Fjallkonan


Fjallkonan - 13.01.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 13.01.1900, Blaðsíða 1
Kemur fit einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.eða IV9 doll.) borgist: fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). h UppBögn (skrifleg)bund- in við áramöt, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðala: Þing- holts8træti 18. BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 13. janúar 1900. Nr. 1. Landsoankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbðkasafnið er opið hvern virkan dag kí. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er nú í landsbankannm og opið á hver- jnm laugardegi kl. 11—12 f. m. Mttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á aunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. FÉLIGSPREITSIIDJIN [ REYKJAVÍE prentar Ibækur og blöð og hvað sem fyrir kemur, smátt og stórt, eins ódýrt eða jafnvel ódýrara en nokkur önnur prentsmiðja í Rvík. Hvað vöndun á verkinu snertir, þá þarf ekki að taka það fram, að Félagsprentsmiðjan hefir ætíð prentað og prentar enn eins vel eða betur en nokkur prentsmiðja hér á landi, með því líka hún hef- ir bæði vandaðar prentvélar og letur, og að það er alt annað að prenta í Félagsprentsmiðjunni eða þeim prentsmiðjum, sem tildrað er upp án tillits til þess, hvernig verkið í þeim er af hendi leyst. E>að er sorglegt að vita, að menn hér skuli enn ekki vera komnir svo langt, að gera greinarmun á vand- aðri og óvandaðri prentun. Munið eftir því að í Félagsprent- smiðjunni fæst prentun vönduð, eins og bezt verður hér á landi, og að verðið er eins og ódýrast fæst hér á landi. -pTs;—^—^k—pt^—zfz ^js; ^fi ^ ^ ^fi ^ ^f' ^ ^ ^' *"t* ~fr Fjallkonan 1900. Eg hefi ráðist í að stækka Fjallkonuna þetta ár, eins og sjá má á þessu tólublaði. Eg hafði helzt óskað að stækka blaðið öðruvísi, með því að gefa það út í fjógra blaða broti, í sömu stærð og áður, en ég hefi komist að því, að almenningur lítur mest á það, að blaðið aé í stóru broti, en gætir þess síður, að blað í litlu broti með mörgum blaðsíðum getur verið eins stórt eða stærra en blað, sem er í miklu stærra broti. Pjallkonan verðnr þannig miklu stœrri en áður, og hefi ég því orðið að hækka jafnframt verð hennar upp í 4 krónur. Verðið hækkar þá ekki nema um einn fjórða part, og sjá allir að verðhækkunin er tiltölulega lítil. Ég vona »ð kaupendur blaðsins, sem Iengi hafa haldið trygð við það, taki því ekki síður nú en áður, enda mun það nú geta orðið miklu fjölbreyttara og skemtilegra en áður. Það er nú farið að síga á seinni hlut „Ævi- sögu Jóns Steingrímssonar". Þegar henni er lokið kemur í islenzka sögubálkinnm „Árna saga Kínafara". Það er ævisaga víðfóruls ís- lendings á 18. öld, sem mjög fáum mun kunn, samin af honum sjálfum og verður prentuð eftir hans eiginhandarriti. „Alþingisrímurnar" hefjast í þessu blaði, og mun almenningur kunna dável við þær. Þær treinast að líkindum fram á vorið. í þessu blaði kemur að eins inngangurinn. „Palladómar um alþingismenn 1899" byrja bráðlega í þessu blaði og verður haldið áfram fyrst um sinn. Þeir ættu að verða nauðsynleg leiðbeining við alþingiskosningar þær sem fara i hönd á þessu ári, því reynt mun verða að hafa þá óhlutdræga. „Reykjavík i krók og kring", eða lýsing Reykjavíkur með myndum, var fyrir löngu ætl- ast til að kæmi í þessum árgangi „Fjallkonunn- ar", en síðan hefir það orðið kunnugt, að rit- gerð um sama efni muni koma á prent í „Eim- reiðinni". Þykir því réttast að láta þessa rit- gerð í „Fjalik." bíða þar til ritgerðin í „Eim- reiðinni" er út komin, svo að „Fjallk". hafi þar eitthvað annað að segja en „Eimreiðin". Póiitískar horfur. Fjallkonan lagði það til í sumar fyrir þing, að réttast væri að hreyfa ekki stjórnarskrár- málinu á þessu þingi. Þetta var auðvitað talið Loka-ráð og undan rifjum afturhaldsmanna. En hver varð svo árangurinn af stjórnarskrár- starfinu á þinginu í sumar? Hann varð sá, að mikill hluti þingmanna Sýsti í rauninni yfir því með atkvæðagreiðslu, að þeir vildu alls ekki fást við stjórnarskrármálið í neinni mynd. Þegar landshöfðingi hafði látið skýrt í ljós, að frá stjóruarinnar hálfu væri ekkert því til fyr- irstöðu, að þingið færi fram á ýmsar breyting- ar á stjórnarskránni aðrar en þær sem „valtýsk- an" hafði í sér fólgnar, þá var eins og hundi væri boðin heil kaka; meiri hluti neðri deildar vildi þá ekki sinna máliuu. Sá fiokkur þingsins, landshöfðingja-flokkurinn, hefir, sem kunnugt er, ekki enn skapað sér neitt „prógram", eða ákveðna stefnu. Það var því ekki um annað að gera fyrir hann en að „gefa sig upp á gat". Sæmilegra hefði víat verið, að málinu hefði alls ekki verið hreyft á þinginu. Hinn fiokkurinn, ráðgjafa-fiokkurinn, getur efiaust ekki gert sér von um fylgi þjóðarinnar, nema hann fari fram á meiri umbætur en hann enn hefir gert. En án fylgis þjóðarinnar er engin von um sigur. Nú á síðustu árum hafa verzlunarvandræðin og fjárhagskröggurnar dregið hug alls almenn- ings gersamlega frá stjórnarskrárþrasinu, sem lika hefir kostað landið ógryuni fjár. Miðlun- in er dauð, benedikzkan er dauð; valtýskan að eins hjarir. Rætist svo ur hag landsins, sem vonandi er að verði bráðlega, að þjóð og þing finni hvöt hjá sér að fara fram á stjómarskrárbreytingu, þá verður að búa til nytt prögram. Frá útlöndum. Búar höfðu þegar síðast fréttist stöðugt haft betnr i ófriðinum en Englendingar. Enginn hafði búist við, að þeir mundu geta staðist gegn slíku ofurefii, en þeir hafa sýnt enn betur en nokkurn tíma áður, að þeir eru bæði her- kænir og skotmenn góðir. Ensknr blaðamaður, sem verið hefir í stríðinu, segir svo: „Hernað- araðferð Búa er mjög ólík því sem venjulega gerist, og er varla dæmi til slíks í mannkyns- sögunni. Herflokkar Búa og herflokkar Eng- lendinga eru á tvist og bast um landið í hræri- graut. Joubert hefir sýnt, að hann er ágætur hershöfðingi, og herforingjar Búa hafa sýnt, að þeir kunna líka nýjustu herstjórnarlist. Búar fara í flokkum sem ná yfir langt svæði, og þegar þeir mæta Englendingum dr&ga þeir saman fylkingararmana og sækja að á allar hliðar". Joubert hershöíðingi beitir sömu hernaðarlist og Hannibal. Hann lætur miðfylkinguna síga undan, en þá koma báðir fyikingararmarnir aftan að ðvinunum. Á þennan hátt vann Jou- bert sigur á White (huæt) hershöfðinga 31 okt. og féllu þá 2000 af Englendingum. Líkt hefir gengið til í síðari orustum. Hafa Englendingar jafnan beðið ósigur, en bardaga- stöðvar hafa einkum verið í Natal og í Kap- nýlendunni. Englendingar haía samtals mist nokkur þúsund manna og allmarga handtekna, og auk þess hafa þeir mist vopn og vistir. öera þeir nú ráð fyrir að auka herinn í 90,000, sem upphaflega átti að vera rúm 40 þús. Englendingar missa einkum fyrirliða sína; Búar miða helzt á þá, þekkja þá á búningi þeirra. Fyrirliðarnir eru því hættir að ganga í einkenn- isbúningi. Verzlunarfréttir. íslenzkar vörur eru nú að hœkka í verSi. Ekkert utlit fyrir að fiskur lækki; saltfisk- ur er í 63 -64 kr., smáfiskur 60— 61, ýsa 44 kr., æðardúnn ll1^—12 kr., og ull komin í 65 aura eða melra. Bófafélagið á Sikiley. Þetta blað hefir áður getið um bófafélagið á Sikiley, sem nefnt er „Maflia". Þetta félag hefir mjög mikil völd á Sikiley, og það seilist líka til annara landa og miklu víðar en menn geta ímyndað sér. Það var stofnað um siðustu aldamót tii varnar gegn ræningjum, sem þá óðu uppi á Sikiley, en brátt varð félagið sjálft ræningjafélag og náðl voða- tökum á landsmönnum og stjórninni sjálfri. Fé- lagið fremur alla glæpi, rán, þjófnað, morð, hræðir út úr mönnum peninga o. s. frv. Félagsmenn eru í þremur deildum: starfandi meðlimir, svo sem þjófar, ræningjar og morðingjar, menn sem hylma og fela þýfi, eða eru á annan hátt um-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.