Fjallkonan - 13.07.1899, Qupperneq 6
114
FJALLKONAN.
XV, 28.
sem sýndu auðvitað, að málið var alla ekkert undir-
búið.
Guðl, Guðmundssou, flutningsmaður málsins, áleit
að klæðaverksmiðja mundi hafa mikið að gera hér á
landi; það væri nú farið að senda mikið af ull héð-
au til Noregs til að fá hana unna. Ullarverksmið-
jan ætti að vera sjálfstæður atvinnurekandi, sem
keypti ull af bændum fyrir peninga, ynni úr henni
dúka og seldi þá hér á iandi og erlendis. Hann
hélt að hægt mundi vera að selja íslenzka dúka er-
lendis, t. d. í Danmörku. Frumvarpið for að eins
fram á, að stjórnin geri undirbúningsrannsóknir fyr-
ir þetta mái og gangist síðau fyrir framkvæmdun-
um, enn landsjóður á að vera meðeigandi verksmið-
junnar, sem stofna skai með hlutafélagi. Á lands-
sjóður að mega leggja fram alt að 75000 kr. til
stofnunarinnar, enn til undirbúnings gerir frv. ráð
fyrir 5000 kr. kostnaði.
Björn Sigfússon tók það fram, að glæsilegustu
vonir þjóðarinnar væru nú þær, að hér kæmist upp
iðnaður með hagnýting vatnsaflsins, einsog þegar væri
komið á i öðrum löndum.
J'on Jónsson (þm. Eyf.) hafði enga trú á því, að
fyrirtækið gæti þrifist, nema það væri styrkt af lands-
sjóði eða með verndartollum, enn hann vildi hvorug-
an þann kost.
Annars voru þingmenn yfirleitt meðmæltir frum-
varpinu.
Bnnkamálsiiefnd. Yaltýr öuðmundsson, Benedikt
Sveinsson, Tryggvi Gunnarsson, Klemens Jónsson,
Pétur Jónsson.
Dr. Carl Kuehler, íslands vinur, heflr enn ritað
um íslenzk skáld í „Internationale Litteraturberichte".
Ritgerðin heitir „Islandische Dichter in Deutschland",
og segir frá helztu íslenzkum skáldum, sem eitthvað
hefir verið þýtt eftir á þýsku. Það eru: Jón Thor-
oddsen („Piltur og stúlka“ o. fl.), Gestur Pálsson
(„Kærleiksheimilið“ o. fl.), Jónas Hallgrímsson („Grasa-
ferð“ o. fl.), Jón Stefánsson (Þorgils gjallandi, „Leidd
í kirkju“, „Ósjálfræði“ og „séra Sölvi“), Einar
Hjörleifsson („Vonir“), Jónas Jónasson („Eiðurinn“,
Hungurvofan) og loks minnist höf. á hið nýja leik-
rit Indr. Einarssonar „Sverð og bagal“, sem hann
hefir snúið á þýzku og iætur mikið yfir.
Hann hælir mjög Jóni Thoroddsen og Jónasi
Hallgrímssyni, og telur Gest Pálsson jafnvel einhvern
besta skáldsöguhöfund heimsins, og um Jón Stefáns-
son (Þorgils gjallanda segir hann: „Hvaða menta-
þjóð hefir þann bónda, án hvers konar skólamentun-
ar, sem getur ritað aðrar eins sögur og „Leidd í
kirkju“, „séra Sölvi“ og „Óajálfræði“?“
Sofandi prédikari.
21. júní lézt að Kjartansstöðum í Skagafirði Krist-
inn Pétursson, tæplega sextugur. Hann var að einu
leyti mjög undarlegur í háttum Hann prédikaði og
framdi öll prestsverk upp úrsvefninum, og gerði það
jafnt á degi sem nóttu. Hann hélt ræður, sem þóttu
jafnvel mjög góðar og lýsa töluverðri mælsku, og
var þó maðurinn ekki nema í meðallagi greindur
og málstirður. Aldrei hélt hann hina sömu ræðu
upp aftur, og jafnan söng hann sálma og vers, sem
enginn kannaðist við og hann kunni ekki í vökunni.
í svefninum þóttist hann jafnan standa í ræðustól í
björtu húsi, þar sem söfnuður og söngflokkur var við-
staddur, enu engan af söfnuðinum þóttist hann hafa
séð í vöku.
Hann hafði orðið svona í háttum upp úr veikind-
um. — Frásögn um hann er í „Þjóðólfi“ 1890 eftir
Hermann Jónasson.
Skagafjarðarsýslu, í júnílok: „Tíðarfarið er hér gott
hvað landið snertir, enn ógæftasamt við sjóinn og
fremur lítill afli bæði af fiski og fugli. Yantar líka
beitu fyrir fiskinn. Samt er orðið síldarvart. —
Grasvöxtur Iítur allvel út; mun verða meðal-grasár.
— Hrossa markaði vóru kaupmenn að halda um
miðjan þennan mánuð, og gáfu þeir fyrir þau frá 40
—80 kr. eftir vænleik. Þeir ætla líka að kaupa
hesta í júlí. — Vesturfarir hafa orðið héðan tals-
verðar í sumar, og sumir eru enn ófarnir. Vestur-
farahugur er alment að aukast".
Dáln í maí húsfrú Bergljbt Guttormssdbttir frá
Þverá í Laxárdal í Þingeyjarsýslu, ekkja eftir Jón
hreppstjóra Jóakimsson að Þverá; hún hafði verið
síðari kona hans og varð þeim ekki barna auðið.
Hún var dóttir Guttorms stúd. og alþingism. Vigfús-
sonar á Arneiðarstöðum. — Heimili þeirra hjóna var sönn
fyrirmynd og orðlagt um alt land fyrir þrifnað og
híbýlaprýðí. — Hún ól upp tvö fósturbörn: Bergljótu
Tómasdóttir konu séra Björns Blöndals á Hofi og
Herdísi dóttur Benedikts stjúpsonar hennar á Auðnum.
3. þ. m. lézt hér í bænum húsfrú Hildur Jbsefína
Jbnsdbttir kona Sigurðar Andréssonar (bróður Jóns
rektors Hjaltalíns á Möðruvöllum). Af börnum hennar
lifa 4, þar á meðal Ásgeir kaupmaður í Reykjavík.
Bátstapi varð í f. m. við Lagarfljótsós, með 4
mönnum, er allir druknuðu: form. Árni bóndi Sig-
urðsson frá Bakkakoti í Borgarfirði, Jón bóndi Björns-
son á Jökulsá og 2 Skaftfellingar, bræður, rúmlega
tvítugir. Árni lætur eftir sig ekkju og 3 börn. Jón
var fátækur fjölskyldumaður.
Eimskfpið „Neva“ nýkomið frá Englandi með
vörur til kaupfélags Árnesinga. Hafði ketillinn bil-
að í hafi, enn enskur botnverpingur hitti skipið 100
mílur undan landi og dró það hingað.
Engin neyð var í Kaupmannahöfn þrátt fyrir
hinn mikla vinnumissi. Formaður fátækramála (Ja-
cobi) hefir skýrt svo frá, að enginn einasti af verka-
mannalýðnum hafi enn beðið um sveitarstyrk.
Prófessor Finnur Jónsson er nú á vísindalegri
ferð um Sviþjóð og Noreg.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen hefir sótt um lausn
frá embætti sínu, af því að hann þurfi nú að dvelja
árum saman erlendis til að vinna úr því vísindalega