Fjallkonan


Fjallkonan - 13.01.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 13.01.1900, Blaðsíða 2
2 FTA LTLi’K 0 N A N. boðsmean bófanna og í þriðja Isgi þeir sem greiða félaginn árlegt gjaid til þess að geta verið örnggir fyrir því um !if sitt og eignir, og eru það helzt bændur. Félagið hefir lög, og verður hver nýr félags- maður að sverja eið að þeim. Inntakan í fé- lagið fer fram með ýmsum formálum og siða- reglum. Hver nýr félagsmaður verður að ganga á hólm við annan mann og berjast með rýtingi áður en hann er tekinn í félagið. Ef glæpur hefir verið framinn, má enginn félagsmaður bera vitni. Því festir félagið upp á húsveggjum áminningu til félagsmanna, sem hljóðar svo og er í Ijóðum: Chi tace, sara pagato, chi parla, amazzato (sá sem þegir, fær peninga, sá sem talar, verður myrtur). Þingmenn sjálfir hafa sagt á þinginu, að heilar sóknir á Sikiley gyldu árgjald til félagsins, og þeir embættismeun, sem vilja eyða þessum óaldarflokki, mega aldrei vera óhræddir um líf sitt. Kviðdómarnir þora ekki að kveða upp rétta dóma, svo eru þeir hrædd- ir við félagið. Fyrir nokkrum árum var sá maður innanrík- isráðgjafi sem Nicotera hét. Hann hafði strengt þess heit, að hann skyldi eyða ránsóöldinni á Sikiley og suðnr-ítaliu (Kalabríu). Foringi ræningjanna á Kalabríu hét Sinardi, og tókst Nicotera með því að heita afarmiklum launum að ná honum á sitt vald, en foringi ræning- janna á Sikiley hét Leó, og voru engin tiltök að ná honum, því hann hafði þingmanninn frá Palermo á sínu valdi og réð þar lögum og lof- um. Ráðgjafinn hótaði hörðu, en skömmu síðar var þingið leyst upp. Þingmaðurinn frá Pa- lermo var ekki endurkosinn, og var því rannsókn hafin gegn honnm. Réttá eftir var Leó ræn- ingjaforingi skotinn, en þá leið heldur ekki á löngu, að Nicotera varð að fara frá völdum, svo hafði bófafélagið Mafia um hnútana búið. Nú standa yfir nýjar rannsóknir út af morði, sem ætlað er að framið hafi verið af völdum félagsins fyrir nokkrum árum. Það var barón nokkur, sem myrtur var; hann var álitinn mjög áreiðanlegur maður og hafði verið feng- inn til að rannsaka mál sem ætlað var að fé- lagið væri við riðið. Friðþjófur Nansen. II. Það var allsnemma, að Nansen byrjaði að hugsa um norður-íshafið, og hvernig tiltækileg- ast mundi að fá það rannsakað. Seint og snemma var hann sokkinn niður í djúpar hugs- anir um þetta, og braut heilann um það, hver ráð væru vænlegust til þess að komast að norðurheimsskautinu. Svo var það eitt sinn haustið 1884, að hon- um datt ráðið í hug, og um leið réð hann með sér að gera tilraun, ef tækifæri byðist. Það atvikaðist þannig: Hann rakst á grein í „Morgenbladet“, sem hann þó annars ekki var vanur að lesa, og sér, að þar er skýrt frá ýms- um munum frá skipinu „Jeannette“, er hafði fundist á suðvestur- strönd Grænlands. Nan- sen áleit þegar, að þessir hlutir hefðu rekið með straumi yfir íshafið, nær eða fjær heimsskautinu. Datt honum þá undir eins í hug, að á sama hátt mundi mega komast þangað á skipi þá leið, sem væri svo gert, að ísinn ekki gæti klemt það milli sín, heldur lyfti því upp. Hann á- setti sér nú að gera tilraun, fyr eða síðar, til þess að kanna norður-íshafið, og ef svo vildi tiltakast, að komast að heimsskautinu- En áður en hann legði út í að biðja um fé til þessarar farar, sá hann, að hann hlaut að gera eitthvað það fyrst, er gæti aflað honum orðstírs og tiltrúar. Og það sem hjálpaði hon- um hér, var ferðin yfir Grænlandsjökla. Samt var það ekki fyrr en eftir rúm 2 ár, frá því konum hugkvæmdist áform sitt, að ferðin var gerð; en allan þann tíma hugsaði hann ekki um annað meira en þetta ferðalag, og hvernig því yrði bezt fyrir komið og það æskilegast fram- kvæmt. En um þetta Ieytið var það líka annað, er hann jafnframt hafði í huganum, og lika hefir ef til vill ollað honum ákyggju, og það var fröken Eva. Hann var dauðskotinn í henni, og hafði, eftir því er sumir segja, gert tilraun til að fá hennar, en ekki gengið. Seinna fékk hann þó sínum vilja framgengt, og giftist henni, en það var ekki fyrr en hann var kominn heim úr Grænlands för sinni. Ferðin á „Fram“ yfir íshafið kostaði ails kr. 444.399. Þeir sem með honum fóru, voru 12, og hann sá þrettándi. Af þeim vóru 9 giftir, er skildu eftir konu og börn. Þeir lögðu af stað 25. júní 1893, og komu aftur til Noregs í ágúst 1896, eftir rúmra 3 ára útivist. III. En hvað hefir nú þessi ferð Nansens leitt af sér; hver er árangur hennar? Frá vísindalegu sjónarmiði er árangurinn talinn mjög mikill. Fyrst má nefna það, að Nansen komst lengra norður, en nokkur maður hafði áður komist. Þeir sem lengst höfðu komist norður á bóginn á undan Nansen, voru enskir heimskautsfarar 1881—84; þeir komust á 83° 24' n. br. En Nansen komst norður á 86° 14' n. br. Þar af leiðir annað, að hann fékk miklu betri og full- komnari þekkingu á íshafinu, en menn höfðu áður haft, bæði hvað snertir dýpt þess, dýralíf, hita, strauma og fleira. í þriðja lagi fann hann ný lönd og eyjar, og þó slíkt hafi eigi mikið að þýða í verklegn tilliti, þá telst það vera mjög mikilsvert, að þvi er vísindin snertir. Enn fremur rannsakaði hann dýpið á þessum ókunnu stöðum, plöntulífið, norðurljósin, raf- magnið, segulaflið o. s. frv. Hvað t. d. ísinn snertir og rek hans, þá komst hann að þeirri niðurstöðu, að ísinn sé á einlægri hreyfing, og það aðallega í ákveðna stefnu. Þessi hreyfing íssins orsakast af straumum og áhrifum tungls- ins (flóði og fjöru). En af þessu leiðir það, að ísinn, þar sem Nansen fór yfir, var hvergi gamall, eins og þó sumir höfðu imyndað sér áður, að hann hlyti að vera þar norður frá. Mestur hluti hans var aðeins 4—5 ára gamall, og 2—3 metra á þykt (1 met. rúmir 38 þuml.). Hafið var allsstaðar djúpt, miklu dýpra en menn höfðu áður ímyndað sér. Um ísinn og ismyndanina segir Nansen á einum stað í ferðabók sinni „Fram over Fólar- havet“: „En ef nú allur ísinn í íshafinu væri inniluktur, og hið hlýja vatn útilokað frá að renna norður í íshafið, t. d. á þann hátt, að sjávarbotninn hækkaði um 600 metra, þannig, að það myndaðist ein landræma eða brú frá Skotlandi til Færeyja og íslands, og svo til Grænlands, sem aðskildi íshafið frá Atlantshaf- inu, eins og haldið er, að verið hafi fyrir löngu, hvað mundi þá verða? Ekkert heitt vatn að sunnan gæti þá runnið norður i íshafið, og enginn ís kæmist þaðan burt. Mundi íshafið þá botnfrjósa?“ Vér þekkjum enn ekki nægilega vel öll skilyrði þessu viðvíkjandi, til þess að geta gefið greinilegt svar. En svo mikið er víst, að það hlyti að myndast langtum þykkvari ís á hinu innilukta hafi, en nú á sár stað. Og hvaða áhrif mnndi það svo hafa á veðráttu og hita á norðurhluta hnattarins, þar á meðal norðurhluta Norðurálfunnar? Það er ljóst, að ef ekkert heitt vatn sunnan frá gæti runnið norður í Ishafið, þá mundi hinn árlegi meðal- hiti lækka; það hlyti að verða miklu kaldara í norður-Evrópu, en nú er, en aftur á móti yrði loftslagið heitara í suðurhlutanum og enda mið álfunni. Þetta stafaði af því, að engir kulda- straumar norðan frá gætu komist suður í Atlantshafið. Það yiði, með öðium orðum, enn þá meiri mismunur á loftslagi og veður- áttu, fyrir norðan og sunnan þessa Iand- spildu, en nú er á þessu svæði. En hvort þessi mismunur á loftslaginu mundi nægja til þess að mynda nýja ísöld, verðurekki sagt um með- vissu. Þó er það alment álit, að Iækkun meðal- hitans um 4—6 gráður hlyti að hafa þauáhrif, að ísmyndanin yrði miklu meiri, og ef til vill framleiða ísöld. Og það virðist alls ekki ósenni- legt eða ómögulegt, að slík landspilda, sem hér er nefnd, mundi geta orsakað þessa breytingu á meðalhitanum. Eu það er svo margt annað sem hér kemur til greina, og gerir þetta atriði flókið og erfitt viðfangs“. Dagur austmadur. Dulee domum! Bftir Guðm. Guðmundsson. Ég fæddist upp til fjalla í fornfálegum bæ; á vetrum sást hann varla, þá var hann hulinn snæ, — þar gróf hann pabbi göng í skaflinn þegar þrumdi á þaki hríðin ströng. Og oft var eg þar svangur og oft á höndum kalt, og það var þungur gangur er þrumdi élið svalt, að sjá um fé og fjós, — og hátta úti’ í horni við hálfdautt grútar ljós. En þegar sumarsólin svo saklaus, björt og hrein á hlaðvarpann og hólinn í heiði bláu skein og grasið gróið var, þá glóðu glitklædd túnin og gleðin ríkti þar. Þá beitti’ eg bjarta ljánum og balann græna sló; eg hljóp á eftir ánum, er aftanroða dró um fjöllin brjósta ber; eg sleikti froðu’ á stöðli, og stökk og flýtti mér. Við bæinn þar und barði er bundin minning trygg, þar fyrst í föðurgarði mér fiskur óx um hrygg,— þar fékk eg þrek og þrótt., við barning harðan hef eg þar happadrætti sótt. Og þegar eg var ungur og æsku fjörsins nant, um bratta kletta’ og klungur eg komst sem slétta Iaut, og elfar djúpar óð. Og þyngatu björgin bar eg er bæinn minn eg hlóð. En glögt eg man hve grét eg er gamla bæinn minn í rústir lagðan lét eg, — er leit eg hinsta sinn þann stað þar mamma mín mig hafði látið hvíla við hlýju brjóstin sín. Ég vildi bæinn vanda, þar var ei sparað til; þar sérðu stofu standa með stórt og fallegt þil, og gluggann glampar á, svo fagraa, feikistóran, þar forðum þaut í skjá. Og sterkur enn hann stendur þótt storma dynji sköll; þar haldast enn í hendur in himingnæfu fjöll og harðbrýnd halda vörð um blettinn eina’ er ann eg á okkar fósturjörð. Nú er eg orðinn þreyttur og ellin þyngir spor. Hve orðinn er eg breyttur,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.