Fjallkonan


Fjallkonan - 22.12.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 22.12.1900, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni í viku. Verð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða l'/a doii.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bnnd- in við aramót, 6gild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hannþá borgað blaðið. Aígreiðaia: Þing- holtsstrceti 18. BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAD XVII. árg. Reykjavík, 22. desember 1900. tfr. 52. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahusnu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshösinu, opið á sannu dögum kl. 2—3 e. m. (lokað í des. og jan.) Ókeypis lœkning á spítalannm á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. n1-~ i^L-* *\L* 'sl^ "J/* ¦slx1 ¦s|^- ¦si" *sL" Enn um 61, gr, stjórnarskrárinnar. í 42. tbl. Fjallkonimnar er rætt um 61. gr- stjórnarskrárinnar og sýnt fram á að hún, eins og hún nú er orðuð, geti ekki verið okk- ur neitt keppikefli. Þessu get eg samsint að öllu leyti, en þar sem jafnframt þessu er hald- ið fram, að bezt fari k, að greinin sé orðuð eins og stjórnin vill hafa hana, virðist mór nokkuð frekt í farið. Af því FjalTkonan hefir látið á sannast, að hún vill ræða málið með rökum, vænti ég að hún ljái línum þessum rúm, þótt þær fari að nokkru leyti í bága við skoðanir þær, sem blaðið hefir áður flutt. í nýnefndri grein er sagt, að aukaþingin 1886 og 1894 bendi ekki á, að þau styðji að þvi að stjórnin slaki til, því næst segir: þing- ið er því veikara fyrir, þess oftar sem það er leyst upp, Þessi síðustu orð, sem ekki að eins eru stíluð gegn aukaþingum heldur og gegn þinglausnum án aukaþinga, eru að minni hyggju of almenn. Því verður að sönnu ekki neitað, að tíðar þinglausnir geti veikt þingið, því auk þess sem nýskipuð þing verða einatt afkastaminni en þingin á efri helming kjörtímabilsins, má búast við að fyrir gæti komið, að fulltrúar þeir, sem valtir eru í sessi, geri talsvert til að komast hjá þinglausnum og leggist móti því máli sem þeim kemur af stað. En fyrir stjórnarskrárbreytingar þarf þetta ekki að hafa verulega þýðingu. Sé þjóðinni breytingin nokkxirt áhugamál, má búast við að þeir þing- menn, sem halda henni fram, verði yfirleitt fastastir í sessi og só knýjandi ástæður til breytingarinnar, eru allar Iíkur til að formæl- endum hennar fari fjölgandi við þinglausnir, svo framarlega sem hin siðspillandi öfl eru ekki ríkjandi í landinu. Og geti nokkuð þok- að máli voru áfram, ætti það að vera aukið þingfylgi. Það er því ofmælt, að gera öll- um þinglausnum jafnt undir höfði, segja að þær verði ávalt til þess að veikja þingið i sjálfstjórnar baráttunni. Hins vegar skal það játað, að sé hrapað að þinglausnum áður en • stjórnarskrárbreytingar eru búnar að fá fylgi þjóðarinnar, kynni það að verða þeim til falls, en af áðursögðum ástæðum má búast við að þinglausnarákvæðið mundi einatt gera þing- menn varfærnari og þykir mér ekki lastandi, þótt þingið hugsi sig tvisvar um áður enþað leggur út í stjórnarskrárbaráttu, sem stjórnin vill ekki styðja. Þinglausnirnar 1886 og 1894 styðja þessa skoðun mína. í bæði skiftin fjölgaði atkvæð- nm endurskoðunarinnar. Það sem varð henni að fjörlesti voru ekki þinglausnirnar, heldur örvænting um nokkurn árangur samfara kostn- aði við aukaþingin. Frá öðru sjónarmiði virðist og ærið athuga- vert að afnema ] ingkusnirnar. Það er kunn- ugra en frá þurfi að sagja, hve föst stjórn Dana hefir varið i 3essinum, þótt stjórnará- standið hjá þeim fræadum vorum haíi verið algerlega óhafandi. Vór getum því búist við að sama verði uppi á teningnum hjá oss. Sennilega stöndum vér samt betur að vígi í þeirri baráttu hvað fjéríögin snertir. Minn- umst vér samt þess, að alþingi hlýtur jafnan að standa muu ver að vígi en ríkisþing Dana, virðist það geta verið talsvert hættulegt, að beita fjárlögunum sem aðalvopni eins og Dan- ir hafa gert. Að þvi er líka gætandi, að eigi að beita fjárlögunum, yrði það»að eins með því að nota neikvæðisrétt þing3Íns. En visn- unar-pólitík sú, sem slíkt hefði í för með sér, gæti ekki verið holl fyrir þetta land, þar sem alt liggur i kaldakoli. Þá gætu þinglausnir komið að haldi, og það því fremur sem veru- legt ólag k stjórnarfyrirkomulagiuu oftast á rót sína að rekja til miður heppilegra eða ó- ljósra ákvæða í stjórnarlögunum. 61. gr. hefir verið kölluð gimsteinninn í stjórnarskránni okkar. Eg get að einu leyti samsint þessu. Stjórninni er meinilla við hana, og er enginn vafi á, að vér eigum mikið til henni að þakka, að hún hefir féngist til við- tals. Hún hefir því sýnt, að hún kemur að liði í hrossakaupum. Fyrir því má gera ráð fyrir, að þinglausnirnar geti gert okkur sams- konar gagn síðar og aukaþingin nú. Virðist þannig ástæðulaust að sleppa nú þesaum hluta 61. gr., þegar sniðið hefir verið af henni það ákvæðið, sem vór þurftum að losna við, og úr því stjórnin tekur í mál að láta þann hlut- ann standa, væri það jafnvel vitavert af þing- inu, að slaka meira á klónni en full þörferé. a. * * Athugasemd við þessa grein kemur áður langt líður. Riistj. Varúð við altarisgöngur. Það er talið ógeðslegt, óþrifalegt oghættu- legt fyrir heilbrigði manna, þegar fleiri en einn neyta af sömu matarílátum eða drykkjar- ilátum, án þess þau séu þvegin á milli. Enda er slíkt skoðað sem vottur um menningar- skort og skrælingjahátt. Við eitt tækifæri, áltarisgöngurnar, helzt samt þessi venja enn þá óbreytt í öllum mentuðum löndum. Sama kaleikinn með hinu helgaða víni ber presturinn munn fra munni, unz allir altarisgestirnir hafa dreypt á honum, jafnt þeir sem sjúkir eru sem hinir. Læknar hafa oft bent á, hve afarhætt væri við, að ýmsir næmir sjúkdómar bærust ámeðal manna við þetta tækifæri; en svona gömlum helgisið er ekki auðvelt að breyta. Nú geta „Spítalatíðindin" dönsku (Hospitalstidende) um það, að kirkjufélag eitt í Englandi (Ips- wich) hafi ákveðið það, að hver altarisgestur skyldi hafa sinn kaleik. Þessu máli hefir fyrir nokkrum árum verið hreyft í Fjallk., og sama ráðið lagt þar til. H.e>ylaEj«/\7-±lx.. Almennur borgarafundur var haldinn í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðsl7. þ. m. „Fram- farafélagið" hafði stofnað til þessa fundar í þvi skyni að þar yrðu rædd ýms bæjarmál. Á fundinum mættu all- margir bæjarbúar og meiri hluti bæjarstj'örnarinnar. DesBÍ mál komu til umræðu á fundinum: 1. Lögreglusamþykkt kaupstaðarins. Kom fram um- kvörtun um það, að eígi væri unt fyrir bæjarbúa að f4 sérprentun af samþykt þessari, því að hún væri hvergi til. Að vísu er hana að finna í Stjðrnartiðindunum, sem almenningur hvorki kaupir né fær að jafnaði til lestura á landsbókasaíninu, þótt auðvitað sé frjáls aðgangur að þeim þar. — Þa var og allmikið rætt um hve gmasmug- leg og hégómleg samþyktin væri í ýmsum atriðum, er sjaldan eða aldrei væri fylgt fram; hón væri því dag- lega brotin, ekki einungis af alþýðu, heldur jafnvel em- bættismönnum. Fremur virtust ræður þær, er bæjar- stjórnarmennirnir héldu, lúta að því, að óþarfi væri að fást um þetta og gæti komist af eins og hefði verið; raunar þyrfti að breyta ýmsu í samþyktinni og anka við hana, en þetta mætti biða næsta þings, til að forðast kostnað sem leiddi af þvi að prenta hana nú, ef svo skyldu verða á næsta þingi samþykt lög, sem hetðu iför með sér endursköpun á lögreglusamþyktinni. Enginn gat samt fært verulegar líkur og þvi siður sannanir fyrir þvi, að lögreglusamþyktin breyttist á næsta þingi, og það sem kostnaðinn snerti við prentun á henni, virtist sumum bæjarbllum það óvenjulegur sparnaður hjá bæjar- Btjórninni, að sjá eftir svo sem 20 kr. til þess, enda ma ef til vill lengi bíða eftir því, að eigi sé örvænt að sam- þyktin geti breyzt..|ða bætt verði einhverju við hana. — Það er nú orði'frjjjpka, að vilja fá sem allra mest að vöxtunum af einhverjum nýjum lagaþvælum og laga- breytiugum, svo að enginn lifandi maður botni soinast því, hvað aéu gildandi lög eða ekki. Kæður ýmsra bæjarbúa féllit í þá fttt, að þeir óskuðu að samþyktin yrði endnrskoðuð som fyrst, gerð avo ein- föld, óbrotin og ljós sem unt væri, og síðan prentað svo mikið af henni að öllum gæfist kostur & að fa hana Loks samþykti fundurinn að skora á bæjarstjómina að endurskoða lögreglusamþyktina. 2. Fyrirspurn um uppljómun bæjarins um aldamðtin. Bankastj. Tr. Gunnarsson skýrði fra því, að nefndiu, sem átti að fjalla um þetta uppljómunarmal, hefði hugs- að sér að skreyta Austurvöll með ljósum, hafa þar flug- elda o. s. frv., er yrði auglýst síðar. Kostnaður við þetta hátíðarhald mundi verða um 500 kr., og yrðu annaðhvort bæjarbúar sjálfir og hin ýmsu félög í bænum að bera þann kostnað, eða þá að greiða hann af bæjarsjóði, að einhverju eða öllu leyti. Auk þess taldi hann æskilegt, að bæjarbúar uppljóm- uðu hús sín við þetta tækifæri, þeir sem gætu eða vildu. Hátíðahaldið á að byrja kl. 11 og enda kl. 1 a nýjarg- nðtt. Fundurinn samþykti að kostnaður sa, er hatíðahaldið á Austurvelli leiddi af sér yrði greiddur úr bæjarsjóði 3. Erfðafestubréfin nýju. Um þau urðu allmiklar umræður. Þóttu sumum á- kvæðin í þeim ósanngjörn að ýmsu leyti gagnvart erfða- festulandsoigendum, en skýringar komu fram um það, að slíkt væri eígi á gildum rökum bygt, með því að bæjar- stjórnin hefði að eins leitast við, að stemma stigu fyrir því, að tálmun yrði gerð á stækkun bæjarins, án þess þó að vilja þröngva kosti erfðafestulandseigendanna. Annars virtust sumum erfðafestubréfin fremur óakveðin vafasöm og torskilin í sumum atriðum, eins og allar reglur og ákvæði sem gerð eru nu á timum. — Að síð- ustu var umræðum hætt, án þess nokkur ályktun væri gerð. 4. Gerðir byggingarnefndarínnar. Allmiklar umræð- ur urðu um þetta mál. Var talað um, að í morgu væri ábótavant um bygging bæjarins; víða hefðu verið byggð hús þvert fyrir enda á strætum svo að ómögulegt væri að framlengja þær, t. d. Smiðjustíg, Tjarnargötu o. s. frv., aukavegir margir lagðir skáhallir út af aðal- strætunum, jafnvel þar sem engin fyrirstaða hefði verið að hafa þá hornrétta við þau; yfir hbfuð engri reglu fylgt í neinu, svo að engin mynd væri á hvernig formið yrði. Byggingarnefndin afmarkaði ekki einu Binni húsastæðin, heldur liti snöggvast á þann stað, sem húsin ætti að bygSJ* a> 8í°an væ" einum manni falið á hendur að mæla út og afmarka grundvöll húsanna, en hann kæmi sjaldnaBt á byggingarnefndarfundi og vis»i þvi trauðla um, hvað akveðið hefði verið í hvert sinn, enda væri hann

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.