Fjallkonan


Fjallkonan - 26.07.1900, Síða 4

Fjallkonan - 26.07.1900, Síða 4
4 FJALLKONAN. milli 3. og 4. rifs og hj&rtahjúpurinn opnaður, svo að hjartað varð bert. Tuffier tók með hendinni um hjartað, og gat fengið Jað til að þrýsta saman hjartahólfunum 60—80 sinnum á mínútu. Eftir nokkrar mínútur fóru slagæðarnar að flytja blóðið um líkamann; hinn dauði maður lauk upp augunum, hreyfði höfuðið og þekti þá sem vóru í kringum hann. Hjartað starfaði nú af sjálfu sér nokkrar minútur; en síðan dró smásaman af æðaslætt- inum og loks hættu þær • að slá. — Maðuriun var dáinn í annað sinn. Það tókst enn tvisvar sinnum, að vekja manninn til lífs. Hann hafði í hvort skifti fulla meðvitund, og gat svarað spurningum lækn- anna. En ekki gátu þeir haldið lífinu í hon- um nema örfáar mínútur í senn. Þegar líkið var skorið upp fanst blóðkökkur í vinstri kvísl lungna slagæðarinnar og halda læknarnir að fyrir þá sök hafi þeir ekki getað vakið hann til lengra lífs. Nú verða fleiri slíkar tilraunir gerðar. Uppfundningar. Hinn frægi rafmagnsfræðingur Tesla hefir ritað grein í tímaritið Century Magazine um að taka kraft (energi) sólarinnar í þjónustu mann- anna. Hann vill þar meðal annars losa mannkynið við stríðin, og gerist það þannig, að í stað her- mannanna komi drápvélar, sem hreyfa sig sjálf- ar. Hann hefir þegar búið til torpedobát, sem er stjórnað af rafmagnsbylgjum. Hann álítur, að jörðin sé ótæmandi rafmagns- uppspretta, og er nú að finna áhöld til að nota sér það afl. Landi vor Frímann B. Anderson hefir fyrir nokkrum árum sett fram svipaðar skoðanir um kraft sólarinnar og jarðarinnar í tímariti, sem kom út í New York, „ Twenteenth Centurya. Banskur leiðangur til Grrænlands. Yfir- lautenant í sjóliðinu danska, Amdrup, lagði af stað i miðjum f. m. á skipínu „Antarctic“ í nýja Grænlandsför. Hann ætlar að rannsaka austurströnd Grænlands. Fyrst er ferðinni heitið til Jan Mayen, og á að skafa þar sjávarbotninn til að rannsaka sjávarlífið. Þaðan á að fara til norðaustur- strandar Grænlands á 75. mælistigi norðarbreidd- ar og reyna að kanna þær og gera uppdrátt af þeim. Þaðan á &ð reyna að komast suður á bóginn. Á að reyna að fara á skipinu suður að 69° norðurbreiddar og er ætlast til, að Am- drup og félagar hans þrír fari þar í land og reyni svo að komast á landi alla leið til Ang- mags&lik, en ströndin þar suður af hefir áður verið ranusökuð. Þar sem farið verður í land á að byggja skýli til veturvistar, ef auðið yrði fyrir landkannendurna að komast þangað aftur áður en vetrar að. Á hinni fyrri ferð sinDÍ tókst Amdrup að komast norður á 67° 45' n. br. fyrir norðan Angmagsalik. Á þeirri leið skildi hann eftir vistir, sem hann ætlar sér nú að nota, þó þeir félagar fjórir sé útbúnir með 20 mánaða nest’. Þegar iandkannendurnir eru komair í land, ætla þeir sem á skipinu eru, kaud. mag. Hartz og stýrimaðuriun Köhier, að rannsaka þar með fram ströudinni og fara svo til ísiands (Dýra- fjarðar), skila þar bréíum og setja þar í land moskusnxa, sem sendimaður frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn, Joh. Madsen á að veiða. Frá Dýrafirði L skipið að fara aftur í byrjun septembermánaðar og reyua að ná landkann- endunum í Angmagsalik eða þar i grend. Tak- ist það ekki, snýr skipið heim aftur til Dan- merkur og verða þeir félagar þá að bíða á Grænlandi næsta sumars. Hvað kostar Búastríðið Englendinga? Eft- ir síðustu skýrslum brezku stjórnarinnar frá miðjum f. m.— og eftir það höfðu ekki orðið neinir bardagar sem teljandi er þangað til síð- ast fréttist, — hafa Englendingar þegar mist yfir 80000 manns í Búastríðinu. Þeir vóru að visu ekki allir dauðir, því í þessari tölu vóru sjúkir hermenn, sem lágu veikir í skæðum sjúkdóm- um í Afríku og menn sem sendir hafa verið heim til Englands sem ófærir eftir stríðið. Talið er víst að Búar hafi ekki mist svo mikið sem tíunda hlutann af þessari tölu. Engin tannpína framar. Tvö ný iyf eiu fundin gegn tannpínu. Frá öð?u þeírra er skýrt i „Wiener Medicinische Presse“; það er eins konar ‘orthoform* og stillir á augnabliki hverskonar tannpínu, og er auk þess rotverjandi (antiseptiskt); það er ekki eitrað og er ekki ó- þægilegt á bragð eða iykt. Hitt heitir „nir- vanin“ og tekur burtu tilkennisguna þegar því er hieypt inn í tannholdið, svo að draga má tönnina út þjáningarlaust 3—5 mínútum eftir að lyfinu hefir verið hleypt inn. Allsherjar póstsamhandið. Fyrstu dagana í þ. m. var haldin á Svisslandi (í Bern) 25 ára minning „allsherjarpóstsambandsins“. Það mynd- aðist upp úr póstsambandi því, er komst á 1850 milli Prússlands og Ansturríkis; það var fyrsti vísirinn, en 1874 var allsherjar póstsambandið stofnað á fundi í Bern eftir uppástungu Stephans ríkisskrifara í póststjórn þýzka ríkisins. Og þá komst á jöfauður sá í burðareyri, sem hefir svo stórkostlega greitt fyrir öllum póstflatningi milli landa og þjóða og yfirleitt í viðskiftalífi haft ósegjanlega margt gott í för með sér Yatnsskrímsli. í vatni því á Jamtalandi er Stórisjór nef'uist heflr einatt sést vatnsdýr eitt (storsjö-odjuret), vatnsskrímsli mundum vér kalla það, og er ekki ólíkt um það og orminn í Lagarfljóti. Það sást nú síðast 17. f. m. skamt undan landi fyrír framan eimskipabryggju þar sem Öneudde heitir, og sáu það ýmsir, og eru fráskýringar þeirra er séð hafa prentaðar í blöðunum. Dýrið er svart að lit og sást vel hausinn og sporðuriun; það hringaði sig og setti upp kryppu og gaf frá sér hvæsandi hljóð, en það hefir aldrei heyrst til þess áður. Það er um 30 fet á lengd. Það sást að eins 3 eða 4 mínútur, fór með viðlíka ferð og eimbátur, og hvarf á aug&bragði. Náttúrufræðingur einn hefir getið til, að dýr þetta mundi eitthvað lík- jast selakyni, en að öðru leyti vaða allir í villu um þenna merkilega fyrirburð. Druknanir. Tveir drengir druknuðu um miðjan júní i stöðuvatni í Vatnsfjarðarsveit; var annar þeirra frá Skálavík, smali Halldórs bónda þar, en hinu frá Vatnsflrði; höfðu þeir farið út á bátgarmi, sem hafði hvolft undir þeim. Seint í júní hvarf maður af Þiageyri, Guð- mundur Guðtnnadsson: hafði áðar búið í Álfa- dal. HaJdið að hann hafi druknað i Sandá. Dys á Þórsmörk. 25. maí 1 vor fanst upp- blásin dys á Þórsmörk. Þar fundust manns- bein: upphandleggur, kjálkar með jöxlum og tönnum í og hiygguriun saman haugandi. Rétt þar hja vouar fyrir gamalli rúst, Nauðsynlegt væri að rannsaka þetta nákvæmar. (Vesta’ kom í gærkveldi frá útlöndum norðan og vestan um land. ^Cuzco’, enskt lystiskip, kom í dag. Hér incð leyfuin við okkur, að tilkynna heiðruðum almeimingi, að eftiruákvæma yflrvegun höfum við kom- ist að þeirri niðurstöðu, að það mundi ekki horga sig fyrir okkur, að kaupa lifandi fé á íslandi, og að við mununi því ekki lialda markaði í liaust. Parker & Fraser, Liverpool. Nýprentuð Ijóðmæli eftir Qudmund Suðmundston Skraut-útgáfa með mynd höf. Fæst eftir 1. júlí hjá Sig. Kristjánssyni bóksala. Verða send út um land í |j sumar. 3 i Tækifæri. Hvergi fá menn eina ðdýrt og vand- að saumuð föt aín eins og í Saumastofunni í Bankastræti. Þar fást líka alls konar fataefni pantað með innkaupsverði og sent • koBtnaðarlauat. 5—600 ljómandi sýniahorn. Gliðiii. Siííiirðsson. Í.H. I I Sundmaga kaupir hæstu verði sem að undanförnu fyrir peninga V. Christensens verzlun. AfcViii.tAs*AA.VvAsV Heiðruðum neytendum hins ekta Kínalífselixírs &ð athuga &ð á flöskuseðlinum | staudi vörumarki mitt: Kínverji með glas i hendi og þar fyrir neð&n firmanafnið Waldemar Peterseu, Fiederikshavn, Dan- í mark, og á tappanum wpF-í grænu lakki. Öllu, sem ekki er auð- | kent á þennan hátt, eru menn beðnir að vísa á bug svo sem óvönduðum eftirstælingum. frá Waldemar Peterseu í Frið- rikshöfn er hér með gert við- vart um að elixírina fæst hver- vetna á íslandi án nokkrar toll- £j hœkkunar, svo að verðið er eins og áður aðeins kr. 1,50 flaskan K og er afhent frá aðalforðabúr- inu á Fáskrúðsfirði, ef menn enúa sér til aðalumboðsmauns mins, herra Thor E. Tulinius, Köbenhavn K. Til þess að sneiða hjá föla- unnm eru menn vandlega beðnir E 1 I ♦ K s « v M ö 7. Sundmagar vel verkaðir verða keyptir íyrir pen- inga við verzi. „EDINBORG“ í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. Ásgeir Sigurðsson. er tii sölu. stræti 18. mjög vel vandað Upplýsingar i Þingholt- Saltfiskur vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verður keyptur í sumar fyrir pen- inga við verzl. „EDINBORG“ í Keflavik, Stokkseyri og Reykjavík. &i<^ut3óoon. Ullarhand norðienzkt, mjög vaud- að, tvinnað og þriunað, mórautt og grátt er til sölu í Þingholtsstræti 18. Leiðarvísir til lífsáhyrgðar fæst ókeypia hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. „F j ö 1 n i r“. 6. áryang af „Fjölni kaupi eg háu verði. Vald. Ásmundsson. Útgefandi: Yald. Asmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.