf í bankann upp á fasteignir sínar, sem væri sama sem að íá vaxtalaust lán. Geti íslendingar ekki lagt fram það fé, sem áskil- ið er, þá verður ekkert af bankanum í þessari mynd. Geti þeir það, þá ráða þeir honum sjálfir, eins og áður er sagt. Um fátækramálið. Bftir hreppstjöra Jósafat Jónatansson. Á fundi þeim sem þingmenn Húnvetninga áttu með kjósendum sínum á Blönduósi 11. marz næstliðinn, var ég ásamt 4 mönnum kosinn til að láta uppi álit mitt um það, hverjar breytingar myndu nauðsynleg- ar á fátækralögunum. Vil ég því láta meiningu mína í ljós um nokkur atriði viðvíkjandi fátækra- málinu. Ég vil því drepa á nokkra af þeim mörgu ókost- um, er mér virðast vera á ástandi fátækra hjá oss, og eru afleiðingar óhagfeldra fátækralaga. Eitt af mörgu er hrakningur fátækra bænda af á- býlum sínum, oftast á 8. eða 9. dvalarári þeirra í hreppnum, af völdum hreppsnefnda, og fyrir þann hrakning verða þeir oftast þurfamenn sveitar sinnar, enn hefðu ef til vill annars komist vel af án sveit- arstyrks. Stundum veita hreppsnendir lán eða hjálp fátækum mönnum í dvalarhreppnum, sem síðan er látinn heita fátækrastyrkur til þess að koma í veg fyrir, að þeir verði þar sveitlægir. Af ýmsu má sjá, að mjög er takmarkað atvinnufrelsi hinna fátæku; ætti t. d. fátækur ómagamaður, að fá sér jörð til á- búðar í öðrum hreppi enn þeim, þar sem hann er sveitlægur, þá má búast við, að hreppsnefnd í þeim hreppi, sem hann ætlar að flytja í, komi í veg fyrir það, ef hún getur. Þannig verður það oft niðurstaðan, að fátæklingar og þurfamenn eru neyddir til að dvelja máske mikinn hluta af ævi sinni í framfærslusveitinni, og geta menn glögglega séð, hvaða áhrif slík aðferð muni hafa á efnahag og framfaraviðleitni þeirra, er íyrir slíku verða; einnig amast hreppsnefndir við fátæku húsmensku og þurrabúðarfólki, og eru þurrabúðarlögin frá 1888 sýnishorn af hugsunarhætt- inum.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.