Fjallkonan


Fjallkonan - 30.06.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 30.06.1900, Blaðsíða 3
F JALL'KONAN. 3 nám ríkinu til handa írá einstökum mönnuffi, sem hafa safnað meira fé, en hæfa þykir. Stjórnin getur ráðstafað jarðeignum á þrennan hátt: 1. Með sölu. Fjórðungur kaupverða skal greiddur þegar kaupin gera6t, en hitt með borg- unarfresti. Kaupandi verðar eigandi jarðarinn- ar, en er skyldur að búa ájörðinni og bæta hana. 2. Með kaupsamningi og leigu. Leigjandi skal greiða á ári hverju 5 af hdr. af verði jarð- arinnar, og fær að 30 árum liðnum rétt til að kaupa jörðiua fyrir það verð, sem ákveðið er í upphafi. 3. Með 999 ára leigu. Pá á ríkið jörðina, en ábúandinn fer með hana sem sína eign. Leigan er 4 af hundraði af verði jarðarinnar, og geta flestir menn þannig fengið jarðir til umráða, sem þeir væri eigendur. Ábúandínn er líka skyldur að rækta jörð sína, þó haun hafi. tekið tvo hina síðari kosti. Hann er skyldur að byggjasæmilegtíbúðarhús og rækta hið óræktaða land, og er þannig séð fyrir því, að kaupandi geti ekki keypt landið að eins til þess að græða á því. Af ríkislandi getur enginu fengið rneira keypt eða leigt en 640 ekrur af landi í fremstu röð, og 2000 ekrur af iandi í annari röð. Ráðherra atvinnumála sagði, þegar verið var að undir- búa lög þessi á þinginu: „Vér viijum ekki að einstakir menn eignist stórar landeignir. Það er hættulegt fyrir þjóðfélagið, stendur iðnaðin- um fyrir þrifum og hindrar eðlilegar framfarir þjóðarinnar". Stjórnin í Nýja-Sjálandi hefir líka á ýmsan annau bátt stutt efnalitla bændur. Skattalög- in hjífa þeim mjög. — Þar eru tveir beinir skattar, annar á tekjunum, en hinn á landinu. Eoginn greiðir tekjuskatt af minni tekjum en 300 pd. sterlinga, þ. e. 5400 kr. Af tekjum alt að 1300 pd. er 300 pd. laus við skatt, og á fyrsta þúsundi, sem fer þar yfir, er skattur- inn 45 au. á sterlingapund en á þeim þúsund- um, sem fram yfir eru, 90 au. íyrir hvert pd. sterl. Eftir sömu reglum er landskatturinn (ióðarskatturinn) tekinn, og er ekki goldið af landeign, nema hún sé metin yfir 500 pd. sterl. Þessi jarðeignaskattur kemur niður á fá- einum ríkismönnum. Af 103 þúaundum jarð- eiganda eru 90 þúsundir lausar við fasteigna- skatt, svo að það era að eins 13 þús., sem bera hann. Verkmenn og fátæklingar hafa því engin gjöld að greiða. Á síðari árum hefir stjórnin ekki látíð sér nægja, að selja afarmiklar jarðeignir einstak- lingum. Hún hefir líka keypt mjög víðáttumikii lönd af innborningum og selur þau síðan bænd- um. Með lögum frá 1894 er stórbændum gert að skyldu, að selja ríkinu eitthvað af iandi sínu ef þörf gerist. Af þessu má sjá, að á Nýja-Sjálandi hafa menn aðrar skoðanir á eignarréttinum en í hia- um gamla heimi. Ríkið getur gert nám í skuld- lausum eignum manna (expropriation). Ef rík- ur maður yrkir ekki land sitt, þykir það eðli- legt, að stjórnin taki það af konum og fái öðr- um það í hendur. Ekki verður betur séð, en þessar ráðstafanir farnist vel. ÍSLENZKUR SOGUBALKOR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og preets að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarr., Landsbókas. 18% 4to]. (Prh.). Eg bið hann að láta mig nú vita, bvenær hann sé til þings væntanlegur; eg vilji þá vera þar Ul staðar. Hann segir að vikufresti — „og vertu þar þá til staðar“. Eðr nú að dessast öll gunst hans og vin- fengi. Eg beið hans so þar í viku, en hann kom aldrei sjálfur, en hafði þar njósnara hvað þingi liði, og þá ei formerktíst, að meir væri eftir en einn laugardagur, send- ir hann Guðna son sinn, sem var orðinn hans adjunktus. með sína sýslureikninga, og lætur þar með lesa upp í lög- réttu á móti loforði sínu við mig, að höndla nokkuð framar með hann. Var nú varla nokkur á þingi, ereigi vorkendi mér og kendi í brjósti um mig, fyrir utan vissa öfundarmen’n. Eg fór í eitt mitt víst afvikið bænarpláts og bað þegar guð um hjálp. Að því gerðu gekk eg um þing og falaði peningalán bæði hjá frændum hans og öðrum. En svo sneri guð hjörtum manna að hjálpamér, að eg hafði fengið um kveldið til láns 400 rdl. Vildi enn það til lukku, að upp vantaði að segja einn dóm, að lögréttunnar sökum var ekki lokið. Hvar fyrir eg á mánudaginn fór í lögréttu, hrópaði þar upp i sýslumann, bauð fram peningana, bauð þá Guðna með vottum. 5á vildi hann eigi taka við þeim síns föður vegna. Afsak- aði eg mig framar að betala þá skuld, og þá hann hafði við peningunum tekið, gerði eg sama forboð til sýslumanns, sem hann hafði áður gert til mín, so hann átti eigi Eeyni nema tvær nætur. Glöddust nú allir góðviljaðir yfir því, hversu guð setti niður hroka og ágirnd hans og stðð með mér móti hans þanka. So yfirlýsi eg í lögréttu, að eytt væri alt góðs Jóns, sem undir minni hendi var, og annað proclama sendi eg út að birta fyrir hæstarétti, að enginn forgrípur sig á því, að lána honum framar, því so var eg búinn að yfirleggja eigur hans, að eg sá hann varð mér skyldugur yfir 200 rd., er eg kunni ekkert fyrir að npp bera. 35. Þegar Jón stjúpsonur minn heyrði út þessi tíðindi, og sýslumaður Brynjólfur flæmdi mig út við hannímesta máta, eins og síðar frétti, og hann gat engri útsóan upp á mig eða fé sitt hér í landi framar við komið, þó eg sendi honum bréf og obligation upp á peninga, að koma sem snarast inn í landið og skyldi eg taka á móti honum, — það gerðu og þeir náungar hans — þá vildi hann ei þau ráð þiggja, heldur gaf sig í soldátaatétt, fyltist ofhatri til mín og móður sinnar, og setti sig út til þess með hrösun sinni að hafa og einninn af okkur líf, æru og alla tímanlega velferð, hverju hann kom svo i verk : Hann fór tii áðurnefnds Björns Árnasonar, sem þar var að smájárn- smíðis handverki í staðnum, bar undir hann peninga, þar hann vissi þræll sá var fram úr máta peninga-ágjarn, og kom honum svo til að yfirlýsa sem frægðarverki, að hann hefði drepið klausturhaldara, föður hans, fyrir bón okkar og tillögur. Hér af fékk Jón sér fljótt tækifæri að út- hrópa mig og móður sína, sem vanörtuðustu og verstu manneskjur, so ei gæti betalað skuldir sínar, með ótal fleira. Yar Björn fullsnögt tekinn og hafður upp á ráð- stofu til frekari rannsóknar. Hann stóð þar við sama en gat slétt engar bevísingar eður annara manna meðvit- und tilíært, og ei það við hefðum í nokkuru hýrgað hann eður betalað það verk, sem ei var von. Var þessi sök nokkurn tíma í byltingum og ráðsiagi fyrir ráðstofuna, og loksins vildi það ályktun verða, sem var til dóms uppsett til nokkurra vikna tima, að hann skyldi í járnum flytjast inn í landið á aíþing. Þangað skyldum við fær- aBt og heyra á framburð hans, sverja fyrir, ef gætum, annars verða í æfinlegu fangelsi. Þetta flaug innan um alla Kaupmannahöfn. Yarla vissi eg þann stfident, sem ei skrifaði það hér inn í landið. En engir af mínum vinum og náungum, er eg átti þar létu mig hið minsta af því vita. Þó heyrði eg þessar vondu fregnir allsstað- ar að á skotspónum, og so viðbætt og aukið í versta máta, sem þvættingar eru vanir, þá þeir flytjast mann frá manni. Eg átti nú engan þann vin eða veraidarmann að, sem eg eíginlega þorði eða vildi spyrja að fréttum þessum. Kona mín lá fyrir dauðanum veik af vatnssótt- inni og hugarsturlun af Jóni syni hennar, er hún heyrði soldáti var orðinn, en hvort henni barst þessi frásaga vissi eg ei, og vogaði ei heldur við hana að tala neitt um það. En Vigfús stjúpsonur mínn frétti það sem eg, og áttum við oft tal saman um þetta. En hans stöðuglyndi og gott hugboð, að guð mundi sýna sakleysi vort, um- breytti ekkert hans sinni við mig, en síður annað meira. Vildu þð hatursmenn mínir hleypa okkur í hár saman, sem þeim hvorki þá né síðar meir tekist hefir. Þegar eg stóð þannig uppi, einsamali að allri mannlegri hjálp, tók eg fyrir mig það bezta ráð, að eg fiýði til guðs og bað hann um hjálp og styrk að umliða þetta eftir hans vild og gefa sönnu máli sigur. Var nú hjá mér innvort- is stríðandi andans von við holdsins breyskleika. Egfann dæmin, að af guðs þjónum hefði verið logið líf og velferð, við hverja eg kunni mig ekkert að reikna og ótal með og mót var nú á ferð í þönkunum, að eg nokkura daga neyttí ei matar né svefns. Minn líkami svitnaði; það var likt sem brakaði í hverju rifi og bringuteini og sem einn liður væri Iaus við annan. Þó misti eg aldrei bæn- arinnar anda, og so sem eg var einn í rúmi, en kona mín veik í öðru, átti eg því hægra með að væta það í tárum. (Framh.). Bjarthærðar stúlkur. Krennaverzlun. Það hefir kornist upp fyrir skömmu, að rek- in iiefir verið verzlun með ungar stúlkur viða í Evrópu, og að þær hafa verið eeldar til Asíu, til ólifnaðarhúaa eða til ýmsra höfðingja eða ríkismanna, sem hafa kveaxiabúr, eða eru fjöl- kvæntir. Stór félög reka þá verzlun, sem hafa erindreka sína í mörgum löndum, og er það einkum kvenfólk, sem haft er til að ginna stúlkurnar. Bjarthærðar stúlkur eru mest metn- ar þar í austurlöDdum, af því að þær eru þar svo fáar, og því eru þessir kvennaveiðarar í’arn- ir að seilast til Norðurlauda, til Danmerkur og Svíþjóðar. Þessu er svo fyrir komið, að aug- lýst er í blöðunum um, að ungar stúlkur geti fengið atvinnu við kenslu eða sem lagsmeyjar (selskabsdamer) heldri kvenna, og þær renna á það vaðið. Aðalmarkaðurinn er í Konstantínópel, og eru stúlkurnar seldar embættismönnum þar og kaup- mönnum, sem loka þær inni í kvennabúrum sín- um, og þaðan eiga þær aldrei afturkvæmt. Sölu- verðið á stúlkunum er frá 2000 til 8000 frankar. Sumar eru seldartilólifnaðarhúsa, ogþartekur ekki betra við. Euski sendiherranu í Konstan- tínópel komst að því fyrir skömrnu, að ensk stúlka 16 ára gömul hafði verið seld einu slíku húsi. Hún var búin að vera þar einar 3 vik- ur, og ætlaði hann að bjarga henni þaðan, en hún var orðin svo breytt, að hún sjálf fékst ekki til að fara. Sumar stúlkurnar eru seldar til Smyrna, Alexandríu eða til Jerúsalem. — 18 ára stúlki frá Svíþjóð hefir verið seld til Jerúsalem fyrir 3000 franka. Það hafa verið gerðar rannsóknir til að koma upp þessum klækjum, en menn eru vondaufir um að það takist til fullnustu að afnema þessa leyniverzlun. Prinsinn af Wales. Hertoginn af Fife á albúm, sem flestir af ensku konusgsættinni hafa skrifað í einhverjar skoðanir sínar. Þetta er þar skrifað af prinsinum at’ Wales: Mér líður bezt, þegar eg hefi ODgum þeim skyldum að gegna, sem stöðu minni fylgja, þeg- ar eg get reykt góðan vindil í uæði og lesið góða skáldsögu, leyfi eg mér að segja. Mér líður bezt, þegar eg get farið til veð- reiða og kallast Mr. Joues, svo að blöðin geta ekki um mig næsta dag á þessa leið: „Hans konunglega hátign prinsinn af Wales hefir enn tapað meira féíspilum en hann getur borgað“. Mér líður bezt, þegar eg get tekið í hönd Sir Edvard Clarkes án þess að því verði uudir eins fleygt, að prinsinn af Wales hafi „með svæsnum orðum lýst óánægju sinni yfir hinum rangláta ófriði við Búana“. Eg er ánægður, þegar eg get verið í næði heima hjá prinssessuuni og börnunum. Sölubúð lífsins. 1. Vörulisti. Lest er áð — hjá lífsins tjöldum. — Lífið hrópar: „Komið sælir! Hér er nóg af heiðri’ og völdum, hollar vörur, fuilur mælir“. 2. Frá sjónarhæð unglingsins. „Hér er, karl minn, vænt að vera, við skulum fá i hálfu staupi; — fátækt skal úr buddu bera, en borðið fylla af happa-kaupi“. 3. Beynsluþekking stafkarlsins. „Sannast hugði’ eg hitt þó væri hér sé flest af sviknum málmi;

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.