Fjallkonan - 01.03.1901, Blaðsíða 4
4
FJALLKONAN.
an sveitarstyrk, og mundi það eins þarft eins
og þetta sífelda þref og þjark útaf stjórnar-
skránni, sem mönnum er farið að leiðast, svo að
sumir eru alveg hættir að lesa þær greinir í blöð-
unum. En sjáum vér bændur ekki neina veru-
lega viðleitni hjá þinginu að rétta hag okkar og
gera okkur lífið viðunandi, eftir því sem ástæð-
ur leyfa, þá er við því búið að útflutningarnir
aukist, og vita allir hvílíkt niðurdrep það er
fyrir landið.
Helgi Pétursson kand. mag. hefir fengið
verðlaun af hinu danska náttúrufræðisfélagi fyr-
ir ritgjörð um móbergið á íslandi, 500 kr. Það
er hin sama ritgerð, sem prentuð er í skozku
landfræðitímariti og síðar stytt i „Eimr.“ og
vakið hefir ágreining milli þeirra Thoroddsens.
Seðilflöskur tvær frá sænsku norðurhafs-
förinni 1898 fundust nýlega á Lambastöðum
og Vogi á Mýrum. Þær hafa áður fundist hér
nokkrar, og má ekki villast á þeim og André-
skeytunum.
Skarlatssóttin. Hún er ekki í neinni rén-
un enn þá hór í bænum, svo séð verði, og virð-
ist hafa breiðst út meira eftir að veðurbliðan
varð meiri. Er því ekki ólíklegt, að hún verði
skæðari með vorinu, og litlar líkur til að henni
verði útrýmt í vetur. Hún hsfir nú útbreiðst
mikið í fyrstu stöð sinni, Höfnunum. Þar lágu
fyrir skömmu 20 manns i skarlatssótt og voru
þar nokkrir bæir sóttkvíaðir (Kirkjuvogshverfið,
Kirkjuvogur og Kotvogur og næstu bæir). Þar
dó úr henni sængurkona. Annars er hún væg
á flestum, en út af því getur borið, því menn
hafa dáið úr henni á öllum aldri.
Tíðarfar. Þessi vetur hefir verið svo góð-
ur, að elztu menn muna varia annan eins, sízt
svo jafnan um alt land. Snjólaust oftast og
sífeldar þíður. Unnið að jarðabótum á Norð-
urlandi um miðjan vetur. Ræktuðjörð meira
og minna græn.
Afiabrögð. Hér i Faxaflóa verður naumast
fiskvart, en sunnan Skaga hefir verið allgóð-
ur afli, einkum á Miðnesi, minna i Höfnum
og lítill í Grindavik. — Botnvörpuskipin hafa
aðalstöðvar sínar kringum Reykjanes, og liafa
að sögn aflað mjög vel, fyrir þetta frá 800—
1080 pd. sterling í „túrunm“, og er það dá-
góður afli á hálfum mánuði eða svo.
Skipstrand? Flugufregn segir botnvörpu-
skip strandað nálægt Dyrhólum í Mýrdal.
Prestkosning fór fram 28. jan. að Prests-
bakka við Hrútafjörð, og var sóra Eiríkur
Gíslason á Staðastað kosinn með 31 atkv„ en
Böðvar Bjarnason prestaskólakandídat fekk 18
atkv.
Ferðamenn. Magnús sýslumaður Torfason
og frú hans og þeir séra Arnór Árnason
prestur að Felli í Strandasýslu og Guðjón
Guðlaugs alþingism. Strandamanna vóru hér
á ferð nýlega.
Sjónleikar. „Leikfélag Reykjavíknr" hefir haft sjón-
leika einu sinni i viku lengst af í vetur, og oftast haft
húsfylli. Nokknr missir hefir pað verið fyrir félagið, að
Bumar beztu leikkonur félagsins hafa nú ekki getað tek-
ið pátt í leikunum. En félagið hefir verið svo heppið að
fá, í þeirra stað nýjar leikkonur, svo S8m frk. Solveig
Sveinsdóttur (frá Ameríku), sem hefir leíkið i „Heimkom-
unni“ og „Þrumuveðrinu" (eftir Hostrup). Hún virðist
hafa mjög góða hæfileika og lék prýðilega vel i „Heim-
komunni“, og sömuleiðis vel í „Þrumuveðrinu" þegar
þess er gætt að hún hefir þar erfitt verk að vinna. Frk.
Sigriður Bergþðrsdóttir, eem ekki hefir heldur leikið áður
virðist vera efni í leikkonu. Af hinum gömlu leikendum
er Árni færastur og fjölhæfastur, þó framburður hanB
gæti stundum verið betri. Frk. Gunnþórunn leikur vel
eins og oft áður, og þykir henni takast upp með malara-
konuna í „Prumuveðrinu“. Frk. Þuríður Sigurðard. leik-
ur lika vel frúna í „Þrumuveðrinu“.
Því miður virðist félagið ekki gera sér nógu mikið far
um að velja góða leika, sem einhver lærdómur er í og
eru eitthvað annað en eintómt augnagaman eða hláturs-
efni handa þeim sem ekki vita að hverju þeir eiga að
hlæja.
Þráðlausar orðsendingar. Belga stjórnhefir
látið nefnd manna gera tilraunir með þær
eftir aðferð Marconis. Tilraunirnar voru gerð-
ar á skipi og tókust vel, þótt veður væri ilt.
Hefir stjórnin nú ákveðið, að búa öll belgisk
póstskip út með Marconis-vélar, þau sem
ganga milli Ostende og Dover á Englandi.
í ráði var að koma á þráðlausum fregnskeyt-
um á sama hátt frá C&lais (kal-e) á Frakk-
landi, en brezka stjórnin bannaði það.
Spánverjar gera ráð fyrir, að koma þessu
á hjá sér í stórum stíl, og er sagt að von só
á Marconi sjálfum þ&ngað til að segja fyrir.
Fvrst um sinn verður þessum fregnsend-
ingum á komið milli eynna fyrir austan
Spán og milli þeirra og Spánar, og á milli
Kar.aríeynna og meginlands Afríku.
Eins og kunnugt er, er Tesla miklu stór-
hugaðri í þessu máli. Hann hefir jaíavel við
(orð, að hnýta þannig saman Evrópu og
Ameríku.
Yíirlýsing.
Að gefnn tilefni lýsi eg yfir því, að eg er höfundur
greinarinnar í Fjallk. 14. Febr. þ. á., um lauslætið í Reykja-
vik, og hefir sú ritgerð, sem rituð hefir verið út af minni
grein, alls ekki hitt á réttan stað. Eg sendi ritstj.Fjallk.
greinina, en bað hann ekki um að taka hana i blaðið;1
mér fanst hún raunar sumstaðar nokkuð svæsin, en
samt ekki nærri eins svæsin og sú grein sem tilefnið gaf.
Það var alls ekki tilgaugur minn að styggja neinn
mann persónulega og allra sizt gamlan góðkunningja minn
og gáfaðan sagnfræðing og listamann, en eg vissi ekkert
hver höfundur greinarinnar var, enda er ekki sveigt að
neinum manni persónulega. Þar sem einhver hefir hneyksl-
ast á orðinu „kvennabósi“, þá merkir það ekki annað en
„kvennamaðuru, og það erum við líklega báðir meira og
minna, og i því svipar okkur til merkustu manna, því
þeir hafa flestir verið „kvennabósar"; til er allstór bók
um alt það kvenfólk, sem Napóleon gamli var riðinn við,
en það má þð Napoleon greyið eiga, að hann skeit
Reykjavík aldrei út. Mér er nú raunar ekki svo ýkja
ant um Reykjavík, en eg vil ekki að hún sé gerð að
verulegu hóruhúsi eða spillingarbæli, því hún er ekki enn
nærri eins og sú umtalaða grein gefur í skyn — eða
hamast út af.
Bgn. Gröndal.
1) Höf sendi Fjalllc. greinina orðalaust með póstinum,
auðvitað í þeim tilgangi að hún kæmi í blaðið. Til hvers
hefði hann annars átt að senda hana? Sjálfur talaði hann
líka á þá leið við mig, áður en greinin var prentuð.
Honum mun heldur ekki standa á sama, hvort honum er
synjað viðtöku hjá blöðnnum eða ekki. Útg
I
I
Yottorð,
Eg hef verið mjög magaveik-
ur, og hefir þar með fylgt
höfuðverkur og annar lasleiki.
Með því að brúka Kína-lífs-
elixír frá hr. Yaldemer Peter-
sen í Friðrikshöfn, er eg aftur £
kominn til góðrar heilsu, og ~
ræð eg því öllum, er þjást af
slíkum sjúkdómi, að reyDabitt-
er þennan.
Eyrarbakka.
Oddur Snorrason.
Kína-Iífs-elixírinn fæst hjá
flestum kaupmönnum á íslandi,
án nokkurrar tollhækkunar, son
að verðið er ekki nema ains og
áður, 1 kr. 60 ua. fiaskan.
Til þess að vera viss um, að
fá hinn ekta Kína-lífs elixír, eru
kaupendurbeðnir að lita vel eftir
því, að TþK standi á flöskunum í
grænu lakki, og eins eftir hinu
skrásetta vörumerki á flöskumið-
anum: Kínverji með glas í hendi
og firmanafnið Waldemar Pet-
ersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn.
Maður óskar að fá atvinnu við
húðarstörf, helzt frá lokum ap-
rilmán.; hannhefir lærttil þess starfa
bæði í Höfn og hér i Reykjavík,
einfalda og tvöfalda bókfærslu og
hefir góð meðmæli. Ritstj. vísar á.
M --5
Samúel Ólafsson
Langaveg 63, Reykjarík.
pantar liafnstinipla af aHe-
konar gerð. Þeir sem vilja
gerast útsölumenn skrifi mér.
Verða þeim þá send sýnishorn
af stimplunum.
13__________ ...............E
í mörg ár þjáðisteg af taugavelklun,
höfuðsvima og hjartslætti; rer ég
orðinn svo veikur, að ég lá í rúm-
inu samfleytt 22 vikur. Ég leitaði
ýmsra ráða, sem komu mér að iitl-
um notum. Ég reyndi Kíia og
Brama, sem ekkert bættu mig. Ég
fékk mér því eftir læknis ráðí nokk-
ur glös af J. Paul Liebes Maltext-
rakt með kínin og járni, sem kaupm.
Björn Kristjánsson í Reykjavík sel-
ur og brúkaði þau í röð.
Upp úr því fór mér dagbatnardi.
Ég vil því ráða mönnum til að nota
þetta !yf, sem þjást af líkri veiklun
og þjáð hefir mig.
Móakoti i Reykjavík, 29 des. 1900.
Johannes Sigurðsson.
Hvergi fæst eins heilnæmt og gott
breimivín
og verzlun Ben. S. Þórarinssonar.
Sá sem þarf að kaupa bronnivín, á
að kaupa það hjá honum.
Kyennablaðið
Barnablaðið.
Af því að ég veit að mjög marg-
ir kaupendur Kvbl. og Barnabl. halda
blöðnnum saman og binda þau inn,
þá hefi. ég til reynslu fengið mér
fáein bindi á blöðin. Það eru
skrautbindi með gyltnnafni blað
sins bæði á kili og framspjald-
inu. Mjög iík bindunum á kvæð-
um Gröndals. Bindin eru á 2 ár-
gar,ga af Kvennablaðinu, svo þeir
sem eiga það frá upphafi þurfa þrjú
bindi, ef þeir vilja binda þá alla
uinn. Hvert bindi á hvort þessar
blaða kostar 50 aura. Nýir kaup
endur að Kvennablaðinu, sem vilja
kaupa sér 2 af eldri árgöngunum
(þó ekki þann fyrsta) geta fengið
þá innbundna í skrautband fyrir að
eins þrjár krónur og Barnabl. frá
upph&ti innb. íyrir tvær ltrónur
Bæði Kvennabiaðið og Barnablað-
ið í skrautbandi eru eink&r hentug-
ar afmælisgjafir og sumargjafir og
eru nokkur eintök innbundin handa
kaupendum, en þeir verði að sæta
færi, af því ekki hefir verið
fengið af þeim nema svo lítið í
bráðina, Verður pantað meira síðar
ef menn vilja.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Whiskyið, sem fæst í verzlun
Ben. S. Þðrarinssonar gerir enga
timburmenn hversu mikið sem drukk-
ið er.
Undirskrifaður hefir til sýnis tölu-
vert af spönskum borðvínum, og
pantar þau, ef einhver æskir. —
Hver, sem pantar vín þessi, fær
innkaupsverð og 3%. Áreiðanlegir
kaupendur geta fengið 6 mánaða
gjaldfrest,
Ben. S. Þórarinsson.
Brúkaðar saumavélar,
jafngóðar og nýjar, fást
m.jög ódýrar hjá mér.
Markús Þorsteinsson.
Laugaveg 46.
Cognaeið frá verzlunarhúsinu
Gonzalez, Staub & Co. eyðir
kvefi og bætir hósta og læknar in-
flúenzu. Fæst hjá
Ben. S. Þórarinssyni.
Lögsókn fyrir illyrði.
Út af grein með fyrirsögn „Krókur
á móti bragði“, setn stendur í 9 tbl.
biaðs sem Elding nefnist og kom út 24.
f. m., neyðist ég til að lögsækja á-
byrgðatmann téðsblaðs, Jón Jónsson.
Reykjavik, 28. febr. 1901.
Vald. Ásmundsson.
Yerzlun
Ben. S. Þórarinssonar fékk með
„Laura“ síðast spönsk vín
Malaga, Sherry, Portvín.
Þeir sern vilja drekka góð vín kaupi
þau.
Útgefandi: Yald. Ásmandsson.
Félagsprentsmiðjan.