Fjallkonan


Fjallkonan - 13.07.1899, Síða 4

Fjallkonan - 13.07.1899, Síða 4
112 FJALLKONAN. XVI, 28. Milli hreppanna yerða oft flókin og langvinn mála- ferli út af ómögum og þurfamönnum, og eyða þau mái miklum tíma frá hreppsnefndum og umboðstjórn- inni, þvi oftast eru þau látin ganga alla leið til lands- höfðingja. Jafnvel þó segja megi, og það með réttu, að þessi mál kosti raikið, þegar á alt er litið, virðist mér hitt þó lakara, að af þessum málaferlum leiðir mjög oft ríg og jafnvel óvild milli helzcu manna í hrepp- unum, enn það hefir mjög illar afleiðingar, því það tefur og spillir samkomulagi í mörgum nauðsynjamál- um, enn þar sem menn eru jafnfátækir eins og al- ment er hér, er litlu hægt að koma í verk til fram- fara, nema með samtökum fleiri hreppa. Fátækraskattur sá, sem á þjóðinni hvílir, kemur svo ójafnt á menn, &ð ótrúlegt er að þjóðin uui Ieng- ur við það, að engin bót verði ráðin á því; það mundi þykja ranglátir skattar til landssjóðs, sem kæmu þannig niður, að á tvo menn jafn-efnaða væri lagt á annan 50 kr., enn á hinn 250 kr., enn þannig kemur fátækraskatturinn niður, að eins að sinn maðurinn búi í hverjum hreppi; það á líklega að réttlæta þessa skattálögu, eða hefir gert það hingað til; enda hefir fátækraskatturinn legið svo þungt á einstökum hrepp um, að margir hafa flúið þaðan, þeir sem hafa getað, til Ameriku, enn hinir annað, svo jarðir hafa lagst í eyði; má þá geta nærri, hvernig þeim hefir liðið, sem eftir hafa orðið að vera, hvernig andlega ástand- ið og uppeldi barna hafi verið, og hvað farsæll slíkur misréttur er fyrir þjóðfélagið. Einnig hefir af því fyrirkomulagi sem er sprottið hin óholla „hreppa poli- tík“, sem kölluð er. Ég fæ nú ekki betur séð, enn allir þeir ókostir, er ég hefi minst á, stafi af því, að mestu eða öllu, að fátækrasvæðin eru svo litil (aðeins hver hreppur út aí fyrir sig), sem sveitfestin er miðuð við. Það er því mín tiilaga, til að bæta úr hinu bág- borna og óhagfelda ástandi, að fátækra svæðin séu stækkuð þannig, að í staðinn fyrir, að sveitfesti er miðuð við hvern hrepp, og skattinum til fátækra jafnað niður eftir því, þá sé það hér eftir að minsta kosti miðað við hverja sýslu. Framfærsluskylda þurfamanna og ómaga sé því hér eftir miðuð við hvert sýslufélag, og sýslunefndin jafni fátækra skattinum niður á alla hreppa sýsl- unnar, eftir þeim mælikvarða, er hentugastur þætti, og að þeim skýrslum fengnum, er hún þyrfti frá hreppsneíndum um meðgjafir ómaga og ástand þurfamanna m. fl., enn skýrslur um tíund, tekjur og þinglesnar veðskuldir m. fl. getur sýslunefndin fengið hjá oddvita sínum. Sýslunefndin ætti að geta jafnað niður á hinum vanalega fundi sínum, um mánaða- mót febrúar og marz, enn svo yrði hún að halda annan fund seinna til að úrskurða kærur, sem kynnu að koma; kærum hreppa ætti að mega skjóta til amtsráða, enn með kærur frá einstökum mönnum úr hreppunum færi eins og hingað til; þær gengi að eins til sýslufunda. Til að fyrirbyggja fátækraflutninginn algerlega sýnist mér að vel mætti ákveða, að hver maður ætti rétt til framfæris i þeirri sýslu, þar sem hann telur sig til heimilis, er hann verður styrkþurfi. Nauðsynlegt sýnist mér, að landið ætti eitt fátækravinnuhús í Reykjavík, þar sem þurfamenn gætu fengið vinnu móti sanngjörnu endurgjaldi. Ég hefi ekki minst á kaupstaðina. Mér virðist eðli- Iegast og hentugast, að hinir smærri kaupstaðir: ísa- fjörður, Akureyri og Seyðisfjörður væru hver með sinni sýslu, hvað áður nefndar breytingar snertir, enu þó þeir væru fátækrahéruð út af fyrir sig, eins og verið hefir, fyrst um sinn, mætti breyta þvi síðar. Kæmist framanritaðar breytingar á, fæ ég ekki betur séð, enn þá félli burtu fátækraflutningarnir, og hrakningur bænda af jörðnm af völdum hreppsnefnda, atvinnufrelsi fátækra manna jykist, málaferli út af ó- mögum mundi hverfa, félagsskapur að því skapi aukast og fátækraskatturinn jafnast innan hverrar sýslu. Ég álít nauðsynlegt að setja milliþinganefnd í fá- tækramálið, því það er umfangsmikið mál, og áríð- andi að breytingarnar, sem gerðar yrðu, gætu orðið til varanlegra bóta. Útlendar fréttir. Dreyfus sté í laiul á Frakklandi aðfaranótt 1. jú!í. Var settur í land af skipinu „Sfax“, sem sótti hann, á tanganum Quiberon, sem liggur suður úr Bretagne. Hann talaði ekki orð svo menn vissu, þegar hann kom í land, enn grét mikið; ekki heldur vita menn til að hann hafi talað orð á járnbrautinni til Rennes. Hann leit út fyrir að vera heilbrigður, enn orðinn grár fyrir hærum. Kona hans heimsótti hann í varðhaldinu um kveldið og fanst mönuum mikið um samfund þeirra. Franska ráðaneytið nýja var nærri farið frá, enn Brisson barg því. Óánægja mikil með Gallifet. Loubet ríkisforseti mætir miklum fjandskap, og hefir fengið hótunarbréf frá einum herforingjanum, þar sem honum var brugðið um, að hann dragi taum bófa og föðurlandssvikara. Óeirðir í Belgíu. Út af nýju kosningarlaga frumvarpi írá stjórninni, sem þykir ófrjálslegt, hefir legið við uppreist í Belgíu, einkum af hálfu sósía- lista. Hafa orðið bardagar á götum í Bryssel, og menn hafa jafnvel búist við stjórnarbyltingu. 1 byrjuu þ. m. vóru þó óeirðirnar orðnar vægari. Norska ráðaneytið er haldið að muni fara frá völdum. Yinnulokunin í Danmörku stendur ennyfir; hefir ekki tekist að ná samkomulagi. Verkmenn hafa krafist niu tíma vinnu. Rússar hafa fengið leyfi Persakonungs til að leggja járnbraut þvert yfir Persíu frá Kaspíhafi til Arabíuhafs, og er jafnframt búist við, að þeir nái öllum völdum yfir Persíu innan skamms. Mun hin- um stórveídunum ekki lítast á blikuna.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.