Fjallkonan


Fjallkonan - 04.04.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 04.04.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða V/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). BÆNDABLAÐ UppBögn (skrifleg)bnnd- in við áramót, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafl bann J)á borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Reykjavík, 4. apríl 1900. Xr. 13. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbótcasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stúndu lengur tii kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahósnu, opið á miðviku- dögnm og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar, ki. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Skólar vorir. í 1. tölubl. „ísafoldar" þ. á. er því lauslega kastað fram, að í skólum vorum só oss sjald- an kent að elska neitt eða haia neitt; og enn- fremur er það gefið í skyn, að skólar vorir hirði svo sem ekkert um þann part mannsins, sem hugsar og ályktar. Greinar höfundur einn í „Fjallkonunni“ hefir og nýlega tekið í sama strenginn, og fæst hann mest um það, að ættjarðarást só lítið eða alls ekki kend í skól- um vorum. Hann ségir, að landsmenn ætlist til, að þeir, sem í skóla ganga, verði „ekki einungis mentaðri og lærðari, heldur þrosk- aðri andlega og líkamlega, og færari í hverja stöðu lífsins heldur en áður“. Þetta er nú í sjálfu sér alveg réttmæt krafa. Eg verð þó að gera þá athugasemd við málsgrein þessa, að höf. hefði verið nóg að segja ekki að eins lærðari heldur og mentaðriu, því að það orð hefir að uppruna sínum í sór fólginn allan siðari part málsgreinarinnar. Það er og miklu fremur synd almennings en skólanna, að kalla þann mann mentaðan, sem gengið hefir í skóla, eða fengið eitthvert fróðleiks hrafl, hve lítill sem andlegur þroski hans er. Það er eitthvert erfiðasta og vanþakkl&tasta starf, er kennendur eiga að gegna, að uppræta úr huga ungra manna röngum skoðunum, sem þeir hafa alist upp við og almennastar hafa verið í sveitum þeirra, og hins vegar að beina skoðunum þeirra í rótta átt. Þeir kennarar, sem það gera, mega eiga vissa von á þvi, að almenningur, ef ekki lærisveinarnir sjálfir, kalli þá óþjóðlega. Eg get nú ekki betur skilið greinahöfunda þessa, en að þeir ætli, að fæstir eða engir kennendur í skólum vorum gefi sig við því að gera lærisveina sína að mentuðum mönn- um í orðsins eiginlega skilningi. í „ísafold“ segir, „að oss sé sjaldan kent að elska neitt eða hata neitt". í „Fjallkonunni" stendur, „að sögukenslan só lítið annað en timatal og þur ártöl, og að kennararnir hafi ait ann- að í höfðinu að fræða nemendurna um, en að þeim beri fyrst af öllu að elska ættjörð sína, að fyrir hana eigi þeir að vinna, og að sá, sem slóttar túnið sitt eða ræsir fram engjarn- ar sínar, só jafn-þarfur landinu og sá, sem situr i dómarasætinu, á þinginu, eða stendur fyrir altarinu“. Eru nú greinahöfundar þessir svo fróðir, að þeir geti sagt um það með nokkurri vissu, hvort kenslu i öllum skólum landsins só svo ábótavant sem þeir segja? Eða er þetta að eins ímyndað fróðleikshrafi höfundanna ? Þessar spurningar flugu mér í hug, er óg las þessa þungu ákæru gegn skólunum, en fann mjög litlar röksemdir hjá greinahöfundunum fyrir henni. Eg ætla mér alls ekki þá dul, að svara spurningum þessum játandi eða neit- sndi, því að mig vantar næga þekkingu til að svara þeim svo, að nokkurt mark só á tak- andi. Að því, er þjóðrækniskensluskortinn snertir, virðist „Fjallkonu“ höf. að byggja kæru sína á kenslubókunum. En á þeim ætla óg valt &ð byggja. Eg ætla, að flestir kennarar kenni margt og mikið, sem eigi stendur í bókunum. Gallar kenslubókanna hafa því lítið að þýða í höndum góðs kennara, því að hann notar þær að eins eins og nokkurskonar texta. Eins er það, að góð kenslubók verður eigi að miklum notum í höndum þeirra, sem ekki gera ann- að en hlýða yfir. En þess er og að gæta, að kenslubækur þær, sem ætlaðar eru til þess, að menn læri af þeim sjálfir án tilsagnar, verða að vera alt öðruvísi lagaðar en þær, sem kennurum er ætlað að kenna eftir. Eg skal játa það, að vér höfum oflítið af slíkum bókum, því &ð vel get óg trúað því, að marg- ir þeir, sem eigi hafa tök á að ganga í skóla, mundu vilja nota þær. Því miður er óg ekki svo kunnugur kenslu í skólum vorum, að ég geti borið það af þeim, að kenslu þairra sé svo ábótavant, sem grein- arhöfundarnir segja. En ég hefi þá von, að kennarar þeirra muni geta borið af þeim þetta lastmæli. Einn skóla þekki ég þó miklu betur en greinahöfundarnir, og bæði vil óg segja satt og get sagt s&tt um kensluna í honum. Það er sá skóli, sem ég h9fi veitt forstöðu nú í 20 ár. Að því, er hann snertir, þá er það alls ekki rótt hermt, &ð lærisveinum hafi ekki kent verið að elska neitt né hata neitt, eða að viljahlið sálarinnar hafi verið látin afskifta- laus; heldur ekki er það rétt, að þeim hafi ekki verið sýnt fram á, hve áríðandi það só, að hver limur þjóðfólagsins gegni köllun sinni sem hyggilegast, trúlegast og með sem mest- um dugnaði. Bæði ég og meðkennarar mínir höfum nú prédikað það bæði í kenslustundum og utau kenslustunda, að fróðleikurinn einn væri eigi nægileg mentun þeim, sem vilja skipa rúm sitt vel í þjóðfélaginu. Sterk á- herzla hefir verið lögð einmitt á það atriði, sem „Fjallkonu“ höf. tekur fram, að sá, sem slóttar tún sitt, eða ræsir fram engjar sínar, só jafn-þarfur landinu sem sá, sem situr í dómarasætinu, situr á þinginu eða stendur fyrir altarinu". Þarna höfum vér þá hitt á það, sem greinarhöf.segir að skólarnir geri ekki. Að því er snertir þjóðræknis kensluna hjá oss, skal óg játa það, að vór höfum ekki sungið oft: „Eldgamla ísafold“ eða aðra svo kallaða ættjarðarsöngva, og neita óg því þó ekki, að þeir geti verið góðir fyrir það, en vór kenn- ararnir erum engir söngmenn. En á hver- jumvetri hefir verið lesið og útlistað: „ísland farsælda frón“. Og vór höfum lagt aðaláherzl- j una á það, að koma inn hjá lærisveinum vor- um hugmyndinni um, hvað það só að vera sannurog nýtur maðnr, og get óg ekki betur sóð, en að þjóðræknin felist og í þessari hug- mynd. Vór höfum og lagt mikla áherzlu á það, að það sé eitt aðalatriði mentunarinnar að forðast mont, framhleypni, skrum og hleypi- dóma, það er, dóma, sem á litlum eða engum rökum eru bygðir, og að skoða hver mál frá fleiri hliðum en einni. Vór höfum getað feng- ið nóg tækifæri til þessa, þótt ekkert sé tal- að um það í kenslubókunum, bæði í meðferð ritgerðaefna pilta, sem þeir fá í viku hverri, í mörgum öðrum ken slustundum, í samtali við pilta utan kenslustunda og á laugardags- fundum pilta. Sá hefir verið siður hér, síðan skólinn hófst, að piltar hafa haft fundi á hverju laugardagskveldi, og hafa rætt þar þau málefni, er þeir sjálfir hafa valið. Á þessum fundum eru kennararnir líka, oft allir, en alt af einhver þeirra, og taka þátt í um- ræðunum. En greinarhöf. hefir fullan rótt til þess að beina þeirri spurningu til vor: En hvar eru ávextirnir af þessari 20 ára kenslu yðar? Eg skal nú.játa það hreinskilnislega, að mór verð- þar ekki eins greitt um svörin, og óg vildi, því að óg þykist ekki geta sagt um það með neinni vissu, einkum sökum þess, að flestir lærisveina vorra hverfa frá oss meðal lands- manna eftir það, að þeir hafa verið hér. Eg vildi helzt, að nokkrir lærisveinar vorir eldri og yngri vildi svara þessari spurningu. Mér dettur ekki í hug að neita því, að greinahöf. kunni að þekkja Möðruvelling eða Möðruvell- inga, sem hvorki eru fróðir, skynsamir, vilja- fastir eða andlega þroskaðir. Menn mega þó ekki misskilja svo orð mín, að ég sé sann- færður um, að þessi kensla vor hafi orðið al- veg árangurslaus. Nei, engan veginn, en ég vil ekki segja neitt ákveðið um það, sem óg veit ekki með vissu. Og þó að nú árangurinn væri minni, en vór allir vildum óska, væri það þá sanngjatnt að kenna kensiunni einni eða skólanum um það. Mór finst það ekki. Vér verðum að gæta þess, að piltar flestir eru hór aðeins 15 mánaða tíma. Er nú nokkur von á því, að skoðanir þeirra, skaplyndi og siðferðisþroski geti breyst að fullu á svo stuttum tíma? Eða þó að það byrji að breytast hór, að það þá geti haldist hjá þeim, er þeir koma heim aftur, þar sem alt aðrar skoðanir og aðrir hugsunarhættir eru ríkjandi? Menn verða að gæta að því, að vór veljum oss eigi sjálfir aknr vorn, heldur verðum vór að taka við honum, eins og landsmenn rétta hann að oss. Vór eigum svo að sá góðu fræi í hann. En eins og allir vita, sprettur ekkert fræ upp sama dag, er því er sáð, heldur þarf það nokkurn tíma þangað til það fer að sýna blöð ofanjarðar. Og oss kennurum þykir góðra gjalda vert, ef vér erum farnir að sjá blöðin eða vísi til þeirra, þegar vór verðum að skila landsmönnum akrinum, og verður það þá þeirra, að hlúa að þessum nýgræðingi, svo að hann geti náð nokkrum þroska, eða, ef til vill, að uppræta hann eða kæfa. Fyrir því, ef árangurinn verður lítill eða enginn af störfum vorum, get óg ekki betur séð, en að það só eins mikið að kenna lands- mönnum sjálfum og skólunum. MöðruvallaBkóla, Gvöndardag 1900. J. A. Hjaltálín. Athugasemdir út af „Aldamótum" 1898. Eftir Quðmund Friðjönsson. I. Séra Friðrik segir á einum stað í fyrirlestri

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.