Fjallkonan


Fjallkonan - 06.08.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 06.08.1900, Blaðsíða 2
FJALLKONAN. til meðauxakunar með þeim og veitir þeim jafnhá laun og lægstu læknalaun eru nú. 2. Eftirlauna-byrðin eykst stórkostlega, jafn- framt þvi sem launin hækka, því hór er að ræða um 140 eftirlaunamenn. 3. Eftir því sem ráða má af stefnunni á siðasta þingi, mun prestaköllum verða fjölgad; sumum hinum stærri skift í 2—3 prestaköll, og mun verða auðvelt að fá meðmæli sumra safnaða með þvi. Verða það enn aukin út- gjöld. 4. Það aðhald, sem prestar hafa hingað til haft af söfnuðum sinum til þess að láta sér semja þolanlega við þá, hverfur. Því þótt samkomul&gið miili prests og safnaðar só stirt, þarf prestur ekki neitt til bænda að sækja, þegar hann fær laun sín úr landssjóði.— Með þessu móti myndast djúp milli presta og safnaða, og er sannarlega viðsjávert að vinna þannig að sundrungu safnaðalífsins. 5. Þessi lagaákvæði væru ranglát gagnvart fríkirkjumönnum og þeim sem ekki hafa trú þjóðkirkjunnar. Þessir menn verða semaðrir að bera þá gjaldabyrði, sem varið er til að launa presta þjóðkirkjunnar, þó að þeir hafi þeirra engin not Að endingu vil ég í fám orðum benda á þær breytingar, sem ég álít æskilegastar, ef farið yrði að hreyfa við launum presta, sem óg álit þarflaust fyrst um sinn. 1. Allar kirknaeignir ættu að renna i lands- sjóð, en landssjóður veitti aftur söfnuðunum styrk til að halda presta. 2. Að prestaköllin yrðu stækkuð, svo að þau yrðu ekki fleiri en 90 á landinu. Síðan Bamgöngurnar fóru að batna, eru prestaköllin víða hvergi nærri eins erfið og áður, og víða í öðrum löndum eru erfiðari prestaköll en hór. 3. Að öll prestagjöld, sem nú eru, verði afnumin, en i þeirra stað lagður nefskattur á menn til þess að launa prestum. 4. Að söfnuðir séu að öllu leyti frjálsir um kosning prests sins og samninga við hann um laun og annað. 5. Að presturinn geti sagt söfhuðinum upp þjónustu sinni með árs fyrirvara, og að söfnuðurinn geti á sama hátt sagt prestinum upp með meiri hluta atkvæða. Þetta er líklega á undan tímanum og of strembið fyrir skilning þjóðfulltrúa vorra og leiðtoga, sem óg heft bent á, en hingað ligg- ur leiðin, hvort sem þeim líkar það betur eða ver. Jón. Urn sóttyarnir. Nýlega hafði eg séð í blöðum ýmsar greinir um skarlatssóttina, er ég kom til Eeykjavikur með „Vesta" 25. þ. m. í Reykjavík sá ég aug- lýsingar viðvíkjandi téðri veiki, og þar eð mér skilst á ölla, að veikin muni koma frá Eng- landi, vil ég biðja yður, br. ritstjóri, að Ijá eft- irfylgjandi línum rúm í yðar heiðraða blaði. Hinn 15. d. marz siðastl. fór ég írá Kaup- mannahöfn á enskn farþegaskipi áleiðis til Hull. Farseðil fékk ég eigi í Höfn fyrr en ég bafði látið lækni skoða mig, og fór hr. Hann- es ó. Magnússon með mér til iæknis, sem gaf mér vottorð um að ekkert gengi að mér. Sunnu- daginn 18. s. m. kom ég til Huli; var þar í landi allan þann dag og nóttina, og kom viða um borglna. Daginn eftir fór ég til örimsby, og var þar þangað til 29. s. m. Þá dagana sem ég dvaldi þar hafði ég mikið að starfaog kom viða, og enginn dagur kom svo, að ég ekki kæmi á fiskimarkaðinn, sem er hinn mesti i heimi, og má geta nærri, að ég hafi þann tíma verið með mörgum og innan um um marga. Ástæða til veru minnar i Grimsby var sú, að ég átti að fara með skipi til Patreksfjarðar ásamt tveimur íslendingum, Ólafi Holm og Daníel Hjaltalin, báðum búsettum á Patreksfirði, og íjórði maðurinn var danskur skipstjóri, Johansen að nafni, frá Rudkjöbing. Ekki var lögskráð, og enginn iæknir um borð tii að skoða okkur áður en við færum á stað til íslands, en ein- hvern pappirslappa fengum við þó með, sem Iíklega hefir átt að heita heilbrigðisvottorð, og var það afhent á Patreksflrði annan dag páska i vor. Skip það, sem ég var á, hét „Union Jack“. Annað skip, sem fór til Ólafsvíkur, og lagði af fttað tveim dögum á undan okkur, að nafni „Spinaway", varð að fara eins að. Þriðja skipið, þar sem ég veit að ekki sást læknir um borð, eða enginn læknir skoðaði mennina, er „Sæ- mundur" eign Vatnsleyainga, en þar vóru meun þó lögskráðir. Það skip skilaði skjölum sinum í Reykjavík og kom frá Middlesbrough, og höfðu sumir á því skipi verið víða í Englandl í vetur. Annars mun það vera ný aðferð, að lögskrá ekki menn á skipum og undarlegt af viðkom- andi yfirvöldum, að taka á móti skipum, sem ekki hafa „Folkélisteu, en að „reiðarar" skuli ekki láta skoða menn, sem hingað eiga að fara frá öðrum eins bæ og örimsby, hvort sem pest gengur þar eða ekki, það er hneyksli. Eftir komu okkar til íslands göngum vér um hjá vinum og vandamönnum, sem eru öld- ungis rólegir og reiða sig á að alt sé í reglu, því það er búið að afhenda heilbrigðis- vot.torð eða öllu heldur „pappírslappann" við- komandi móttökumanni. Þótt veikindi væru um borð þegar á höfn er komið, þá yrði lik- lega einhver að fara í land, þvi enn sem kom- ið er munu fæst aí skipum hér eiga Quaran- taine-flagg, sem eigi væri vanþörf á. Quarantaine-flagg er gult ferhyrnt flagg, sem merkir bókstafinn Q i „signalsysteminu“. Þegar það sést á siglu skips merkir það, að sótt gangi umborð og aðfyrirboðið sé að leggja að skipinu. Heilbrigðisvottorð það, er vanalega mun gef- ið vera frá dönskum konsúlum i Bretlandi skip- um þeim sem hingað eiga að fara til fiskveiða, hljóðahér um bil á þessa leið: „Hérmeðvott- ast, að engin sérstök umgangssýki (ingen sær- lig Epidemi) gangi hér í bænum“. Og þar á ofan er engin vissa fyrir, hvort þetta vottorð er skrifað af lækni eða konsulatinu sjálfu. Hvernig eiga læknar Iandslns að vara sig á slíkum gestum, sem vér þannig verðum að vera móti eigin vilja? Eru ekki þannig löguð heiibrigðisvottorð fölsk? Margur sá, sem ekki ihugar málefni þetta mun segja: „Svona eru sú þessir læknar; þeir geta ekki komið í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma hér á landi, sem þó virðist auðvelt þar sem ekki er fleira íólk“. En nú kem ég með annað dæmi og það er um botnverpingana. Setjum að botnvörpuskip, sem hingað er sent, hafi lögskráð sína menn og læknir hafi skoðað þá alla og gefið áreiðanlegt heilbrigðisvottorð, þá getur þó skeð, sem oft á sér stað, að eln- hver eða einhverjir, séu ekki mættir þegar skipið á að leggja út (when the gates are open). Engum skipstjóra dettur í hug, að biða þeg- ar eins stendur á og þar; því við hliðið á skipakvínni (Dockgate) bíður fjöldi atvinnulausra sjómanna með fatapoka sina, tilbúnir til að hlaupa um borð í þau skip, sem vanta menn og heitir slíkt á ensku sjómannamáli (to take a peerhead-jump), og þeir menn eru ekki skoðaðir af Iækni, því skipið miá ekki bíða lengur. Nafn eða nöfn þeirra manna, sem þannig stökkva um borð á siðasta augnabliki, er sett á skips- hafnarskrána, ef þeir ekki vilja ganga undir nafni þeirra er á undan voru skráðir, sem sið- ur mun vera, þvi — der kommer det ikke an paa en Tomme. Læknisvottorðið sem skipinu fylglr er þá ekki samhljóða sannleikanum, og þannig getur gengið í það óendanlega. Þessar línur eru ritaðar í þeim tilgangi, að sýna mönnum hvernig farið er að þegar um ísland er að ræða og þess velferð. Verst af öllu er þó, þegar stórrík félög láta sig muna um fáar krónur til þess að láta lækni skoða þá menn, sem eiga að sigla döllum þeirra til íslands frá þeim stöðúm, sem menn halda og vita sð sóttnæmir eru. Missi ég hund í land á Englandi, eða aðeins fari ég í land með hundinn minn, kostar það mig20pd. = 360 kr.— en hér? — Nýlega hefi ég horft á Franzmenn fara í land með stóran hund, og það í sjálfum hundadögunum, og eng- inn sagði neitt, auk annara útlendra hunda, sem ég hefi séð að farið er með í land hve- nær sem útlendiagum þóknast. — Að sinni ekki meira um þetta efni, en hvernig eiga læknar að stöðva sjúkdóma með þessari aðferð, sem höfð er gagnvart okkar þjóð? Hafnarfirði, 29. júlí 1900. Sveinbjörn Ásgeir Egilsson. Álit „boxara" eins um kristna menningu. Siðmenning vesturþjóðanna er í vorum aug- um gorkúlugrey — sem sprottið hefir upp í gær. Þar á móti hefir kinverska siðmenning- in staðið ótöldum öldum saman, að minsta kosti ætlum véraðvér séum 2000 árum framar. Það var líka einhvern tíma sú tíðin hjá oss, að vér höfðum alt hið sama að burðast með sem vest- urþjóðirnar nú hafa: þessa baráttu fyrir tilver unni, þetta eftirsóknarfargan auðæfanna, þessa yfirgangsvaldgirni, og þetta hamslausa strit og mæðu. Það var vor kvala tími. Vér höfum líka haft hngvitsamar uppfundningar; vér höfum fundið púðrið, prentlistina og ótal margt annað, en vér höfum lifað nógu lengi til þess að sjá, hversu alt þetta er ónauðsynlegt og gagnslaust, Vér höfum líka hafa tímabil efasemdanna, trú- arofstækisins og trúarstyrjaldanna; vér höfum haft vora píslarvotta, vorar siðabætur og trúar- ofsóknir — og þetta alt fyrir þúsundum ára. En vér erum vaxnir upp úr siiku fyrir löngu. Af reynslu liðinna alda höfum vér numiö speki; af mistökum og slysum forfeðra vorra höfum vér fræðst um það, að enginn af þeim hlutum, sem vér sóttumst eftir, var eftirsóknarverður. Þannig hafa ástríður vorar náð að setjast smátt og smátt, og snúist upp í rólega eftirþrá eftir sæiu í þessum heimi; trúbrögð vor hafa orðið að mannlífs speki, sem með reynslu 2000 ára hefir reynst holl og heilnæm. Vér hyggjum, að hið bezta, sem maðurinn getur öðlast í þessu lífi, sé sæla, og við kennum börnum vorum að leita þessarar sælu með skylduræktinni, þannig að þau fullnægi fyrirmælum siðalærdómsins og fé- lagsreglunnar í samvistar hóp vina og vanda- manna, sem einnig eru sælir. Þegar einhver Kíuverji græðir meira fé en skyldmennum hans hefir hlotnast, þá er það hans mesta ánægja, að miðla þeim af gróða sínum. Og vér hér í Kína hættum aldrei að vinna; vinnan er hluti afsælu vorri, af því viunan er skylda vor. Vér hygg- jum, að vér gerum að eins það sem vér getum í þessu lífi, af því það erhið eina, sem vér vitum nokkuð áreiðanlegt um. Að þeirri niðurstöðu hefir kínverska heimspekin komist á endanum. Þannig munu þér hvarvetna i Kíua verða varir við hina sömu fullnaðar-ánægju með lífið. Þér kunuið að halda, að við lifum í fáfræði, sóðaskap og ómensku, en ég segi yður fyrir satt, að svo er ekki. Vér getum ekki óskað> að oss líði betur og enginn maður getur fært 08S neina umbót á högum vorum. Og nú kom- ið þér úr vesturlönduuum með það sem þér kallið yðar „nýju hugmyudir“ I Þér færið oss trúbrögð yðar — þet.ta nítján hundruð ára gamla barn; þér skorið á oss að leggja járn- brautir, svo vér getum þotið úr einum stað í annan með þeim hraða, sem oss sýnist engin þörf á og þykir ekki að neinu leyti vænt um- Þér viljið byggja verksmiðjur og þar með boia út vorum fögru listum og iðnaði; þér búið til prjál og glys, sem gengur í augun, í staðinn fyrir hinar fögru myndir og liti, sem vér höf- um reynt í margar aldir. Gegn öllu þessu hefjum vér mótmæli. Vér viljum að oss só iofað að vera í friði út af fyrir oss; vér viljum hafa frelsi tii að njóta vors gamla iands og á-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.