Fjallkonan


Fjallkonan - 06.08.1900, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 06.08.1900, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN. Útlendar fréttir. Ítalíu-konungur myrtur. Umberto Ítalíu-konimgur hefir verið myrtur 30. f. m. Hann var á ferð í smábænnm Monza, sem er skamt í norður frá Milano. Réðst þar á hann anarkisti og skant á hann þremur byssuskotum, sem urðu honum þegar að bana. Af Búa-ófriðinum eru engin sérleg tíðindi. — Þeir halda áfram að gera áhlaup úr fjöll- unum á hersveitir Englendinga, og er svo að sjá, sem Englendingum verði ekkert ágengt. Ófriðuriun í Kína heldur áfram, og beið- ast Kínverjar vægðar. Hafa þeir farið fram á það við MacKinley, að Bandamenn leituðu um sættir, en ekkert svar fengið. Fregnirnar um 3ráp sendiherranna hafa ým- ist verið fullyrtar eða bornar aftur. Þó hefir verið talið nokkurn veginn víst ura þýzka sendiherrann. Síðustu fregnir segja það áreiðanlegt, að sendiherrarnir hafi verið drepnir, eða að miusta kosti eitthvað af þeim. Kínverjar hafa 150 þús. hermanna til taks í nánd við Peking; þar 60 þús. vel vopnaða, með nýjustu byssum frá Evrópu. Morðinginn sænski, Nordlund, sem varð margra manna bani í vor, hefir ráðist á fanga- verðina og lá við sjálft, að hann yrði 2 þeirra að bana. Stúdentaflokknrinn danski kom í morgun með „Botnia“, 84 samtals. — Hefir nafnanokk- urra þeirra verið áður getið. — Dr. Georg Brandes gat ekki komið vegna sjúkleika. Á morgun, kl. 5 síðd., verður þeim haldið samsæti í Iðnaðarmannahúsinu. Lektor Þúrhallur Bjarnarson kom með „Botnia" úr ferð sinni til búnaðarsýningarinnar í Óðinsvéum og til Noregs. Eimskipið „Ceres“ kom hingað í dag frá útlöndum með fáa farþega. — Með henni kom Halldór Þórðarson prentsmiðjueigandi. Neyzluvatn á ísafirði. Bæjarbúar í ísafjarðarkaupstað, sem að réttu ætti að heita Skutilsfjarðareyri (sbr. Flateyri, Þingeyri, Vatneyri), eru í undirbúningi að fá vatnsleiðslu í hús sín. Þeir hafa veitt neyzlu- vatni ofan úr fjalii í 4 —5 brunna í bænum og þaðan á svo að hefja vatnið í ýms íbúðarhús og öll íbúðarhús þegar tímar líða. — Hvenær ætli Reykvíkingar fái vatnsleiðslu á heimili sín? Þeim hefir verið bent á það oftar en einu sinni, en þeir hafa ekki einu sinni nent að kom- ast eftir því, hvort það mundi vera vinnandi verk. Kvennaskúlann á Ytriey á að sögn að leggja niður næsta ár og byggja hann upp aftur á Blönduósi. Ríkiserfingi Austurríkis Franz Ferdínand hefir fyrir hönd barna sinna slept tilkalli til ríkiseríðanna í Austurríki og svarið eið að því, með því að hann gekk að eiga greifynju Chotec. Sagt er að hann sjálfur mundi afsala sér ríkiserfðunum ef svo stæði á, og að hann mundi þá hafa flutt sig búferlum til Róms, og búið þar á eign sinni, sera hann hefir erft. Hún er alin upp hjá Isabellu erkihertoga- ynju. Erkihertogaynjan átti sjö dætur og vildi hún fyrir hvern mun að ríkiserfinginn tæki ein- hverja þeirra, og bauð honum því iðulega til sin og lét sem sér þætti ekkert ráð ráðið, nema hún hefði áður kvatt hann til. Hún dró held- ur ekki dulur á, að húu vildi fá hann fyrir tengdason. En í haust sem leið kom fyrir lítið atvik, sem breytti öllum áformum hennar. Prinsinn hafði gleymt úrinu sínu heima hjá erkihertogaynjunni. Einhver af vinnufólkinu fann það og færði henni. Hún var svo forvit- in, að hún fór að skoða gnllhulstur, sem hekk við festina, og innan í því var ofurh'til mynd af greifynju Chotec. Hálfri stundu síðar fór greifynjan frá henni allslaus og síðan heflr hertogaynjan ekki boðið ríkiserfingjanum til sín. Allar hennar sjö dæt- ur grétu beiskum tárum. Greifaynjan hefir falleg augu og er vel vax- in. Hún er af gamalli og góðri aðalsætt en fátæk. Hún verður fyrirfram að afsala sér drotn- ingarnafni. Áður hefir sem kunnugt er okkjukrönprin- sessan Stefanía gift sig ótígnum manni. Söngur Svía. Á Parísarsýningunni hefir hinn sænski stúdeutasöngflokkur frá Uppsölum síðast í fyrra mán. unnið glæsilegasta sigur og söngur þeirra þótt bera langt af annara. Ivar Hedenblad heitir söng3tjóri þeirra. Meðal laga þeirra, sem hrifu mest, vóru: „Ólafur Tryggva- son, „Djúpt und hafgeim“, „Björneborgarnat- march“ og „Du gamla, du friska“, og fleiri lög, sem menn þekkja frá samsöngum hér. Láta Sviar sér enga lægingu þykja, að bjóða þessi lög, þótt gömul séu, þegar mest skal við hafa. Stýriiegt loftfar. Þess hefir áður verið getið í blaði þessu, að þýzkur hershöfðingi Zeppelin að nafui, hefir árum saman unnið að lausn þess verkefnis að búa til stýrilegt loft- far. Nú hefir hann reynt loftfar sitt 2. júní; fór hann upp við Boden-sjó og sigldi í lofti 400 metra hæð, og tókst vel að stýra farinu og fara beint móti vindi. 16 kílometra fór loftfarið á 171/* mínútu; það er í laginu eins vindill, yddur í báða enda, 128 metra langt og yzt gert af alúminíum. — 5 manns eru á því og vegur farið með þeim, sem á eru, 200 vættir. Hreyfivél kynt með benzíni og rek- spaðar (propeller) knýja það áfram. Virðist til- raunin hafa hepnast vei og að hér sé um mikla framför að ræða i loftsigiingum. H.Stfflnsen jee MARGARINE Iden Fínt eraltid ‘hmk danskt margarín ■HHHBfc í staðinn fyrir smjör. Merlíi: ,Bedste‘ í litlum öskjum, sem |costa ekkert, 10—20 pd. í hverri, og eru hentugar til heimilisþarfa. Betra og ódýrara en ann- aö margarín. Fæst áöur langt líöur í öllum verzlunum. H. Steensens Margarinefabrik, Vejle. Hér með leyfum við okkur, að tilkynna lieiðniðum ainelnningi, að eftirnákvæma yflrvegun liöfum við kom- ist að þeirri niðurstöðu, að það mundi ekki borga sig fyrir okkur, að kaupa lifandi fé á íslandi, og að við munum því ekki lialda markaði í haust. Parker & Fraser, Liverpool. Sundmagar vel verkaðir verða keyptir fyrir pen- inga við verzl. „ÉDINBORG" í Keflavík, Stokkseyri og Reykjivík. Ásgeir Sigurðsson. Sundmaga kaupir hæstu verði sem að undanförnu fyrir peninga V. Christensens verzlun. rYottorð íg, sem skrifa nafn mitt hér iir, hefi tvö síðustu árin not- að Kína-lífs elixír frá Walde- mar Petersen, sem kaupmenn- irnir H.Johnsen og M.BIöndahl hafa verzlað með, og þekki eng- an maga-bitter sem jafnast, geti við Kína-bitter hr. Petersens, og ræð eg því af eigin reynslu og sannfæringu löndum minum að kaupa hann og nota við öil- um magasjúkdómum og melt- ingarvandkvæðum (Dispepsi), hverrar tegundar sem eru, því það er satt, að „farsæld ungra sem gamalla rnanna er undir góðri meltingu komin“. Ég hefi reynt marga aðra maga-bittera (arcana), sem kallaðir eru, og tek ég þenna biíter langt fram yfir þá alla. Sjónarhól. L. Pálsson, prakt. læknir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eft- v.p. ir þvi, að standi á flöskun- um í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vöruraerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. L Tækifæri. Hvergi fá menn eins ódýrt og vand- að saumuð fot sín eins og í Saumastofunni í Bankastræti. Þar fást líka alls konar fataefni pantað með innkaupsverði og sent kostnaðarlaust. 5—600 Ijómandi sýnishorn. GtiOni. Slgurðsson. Nýprentuð tjóðmæli eftir Suðmund Suðmundsoon Skrant-útgáfa með mynd höf. Fæst eftir 1. júlí hjá Sig. Kristjánssyni bóksala. Verða send út um land í sumar. Saltíiskur vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verður keyptur í sumar fyrir pen- inga við verzl. „EDINBORG“ í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. £iíi<^eiz Siyutðsoon. er til sölu. stræti 18. mjög vel vaudað Upplýsingar í Þingholt- Útgefandi: Tald. Asmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.