Fjallkonan


Fjallkonan - 22.12.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 22.12.1900, Blaðsíða 2
8 F JALLKONAN. eigi heima mestalt sumarið. Svo kæmi nefndin á eftir, þegar byggingu væri lokið, og heimtaði ýmsar breyting- ar, sem ekki einnngis gætu valdið kostnaðarauka heldur horfðu til stórvandræða. Þesau leitaðist byggingarnefndin við að svara og af- saka sig. Annars er alt að verða hringlandi vitlaust hér; fjölda af húsum þarf að byggja hornskökk, og samt mynda hösa- raðirnar ekki beinar línur og þá ekki bognar heldur; alt eru eintómir krákustígar. öangstéttum verður ekki við- komið, nema taka burtu allar götudyratröppur, sem helzt mun vera í ráði, og verða að slíku allmiklir erfiðleikar, því að þá komast menn hvorki út né inn í húsin, nema fara loftförum eða láta draga sig npp á kaðli, eins og tíðkast i fuglabjörgum. Á fundinum var töluvert fimbuifambað um það, að byggingarnefndin hefði litlar sem engar reglnr að fara eftir, og væri hin mesta þörf á þeim, og þá mundi alt verða harðla gott, því að nú á ekki að vera unt að gera neitt svo í lagi sé nema búinn sé til stóreflis lagabálkur nm það fyrirfram, eins og byggingarnefnd eða hvaða nefnd sem er geti ekki sett sér sjálf neinar reglur. Alment var áiitið, að byggingarnefndin gegndi ekki nógu vel skyldu sinni samkvæmt lögum þeim, er hún hefir til eftirbreytni, og vildu sumir láta hana fyrst læra að fylgja þeim, þó einföld væru, áður en farið væri að heimta önnur margbrotnari. Að lokum samþykti fnndurinn að skora á nefndina að gegna betur skyldu sinni hér eftir en hún hefði gert. Að síðustu vakti W. Ó. Breiðfjörð kaupmaður máls á gerðum veganefndarinnar, og fann ýmislegt að þeim, og beindist sérstaklega að tveimur mönnum í veganefndinni, G. héraðslækni Björnssyni og Sig. ingenieur Tborjddsen. Svaraði héraðslæknirinn því og brá br. Breiðfjörð um þrjózku og óhlýðni gegn fyrirskipunnm bæjarstjórnarinn- ar o. fl., og er að sögn búist við málssókn út af því af hálfu W. Ó. Breiðfjörðs. [Dess skal getið, að ritstj. þessa blaðs var ekki á fund- inum, og getur því ekki ábyrgst að þessi skýrsla sé nákvæm í öllum atriðum]. Sjónleikir. Leikurinn „Skríll“ (Pakk) eftir Overskou hefir verið leik- in tvisvar sinnum, en það er óhapp fyrir Leikféiagið, að þrjár af beztu leikkonunum, sem fmeðal annars léku í þess- um leik í fyrra, léku nú ekki, og eru tvær af þeim sagð- ar óvæntanlegar á leiksviðið í vetur, önnur þeirra frú Stefanía, sem getið hefir sér mestan| orðstír. Þótti mönn- um þvi nú minna til leiksins koma, og nýju leikendunum ekki takast eins vel; þó leikur frk. Þuríður Sigurðardótt- ir dável, og líklegt er að gott efni sé í frk. Guðrúnn Krist- jánsdðttur, sem !ék nú í fyrsta sinni. Þrír smáleikir voru síðar leiknir, „Nei“ og „Já“ (Hei- berg) og „Hjartadrotningin". Það tókst fremur vonum. Nú á að leika annáð kveld leik, sem heitir „Heim- koman“, eftir H. Sudermann, í fjórum þlttum. Hann hefir aldrei verið leikinn hér áður, og er líktegur til að verða sóttur. Giítingar: 24. nóv. Jón Jónssou og Guðrún Steinuun Þorkeisd.ittir Yesturg 57. 4. nóv. Jón skipatjóri Jakobssou og Þor- björg Nikulásdóttir, bæðí í Eugey. 10. nóv. Árni skipstj. Hannesson og Sigriður Pétursdóttir. Dánir: f 11. nóv. Halldór Gestsson ókv. (70) á Laugarnes- spítalanum. 17. nóv. Þórður Markússon (52) kv., Hóla- brekku. 21. Margret Illugadóttir (75) Vesturg. 40. 1. des. Sigríður Marteinsdðttir (13), í Stöðlakoti. 4. des. Þórður Jónsson, giftur, Mýrarhúsaskóla (47). 6. Ingveld- ur Einarsdóttir (24) ógift, Lindargötu. 7. Guðmundur Sigurðsson (barn á 1.) Hverfisg. 21. 12. Jóhanna Guð- rún Sigurðard. (37) gift kona á Lækjarbakka. FJALLKONAN 1901, Nýir kanpendur að Fjallkonunni 1901 fá í kaupbæti: Þrjú sérprentuð sögusöfn blaðsins í allstóru broti yfir 200 bls., meðan þau hrökkva, með mjög mörg- um skemtisögum. Enn fremur einhvern eldri árgang blaðsins eftir samkomulagi. Ekkert íslenzkt blað býður þvílíka kosti. Framhald verður á innlendum sögum, sem ekkert annað blað getu^' boðið, með því að þær eru hvergi til nema hjá útgefanda blaðsins. Lýsing Reykjavíkur um aldamótin getur ekki kom- ið fyrr en eftir nýár,^^fna þess að enn vanta mynd- ir, sem þeirri ritgerð eiga að fylgja. Útlendar sögur verða og stöðugt í blaðinu. Framhald verður af Alþingisrímunum eða kveð- skap í svipuðum anda. Fyrir 1 kr. geta kaupendur nú fengið blaðið um hvern ársfjórð- ung, með ýmsum hlunnindum, eftir samkomulagi. Nýja tegund af alveg vatnsheldu sjóstígvélaleðri, hefi eg nú fengið, er sjómenn ættu að nota. W Hvergi vandaðra verk. “W Jón Brynjölfssön. Kvennablaðið Barnablaðið. Af því að ég veit að mjög marg- ir kaupendurKvbl. og Barnabl. halda blöðunum saman og binda þau inn, þá hefl ég til reynslu fengið mér fáein bindi á blöðin. Það eru skrautbindi með gyltunafni blað sixis bæði á kili og framspjald- inu. Mjög lík bindunum á kvæð- um öröndals. Bindin eru á 2 ár- ganga af Kvennablaðinu, svo þeir sem eiga það frá upphafi þurfa þrjú biudi, ef þeir vilja binda þá alla inn. Hvert bindi á hvort þessara blaða kostar 50 aura. Nýir kaup- endur að Kvennablaðinu, sem vilja kaupa sér 2 af eldri árgöngunum (þó ekki þann fyrsta) geta fengið þá innbundna í skrautband fyrir að eins þrjár krónur og B.irnabl. frá upphati innb. lyrir tvær krónur Bæði Kvennablaðið og Barnablað- ið í skrautbandi eru einkar hentug- ar jólagjafir, og verða nokkur ein- tök innbundin fyrir jól handa kaup- endum, en þeir verða þá að sæta færi, af því ekki hefir verið fengið af þeim nema svo iítið í bráðina, en verðnr pantað meira síðar ef menn vilja. Bríet Bjarnhéðlusdóttir. w Tiljólanna -9* ét Hotel ,ÍSLAND‘. Highland Whisky (Special Liqueur), ný tegund, sem aldrei fyr hefur fluzt’ til „Landsins". Sommervilles Export Whisky (10 ára gamalt). Áhrifamikill og ljú- fengur drykkur. Ennfremur hið alkunna V. 0. B. Whisky, sem allir vilja kaupa. Glamli Carlsberg (Lageröl) ágætasta aftöppun. Þessi drykkur er svo góðkunnur, að ekki þarf að lýsa honum frekar. Einnig Rosenborg Sodavatn og Citron-vatn. Verzlun W. FISCHERS Nýkomnar vörur með „Ceres11: Matvörur og Nýlenduvörur alls konar: Bankabygg — Baunir, klofnar — Hrísgrjón — Bygg — Hafrar — Kurlaður mais — Hveiti — Overheadmjöl — Kaffi — Export — Kandis — Melis, í toppum og högginn — Strausykur — Rúsínur — Svezkjur — Sago stór og smá — Kardemommur — Sukat — Citron- olía — Húsblas — Handsápa, marg- ar teg. — Grænsápa — Stangasápa. Chocolade, margar teg. þar á meðal Consum. Kirsebærsaft, sæt og súr — Sirop Tóbak: Rjól — Rulla — Reyktóbak Vindlar — Hálsklútar — Vasklútar, hv. og misl. — Handklæði — Al- manök — Spii og margt fleira. Verzlun Björns Kristjánssonar hefir bankabygg, bveitið bezta í bænum, rúgmjðl, grjón, baunir, bezta kafnð i bænum, og Export- kaffið sem allir kaupa, kandís, hvítasykur, íiskilínur, skófiurnar hentugu. Neftóbak, munntóbak. Þau langbeztu baðlyf; blandastþau með einum á móti 70. 200 pd. af munntóbaki seljast fyrir 1 krónu pundið í heilum stykk- jum. fyrstu árgangana af Kvenna- blaði kaupi eg fyrir upphaf- legt verð, ef þeir eru í góðu útliti. Bríet. Bjarnhóðinsdóttir. NÝKOMIÐ með „CERES“ Nægar birgðir af vínum og vindlum frá Kjær & Sommerfeldt; vindlar eru frú 5 kr. 50 a. og upp til 12 kr. pr. 100 stk.; sérstaklega nefni eg: Hilda á 5.50 Superiores á 6.50 Lidia á 8.50 Nicotin-fría vindla á 7.50 og 9.00. Hacienda á 8.00 Rio Sella á 7.00 Intermezzo á 6.00 o. m. fl. Steingr. Johnsen. I. Paul Liebes Sagradavin og Maltextrakt með kínín og járni hefi eg nú haft tækifæri til að reyna með ágætum árangri. Lyf þessi eru engin leynd- arlyf (arcana), þnrfa þau því ekki að hrúk- ast í blindni, þar sem samsetning þessara lyfja er ákveðin og vitanleg. Sagradavínið hefir reynst mér ágætlega við ýmsum maga- sjúkdömum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, sem eg þekki, er verkar án allra ðþæginda, og er lika eitthvað hið ó- skaðlegasta lyf. Maltextraktin með kínín og járni er hin bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sérstaklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum af taugaveiki, þrðttleysi magans o. s. frv. — Lyf þessi hefi eg ráðlagt mörg- um með bezta árangri og sjálfur hefi eg hrúk- að Sagradavínið til heilsubðta, og er mér það ómissandi lyf. Beykjavík 28. nðv. 1899. L. Pálsson. Einkasölu á I. Paul Liebos Sag- radavíni og Maltextrakt með kínín og járni íyrir ísland hefir undir skrifaður. Útsölumenn eru vinsam- lega beðnir að gefa sig fram. Reykjavík í nóvember 1899. Björn Kristjánsson. Ný snið af allskonar kvenfatnaði og barnafatnaði eftir allra nýj- ustu tízku fást nú hjá mór, eins og stöðugt að undan- fórnu, og kosta frá 40—80 aura. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjau.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.