Fjallkonan


Fjallkonan - 29.11.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 29.11.1900, Blaðsíða 2
s FJALLKONAN. Hvort finst þér ei kreppa þig kotið, sem lcarlinn hann afi þinn bygði og hálft o’ní liölana gröf? Og þykir þér skemtilegt skotii), þar skngginn sér aðsetur trygði og ormurinn vefinn sinn öf? Og líttu á hina, sem híbýlin vanda, þeir hljóðlega benda þér; í húsunum nyju er hollara að anda; því h œr r a sem ér undir loftið, því hær r a þú höfuðið ber. Og skuldirnar — skiddirnar, vinur; þig skelfir þœr kröfur að heyra, sem valda þér viðskiftamenn. En undan því ekki þú stynur, þótt einum þú skiddir meira og skuld sú sé ógreidd enn. Þér tiXheyrir auður til lands og til lagar, já, lít yfir sveitir, yfir haf, því kannske á endanum komi þeir dagar, að krefji’ hann þig vaxta, hinn mikli, sem föðurlands gæðin þér gaf. Og vinnukrafts eklan! — Þið eigið svo erfitt með vinnufólkshaldið, þau eru svo óhemju dýr. Það er ekki satt, sem þiðsegið, þið sjálfir því ólagi váldið, það alt saman öfugt snýr. Með vinnufólks-haldið eg hugsa að batni, þú heyrir hvað segi eg nú: vor bygð hefir mikið af br att a og v at ni; ef bara þú taumhaldið kynnir, er fossinn þinn fyrirtaks-hjú. Svo finst þér sem Vesturheims-farir sé farsœldar-ráðið hið nýja, sem vandanum fiytji þig frá; þú undrandi eftir þeim starir, sem „útskerið“ »svo nefnda fiýja og safnast vestur um sjá. En allir, sem sigldu, þeir sjá nú og vita, þann sannleik, er skilst ekki þér: hver blettur skal döggvast af búandans svita, ef biessast hann skal og þrífast, hvar helzt sem í heimi hann er. Svo ferðu að fara með bænir og fróðleik þinn sœkir í prestinn, hvort samkvæmt hans boðskap sé bygt. Ef balarnir glóa' ekki grænir, þú guði kennir um brestinn * og lieldur þú liafir hann stygt! Nei—gakk þú að auðnunnar uppsprettidindum og afneita hégilju trú; þér fyrirgefst margsinnis meira af syndum, þótt minna þú kyrjir af sálmum, ef betur þú stundar þitt bú. Já, tendraðu táp þitt og megin og treystu á aðstoð liins góða en fyrirlít hindrana her, og vísa svo öðrum á veginn til velgengni, frægðar og gróða, og styð þann sem afiminni er. Og himinsins dögg mun þá lífgandi lauga þín lönd og helga þitt starf, og horfa mun til þín margt hlýlegt auga frá himinsins tindrandi stjörnum og börn þín fá blessun í arf. Guðm. Magnússon. Frá útlöndum. England. Salisbury hefir farið frá völdum sem utan- ríkisráðgjafi, en er þó forsætisráðherra eftir sem áður. I hans stað hefir tekið við stjórn utanríkismála Lansdowne lávarður, og er ekki búist við neinni breytingu á stjórnarfarinu fyrir það. Lansdowne hefir verið landstjóri í Kanada og síðar vísikonungur á Indlandi, og hermála- ráðherra 1895—1900. Hann var talinn all- góður stjórnandi bæði í Kanada og á Ind- landi, en mjög lítið hefir þótt að honum kveða sem hermálaríðherra. Chamberlain hefir iikað það miður, aðLans- downe hefir komi t til þessara valda. Hann vildi sjálfur verða utanríkisráðgjafi til þessað eiga hægra með að ná í ráðaneytisforsætið.— Til þess að hafa af sér þetta mót’æti, hefir hann lagt í ferð suour í Miðjarðsrhaf. Niðurstaða þingkosninga Breta var sú, að stjórnin stendur hér um bil jafnt að vígi og áður. Kjósendur styðja þannig yfirgang stjórnarinnar gegn Búum ; en þó hafa kosn- ingarnar hvergi nærri gengið stjórninni svo í vil, sem hún bjóst við. Bandarlkin. Mac Kinley hefir verið endurkosinn sem forseti Bandarikjanna með miklum atkvæða- mua. Mc Kinley sigraði í 29 rikjum, en Bryan í 16 ; fekk Mc Kinley 305 atkv., og Bryan 142. — Þar hefir landvinningapólitíkin enn unnið sigur, og þykir það merki þess að þjóðveldið sé komið á glapstigu og eigi skamt til ófara. Kína. Ófriðurinn held r t'.fram þó Lægt fari. — Frakkar og Ameríkumenn reyna að ýta undir að friðarsamningunum sé flýtt, en Bussar berjast til landa. Þeir eru að leggja undir sig Mandsjúríu, og hafa tekið höfuðborgina. Sagt er að keisaraekkj.ua ré sjúk, en sum blöð segja að hún sé drepin. Stórveldin ætla að krefjast, að kínverska stjórnin sendi einhvern prins til Berlínar til að biðja fyrirgefuingar k drápi Kettelers, þýzka sendiherrans. Á véttvanginum (þar sem morðið fór fram) skal reisa minningar- mark, sem letruð sóu á iðrunarorð á latínu, þýzku og kínversku um ódáðaverk þetta. Kínverjar skulu dæma forgöngumenn boxara til dauða, og auglýsa að öllum boxurum só hótað dauða o. s. frv. Kinverjar eiga einnig að borga stórveldunum skaðabætur, 600 milj. dollara. (Bandamenn vilja að bótafóð sé að eins 200 milj.). Bríar halda enn áfram að verjast Englendingum, og er nú alt af fremur sókn en vörn af þeirra hendi. Þeir taka smáborgir af Englending- um og beita nú enn meiri grimd en áður. Eyrir skömmu tóku þeir Ficksburg í Óraníu; drógu þar niður ensku fánana og hnýttu í tögl á hestum sínum, og fóru illa með þi Englendinga, sem þeir tóku höndum. Allmikið af liði Englendinga (og alt sjálf- boðaliðið) er farið heim. Búar hafa um 15000 manns undir vopnum í Óraníu. Aðflutningsbann á vörum til Transwaal hefir enska stjórnin nú numið úr gildi. Gfamli Kruger liggur að sögn sjúkur, og er sagt, að hann muni segja af sér með öllu stjórnarstörfum í Transwaal. Spánn*. Þar eru talsverðar óeirðir af hálfu Karl- unga; vilja þeir brjótast til valda ; þykir stjórnin á Spáni í ólagi, en sagt er að Karl sá, sem völdin ætti að taka, taki engan þátt í þessum óeirðum. Holland. Yilhelmina drotning kom til valda 18 ára 1898 og hefir síðan ekki skort biðla. Konunga synir og prinsar hafa komið úr öllum áttum til að biðja hennar, en hún hefir veitt þeim öllum afsvör. Nú er það þó orðið lýðum Ijóst, að hún er trúlofuð Hinrik prins af Meklenborg-Schwerin. Yilhelmína drotning er eftirlæti Hollendinga, því bæði er húu eini afkomandi Óraníu ættar- innar, sem nú er uppi, og hefir sýnt dugnað og skörungskap í stjórn sinni, að því er til henn- ar kasta hefir komið, svo sem afskifti hennar af Búa ófriðnum. Þýzkaland. Þar hafa orðið ríkiskauzlara skifti, og heflr Hohenlohe sótt um lausn fyrir ellilasleika, enda er hann kominn á níræðisaidur, og þvi ekki fær um að gegna hinn vandamesta embætti í rikinu. Hann hefir verið ríkiskanslari síðan 1894, og hefir verið álitinn gætinn og velvil- jaður stjórnari, en skorti þó einurð og þrek til að halda i skefjum hinum dutlungasama og stórlynda keisara. Þau sex ár sem Hohenlohe sat að völdum, eru ofsóknirnar gegn suður- Slésvíkingum og Pólverjum og málareksturinn út úr hátignarbrotunum ljótustu blettirnir á stjórnarfari Þjóðverja. Greifi Bernhard von Bulow er orðinn rikis- kanslari. Hann er rúmlega fimtugur og hefir verið sendiherra Þjóðverja í Pétursborg og víð- ar. Hann er talinn gætinn maður og duglegur. Ríkisþing Þjóðverja átti að koma saman 14. növember. Búist við að hinn nýi kanslari mundi eiga þar í vök að verjast gegn Eugen Richter og öðrum góðum mönnum, sem berjast gegn Iandvinninga og hefnda pólitíkinni. Rússland. Samsæri gegn keisaranum korast upp í haust á suður-Rússlandi. Keisari var á ferð til Krím og átti að fara um járnbrautargöng, sem voru á leið hans; sást maður skamt frá dyr- unum á göngunum með skóflu í hendi; var far- ið að grennslast ef!:-, hvort þar hefði verið hreyft við jarðvegnuoi og fanst þar grafia nið- ur svo öflug sprengivél, að húu mundi hafa sprengt keisarann og lest hans í loft upp og þar með brotið öll járubrautargöngin. — Mað- urinn náðist og var studant frá Moskwa. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) Hinn 8. júní. í morgun vaknaði eg um d«g- málabil við einhverjar dunur úti fyrir. Eg rauk á fætur og flýtti mér út í borðsalinn. Þegar eg leit út um gluggann, sá eg hvað um var að vera. Úti fyrir sá eg fjóra stóra flutnings- vagna, eins og bændur hafa hér í landi, og vóru þeir komnir inn i hallargarðinn. Þeir vóru hlaðnir stórum kössum sem reknir vóru saman úr heilum borðum, og tóku Tatararnir þá af vögnunum og röðuðu þeim niður í hallar- garðinum. Eg þóttist sjá að þeir væru tómir. Fyrir hverjum vagni gengu sex sterklegir hestar, og ökumenn vóru í þjóðbúningi Slovaka, sem er alla vega litur. Þeir báru barðastóra flókahatta, höfðu háa skó og vóru í sauðfeldum með langa stafi í höndum. Þeir stóðu afsíðis, og sá eg á svip þeirra, að þeir undruðust mjög höllina og hina háu turna hennar. Eg varð feginn komu þessara manna, og hélt að forsjónin hefði sent þá til að gera mér að minsta kosti lítinn greiða. Eg hljóp sem fæt- ur toguðu ofan stigann, og þóttist nú vera viss um, að hliðið á hallárgarðinum væri opið, en það var rammlega Iæst eins og vant var. Eg flýtti mér því aftur upp að glugganum, og sá eg að Slovakar vóru kyrrir í garðinum; eg benti þeim að koma nær og reyndi að láta þá vita að eg vildi tala við þá. Eg ætlaði að reyna að koma á þá bréfi, sem eg ætlaði að skrifa samstundis í lessalnum. Þeir horfðu íyrst á mig, fóru svo að bera ráð sín saman og spurðu síðast Tatarana að einhverju. Samimað- urinn sem tekið hafði við bréfi minu fyrr, gekk þá til þeirra og sagði eitthvað við þá, svo þeir fóru allir að hlægja. Eftir það tókst mér það ekki, að fá þá til viðtals, hvernig sem eg reyndi að kalla og benda þeim; þeir létust ekki einu sinni heyra til mín og sneru sér undan. Þegar vagnarnir vóru orðnir lausir, sá eg að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.