Fjallkonan


Fjallkonan - 29.09.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 29.09.1900, Blaðsíða 2
2 F JALLKONAN. hyggur; hann hofir ekki áðnr svo ég viti til ritað um neitt annfð „conglomerat“ í Þjórsáf- dal en það, sem hann fann í Stangarfjalli 1888, og er ég honum alveg samdðma í því, að þau lög séu mynduð af rennandi vatui, alveg eins og conglomerat-lögin, sem ég fann í Hagafjalli og Bringu, og var jökulurð undir þeim; ísrák- uðu steinarnir, sem ég fann í Stangarfjaili, voru líka alls ekki í hnullungalögum Thoroddsens, heldur í móberginu undir þeim, og hefir það ver- ið orðið að hörðu bergi, þegar hnullungalögin urðu til, því að sumir hnullungarnir eru úr móbergi eins og Dr. Th. hefir bent á. En aft- ur á móti gefur hann ekki neina bendingu um að móbergið sé neitt annað en eldfjallamóberg. Þó ekki væri annað en þetta, þá getur hver sem vill séð af því, hvað mikinn rétt Dr. Th. hefir til að brigsia mér um gieymsku á gerð- um fyrirrennaranna, er ég segi frá jöklamóberg- inu; hann hefir ekki einusinni svo mikið til síns máis, að ég hefi þagað yfir „congiomerat“ athugunum Keilhacks og Thoroddsens í „Eimr.“ grein minni; en dr. Th. hafði ferðast um land- ið í lleða 12 ár, eftir að athuganir Keilhacks vóru kunnar orðnar, og hafði þó hvergi fundið jökulurðir undir hinum ísnúnu dólerithraunum. Það er því ekki eiginlega sennilegt, að ég hafl „lánað“ uppgötvun mína hjá Keilhack; mér datt ekki í hug fyrr en seinna, að „congiomerat“ Keilhacks kynni að eiga eitthvað skylt við jökla- móberg það, er óg hafði fundið. Mér er annars ekki vel skiijanlegt, ef það núíraunog veru væru jökulurðir, sem Keilhack á við, hversvegna orð hans hafa fallið í svona fjarska ófrjósaman jarðveg hjá jarðfræðingum þeim, er seinna hafa ferðast um landið, og þá fyrst og fremst hjá dr. Thoroddsen; athuganir Keilhacks eru gerðar rétt eftir að Thoroddsen byrjar rannsóknir sínar á íslandi. Eu ég sleppi því og sný mér að hinum nýju athugunum, er dr. Th. gerir kunnar í „Eimr.“ gr. sinni. S. 164 stendur svo: „Ekki rak ég mig þá [en hvenær?] á ísnúna steina í þessum Iögum (þó getur vel verið, að þeir séu þar), ea í gráu hnullungabergi, sem lá hallandi (discordant) á hinu, vóru glöggar ísrákir á steinunum“. 1893 var dr. Th. þarna, en að hann hafi fundið ís- rákaða steina í hnullungabergi. er athugun, sem hann hefir aldrei getið um fyrr en í þess- ari „Eimr“.’grein siuni. Eða á að skiija þetta svo, að hnullungabergið hafi verið ísnúið, og þá auðvitað hnullungarnir á yfirborðinu jafnt og hið fasta tengiefni milli þeirra? Sé svo, er þetta ekkert merkilegt eða nýtt, en þá er mjög iiia tilfallið, að dr. Th. einmitt þarna skuli haga orðum sínum svo, að það iiggur beint við að misskiija þau. Alt til þess er ég las þessi orð, vissi ég ekki betur en að ísrákaða steina und- undir ísnúnu dóleríti (eða eldri en það) hefði enginn fundið fyrr en sumarið 1899. Önnur ný athugun er þeasi: „í Híttrdal fann ég 1890 óglöggar ísrákir undir hnullunga- bergi og ofan á því ísrákað dólerít“ (s. 165). Þessi athugun frá 1890 er í beinni mótsögn við þau orð Thoroddsens frá 1899, að hann hafi hvergi fundið ísrákir undir hinu ísnúna dóleríti; hún stendur ekki þar sem vísað er til, eða neinstaðar í rituin Thoroddsens svo ég viti til, nema í þessari „Eimr“.grein. Á sömu bls. er sagt frá ísfáguðum klöppum, sem Thoioddsen fann 1893 við Uxatinda; „þar liggja 6—700 feta þykk móbergslög öfan á þeim og þó hafa ísnúin dóleríthraun runnið niður um dali og gljúfur í möberginu“. Þarna hefir þá dr. Th. líka fundið ísrákir undir ísnúnum dólirithraun- um, þó að ekki hafi hann munað eftir því 1899; því að ísnúin hraun, sem liggja i döium í mó- bergi, sem hvilir á ísfáguðum grundvelli, hijóta að vera yngri en ísrákirnar á þeim grundvelli. En í „geogr. Tidskr.“ 1894, s. 181 (sem höf- vísar til) segir dálítið öðruvísi frá þessu; þar stendur svo: „Móbergið, sem er hérumbil 200 metra á þykt, hefir hlaðist ofan á hinar ísfág- uðu klappir og er því yngra og myndað eftir ísöldina. Hér hafa menn því beiniínis sönn- un fyrir því. að þykk móbergslög hafa mynd- ast eftir ísöldina, og hafa menn ekki fundið það fyrr á íslandi svo ég viti til“. Hér er ekki talað um ísnúin hraun yngri en þetta móberg, enda væri þá ekki hægt að segja að móbergið væri yngra en ísöidin. Hvoru á nú að trúa? Eftir að dr. Thoroddsen hefir sagt frá þessum nýju athugunum, heldur hann þannig áfram (s. 165—6): „H. P. virðist í ritgerð sinni gefa það í skyn, að hann hafi fyrstur fundið jarðlög frá millijökUtímabiii (,,intergiacial„-lög) og tvenskonar ísrákir, er skerast. Slíkar ísrákir hafa áður fundist, víða um land, og „inter- glacial“ móbergsiög hefi ég auk þsss sem áður var getið [nefniiega þessar nýju athuganir frá 1890 og 1893] fundið 1898 á Mosfeilsheiði“. Er það nú ekki ósköp senuilegt, að ég hafi ætlað að hnupla svona ærunni fyrir að hafa fyrstur athugað elíkar tvenskonar ísrákir eftir að hinar fáu athuganir, sem dr. Th. hafði gert í þá átt, höfðu birzt á prenti á eiíthvað 4 tungu- málum; en hafi dr. Th. fundið slíkar ísrákir í Hreppunum eða Þjórsárdal, þá hefir hann þag- að mjög vel yfir því, og jafnvel ekki í þessari ’skýringargrein’ hans er nein ný athugun í þá átt. En um þe3sa einu athugun á „inter- glacial“-lögum, sem ég hefi orðið var við í rit- um hans (að undanteknum hinum nýju athug- unum í „Eimr.“grein hans) segir svo: „Dólerítið [á Mosfellsheiði] er oft vel ísnúið og ofan á því fann ég einnig ísnúið hnullungaberg, eem ef til viíl er „interglacial“ (geogr. Tidskrift XV, s. 12 (sérprentunin). Svar þetta er orðið svo langt, að ég verð að fara að slá botninn í; ætla ég aðeins að taka tii íhugunar einn stað, sem sýnir ekki illa and- ann í 'skýringargrein’ dr. Th. — S. 166 stendur svo: H. P. stingur upp á því, að suðurlands- undirlendið muni vera myndað á tímabili milli ísalda; ég hefi hugsað mér, að uudirlendið væri ti! orðið seinast á tertiera tímauum, og er aid- ursmunurinn þá ekki tiltölulega mikill; þetta mál verður fyrst um sinn að liggja á milli hluta, því hvortveggja tilgátan er jafnósönnuð“. Auðvitað, það er þessi alkunna „sterka til- hneiging“, sem ungir jarðfræðiugar hafa til að „mynda nýjar „theóríur", sem kemur mér til að vera ekki samdóma dr. Th. í þessu efai; ekkert annað? Yér skulum líta dálítið betur á þetta. Svo segir dr. Th. í jarðskjálftariti sínu, s. 21.: „Nokkuru eftir að láglendið var brotnað frá fjallahringcura, sem girðir það á aiia yegu, runnu dóleríthraun hingað og þang- að niður á það, en ekki var það mjög víða. Þá kom ísöldin yfit“. Þarna kemur það. D/. Th. segir, að undir- lendið sé til orðið á undan ísöld, og gat ekki annað sagt, því að þegar hann ritaði þessi orð, vissi hann ekki um aðra jökla ea þá, sem gðngu yfir eftir að undirlendið var orðið til. En það var ekki eidti jökiunum að kenna, því að þeir höfðu látið eftir sig miklu stórkostlegri menjar en jöklarnir sem dr. Th. vissi af. Yér skulum virða fyrir oss nokkurn part af „fjallahringnum, sem girðir láglendið“, t. a. m. Búrfeli við Þjórsá. Búrfell er ekkert annað en nokkur hiuti úr hálendinu, og stendur eftir eins og fjall, vegna þess að það sem að því lá, hefir sprungið frá og sokkið niður. Þetta hefir dr. Th. tekið greiuilega fram, og hefir honum, eins og eðlilegt er, ekki dottið í hug að ætla, &ð fjallahringurinn (eius og t. a. m. Búrfell og Ingólfsfjaii) væri yngri en undirlendið, sem aft- ur er eldra en jöklarnir, sem fægðu dólerít- hraunin. En nú finnum vér, að Búrfell, þessi partur úr háiendinu, er að nokkru leyti hlaðið upp úr jökulurðunum; hefir svo margt yfir þær gengið, að leirinn og sandurinn, sem lausagrjótið lá í, er nú orðinn að föstu bergi. Þetta má ekki skiljast svo, að jökulurðin sé að eins utan í fjallinu; hún er lag í hömrunum, og má sjá það bæði austan og vestan í fjallinu. Jökulurðarlögin eru raunar fleiri en eitt, en ég tek það sem bezt er, og hefir það alt til að bera, sem heimtað verður af einni jökulurð. Lagið, sem er á að gizka 100 fet á þykt, og sést lang- ar leiðir að — hvílir á vel ísnúnu blágrýti1 og steinarnir í því eru oft ágætlega ísfægðir; þarf ekki að telja hér upp fleiri jökulurðarein- keani, af þvi að þessi sem talin voru sýna að þetta berg getur ekki verið neitt annað. Hið ísrákaða blágrýtislag er hér um bil í miðju fjalii, og er um 700 feta þykt af grjóti ofan á því. Háiendið hefir því hækkað þarna um 700 fet, að minsta kosti síðan jökiar fægðu þetta blágrýti. En þá var þarna samhangandi há- lendi; þessi lög hafa ekki hlaðist oían á eitt einstakt tiltölulega víðáttulítið fjall, og virðist það í augum uppi, enda bersýnilegt á öllum Hreppafjöllunum, að hálendið hefir sprungið mjög sundur og sokkið úr þvi stórar spildur eftir að jöklamóbergið hlóðst niður. En alt þetta var áður en dóieríthraunin runnu niður á suðurlandsundirlendið, því að það varð ekki fyrr en alt var komið í nokkuð iíkar skorður og nú. Aðalgangurinn í þessu er þá þannig: Fjalla- hringnrinn er eldri en undirlendið, sem hann girðir; hann er að nokkru leyti hlaðinn upp úr jökulurðum, sem sýua a5 geysimiklir jökiar hafa legið yfir landinu, áður en það brotnaði sundur, svo að fjallahringurinn myndaðist; und- iriendið er því ekki til orðið fyrir ísöld. En á undirlendinu eru hraun ísnúin; hraun geta ekki runnið niður á undirlendið fyrr en það er til orðið og jöklar geta ekki fægt hraunin áð- ur en þau hafa runnið; enn fremur verður að bæta því við að menn vita ekki til, að hraun geti runnið undir jökuibreíðu og virðist óhugs- aniegt að dóieríthraunin hafi gert það; vér á- lyktum því (í samræmi við dr. Th.), að jökull hafi ekki legið á undiriendinu þegar dólerít- hraunin runnu ofan á það. Svo ég taki þetta upp aftur: þegar jökuiurðirnar í fjallahringiium (Búrfelli, Hagafjalii, Berghylsfjalli, Miðfeilsfjalli o. s. frv.) myndast, þá er undirlendið ekki til; þegar dóleríthraunin renna, þá er undirlendið orðið til (að mestu leyti að minsta kosti), en þá vantar jöklana; síðan fer alt í kaf aftur í jökul. Þetta er það sama sem ég hefi sagt í „Eiœru. með færri orðum og styðst framsetn- ingin öll við athuganir. Detgáta dr. Th., að undirlendið sé til orðið á undan ísöid (præglacial) er ekki einungis „ó- sönnuð“, heldur alveg fallin í vaiinn, og ætti að hljóta gröf í framhaldi landfræðissögunnar. Af ,skýrir«gargrein‘ Dr. Th. mætti nærri því halda, að alt sé tómur reyknr í jarðfræði ís- lands; væri svo, þá væri auðvitað lítilsvirði að finna nokkuð nýtt; þá sakaði heidur ekki, þó mönnum sæist yfir eitthvað, því að langar rit- gerðir mætti þó altaf skrifa. Doktorinn er í sömu greiu býsna vandur að sönnunum; hanu segir t. a. m. „þó ísrákaðir steinar kunni(!) að finnast í því [móberginu] hér og hvar, þá sannar það ekkert“ (s. 165) það sannsr þó æfinlega að jöklar hafa verið ein- hversstaðar nálægt, og með því þetta er í berg- tegandum, sem menn hafa álitið til orðnar iöngu á undan ísöld, þá ber þó að þessari nýjung, sem Dr. Th. er svo í nöp við, hvað vægt sem í þetta er farið. Og af líkum ástæðum rekur að því sama, þó að eitthvað af þvi sem eg hefi nefnt jökla- móberg væri „flúvíoglacialt“ (jökulárburður). Dr. Th. er víst að gera að gamni sinu, ef orð hans á s. 168 eigaað skiljast svo, að jökulurðir þær, er ég hefi fundið í Hreppunum, geti staðið í sambandi við það, að Hofsjökull og Langjök- ull hafi (eins og varla er hægt að efa) verið miklu stærri í lok ísaldar2 en nú. Eigi þau að skiljast öðruvísi, þá virðist mér talað út í bláinn. 1) Ekki dóleríti, eins og dr. Th. heflr eftir (b. 164) manni gæti nærrí því komið til hngar, að dr. Th. hefði ekki almennilega verið búinn að útta sig á því, að það eru til jökulurðir eldri en hin íenúnu dðlsríthraun. 2) þeirrar, sem gekk yfir eftir að dðleríthraunin runnu

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.