Fjallkonan - 26.07.1900, Síða 2
2
FJALLKONAN.
mikið, að það yrði hlutíalislega til fargjalds
jafngott fyrsta farrúmi. S.
Presthólamálin.
í bréfi því, sem leysir œig úr læðíngi em-
bættisins, farast ráðgjafanum svo orð til lands-
höfðingja: „Hafið þér, sökum þess að samkomu-
lagið faristöðugtversnandi milli H. próf. Bjarnar-
sonar og safnaða hans, svo ávaxtas&mtkristilegt
samlff milli hans og safnaðanna þar sé ómögu-
legt og það 8é ógerningur að láta hann taka
aftur við embættum sínum, lagt það til, að hann
sé leystur frá embættum þessum með eftirlaun-
um samkvæmt lögum“
Það sem hér er sagt um mig og söfnuði
mína eru opinber ósannindi, þ. e. ósannindi,
sem alþýða manna hér veit að eru tilhæfulaus;
leyfi ég mér því að dæmi Lausnarans að víkja
þeirri spurningu að kirkjustjórninni: „Talar þú
þetta af sjálfum þér, eða hafa aðrir sagt þér
það um mig“?
í bréfinu eru báðir söfnuðir mínir sagðir frá-
hverfir mér og að sundurþykkja fari einlægt vax-
andi. Hvorttveggja er ósatt. ósátt milli mín
og Ásmundarstaðasafnaðar er helber uppspunx,
því hann hefir aldrei átt sér stað, heldur hefir
söfnuðurinn tekið svari mínu hvað eftir annað
og heimtað mig settan inn í kall mitt. Og
heldur ekki hinn söfnuðuriun hefir orðið mér
fráhverfur, heldur að eins fáeinir safnaðarmenn,
er létu spillast af rógi þeim, sem kveiktur var
upp með þjófnaðar- eða gripdeildarrannsakinu
júlíanska gegn mér. Ea eftir að hæstaréttar-
dómurinn um þessar sakargifíir varð heyrin-
kunnur, sem ekki að eins sýknaði mig, heldur
einnig spretti til marks á amtmanni Júlíusi
með því að fallast á umíal mitt um hann f
varnarskjali mínu, þá sáu þessir menn sig um
hönd, nema einn (Þórarinn) — sem fiutti úr
sveitinni í vor grunlaus um hvað til stæði —
og óstandið — svo hefir þetta rógsuppþot ver-
ið kallað — lagaðist. Svo kvað safnaðarfull-
trúi Presthólasóknar lika hafa sagt á héraðs-
fundi í fyrra. Hvaðan er kirkjustjórninni þá
komið það vit, sem er alveg gagnstætt sann-
leikanum, að „samkomulagið fari stöðugt versn-
andi“? „Talar þú þetta af sjálfum þér eða
hafa aðrir sagt þér það um migu? ViII kirkju-
stjórnin ekki þvo hendur sínar að minsta kosti?
SigurðarBtöðum, 22. júní 1900.
Halldðr Bjaruarsou.
Þráðlaus rafritan.
„Vér höfum lítillega drepið á það, hvernig
þráðlausa rafritunin hepnaðist við heræfingarn-
arí sumar“, segir fjölfræðisritið „Scientific Arae-
rican“ (Sept. f. á.).“ — „Eftir því sem fjölfræð-
ingnum herra Marconi segist frá, þá var mesta
vegalengdin, er hann sendi þannig skeyti um,
60 mílur sjávar (enskar), og var það gert með
samskonar áhöldum og áður höfðu verið brúk-
uð við suðurhöfða á Englandi (South foreland)
en aðrir kváðust hafa sent svona skeyti yfir
74 mílur vegar“.
„Við þessar tilraunir var annar hengiþráður-
inn — rafskeytislínan — að eins 128 fet á
lengd, hinn 150 feta á lengd, svo að siglutrén
sem þræðirnir voru festir við, hefðu orðið vera
nál. 700 feta há, til þess að rafmagnsöldurnar
gætu borist beint yfir hafsbunguna. En siglu-
trén voru að eins 174 fet á hæð, svo að raf-
magnsöldurnar hafa hlotið að fara gegnum sjá-
varbunguna“.
Um þessa aðferð segir sjóliðsforingi Statham:
„ímyndum okkur, að við þyrftum að
senda hraðfrétt svo sern 300 mílur (ensk-
ar)*. Hvernig færum við að þvi? Við legð-
um fimm skipum útbúnum með r&fritunará-
höldum við akkeri með jöfnu millibili á
þessari vegalengd, og á hálfri klukkustund gæt-
um við sent rafskeyti (o: rafritað) yfir þessar
300 mílur sjávar, og fengið svar frá þeim er
skeýtið var sent til, og þó er þessi aðferð að
eins í byrjun. Áður en tvö ár líða (þ. e. inn-
an árs hér frá) verðum við komnir lengra í
þessari íþrótt. Þessi áhöld eru ekki heldur svo
feiknadýr, að það sé frágangssök að kaupa þau.
Ein hundrað og tuttugu pund sterling (þ. e.
um 2,160 krónur) mundu nægja til að borga
fyrir meðal-rafritunar áhöld, og það eru allar
líkur til að þau verði ódýrari síðar“.
Samkvæmt áætlun sjóliðsforingja Stathams
þurfa rafritunar áhöld til að tengja ísland og
Hjaltland (o: 300 mílna veg), ekki að kosta
yfir 11,000 ellefu þúsund krónur (5X2,160 kr.
= 10800 krónur). — og af því gömul skip
hákarlaskip eða fiskiskútur, gætu dugað væri
þau stöðug í sjó — þá getur nú almenningur
gert sér hugmynd um kostnaðinn. Hann ætti
ekki að fara framyfir hálfa miljón króna að
öllu samtöldu og x/2 miljón kynni að duga. —
Mælt er að raffræðingurinn Nikola Tesla, einn
hinn mesti hugvitsmaður og ágætismaður, sem
nú er uppi, sé að undirbúa tilraunir til að senda
rafmagnsskeyti þráðalaust milli New Tork og
London 3000 milur vegar. Ætlar hann að brúka
loftbáta sem aflstöðvar. Það er nokkuð stór-
kostlegt fyrirtæki, en þó ekki ómögulegra enn
að beizla Niagara fossinu, og Tesla hugsaði upp
beztu þættina í þeim læðingi —■ nl. byltivak-
ana, „alternators“. Má vera að þetta hugum-
stóra alþingi íslands og 'þetta göfuglynda höfð
ingjafólk, sem þar ríkir, vildi bjóða Mr. Tesla
svo sem hundrað þúsund krónur, þ. e. að skilja
tvö eða þrjú árgjöld til ritsímans fyrirhugaða,
til þess að setja upp einföld rafritunar áhöld
af þessari tegund þannig, að rafrita megi miili
íslands, Færeyja og Hjaltlands — skipalaust og
þráðalaust.
Það er mögulegt — að minsta kosti er mikil-
menninu Tesla það mögulegt.
Ekki þyrfti annað enn að setja öflug áhöld,
eins og Tesla býr til, upp á einhvern 5 eða 6
þúsund feta háa fjallatindinn á suðausturströnd
íslands og samskonar áhöld upp á hæstu hyrn-
ur Færeyja og Hjaltlands og setja svo skrifær-
in í gang.
Hvernig lízt ykkur á að skrifá Tosla um það
og verja heldur peningum ykkar í áhöld, sem
þið svo ættuð sjálfir, enn að kasta sjöfalt meiru
fé út til auðkýfinga? Þið ættuð þó að taka
þann veginn sem beztur er. Ea þess kon&r um-
stangi nennið þér varla. Ykkur þykir betra
að láta hið fátæka ísland færa stóra norræna
félaginu svo sem miljón krónur að vinargjöf
og drekka svo danskan bjór með útsendurum
þeirra — eins og þeir gera í Höfn — það er
svo „fínt“ og svo „dannað“ og svo „pænt!“
Ja, til hvers ætli ég sé' að skrifa um þetta
eða annað — til hvers ætla ég sé að ómaka mig
eða þreyta hönd mína á skriftum — ég þarf
hana til annarskonar og talsvert grófari vinuu.
Munduð þér nú fúsari til að taka á móti mikils-
verðutn uppfundingum en fyrir 6 árum, t. d.
munduð þér nú vilja nýta r&fmagnslampa á
skrifstofum yðar og á skólum, lampa t. d. sem
Tyrkja soldán er svo lítillátur að kaupa og
brúka í höll sinni?
Eg vildi annars óska, að alþýða íslands
vaknaði syo, að hún sendi menn, er hefðu að
minsta kosti bændavit, sem fulltrúa sína á næsta
alþingi.
50 rue Mazarine, Paris,
F. B. A.
Alþingisrímur.
Hárs með glóðir hvassyddar,
hart á slóðir vígvallar.
Hófst þar róma hörð og ströng,
hvinu skjómar lofts um göng;
hljóðin óma lúðra löng,
af laufahljómi’ í björgum söng.
Grenjuðu bláir berserkir,
bölvuðu þá sem vitlausir,
logaði á þeim Óðins hyr,
enginn sá þau læti fyr.
Margur gapti grimmúðgur,
gaus úr kjafti bálreykur,
framan og aftan fúlvindur,
Fjandans krafti magnaður.
Skall og small í skoltunum,
skjómi ball á hjálmunum,
bíóðið vall úr benjunum,
buldi’ í fjallagnípunum.
Laugi bystur Iengi’ af móð
Löndungs hristi rauða glóð;
í herinn fyrstur áfram óð,
ýmsir mistu talsvert blóð.
Sótti hann þá hinn þrekmikli,
þróttarknái og beinskeyti,
Jón hinn frái fullhugi,
fleina-þráinn reykvíkski.
Æða svall þar aldan heit,
ópin gjall&’ í lýða sveit;
stál við kalla hausum hneit,
á hvorugs skalla járnið beit.
Mækja högg þar mundi’ að sjá
möig og snögg í skjóma þrá;
merki glögg þess mátti fá,
&ð mikla rögg þeir sýndu þá.
Jóu er drengur dáðrakkur,
dugði ’ann leugi ótrauður,
á Hildar vengi höggnmur,
hart þó gengi’ að berserkur.
Hörðnuðu tónar Hildar ranns,
hamaðist Ijóna* grimmur fans;
hjörs við són í sóknar dans
sótti að Jóni nafni hans.
Reyndu’ að stinga rekkar þann
Reykvíkinga fulltrúann,
en hann slyngur stökkva vann
strax ytír hringinn margfaldan.
Valtýr sá það, lagði lið
lengi fráum skjómavið:
ruddi þá í hersveit hiið
hetjan kná að fornuin sið.
Örum skaut hann citruðum,
ýskraði og þaut í skjöldunum ;
margur gaut upp glyrnunum
að garpi’ í þrautum rammefldum.
Hetjur taka Heljar ró;
af hafi drskon mikill tíó;
sá nam skaka kjaft og kló
koníaki á herinn spjó.
(Estist Hildur áköf þá,
yfir sig skildi Yaltýr brá,
orkufylda kempan kná
konjakk vildi ekki sjá.
Skulfu stræti af hrotta hljóm,
heyrðust lætin suður í Róm;
laufaþrætu löngum óm
lýst ei gætu orðin tóm.
Laugi um síðir sigurs naut
sóknarstríða viður þraut;
maðurinn skríða móður hlaut
í munarblíðast frúar skaut.