Fjallkonan - 15.12.1900, Qupperneq 2
2
FJALLKONAN.
Þann dag fellu 23 af kastalamönnum og 120
urðu sárir.
Meðan á þessu stóð heyrðu þeir félagar,
hershöfðingjarnir, stöðugt kanónudunur í
fjarska og varð ekki rótt við það. Eftir 12
tíma skothríð var ekki sprottin sprunga á
kastalanum. Þeir sáu að til þess þurfti 12
tíma enn, og ef til vill 36 tíma, og þeiráttu
ekki kost á svo iöngum tíma. Þeir vóru að
eins dagleið á undan Napoleon, S6m var í
hælunum á þeirn.
Bíiicher sendi nú friðboða i kastalann, kapt.
Mertens. Þegar Moreau komst að þvi, að hór
var að ræða um uppgjöf kastalans, vildihann
ekki tala meira við sendimanninn, og kvaðst
enga samninga gera við herf'oriugja, sem ekki
hefði skriflegt umboð í höndum. Eftir klukku-
stund kom Mertens aftur með bréf. Dugleg-
ur herforingi hefði ekki tekið móti sendimann-
inum í annað sinn. Kastalinn var í engri
hættu. Moreau hefði getað bætt þann skaða
um nóttina, sem hann hafði orðið fyrir.
Mertens sló Moreau gullhamra fyrir hreysti
hans og liðsmanna hans, og fór að öllu kæn-
lega; hann taldi líka um fyrir honum og leit-
aðist við að sýna honum, að lið hans væri
svo lítið, að engin von væri um sigur, þar
sem óvinir hans hefði óvígan her, 50 mót
einum af hans mönnum. Það væri mikill á-
byrgðarhluti að gera gagnslausa varnartiiraun
og stofna þannig kastalanum og bænum í hættu,
þar sem alt yrði þá rænt og brent. Moreau
kvaðst vilja láta grafa sig undir veggjum
kastalans. En Mertens sá að hann var á báð-
um áttum, og leiddi honum fyrir sjónir, að þó
hann yrði að gefast upp á heiðarlegan hátt,
væri honum leyft að slást aftur i hóp keisar-
aliðsins.
Hann reyndi að sýna honum, að eftir tvo,
þrjá daga hlyti Soissons að gefast upp; þá
mundu þeir af setuliðinu, sem eftir lifðu, verða
herteknirog bæjarbúar rændir. Nú gæti setu-
liðið farið i friði.
Moreau átti ekki að fara eftir öðru en skipun
sinni. Þar var tekið fram, að „nota alt sem
unt væri til varnar, gefa engau gaum að frétt-
um frá óvinaliðinu og verjast jafnt hvíslun-
um þeirra sem áhlaupum. Enn fremur stóð
þar: „Sá sem stendur fyrir vígi eða kastala
á að minnast þess, að hann ver ríkið sjálftog
að það getur haft stórkostlegar afleiðingar fyr-
ir vörn ríkisins og heill herliðsins, ef hann
gefst upp einum degi of fljótt“.
Moreau var nokkurum sinnum reyndur að
hreysti. Enginn gat orðið hershöfðingi hjá
Napoleon, nema hann hefði sýnt hreysti. En
hann var ekki drengskaparmaður að sama
skapi. Hann áleit, að nú væri farið að halla
fyrir keisaranum, hvort sem var, og vilai
ekki leggja sig í sölurnar til ónýtis.
Hann kallaði saman herráð í setuliðinu.
Það kom þá í ljós, að af skotfærum voru til
3000 venjulegar hlöðslur og 200,000 hylkja-
hlöðslur. Menn urðu ekki á eitt sáttir, en
fleiri urðu þó á því, að halda áfram að verja
kastalann. Óðara en þessum fundi var lokið,
kom nýr sendimaður frá liði bandamanna með
skjal nokkurt; var þar farið stórum orðum
um voðaáhlaup, rán og manndráp. Nýtt her-
ráð kom saman og vildi gefast upp ; hinn
pólski ofursti var sá eini, sem mælti á móti,
og vildi halda áfram vörninni, en hann fekk
enga áheyrn, því fremur sem hann var út-
lendingur.
Moreau kallaði þá sendimanninn á eintal og
lét það eftir, að hann gæfist upp með því móti,
að engar nauðungarálögur væru lagðar á bæ-
inn og setuliðinu væri leyft að fara með vopn
og farangur. Bandamenn hótu því. I skip-
un hershöfðingjanna stóð þó: „Þegar herráðið
hefir verið kvatt tillögu, ræður hershöfðingi
sá einn, sem er fyrir kastala. Hann á að
taka hið öruggasta og djarfasta ráð, ef það
er ekki alveg óframkvæmilegt“.
Nú fór að birta. Sendimenn komu og fóru
á víxl, skotin hættu og kyrðin var eins og i
herbergi dauðsjúks manns. Hermönnunum í
kastalanum fór að verða órótt. Átti nú að
leggja af sér vopnin eftir svo góða vörn ?
Menn fór að gruna margt. Hermönnunum
fór ekki að finnast til um etjórnsemi hers-
höfðingjans og bæjarmenn vóru á sama máli.
Honum var brugðið um hugleysi og föður-
landssvik.
Það var komið að dagmálum. Þegarminst
varði, heyrðust voðalegar kanónudunur. Öll-
um varð hverft við. Menn sptu upp í von
og reiði: „Það eru kanónur keisarans! Keis-
arinn kemur!“ Það heróp hefði ætíð hleypt
hugrekki í herinn og skotið óvinunum skelk
í bringu. Þeir vóru ekki vonlausir um, að
geta varist hershöfðingjum hans, en félst
hugur, þegar þeir áttu að berjast við hann.
Nú æpti hver um annan þver&n: „Enga
uppgjöf! Keisarinn kemur“. Það var verið
að þrátta um, hve margar kanónur Frakkar
ættu að hafa á burt með sór, tvær eða fleiri.
Þá sagði Woronzof hershöfðingi á rússnesku
við Löwenstern: „Látum þá fara með öll
vopnin, og mín líka, ef við að eins getum
fengið þá til að fara úr kasialanum“.
Það var varla búið að skrifa undir samn-
inginn, þegar nýjar kanónudunur heyrðust og
nú miklu nær en áður. Moreau varð bleikur
sem nár og greip í handlegginn á Löwan-
stern: „Þór hafið dregið mig á tálar. Keis-
arinn kemur. Blucher er á flótta. Keisarinn
mundi hafa varpað honum í Aisne-fljótið, þó
ég hefði ekki gefist upp. Hann lætur skjóta
mig. Það er úti um mig“.
Napoleon gaf honum upp sakir, en það er
sannað, að hefði kastalinn ekki gefist upp þá,
var áður skipað svo fyrir, að umsátinni yrði
hætt daginn eftir.
Það var orðtæki í Frakklandi í þann tíma,
að ætíð skyldi skjóta seinasta skotið úr kan-
ónunni, því það gæti, ef til vildi, unnið ú
óvinunum. — En Moreau vanrækti það.
Annars hefði óvinir Frakka beðið ósigur, eftir
því sem bezt verður sóð, og Evrópa hefði þá
litið alt öðruvísi út á vorum tímum.
Eg þekki enga lærdómsríkari, enga djúp-
særri sögu en umsát Soissons, þegar hún er
þannig sögð. Eg þekki enga siðfræðilegri
sögu.
Það dugar ekki að halda því fram, að óvíst
sé, hvort Napoleon hefði ekki beðið ósigur á
einhvern hátt áður, þó hann hefði unnið sig-
ur á Kússum, Prússum og Austurríkis mönn-
um 1814. Það er að minsta kosti líklegt, að
hann hefði haidið velli. Hann var þá allur
annar maður en áður, þegar hann lét metorða-
drauma eingöngu ráða við sig. Allir hans
höfuðkostir vóru þá þroskaðri en nokkurn tíma
áður.
Menn geta fallist á þetta með mér og litið
svo á, hverjar afleiðingarnar mundu hafa orð-
ið. Ef Soissons hefði ekki gefist upp, þá hefði
Evrópa verið laus við voðalega afturkastsöldu
um næstu 15 ár. Framtíð Evrópu leikur á
þessum þræði. Þráðurinn er kliptur i sund-
ur. Það var ekki fyrir hugleysi eða svik, og
ekki fyrir þá lítilmensku, sem allir góðir menn
varast, heldur fyrir drottinholla, heiðarlega
lítilmensku. I þessari sögu er fólgin sálfræði
hinnar heiðarlegu lítilmensku.
Menn finna að smámsaman fer að líða að
því, — fet fyrir fet. Það er ástæða sem eitt ber
í sá fyrir því að gera ekki það eina, sem
hægt er að gera.
Liðið er 800 á móti 50,000. Er það nokk-
ur ástæða? Það hefir barist hraustlega
fullan dag við þetta ofurefli. Er það nokkur
ástæða? Kastalinn getur samt ekki varist
nema örstutta stund. Er það nokkur ástæða?
Ef ekki er látið undan, þá er saklausum
mönnum stofnað í hættu. Það er með öðrum
orðum: Það er líklegt, að lífi góðra manna
verði borgið, með því að sýna nú lítilmensku.
Yera má að með því að gefast nú upp, verði
síðar færi á að sýna hreysti. Eru þetta nokkur-
ar ástæður!
Hór er ákveðið verk, sem ekki má láta ó-
unnið. Hór er hin æðri skipun, sem skilmála-
laust ber að hlýða. Hór er vilji keis&rans,
keisarans, sem allir gefa það sem keisarans er.
Hór er Rhodus; hér á leikurinn fram að fara.
Hér er sá punhtur 1 alheiminum, sem úrslit-
in velta á.
Og enginn af oss getur nokkurn tíma vitað,
hvort sá punktur, sem \ér stöndum á, getur
ekki verið þess konar samskeyta-punktur, sem
óendanlegir þræðir liggi frá í allar áttir.
Vór vitum það ekki. Það eina vitum vér,
að hór ríður á að reynast sem maður, ekki
vesalmenni, hershöfðingi, en ekki uppgjafa-
maður. Að öðrum kosti getum vór búist við
því, — þegar vér með mestu virðingu mótstöðu-
manna vorra höfum lagt árar í bát og gefist
■Upp á heiðarlegasta hátt — að vér heyrum
alt í einu til keisara kanónunnar skamt frá
oss og finnum, að vér erum glataðir og eig-
um skilin afdrif varmennisins.
Þegar vór lesum þannig, að vór tileinkum
oss persónulega það sem vór lesum, þá finn-
um vér þar insta punktinn í gangi viðburð-
anna, upptök athafnarinnar, punkt lyndis-
einkunnarinnar, punkt viljans, punkt ástríð-
unnar, þann Arkimedesar punkt, sem jörðin
snýst um, — Mænutaug viðburðanna og sög-
unnar liggur þar opin fyrir sjónum vorum.
Af hverju eigum við þá að lesa? Til þess
að auka þekkingu vora, leggja niður hleypi-
dóma og öðlast meiri og meiri persónu-
leiba. Hvað eigum við að lesa? Þær bækur,
sem okkur fýsir að lesa, og vér unum við;
þær eru við okkar hæfi. Þær eru góðar
handa okkur.
Einhver spurði kunningja minn: „Hvaða
bækur þykja yður beztar?“. „G-óðar bækur“,
sagði hann, og það var vel svarað, því ekkert
er fráleitara en að hlaupa eftir fyrirsögnum.
Sú bók er góð fyrir mig, sem þroskar mig,
sem óg hefi not af.
Hvernig eigum vér að lesa góðar bækur ?
í fyrsta lagi með hlýjum hug, þar næst með
„kritik“ (gagnrýni), og enn fremur ef unt er
þannig, að lestur okkar hafi einhvern mið-
punkt, og að vér sjáum eða förum nærri um
samanhengið, og lobs þannig, að oss verði
Ijóst það siðalögmál, sem fólgið er i hverjum
viðburði, sem frá er sagt. Með þessu móti
getur heill heimur lokist upp fyrir okkur í
hinni einstöku bók. Yið getum kynzt þar
nokkuru af mannseðlinu, með hinum mörgu
tilbreytingum þess, og þar könnumst vór við
sjálfa oss — og þar að auki finnum vór þar
hin eilífu lög alnáttúrunnar. Loks getum
vór, ef vér lesum með athuga, látið 03S fara
fram í siðgæðum, þegar við þreifum lifandi á
og skiljum glögglega, hvað það er, sem gera
ber og forðast.
Makt myrkranna.
• Bftir
Bram Stoker.
(Framh.)
. Eg gerði nýja rannsóknarferð í gær. Greifinn
sagði mér í fyrrakveld, að hann yrði að vera
allan daginn að heiman, og bað mig að raða
niður ýmsum skjölum og bókum, sem hann
ætiaði að fara með til Lundúna, og gera skrá
yfir það alt saman. Þegar eg kom inn í bóka-
safnið, sá eg að þar var kominn stór kassi, og
bækur þær sem eg átti að skrá og raða lágu
í sófanum. Þetta kom mér reyndar undarlega
fyrir sjónir, eftir alt sem eg hafði áður séð,
því hver skyldi ímynda sér, að Kölski með
ferðatösku og járnbrautarseðil í hendinni — en
eg get ekki gert að því, að ferðabúnað
ur greifans vekur svipaðar hugsanir hjá mér
Þessir Tatarar (Zígaunar öðru nafni), sem hér
[ hafa dvalið síðustu dagana, eru að búa greif-