Fjallkonan


Fjallkonan - 04.04.1900, Qupperneq 3

Fjallkonan - 04.04.1900, Qupperneq 3
FJALLKONAN. 3 þá áleifc, að miðaði til þess að eyðileggja land- ið og að þingið gerði sér stóra minkun að ræða slikt mál. í bankamálinu „stór&“, sem kallað hefir verið, var Guðlaugur fyrsí mjög öndverður, jafnvel þótt hann mætti sjá, að gallana sem hann fann að frumvarpinu mætti laga i hendi sér, en einhvern veginn atvikaðist það svo, að hann varð síðan einhver ötulasti fylgismaður málsins. Jafnvel þótt ýmislegt megi finna að fram- komu Gruðlaugs á þingi, verður því ekki neit- að að hann er einn af mestu hæfileikamönn- um á þinginu. Halldór Dcmíelsson, þingmaður Mýramanna, fær hér stuttan dóm, af því þess gerist engin þörf að dreifa honum við kosningar þær sem fara í hönd, því hann mun áreiðanlega ekki gefa kost á sér aftur til þingmensku. „Þjóð- ólfur“ hefir, minnir mig, reynt að slá sig til riddara með því að seiiast í þenna bónda, sem alveg er hættulaust að ráðast á. En honum hefir ekki farist þingmenskan svo, að hanneigi neitt ámæli skilið fyrir hana. Hann er íbetra lagi að sér af bændum og fróður í mörgu, en auðvitað ekki til þess gerður að sitja á þingi. Hann hefir þó ekki staðið ver 1 þeirri stöðu en sumir aðrir, og eflaust verið meinlítill, en það verður ekki sagt um suma þingmenn. Frá ófriðinum spurðust engi tíðindi, sem nokkurs séu verð, með kolaskipi því sem kom í gær. Það hafði áðnr frétst, að Bretar höfðu tekið Bloemfontein bardagalaust að kalla, og situr nú Roberts hershöfðingi Breta þar. Af liði Bullers eru nú betri fréttir en áður, og sagt að það sé á leiðinni norður eftir. Umsátin um Mafeking heidur enn áfram; þar er til varnar fyrir BretaPowell herforingi. Ekki er að sjá að nein orusta sem að kveð- ur hafi verið háð nýlega; þó er svo að sjá sem Búar hafi aftur náð á vald sitt einum smábæ, Ladybrand. Yfirhershöfðingi Búa, Joubert, sagður dáinn á sóttarsæng. Ákveðið að flytja Cronje hetjuna miklu, sem geymdur hefir verið í Kap, ásamt einhverjum af mönnum haas til St. Helenu, til geymslu þar meðan á stríðinu stendur. Pólitiskur fundur. Þingeyingar héldu póli- tiskan fund 11. marz á Húsavík. Fundarstjóri var Sigurður Jónsson úr Yztafelli og skrifarar Benedikt Jónsson á Auðnum og Bjarni Bjarna- son á Húsavík. Segir bréfritari svo frá, að á undan þessum fundi hafi verið „haldnir nokkrir smáfundir, og heiztu menn hópað sig til ráðagerða“. „Eftir langar og ítarlegar ráðagerðir og yfirvegun beztu manna“ segir bréfritarinn, að þeim hafi komið saman „að byggja upp, ef unt væri, annað öruggara og eindregnara þing“. „Sú .negativa’ varnarstefna dygði nú ekki lengur“. „Þess vegna“ kveður hann Þingeyinga „hefjast handa og bjóða íslendingum kosninga-,prógram’“. Og þetta kosninga-prógram er ekkert annað en benedikzkan. Á fundinum var að eins rætt stjórnarskrár- málið og bankamálið. í stjórnarskrármálinu vóru samþyktar þessar ályktanir: 1. Fundurinn lýsir yfir því, að það er hans eindreginn vilji, að alþingi framvegis haldi stað- fastlega fram sjálfstjórnarkröfum þjóðarinnar á grundvelli hinnar endurskoðuðu stjórnarskrár (1886 og 94), og að þegar á næsta þingi, eða svo fljótt sera unt er, verði samþykt frumvarp til stjórnarskipunarlaga, sem tryggi þjóðinni fyllilega þessi meginatriði: a) að sérmál íslands verði ekki borin upp í ríkisráði Dana, b) að hin æðsta stjórn sérmála íslands sé búsett í landinu sjálfu og verði krafin ábyrgðar á sérhverri stjóraarathöfn fyrir alinnlendum dómstóli, er jafntramt sé skipaður með lögum. Fundurinn skoraði á þá héraðsmenn, sem væru sammála yfirlýsingu fundarins í stjórnar- bótarmálinu og hafa kunnugleika í öðrum hér- uðum landsins, að vinna að því eftir megni, að þau verði sem bezt samtaka þessu héraði við í hönd farandi kosningar. í bankamálinu taldi fundurinn það heppileg- ast, að hlutaíélagsbankafrumvarpi síðasta þings yrði ekki hreyft fyr en séð yrði, hvernig lögin um veðdeildina og seðla-aukninguna reyndust. noylij avili. Skipakoma: „Stabil“, gufuskip með kol til Brydes-verzlunar kom í gær frá Englandi. Innhrotsþjófnaður var framinn í bakarabúð Sturlu kaupmanns Jónssonar nýlega. Hafði verzlunarmaður, sem var þar um kveldið, sagzt mundu hætta á að taka ekki með sér peninga sem safnast höfðu í skúfluna um daginn; menn vóru margir í búðinni og virðist svo, sem ein- hver þeirra hafi veitt því eftirtekt, því um nótt- iua var brotist inn í húsið og stolið þeim 28 kr., sem vóru í skúfíunni. Aflahrögð ágæt á þilskip. Pétur Hjaltesteð úrsmiður Fíólín margar teg. Flautur Reykjavík Laugaveg 18 Guitarar margar teg. Af því &ð strandferðir eru nú þegar byrjaðar, læt ég ekki hjá líða að knnngera heiðruðum skiftavinum mínum, nær og fjær, að ég hefi nú á boðstólum fyrir sanngjarnt verð upptalda muni, sem ég leyfi mér að mæla með sem vandaðri, góðri og átgengilegri vöru. Grullúr Silfurúr kvennúr og karlm.úr. Yerð frá 8 kr. Nikkelúr mjög margar tegundir. Yekjaraklukkur, margar sortir StOfUlilUliliHr margar teg. Hegvilatorar margar sortir. KLUKKUR með HJÓÐFÆRI i TAFFELÚR CRONOGRAPH tæzzss:* -saszzza Úrkeðjur fyrir konur og karla. Hálskeðjur Ilálsúrkeðjur Sportkeðjur keðjur þessar eru úr gull- pletti á silfri, 14 karat. Double,Talmi,Silfur, Nikkel Hálsmen mjög margar teg. KAPSEL úr silfri og gulli, mjög marg. teg. ARMBÖND, GULLHRINGrAR, Steinhringar BRJÓSTNÆLUR, mikið úrval SLIFSISNÆLUR fyrir karlmenn. Singers- stíguar Vélarnar eru seldar með saumavólar handsniinar ábyrgð fyrir góðri vinnu og góðri endingu. KÍKIRAR, LOFTÞYNGDARMÆLAR, HITAMŒLAR, VEGGMYNDIR, STEREOSKÓP, STEREOSKÓPMYNDIR, ALBUM, SKRAUT- GRIPAÖSKJUR. Columbía-zitherar, Munnhörpur margar teg., Lírukassar, Spiladósir, Ocarinur. Guitar- Fíólín- og Akkord-zither-strengir, Skóiar fyrir sömu hljóðfæri og yfir höfuð 11 sem til þeirra heyrir. Laxveiðafæri og alt þar til heyrandi. Allar pantanir eru fljótt og vel afgreiddar. Viðgerðir fljótt og vel afgreiddar. Með virðingu. Pétur Hjaltesteð.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.