Fjallkonan


Fjallkonan - 24.03.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 24.03.1900, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAtf heynálinnl eða greiddi úr flyksum á stailinum, og ef blanda skyldi saman hafði hann hina tegundina við hendina og sló hvorttveggja sam- an, strauk svo alt ofan í lausa heybinginn. Urðu úrhristu agnirnar þannig innan um heyið og fóru með því í jöturnar. Undir bingnum varð mjög lítill salli, því fanghristing hafði hann ekki. „Þ.“ meinar máske eitthvað líkt þessu, en skýringuna vantar. „Þ.“ finnur að þeim „sið á Suðurlandi“, „að láta húsin standa opin á næturna“. Ég hefi ekki orðið var við að það væri gert nema hjá útigöngufé, sem að eins hefir hús tll skýlis, en sjaldan til fóðrunar. Aðrir fjármenn segja að fyrir það fé eigi loftið í húsunum að vera iík- ast því sem úti er. Auðvitað má húsið ekki leka og ekki vera annað op á því en dyrnar, sízt í gagnstæða átt, og er þá hvorki hætt við súg í því né ofbleytu, nema féð gangi í fjöru, og er þá venjulega haft rimlagólf í húsunum. Útigöngufé þarf ekki að byrgja inni nema á hættujörðum. Það leitar skjólsins sjálfkrafa, þegar iilviðrin eru, eða tollir inni, sé það rekið að húsunum, þangað til því þykir fært út að leita sér bjargar. Það er furðu hagsýnt í þeim efnum, og árvakrara en flestir sunnlenzkir fjár- menn nú á tímum. 6/2 1900 B. B. (Ekki höf. greinanna: „Ættjörðin og skólarnir"). Meðferð útflutningshrossa. Mér hafði dottið í hug, að svara „Dýra- vminum“ í 10. bl. „ísaf.“ þ. á., en af því hr. Björn Bjarnarson í Q-röf hefir orðið fljótari til (sjá Fjallk. 10. tbl.), þá læt ég mér nægja að byrja þar sem hann endar, og lýsa með- ferð á hrossum milli landa, á því skipi sem óg hefi verið með. 26. júlí siðastl. flutti póstskipið „Laura“ um 270 hesta til Skotlands og Kaupmanna- hafnar; þar af átti ég með 89 hesta, og fór þvi með aðallega til að sjá um hvernig þeim liði á leiðinni. Mór hafði ekki dottið í hug, að það væri brúkuð eins mikil nákvæmni við hirðing á þeim, eins og þar var gert. Hver- jum hesti var gefið 10—12 pd. af heyi á dag, og vatn eins og þeir vildu drekka, og altaf vóru menn í lestinni til að sjá um, að alt væri í lagi; enda litu hestarnir, sem fóru til Leith, vel út, nema einn, sem var sárfættur þegar hann fór hóðan; hann kveinkaði sór líka, að ganga þar á steinstrætunum, og varð óg að taka hann á stall þar; en það ætti enginn hestur að fara um borð sárfættur. Ég held að „Dýrav.“ þekki ekki meðferð á hross- um i öðrum löndum, ef hann heldur að þeir séu kvaldir þar. Við höfum sjálfir ekki ráð á að fara eins vel með okkar hesta hór, nema ef vera skyldi nokkra reiðhesta. Enn þá hefi ég ekki komið í neina kolanámu; en ég hefi ásett mór að gera það, efégsigli oftar; þóþyk- ist óg vita, að þar muni vera hafðar strang- ar gætur á, að hestar sóu ekki brúkaðir nema ákveðinn tíma úr deginum, og fái fóður sitt á réttum tíma. Það getur skeð, að „Dýrav.“ álíti kolanámurnar kvalastað, en það verða mennirnir líka að þola að vinna þar. En það mundu ekki svo margir af okkar íslenzku hestum lenda þar, ef við færum að vanda uppeldi á þeim, og lótum þá ekki sigla eldri en 7 vetra. Færeyingar eru komnir það lengra en við, að þeir eru búnir að fá sór kynbótahest frá Noregi. Því skyldum við þá ekki gera það, sem höfum margfalt fleiri hesta að tiltölu við fólksfjöldann, og eftirþvisem akvegum fjölg- ar, þurfum við að fá sterkari hesta. Sömu- leiðis mundi það hafa mikil áhrif á verðið, á þeim hestum sem út eru fluttir, ef þeir hækk- uðu, þó ekki væri nema um 1 eða 2 þuml- unga. Ég læt úttalað um þetta að sinni, en von- ast eftir, að ef einhverir hafa séð ósæmilega meðferð á fónaði, sem út er fluttur, þá láti þeir til sín heyra, því slikar aðfinningar eru nauðsynlegar. Reykjavík, 17. marz 1900. J'on Þórðarson. Alþingisrímur. Fimta ríma. Það er eitt af þingsins verkum — þangað skal nú víkja mál —, út að hluta mönnum merkum mótað, fagurt Rínar bál. Keppist hver að köku sinni kappinn eldi’ að skara þá; brennur mjög í brjóstum inni bálheit gull og silfur-þrá. Oft er rimman háð þar hörðust, hver vill sínum veita llð; aldrei sumir betur börðust, brugðið er því jafnan við._____ Svo var og á þessu þingi, þótti harðna vopna dans; bezt þó sótti’ ’inn sóknum-slyngi Sigurður snari’ og kappar hans. Burt þeir héldu gulli gæddir, glampi stóð af ásjónum, undur-fögrum fötum klæddir úr fjögra aura póstmerkjum. Næst þeim dugði doktor Forni, dál’tið var hann rykugur; sagt er á þeim sama morgni sást hann ganga óhaltur. Dróttir til hans drjúga bita detta létu’ af borðum hám, því annars þóttust allir vita, hann yrkja mundi’ um þingið klám. Silfri út þeir sáðu’ um götur, sínu hver þar eftir gekk; Bjarni til að skoða skötur skratti háa summu fékk. Matthías vor á vængjum þöndum vatt sér snjall að hrúgunni. Gullið kreisti í heljar-höndum Haraldur inn ebreski. Krókinn vildi’ af kappi maka kvenna ljóminn Indriði, en þegar átti til að taka tómhljóð var í skúffunni. „Sverð og bagal“ sinn hann reiddi, sorglega brást hans fagra von; út er þingið auðinn greiddi Einar hlaut hann Gunnarsson. Fé sem nemur fjölda bjóra fengu’ í hlut sinn Templarar; enda er sagt þeir sitji’ að þjóra síðan fram á næturnar. Þingið bændum veita vildi vænau styrk sem alloft fyr, en er til þess taka skyldi tómir vóru sjóðirnir. — Endar ríma, úti’ er skíma, að mér gríma sækja fer. — Lofnin kímin lagar bríma, lof mér að híma í DÓtt hjá þér. ISLENZKUR SOGUBÁLKOR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarr. Landsbókas. 189, 4to]. (Pramh.). Frá pvi fyrsta eg var kominn til vits og menningar ára hafði eg af náttúrunni inngefna sterka lyst til lseknisdóms- konstar, sem eg í leynd stúdéraði þó upp á, og byrjaðist það með litlu tilefni þá eg var í Hellum. En þar mér tók strax að farsælast það verk, fékk eg stóra aðsókn af nauðlíðandi sjúkum og vausælum mönnum. Nú þá eg var prestur orðinn, og kominn að Felli, var sjaldan sjúk- lingalaust á minu heimili, stundum tveir og þrír. Oft var eg sóttnr til veikra, bæði héðan úr sýsln og Rangár - vallasýslu, vor og haust, þá eg fór til minna bús út- réttinga. Safnaðist að mér mikiil fjöldi, ei alleinasta úr Rangárvallasýslu, heldur ÁrneBS- og Gullbringusýslu, að eg man ei, í þau 17 ár sem eg iðkaði þetta helzt, væru minnien 50 til 60 manns, er eg Iæknaði í bverri ferð, í hverju verki guð gaf mér þá hepni, að flestir höfðu þar af með guðs bjálp heilsubót, en enginn skaða, so eg kann, án allrar sjálfhælni, og sem fyrir guðs augliti, að saman reikna yfir tvær þúsandir manns, já enn frekara, sem lækningar og létti fengu fyrir mín verk og ráð, hvar til sá hálærði Landphysieus Bjarni Pálsson, sem ald- rei sleit trygð við mig, lagði mér til verkfæri, meðul öll, ráð og dáð, því hann var útgefinn til þess, að sem flestir hefðu gagn af sér og hans kunnáttu. Blessuð veri sú hans minning. Eg fann og upp af hugviti margt sem í vanefnum vatð að lukku. Þó eg væri stundum fyrir vestan, stundum hér eystra vikum saman, passaði eg þó so upp á mín embættisverk, að þau skildu ei forsómast þar við, og lagði á mig harðar reiðar til þess og fleira, að enginn gat þar um klagað. Guð fór og svo að því, að ekkert féll til í sóknum mínum, meðan eg var þann- inn í burtu, skaðlegt, sem mér gat orðið að hneysu. Sumir af þeim ereg læknaði borguðu mér ærlega, aðrir þar á móti vildu ei, og flestir af þeim aumingjum gátu það ekki. Nú so sem guð sem rannsakar hjartalag og verk allra manna, vissi að eg gerði mér ekki til hrðss eður ávinnings, heldur af frómu hjartalagi honum til dýrðar og gagns mínum nauðlíðandi náunga, hvar til eg ætið ákallaði hann og bað hann að hjálpa mér til þess — so hans kóngleg majestæt Christian 7di sendi mér 20 rdl. medalíu með sínu eigin aftrykki, og 20 nýslegnar specíur með náðugu bréfi og befalning, að eg skyldi fá ríkara prestakall en það eg við væri. Dannig álitur guð kær- leikans verk, sem gerð eruí hans nafni af hreinu hjarta; þanninn heyrir hann bænir sinna nauðlíðandi barna og Iaunar það sem þeim er gert. Nú féll til gott og liðugt prestakall, Saurbær á Hvalfjarðarströnd, sem mér mátti nú strax í hendi verða. Orsök hvar fyrir eg sótti ei um það var þessi: Eg var í stóru vinfengi þann tíð við sýslumann Sr. Brynjólf Sigurðsson í Hjálmholti. Meðal annara hans barna var sú jómfrú, er Helga heitir, guð- hrædd stúlka, frómlynd og mannverusöm. Hún var í þjónustu léð Thorláki sál. á Þykkvabæjarklaustri. Hún var haldin af því krankdæmi, að hún misti ei eðlisblóð; var þar af orðin so brjóstveik, að gekk oft upp frá brjósti hennar, en holdið komið í kláða og sár, að naum- lega gat gengið. Dóttir mín Þórunn var og þann tíð á Mýrum, hverri þessi stúlka var sérlega góðsöm. Alt þetta knúði mig til að lækna og svía so hennar mein- semdum, sem eg hafði bezt vit og efni til, sem þó vildi ei til fullnustu ávinnast, hvar fyrir eg sagði henni eitt sinn: „Þú hlýtur endilega að giftast, ef að þetta krank- dæmi þitt skal komast í lagfæring, og það ráðlegg eg þér“. Hún svarar með angri: „Sýnist þér eg vera gift- ingarleg; það sé langt frá mér eg hugsi nokkuð til þeirra efna“. Eg segi að guð verði að ráða því. Eftir langar umtölur mínar og útmálanir með rökum og dæm- um þar upp á, segir hún: „Geti það so ólíklega upp á komið, so læt eg þig vita af því, og hefi eg þig þá í heimullegu ráði með mér“, — er eg velkomið sagði. So fór hún aftur til föður sins. Biður hennar þá einn prest- ur, sem heitir Sra. Björn Þorgrímsson, sem þá var capellán hjá Sra. Þorvarði Auðunarsyni í Saurbæ. Hann fékk hana ei auðveldlega; henni var og ei um að taka honum, því hann sýndist ei hafa hraust hold með öðru fleira. Hún fer austur að Klaustri. Gistir hjá mér til og frá og segir mér frá þessu ráði; eg framfylgi því það kröft- ugasta og sver við skynsemi mina, að hún þurfl ei að óttast fyrir spítelsku á presti. Hann sé mörgum gæðum

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.