Fjallkonan


Fjallkonan - 20.01.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 20.01.1900, Blaðsíða 2
2 F J ALTi'KON AN. presti dagsverk, sem eiga með sig sjálflr, þótt þeir tíundi ekkert. Hér er ekki gert ráð fyrir neinum gjaldstofni, heidur er gjaldinu dembt á þetta fólk sem nefskatti, þótt það sé heilsu- laust og eignalaust, eins og oft á sér stað. Af slíkum fátæklingum eða vesalingum hefir engum dottið í hug að heimta gjald, þar til nú á að bæta kjör guðsmannanna með því. Þá er ákvæðið í 2. gr. um ofíur. Þar er mönnum gert að skyidu, að greiða oöur aí húseign. Það hafa aldrei verið lög fyrri. Enn fremur taka þessi lög fram, að allir starfs- menn, sem hafa 600 kr. laun, skuli greiða ofíur, og er með því stórkostlega aukin tala gjald- enda aí þeim mönnum, sem ekki eru færir um að greiða slíkt gjald. Lögin segja nú að ofírið skuli vera að minsta kosti 4 kr. Það er svo að skilja, að prestur megi heimta meira, ef honum sýnist svo, jafnvel tugi eða hundruð króna í ofíur af einum manni. Þetta er ónákvæmt lagaákvæði, og ætti að gera öll slík ákvæði ræk úr löggjöfinni; það virðist sett með vilja til þess að prestar reyni að seilast svo djúpt sem þeir komast ofan í vasa safnaðanna. Þá eru í 3. gr. ákvæði um lambseldi. Hing- að til hefir lambseldi verið bundið við ábúð á jörð eða jarðarparti, sem hefði grasnyt, og eins þó jarðarpartur væri ekki metinn til dýrleika, svo sem grashúsmanna býli. Fyrri hlutur þessarar 3. greinar fer nú eftir þessu sem gilt hefir, en í síðari hlut hennar er ákveðið, að húsmaður skuli fóðra lamb fyrir prest, þótt ekki hafi afmarkað slæjuland, ef hann að eins hefir grasnyt svo mikla, að hann framfleytir 3 hundruðum kvikfénaðar. Hér þarf alls engan heyskap til þess að vera skyldur að fóðra lamb fyrir prest, því undir grasnyt heyra hagar þeir, sem eru grasi grónir og skepnur ganga á, svo sem hross og sauðir í útigangssveitum. Sömu- leiðis fjörubeit. Þessi ákvæði hafa ekki fyrri verið í lögum hjá oss, en undan þessari lambs- fóðursskyldu eru þó lausamenn og lausakonur þegnar, þótt grasnyt hafi og framfleyti 3 hundr- uðum kvikfénaðar. Svo er heldur ekkert á- kvæði um, hvort þetta eigi að vera gjaldskyld hundruð, eða að eins búfénaður, sem yrði talinn til 360 álna, þó ekkert af því væri gjaldskylt, eina og á sér stað með þá sem kaupa fé og hross eftir fardaga og selja aftur íyrir septem- ber-lok. — Það hafa heldur ekki Verið álitin lög, að sá sem býr á tveimur jörðum skuli gjalda tvö lambseldi, og að minsta kosti hafa yfirvalda úrskurðir um það fallið á annan veg. En hin nýju lög ákveða, að lambseldi skuli gjalda af hverri heilli jörð. Þetta hefði verið réttarbót, hefði því verið breytt sem nú á sér stað, að taka mörg lambseldi af jörð, eða eins mörg og búendur eru. Það hefði verið sam- ræmi. Eftir mínum skilningi er annars ekkert sam- ræmi í gjöldum og gjaldstofnum í þessum lög- um, heldur hefír að eins verið hugsað um það, að búa til nýjar álögur á ýmsar stéttir manna til þess að auka tekjur prestanna, en ekkert verið hugsað um, í hvaða hlutfalli álögustofn- anir standa sín á milli. Lög þessi eru mjög hirðulauslega úr garði gerð, og virðast hafa komist í kring fyrir undirróður prestanna á þingi, sem hafa verið að hugsa um stundar- tekjuauka sinn, fremur en gagngerða og heppi- lega breyting á lögunum. Jafnframt því sem kjör prestanna væri bætt, ætti að sjá um að störf þeirra kæmi að meiri notum en nú. Það má ganga að því. vísu, að bæði þessi lög og fleira, sem gerðist á síðasta þingi muni vekja megna óánægju hjá alþýðu og styðja meðal annars að ótrú á framtíð þessa lands. Ó- viturleg og ósanngjörn lög gera meira tjón í mannalátum hér á landi, en bæði berklaveiki og holdsveiki til samans. Þessi lög, sem hér er um að ræða, munu líka gera tjón í búnað- arlegu tilliti, því þau fæla fátæka menn frá að eiga tíundbærar skepnur, er nú verður að gjalda ný gjöld af, sem ekki hafa átt sér stað áður. Þau munu líka geta átt þátt í því, að spilla samkomulagi milli prests og safnaðar, sem víða má ekki lakara vera en það er. J J Verzlunarfréttir. Stolckseyrarfélagið hélt aðalfund sinn að Hala í Rangárvallasý8lu 13. og 14. des. síðastl. Á fundinum vóru milli 20 og 30 menn. Allir deildarstjórar mættu nema 1. Deildirnar eru 21 að tölu; eia bættist við á fundinum. Fé- lagið nær yfir meiri hluta Árnessýslu, alla Rangárvallasýslu og vesturhluta Skaftafellssýslu Formaður var endurkosinn alþm. Þórður Guð- mundsson í Hala, en afhendingarmaður í stað Ól. Árnasonar á Stokkseyri var kosinn Eggert Benediktsson á Laugardælum. Yfirskoðunar- menn félagsreikninganna endurkosnir, séra Skúli í Odda og Ólafur búfræðingur í Lindarbæ. Yerzlunar-umsetning félagsins var þetta ár rúmar 50,000 kr. Skuld félagsins við lok reikningsársins talsverð, sökum ýmsra óhappa, sem félagið hafði orðið fyrir á vörusendingum hingað til landsins, svo sem að ekki náðust upp úr gufuskipinu öweat í sumar á Stokkseyri, sökum hafnleysis, 100 steinolíuföt, sem skipað var svo upp í Reykjavík, og vóru að flækjast þar, þar til þær vóru seldar þar, en verð fyrir olíuna ekki borgað fyrir aðalfund. Skuld fé- lagsins er nú borguð að hálfu leyti. Félagið hafði sent út um 650 hross, sem seld- ust frá 2 til 5 kr. hærra hvert, en á mörkuð- um í sumar. Þeir fáu sauðir, sem félagið sendi tilEnglands, seldust á rúmar 11 kr.— 6 dunka (100 pd.) af skilvindu smjöri sendi félagið út, sem seldist 76 aura pd. brutto, eða 67 aura netto. Að VÍ8U þótti þetta ekki gott verð, eink- um af því að smjörið náði ekki fullri vikt, þeg- ar út kom. Smjörið var selt í Englandí. Það sem félagið lét af saltfiski seldist vel, um 44 kr. skippundið af ýsu. Þorskur enginn seldur. Fundurinn var eindreginn með að halda fé- laginu áfram, og þrátt fyrir það, þó félags- möunum hefðu þótt talsverðar misfellur á vöru- sendingum frá hendi umboðsmanna sinna í þetta sinn, var afráðið að breyta ekki um þá, heldar biðja þá að annast um innkaup og sölu fyrir félagið næsta ár. Skuldlausar eigur félagsins eru taldar að vera rúmar 5000 kr., auk varasjóðs, sem fyrst var settur á stofn næstl. ár, 2% miðaðviðinn- kaupsverð vörunnar. Óskil á póstsendmgum. Á síðustu árum eru póstmenn sífelt að heimta meiri og meiri laun, en jafnframt fer staurs- háttur og trassaskapur sumra þeirra síversn- andi. Nú er sagt, að týnst hafi heill poki með póst- sendingum af vestanpóstinum (sem átti að fara til Stykkishólms), og á Stað í Hrútafirði er mælt að mörg bréf hafi orðið eftir, sem áttu að fara með norðanpósti. Áf Akureyri er skrifað í des.: „Póststjórn- in í Reykjavík lét nú norðanpóstinn reka nærri alla hestana lausa norður, og komu með hon- um fá bréf og engin blöð nema Fjallkonan. En alt var sent með eimskipinu „Tejo“, líklega til sparnaðar. Li svo pósturinn nærri mánuð á Siglufirði, eða þangað til sent var eftir honum af Akureyri. Skyldi slíkt verða leikið oft?“ Um illa meðferð á sendingum, sem oft koma stórskemdar úr póstskrínunum og um önnur af- glöp póstvesningarinnar, er þörf að tala sem fyrst. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framli.) Meðan ég beið í Lundúnum eftir skipunum húsbónda míns, lét ég eigi undir höfuð leggjast, að gera mér ferð í brezka safnið (British Mu- seum) til þess að afla mér þar fróðleiks úr bókum og landbréfum um Sjöborgaland; ég vissi áður engin deili á því að kalla. Ég varð þess þá vísari, að staður sá sem ferðinni var til heitið var austanvert í landinu, einhverstaðar upp í Karpatafjöllum, og nær því á landamær- um Sjöborgalands, Moldau og Bukovina — eða í einu því horni Evrópu, sem ókunnast er og óárennilegast. Ég gat ekki fundið höliina Draculitz á neiuu landbréfi, því hér eru ekki til nein landbréf í líking við þau sem herstjórn- arráðaneytið lætur búa til heima á Englandi. Pósthúsið heitir Bistritz, og höllin á að vera í grend við Borgoskarðið. Sjöborgaland er fjöl- skrúðugt af alls konar þjóðum eins og líka Ung- verjaland, eða svo sögðu mér fræðimennirnir í brezka safninu. Hér eru að þeirra sögn: Þjóðver- jar, Valakar, Magyarar, Tjekkar, Slovakar, Si- gaunar, Slovenar, og guð veit hvað margar þjóðir, hver innan um aðra. Trúrnar eru nær því jafnmargar og þjóðflokkarnir, og þar að auki er að finna i hálfhring Karpatafjallanna svo að segja alla þá hjátrú og hindurvitni, sem til er í heiminum, ásamt fjölda &f hálfmyrkum munn- mælum og afargömlum erfðasögnum og siðum. Hér hafa þjóðflokkarnir hitst í fornöld, þegar þeir vóru að fara vistferlum; hér mætist enn menning vesturlanda og dulfræði austurlanda, eins og þegar tvær ár renna saman og mynda hringiðu, þar sem margt þyrlast í strauminum er annarstaðar er sokkið í djúp gleymskunnar fyrir löngu, eða það kemur þar upp úr kafinu þegar minst varir. Þetta er alt saman skemti- legt, en ég er því miður allur í lögfræðinni, og það er ekki mitt meðfæri að fást við þjóðleg fræði eða forn. Hver veit nema greifinn geti frætt mig eitthvað um það ? Greifinn hafði sent mér nákvæmar fyrirskip- anir um það, hvernig ég skyldi haga ferð minni. Hann hafði bent mér á gistihúsið „Gull- króuuna," þar sem bezt væri að gista hér um slóðir. Ég fór þangað, og varð þess brátt var, að við mér bafði verið búist, því undir eins við ianganginn mætti ég gamalli konu, góðlegri á svip og í venjulegum bændakvenna búningi. Hún hneigði sig djúpt fyrir mér og spurði á nokk- urnveginn skiljanlegri þýzku, hvort ég væri „herra Englendingurinn." Ég kvað já við því, og sagði til nafns míns. Hún virti mig ná- kvæmlega fyrir sér og talaði eitthvað til manns, sem var í næsta herbergi. Hann kom þegar með bréf í hendinni, og sá ég undir eins að á því var hönd greifans, sem er mjög einkennileg. Það var ritað á ensku, eins og bréf hans til skrifstofunnar í Lundúnum, sem ég er frá, og hljóðar svo: „Kæri herra! Velkominn til Karpatafjalla. Ég bíð yðar með óþreyju. Klukkan 7 annað kvöld fer póst- vagninn frá Bistritz til Bukowina, og hefi ég fengið yður þar far. Ég læt vagninn minn mæta í Borgoskarðinu og flytja yður heim. Ég vona að þér hafið ekki reynt ofmikið á yður á ferðinni, og að þér unið hag yðar í landi voru, sem er svo fagurt, meðan þér þurfið að dvelja hér í þarfir okkar beggja, og er yðar vinur Ðraculitz.íl Þetta er &It ágætt. Eg fer að verða for- vitinn. Það er fágætt að hitta ungverskan, eða réttara sagt sjöborglenzkan greifa, sem býr í gamálli höll í eyðifjöllum við euda hins siðaða heims, en ritar þó bréf á óbjagaðri ensku og með allri alúð kurteisra mentamanna, jafnframt sem hann vill gera samninga við málaflutnings- menn og fasteignasala um húsakaup í hjarta Lundúna. Slíkur maður hlýtur að vera ein- kennilegur. Bistritz, 4 maí. Ég gat ekki sofið í nótt eins og ég hefði þurft eftir ferðina, því það var eins og allir hundar bæjarins hefðu mælt sér mót undir glugganum mínum til að span- góla og láta öllum illum látum. Loks var ég

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.